Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. júlí 1996 Tvær af nyrstu laxveibiám lands- ins eru á Melrakkasléttu. Þab eru Ormarsá og Deildará á austan- verbri Sléttu. Þær falla bábar til sjávar, sitt á hvorum stab, skammt sunnan vib Raufarhöfn. Ormarsá fellur í sjó hjá svo- nefndri Hjallhöfn. Upptök hennar eru hins vegar um 38 km sunnar, eba á þeim slóðum þar sem sumar- vegurinn yfir Öxarfjarðarheiði, úr Núpasveit í Þistilfjörð, liggur. Að- rennslissvæði árinnar er 232 fer- kílómetrar að stærð, samkvæmt skrá Vatnamælinga Orkustofnun- ar. Áin fellur nokkurn veginn beint noröur eftir Melrakkasléttunni um gróib land og votlent. Mestur hluti árinnar í óbyggbum Ormarsá er geng laxi og öðrum sjógengnum fiski svo til allá leið frá ósi til upptaka, þó að veiði sé stunduð á neöstu 17 kílómetrum árinnar. Stangaveiði hefur verið iðkuð í ánni um áratuga skeið og hefur hún verið leigð út. Leigutaki um skeið var Stangaveiðifélagib Fluga á Akureyri, sem var með veiðihús vib ána, hjá Arnþúfufossi. Núverandi leigutaki eru svissnesk hjón, Ursula og Rolf Dopler, sem hafa ána á leigu til og með árinu 2003. Reist hefur verið vistlegt veiðihús í landi Hóls, sem verður eign veiðifélagsins. Þar geta veiði- menn haft sína hentisemi með gistingu og fæði. Laxveiði í Ormarsá hefur á árun- um 1974 til 1995 verið að árlegu meðaltali 191 lax, samkv. skrá Veiðimálastofnunar. Mesta árleg veiði voru 366 laxar árið 1993 og 1986 fengust 350 laxar úr ánni. Víst er að lægð kom í iaxveiðina á Útrennsli Ormarsár til sjávar á miöri mynd. Nœr eru bœjarhúsin á Ormarslóni. Fjœr er Raufarhöfn. Ormarsá á Sléttu Myndir EH árunum 1981-1984, eins og í allar aðrar ár í þessum landshluta. í kaldari árum minnkar auðvitab framleiðslugeta ánna gagnvart laxi, ekki síst á nyrstu svæðum landsins. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Ormarsá, skammt frá sjó. Ormarsá. Veiðifélag var stofnab um Or- marsá 1969 og náði til 13 jarða í tveimur hreppum, Presthólahreppi og Svalbarðshreppi. Félagið hefur auk þess ab ráðstafa veiði í ánni staðið fyrir ýmsum fiskræktarað- gerbum, eins og sleppingu laxa- seiða af ýmsum stærðum, umbót- um á gönguskilyrðum fyrir laxinn. Þá hefur verið unnið að vegagerð til að auövelda veiðimönnum aðgang að ánni, enda mestur hluti árinnar í óbyggöum. Þarna í heiðinni eru fimm gömul eyðibýli, eins og Gras- geiri, Hrauntangi, Óttarsstaðir, Lækjamót og Heiðarmúli. Byggbar jarbir eru úti við ströndina beggja vegna Sléttunnar: Brekka, Presthól- ar og Efri-Hólar að vestan og Vogur, Hóll, Ormarslón, Krossavík og Kollavík ab austan. Fyrsti formaður veiðifélagsins var Þorsteinn Steingrímsson, Hóli, til 1983, en þá tók við formennsku nú- verandi formaður, Höskuldur Þor- steinsson, Höfba, sonur Þorsteins á Hóli. Opinberir lánasjóöir Þegar einhver skipan hefur komist á og fest sig í sessi er oft eins og litið sé á það sem náttúrulögmál að skip- anin standi. Að sjálfsögðu ætti þab ekki að vera svo. Ráðamenn, hver á sínum stað, verða að halda vöku sinni vilji þeir ná besta mögulega árangri. Þannig verður stjómandi atvinnu- fyrirtækis að fylgjast með efnahags- ástandinu, ekkert