Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 10
10 MÍbvikudagur 17. júlí 1996 Hagvöxtur þjóbar fœrir þegnunum ekki alltaf betri lífsafkomu: Eignir 360 milljarða- mæringa ámóta og þjóð- artekjur 45% mannkyns Lífskjarbati hefur farib fram- hjá fólki í meira en 100 löndum þar sem meira en fjóröungur allra íbúa heims- ins býr, segir í skýrslu SÞ um lífsgæbaþróun. Þar er m.a. vakin athygli á því, aö þaö er fólkib sem þjóbarleibtogar þurfa ab veita vaxandi at- hygli en ekki hagvöxturinn einn og sér. Því hagvexti þjóbar fylgi hreint ekki allt- af bætt lífskjör þegnanna. Þeim sem marka pólitíska stefnu hætti oft til ab ein- blína um of á magn en ekki gæbi. Af fyrrnefndum 100 ríkjum þar sem fólk hefur þaö nú lak- ara en áöur eru 3 OECD ríki, þeirra á meðal ísland. Nær öll arabaríkin eru í þessum flokki, öll Austur-Evrópuríkin og fyrr- um Sovétríki, 22 af 34 ríkjum Suður- og Miðameríku, 35 af 43 ríkjum sunnan Sahara og 7 af 28 Asíuríkjum sem ekki eru í OECD. Nærri 2 tugir þessara þjóða hafði þegar um og fyrir 1960 náð svipuðum eða betri lífs- kjörum heldur en nú; þeirra á meðal írak, Kúveít, Líbería, Rúanda, Súdan, Venesúela, Haítí, Saúdi-Arabía og mörg fyrrum Sovétríki. Fjöldi Aust- ur-Evrópuþjóða býr nú við ámóta eða lakari lífskjör held- ur en á árunum milli 1970 og 1980. Skýrslan rekur fimm gerðir af efnahagslegum vexti sem færi þegnunum minna en ekki meira, og stjórnvöld ættu því að forðast: Hagvöxtur sem eykur at- vinnuleysi; þegar atvinnu- tækifærum fjölgar ekki þrátt fyrir vöxt í efnahagslífinu. Á Spáni sé t.d. 23% atvinnuleysi (og 40% meðal ungs fólks) þrátt fyrir 2,4% árlegan hag- vöxt síðan 1980. Miskunarlaus hagvöxtur; þegar ávexir efnahagsbatans koma fyrst og fremst í hlut þeirra ríku, en milljónir af fá- tæklingum stríða við stöðugt vaxandi fátækt. Alþjóðavæð- ing sé mottó dagsins, en í kjölfar hennar fylgi vaxandi gap milli hinna ríku og snauðu. Þannig hafi nú 358 milljarðamæringar komist yfir meiri eignir heldur en nemur samanlögðum þjóðartekjum landa þar sem búa 45% allra íbúa heimsins, eða um 2,3 milljarðar manna. Þetta valdi sömuleiðis vaxandi óstöðug- leika. Þrátt fyrir efnahagsbata í löndum Suður-Ameríku hafi hlutfall fátæklinga hækkað úr 23% í 28% á árunum 1985- 1990. Gjáin milli ríkra og fá- tækra sé hvergi í heiminum breiðari en í Brasilíu, Gvate- mala og Panama. Þögullvöxtur; þar sem lýð- ræði og einstaklingsfrelsi fylg- ir ekki í í kjölfar efnahags- framfara. Of mörgu fólki sé ennþá neitað um lágmarkslýð- ræði og margir búi yið stjórn- arfarslega kúgun. Á jákvæðu hliðinni megi hins vegar nefna að á árinu 1993 hafi 43 þjóðir í fyrsta sinn tekið þátt í almennum kosningum. Rótlaus vöxtur; þar sem menningarvitund fólks visnar jafnhliða efnahgsbata. Talin er hætta á að fjölmörg hinna u.