Tíminn - 17.07.1996, Side 14

Tíminn - 17.07.1996, Side 14
14 Miðvikudagur 1 7. júlí 1996 HVAÐ E R Á SEYÐI Hafnagönguhópurinn: Gengib úr Gróttu nib'r á höfn Hafnagönguhópurinn fer á miövikudagskvöldið 17. júlí í gönguferö frá Valhúsahæö út í Gróttu og þaðan með ströndinni nið'r á höfn. Mæt- ing við Hafnarhúsið kl. 20 og síðan farið með SVR út á Nes. Einnig er hægt að mæta á Val- húsahæð kl. 20.45. Á leiðinni verður litið inn hjá Siglinga- málastofnun. Þá verður kynnt fyrirhuguð gönguferð Hafna- gönguhópsins laugardaginn 20. júlí, hafnardaginn. Selfoss: Tónleikar á sumri Eydís Franzdóttir óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju, fimmtudaginn 18. júlí kl. 20. Á tónleikunum, sem eru um klukkustund að lengd, verður ferðast með hlustendur á vængjum tónlistar víðs vegar um Evrópu. Kynnst verður blóðhita Ungverja, þýskri rómantík, staldrað við í franskri sveitasælu, dvalið meðal Englendinga og svo auðvitað komið við hjá BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Brynhildur Ásgeirsdóttir og Eydís Franzdóttir, sem leika í Selfoss- kirkju annaö kvöld. frændþjóbum okkar til að kynnast dönskum húmor og norskri fjallafegurð. Tónleikarnir verða endur- teknir í Borgarneskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30 og í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 18. ágúst kl. 17. Sumardagskrá Norræna hússins Bókmenntafræðingurinn Kristján Jóhann Jónsson verð- ur fyrirlesari kvöldsins í Opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 18. júlí kl. 20. Kristján ætlar ab tala um þab hvernig íslenskar bók- menntir frá fyrri tíð tengjast nútímabókmenntum. Hann flytur mál sitt á sænsku. Dagskráin í Opnu húsi er einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndum, en íslend- ingar eru að sjálfsögðu líka velkomnir. Kaffistofan verður opin til kl. 22 og býður upp á íslenska sérrétti á vægu verði. Á sunnudögum kl. 17.30 er dagskrá einkum ætluð ferða- mönnum frá Norðurlöndum. Borgþór Kjærnested talar um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðféiaginu. Flutt á sænsku og finnsku. Fólki gefst tækifæri til fyrir- spurna. KI. 20.15 á sunnudag ætlar bandaríski ljósmyndarinn Jef- frey Hunter að sýna litskyggn- ur frá íslandi, spilar íslenska tónlist og tala um ísland. Hann svarar spurningum á ensku. Kaffistofan býður upp á eitthvað „gott úr hafinu", 500 kr. Mánudaginn 22. júlí kl. 19 verður sýnd íslenska kvik- myndin „Á köldum klaka" (Cold Fever). Leikstjóri er Friðrik Þór Friðriksson, 1995. Enskur texti, 87 mín. Kaffi- stofan býður upp á fiskipaté, 400 kr. Á allar þessar dagskrár eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar á Norburlandi 2. tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi er tvískipt að þessu sinni. Fyrst leika Margrét Bóasdóttir sópran og Kristinn H. Árnason gítarleik- ari á föstudaginn, 19. júlí, í Snartarstaðakirkju í Öxarfirði kl. 21, og laugardaginn 20. júlí í Reykjahlíðarkirkju kl. 21. Á efnisskrá þeirra tveggja verða verk eftir Agustín Barri- os, Domenico Scarlatti, Franc- isco Torrega, Johann Sebasti- an Bach, Isaac Albeniz og ís- lensk þjóðlög. Karel Paukert, orgelleikari frá Bandaríkjunum, leikur svo á sunnudaginn, 21. júlí, í Ak- ureyrarkirkju kl. 17. Hann flytur verk eftir Bernardo Pasquini, J.S. Bach, Vincenzo Bellini, Louis Vierne, Franz Liszt, César Franck, Jehan Ala- in, Petr Eben og Charles Ives. Inga Sólveig sýnir í Gallerí Horninu Laugardaginn 20. júlí kl. 17 opnar Inga Sólveig Friðjóns- dóttir sýningu á handmáluð- um ljósmyndum í Gallerí Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina „Steinar í sterkum litum", sem vísar til viðfangsefnisins, steina í náttúru íslands. Inga Sólveig stundaði nám við San Francisco Art Institute og útskrifaðist þaðan 1987. Síðan hefur hún haldið fjór- tán einkasýningar, bæði á ís- landi og erlendis, auk þátt- töku í samsýningum. Sýning Ingu Sólveigar stendur til miðvikudagsins 7. ágúst og verður opin alla daga milli kl. 11 og 23.30. Á milli kl. 14 og 18 er gengið inn um sérinngang í galleríið, en ann- ars í gegnum veitingastaðinn Hornið. Háskóli íslands: Námskeib í krabbameinshjúkrun í haust verður kennt nám- skeiðið Krabbameinshjúkrun I. Er þetta fyrsta námskeiðið í röð námskeiða á þessu sviði sem í boði verða fyrir hjúkr- unarfræðinga á næstu árum. Fjallað verður almennt um myndun krabbameina, helstu meðferbir við þeim, algeng viðbrögð við sjúkdómi og meðferð og grundvallaratriði í hjúkrun krabbameinssjúk- linga. Námskeiðið mun nýtast öllum hjúkrunarfræðingum sem hjúkra einstaklingum með krabbamein. Krabbameinshjúkrun I er 3 einingar og mögulegt er að taka