síður en því sem nýtt kemur fram í greininni. Stjórnmálamenn ráðskast meb sameiginleg mál okkar allra. Ólíkt stjórnendum í rekstri, sem hafa peningalega arðsemi að markmiði, er þeirra hlutverk fyrst og fremst að sinna mannlegum þörfum, en um leið sjá til þess að hjól atvinnulífs- ins snúist. Meðal þeirra stjórntækja sem stjórnmálamenn hafa skapað eru ýmsir opinberir sjóðir og lánastofn- anir. Ef sagan er skoðuð kemur í ljós að þegar sjóður hefur einu sinni komist á laggirnar em litlar sem engar líkur á að hann verði lagður af nema ef honum hefur verið svo illa stjórnab að hann verbi févana. Sama gildir um endurskoðun starf- seminnar. Stjórnmálamennimir sem eiga að hafa eftirlit með sjóbunum hafa lít- inn áhuga á að beita sér fyrir sárs- aukafullum breytingum þar sem starfsmenn sjóbanna myndu missa störf sín eða hinn og þessi stjóri eða stjórnarmaður spón úr aski sínum. Því miður er almenningur áhuga- lítill um þessi mál, menn mega ekki vera ab því að velta flóknum hlut- um fyrir sér og ástandib breytist ekki. Tilefni vangaveltna minna hér að framan er auglýsing frá Húsnæðis- stofnun þar sem beðið var um lán Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE að fjárhæð þúsund milljón krónur. Eftir því sem ég bes't veit em eng- in kaup íbúðarhúsnæðis á frjálsum markaði fjármögnuð af hinu opin- bera lánakerfi. Eg veit heldur ekki betur en ab í áratugi hafi ríkissjóöur árlega veitt Húsnæðisstofnun stórfé til útlána. Og ég geri ráð fyrir að það fé endurgreiðist smátt og smátt til stofnunarinnar. Því hlýtur það að vera ofureölileg spurning hvernig á því standi að taka þurfi svona stórt lán. Ég fylgist vel meb fréttum, en minnist þess ekki ab hafa séð eða heyrt fjallað um þetta mál. Sjálfsagt er til ein- hver skynsamleg skýring, en eitt vantar: Gagnrýnin, opinber um- ræða um jafn stóran sjóð og aug- lýsti eftir láninu þarf að fara fram. Þetta leiðir hugann að öðm. Fyrir nokkra var tilkynnt að ríkissjóður ætlabi að innleysa spariskírteini vegna óhagstæðra vaxtakjara. Þetta gat ríkissjóður vegna þeirrar fyrir- hyggju í upphafi að í spariskírtein- unum vom ákvæði sem heimiluðu uppsögn. Því nefni ég þetta, að kunningi minn tjáði mér um daginn ab hann hefði viljað greiða upp lán sitt vib opinberan sjóð atvinnulífsins vegna þess að hann gat fengið hag- stæðara lán. Honum kom það mjög á óvart þegar honum var sagt að vildi hann greiða lánið upp, þyrfti hann að greiða sérstakt álag. Hann hélt að sér hefði misheyrst, en svo var ekki. Skýringin á álaginu var sú, að sjóðurinn væri að endur- lána fé, það fé bæri fasta vexti og óuppsegjanlega, þannig ab vaxta- byrðinni yrði að velta yfir á lántak- andann. Kunningi minn var reyndar þeirr- ar skobunar ab frekar ætti að velta einhverjum úr valdastóli og verð ég að viðurkenna að ég er sömu skoð- unar, eða hvernig er hægt ab skýra það að ein opinber stofnun (spari- skírteinin) sýni fyrirhyggju eins og áður er lýst, en önnur sofi á verðin- um? Að lokum þetta: Ég fagna því að viðskipta- og iðnabarráðherra skuli nú taka á málum opinberra sjóða. Til þess þarf bæði þrek og þor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.