þ.b. 10.000 mismunandi menningarsvæða í heiminum verði þurrkuð út, sem skýrslu- höfundar vara við og benda þar á stríðið á Balkanskaga. Framtíðarlaus vóxtur; þegar náttúruauðæfum er eytt á kostnað komandi kynslóða. Umhverfisspjöll séu oft fylgi- fiskur glæsilegra talna um efnahagsframfarir. Hjá Sam- einuðu þjóðunum og Alþjóða- bankanum er í vaxandi mæli farið að verðleggja náttúru- auðlindinrnar. Kostnaðurinn af því að eyða ræktarlandi svo eftir verði eyðimörk er áætlað- ur um 9 milljarðar dollara á ári í Afríku einni og 42 millj- arðar dollara (2.800 milljarðar kr.) í heiminum öllum. Fjórð- ungurinn af öllu landi í heim- inum sé í hættu. ¦ Vaxandi ójöfnuöur ískiptingu eigna og tekna í Bandaríkjunum: Bandaríkjamenn verja40%frí- stundannavið sjónvarpið „Ójöfnubur í skiptingu tekna og eigna virbist fara vaxandi í Bandaríkjunum og í minna mæli í sumum ríkjum Evrópu- sambandsins", segir m.a. í nýrri lífsgæöaskýrslu Þróunar- stofnunar Sameinubu þjób- anna. Þótt Bandaríkin séu lang- samlega ríkasta land í veröld- inni, meb 32% af þjóbarfram- leibslu allra ibnríkja, og hafi flestum þjóbum betur tekist ab halda uppi stöbugum hagvexti og helmingi minna atvinnu- leysi en í Evrópu sýnist skýrslu- höfundum ýmiss áhyggjuefni blasa vib. í Bandaríkjunum er gríbarlegur ójöfnubur falinn í meðaltölum og bilið víkkar milli ríkra og snauðra, í stað þess að mjókka. Skýrsluhöfundar (þeirra á meðal nóbelsverðlaunahafi í hagfræbi, Robert M. Solow) rekja áþreif- andi dæmi: Þeir ríku verða ríkari. Milli 1975 og 1990 jókst hlutur þess 1% Bandaríkamanna, sem ríkast- ir eru, í heildareignum þjóðar- innar úr 20% upp í 36%. Vaxandi hlutfall Bandaríkja- manna lifir neðan fátæktar- marka. Tekjur 20% þeirra tekju- lægstu eru minna en fjórbungur af meðaltekjum landsmanna. Til samanburbar er nefnt ab 20% fá- tækustu Japana hafa helming mebaltekna í Japan. Tekjuhæstu 20% Bandaríkja- manna hafa jafnabarlega 9 sinn- um hærri tekjur en þau 20% sem tekjulægstir eru — og tekjubilið í Bandaríkjunum þar með þab mesta sem þekkist mebal ibn- ríkja. Bandríkin eiga líka vib vanda ab stríba í heilbrigbisþjónustu og fjármögnun hennar. Þrátt fyrir miklu hærri heilbrigbiskostnað en nokkur önnur þjób eru Bandaríkjamenn aðeins í 18. sæti hvað lífslíkur snertir. Og sömu- leibis abeins 18. í röbinni hvab snertir ungbarnadauba. Þykir þetta gefa til kynna ab framfarir á heilbrigbissvibinu hafi dregist aftur úr efnahagsþróuninni. Heildarkostnaður Bandaríkja- manna vegna heilbrigðisþjón- ustu er eigi að síður gríðarlegur, um 12,9% af landsframleiðslu (sem mundi samsvara yfir 60 milljörbum á íslandi). Og 56% alls þessa kostnaðar eru bein út- gjöld fólks, sem er tvöfalt hærra hlutfall heldur en í nokkru öbru landi. Og lífshættir Bandaríkjamanna valda líka nokkrum áhyggjum: Sjónvarpib tekur um 40% af frístundum mebal Ameríkanans, sem hefur valdib miklum sam- drætti í því sjálfbobalibastarfi sem einkennt hefur bandarískt þjóbfélag; í samtökum ámóta og Heimili og skóla, Ameríska Rauba krossinum og svo framvegis. Varbandi eiturlyfjaglæpi eru Bandaríkjamenn í 2. sæti af ibn- abarþjóbum. Skráb naubgunartil- felli eru um 90.000 á ári, sem er fjórum sinnum hærri tala en þekkist í nokkru öbru iðnríki. Bandaríkjamenn eiga líka heimsmet á sumum svibum um- hverfismengunar: Þeir framleiða 24% af öllu „gróðurhúsagasi" í heiminum, 10 sinnum meira af eitrubum úrgangsefnum en nokkur önnur þjóð og 330 pund á mann af sorpi, sem er 35% um- fram meðaltal ríku þjóöanna. Hugleiðum útkomuna ef t.d. 8 sinnum fleiri Kínverjum og Ind- verjum tækist að tileinka sér lífs- máta Bandaríkjamanna. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.