það sem viðbótarnám eftir grunnnám í hjúkrunar- fræði eða á meistarastigi. Mælt er með að allir nemend- urnir hafi bakgrunn í fræði- legum vinnubrögðum og líf- eðlisfræbi. Einnig er sterklega mælt með að þeir sem sækja námskeiöið hafi a.m.k. tveggja ára reynslu af almenn- um hjúkrunarstörfum. Þeir hjúkrunarfræbingar, sem hug hafa á að taka námskeiðið á meistarastigi, en hafa ekki lokið BS-prófi, þurfa að hafa hafið nám í sérskipulögðu námi til BS-prófs í hjúkrunar- fræði. Haldið verður próf úr hluta námsefnisins, en jafn- framt skila nemendur verk- efnum og flytja framsögu. Kennslan fer fram á þriðju- dögum, kl. 13-16. Þriðjudag- inn 3. september mun fara fram kynning á námskeiðinu, lesefni, æskilegum undirbún- ingi og námskröfum. Kennsla hefst síðan 10. september. Nánar verður tilkynnt um kennslustofu síðar. Umsjónar- kennari námskeiðsins er Nanna Friðriksdóttir lektor. Innritun fer fram í nem- endaskrá Háskólans í Aðal- byggingunni 12.-16. ágúst. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu námsbraut- ar í hjúkrunarfræði í síma 525-4960. Margrét Bóasdóttir. Kristinn H. Árnason. Dagskrá útvarps og sjónvarps Miðvikudagur 17. júlí 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn: Séra Axel Árnason flytur. 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.10 Hér og nú 8.30 Fréttayfirlit 8.50 Ljó& dagsins 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.38 Seg&u mér sögu, Músa-Darjan 9.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir 10.03 Veöurfregnir 10.15 Árdegistónar 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagiö í nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.50 Au&lindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins 13.20 Heimur harmóníkunnar 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Hi& Ijósa man 14.30 Til allra átta 15.00 Fréttir 15.03 Kenya - Safaríparadís heimsins og vagga mannkyns 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Tónstiginn 17.00 Fréttir 17.03 Þjó&arþel: Úr safni handritadeildar 17.30 Allrahanda 17.52 Umfer&arráö 18.00 Fréttir 18.03 Ví&sjá 18.45 Ljó& dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&urfregnir 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt 20.00 Tónlist náttúrunnar 21.00 Leyndardómur vínartertunnar 22.00 Fréttir 22.10 Ve&urfregnir 22.15 Orð kvöldsins 22.30 Kvöldsagan, Á vegum úti 23.00 „Meöan brjóst mitt ást og æska fylltu" Af Grími Thomsen og Magdalenu Thoresen. 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Ve&urspá Mibvikudagur 17. júlí 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.02 Lei&arljós (434) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00 Myndasafnið 19.25 Úr ríki náttúrunnar 20.00 Fréttir 20.30 Ve&ur 20.35 Víkingalottó 20.40 Hvíta tjaldiö Kvikmyndaþáttur í umsjón Valger&ar Matthíasdóttur 21.05 Höfu&syndirnar sjö (6:7) Öfund (Seven Deadly Sins) Ástralskur myndaflokkur þar sem fjallað er um höfu&syndirnar sjö í jafnmörgum sjálfstæ&um myndum. í myndunum sameina krafta sína nokkrir efnilegustu leikstjórar Ástrala og úrvalsleikarar. Leikstjóri þessarar myndar er Stephen Wallace og aöalhlutverk leika Belinda McClory, Richard Sútherland, Lech Mackiewicz, Ola Chang, Cenevieve Lemon og Jacqy Phillips. Þý&andi: Veturli&i Gu&nason. 22.05 Ólympíustjörnur (3:3) (Olympic Clory) Bandarísk þáttaröö um sögu Ólympíuleikanna á þessari öld, íþróttamennina og reynslu þeirra. Þý&andi er Gu&ni Kolbeinsson og þulur Ingólfur Hannesson. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok Mibvikudagur 17. júlí 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Sjónvarpsmarka&ur- 13.00 Ævintýri Mumma 13.10 Skot og mark 13.35 Heiibrigö sál í hraustum líkama 14.00 Sonur Bleika pardusins 15.35 Handlaginn heimilisfa&ir (e) 16.00 Fréttir 16.05 Sumarsport (e) 16.35 Clæstar vonir 17.00 í Vinaskógi 17.25 Mási makalausi 17.50 Doddi 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarka&urinn 19.00 19 >20 20.00 Beverly Hiils 90210 (4:31) 20.55 Núll 3 21.30 Sporöaköst (e) Vatnsá 22.00 Brestir (e) (Cracker 2) (2:9) 22.55 Sonur Bleika pardusins (Son of The Pink Panther) Lokasýning 00.30 Dagskrárlok Miðvikudagur 17. júlí 17.00 Spítalalíf r i cún (mash) 17.30 Gillette sportpakkinn 18.00 Taumlaus tónlist 20.00 í dulargervi 21.00 Búriö 2 22.30 Star Trek 23.15 Leyndarmál Emmanuelle 00.45 Dagskrárlok Miðvikudagur 17. júlí 18.15 Barnastund 19.00 Skuggi 19.30 Alf 19.55 Ástir og átök 20.20 Eldibrandar (8:13) 21.05 Madson (3:6) 22.00 Næturgagnið 22.45 Tíska 23.15 David Letterman 00.00 Framtíðarsýn (E) 00.45 Dagskrárlok Stö&var 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.