Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. júlí 1996 9 ✓ Ast rómantík og samfarir Á liðnum vetri vann Illugi verk- efni með nemendum Menntaskól- ans við Sund er kallaðist ást, róm- antík og samfarir og fjallaði meðal annars um staðsetningu þessara þátta í umhverfinu. „Átján ára ung- lingurinn er í raun húsnæðislaus þegar kemur að þessum atriðum í lífi hans. Stóra spurningin er hvar hann á ab vera og hann fer að leita sér athvarfs fyrir þessar þarfir sínar. Unglingar kela eftilvill í strætóskýl- um og öðrum afdrepum og ef not- ast er við bíl þá hefur hann öðlast aðra merkingu í umhverfinu en að vera bara farartæki." Reykjavíkurflugvöll einnig dæmi um fyrirbæri er kljúfi umhverfið. „Einhver sagði við mig að hann væri eins og kona sem lyftir pilsi." Ég fer út meb mína list Illugi kvaðst hafa farið að hug- leiða efni þessarar sýningar eftir að hann hafi skoðað Stöðlakot. „Ég er fyrst og fremst umhverfislistamaður og byggi list mína úti og á umhverf- inu. Því varð ég að leggja áherslu á að byggja utan um kotið en ekki að pakka listinni inn í það og út frá því kviknaði hugmyndin um að gera dálítið grín að landanum." Illugi Eysteinsson hefur lokið námi í inn- anhúsarkitektúr frá Southern Illino- is University, umhverfishönnun frá Parsons School of Design og arki- tektúr frá Southern California Ins- titute of Architecture. Hann starfar fyrst og fremst sem listamaöur, seg- ir það köllun sína og hefur haldið níu einkasýningar að sýningunni í Stöðlakoti meðtalinni. Talið beinist að umhverfi hér á landi og Illugi segir fáránleikann birtast í mörgu. „Vib höfum tilhneigingu til þess að líta á okkur sem einskonar stórveldi — byggingar okkar sem hallir." 111- ugi segir að íslenskir bæir hafi ekki það sem kalla megi miðbæ, „centr- um", svefnbærinn sé yfirgnæfandi í öllu okkar byggðaskipulagi. Vesturbærinn er svefn- bær og Kópavogs- brýrnar Ijótur skurður „Þegar ég kom heim frá námi tók ég nokkur hundmð ljósmyndir af mínum uppeldisslóðum — Melun- um í Reykjavík. Ég varð eiginlega fyrir áfalli því mér fannst ég alltaf hafa alist upp í miðbæ en þegar ég fór að vinna þessa myndaseríu eða umhverfisverkefni þá komst ég að raun um að Vesturbærinn í Reykja- vík er ekkert annaö en svefnbær." Illugi nefnir Akureyri sem dæmi um bæ er feli í sér raunverulegan mið- bæ. í Reykjavík sé hann dreifðari — Kvosin og Laugavegurinn — eins- konar skaftpottur. Illugi segir að byggingar geti gerbreytt umhverfi og nefnir Háskólann sem dæmi. „Hann dregur til sín athygli úr mik- illi fjarlægð, segir hann og nefnir einnig Höfbabakkabrúna sem skapi umhverfinu ákveðna ímynd. „Munur hennar og Kópavogs- brúnna er til dæmis sá ab Höfða- bakkabrúin fellur að því umhverfi lllugi Eysteinsson skopast oð byggingarlistinni og landanum: í draumi sérhvers kots felst höll „Þá er tilganginum náð," voru orð Illuga Eysteinssonar, arkitekts og umhverfislistamanns, þegar ég kvaðst hafa ekið í tvígang fram- hjá „Stöðlahöllinni" hans við Bókhlöðustíginn og ekki ein- göngu verið í leit aö bílastæði heldur einnig að útilistaverki því sem hann sýnir þessa dagana. Verkið felst í því að hann hefur byggt falska framhlið á Stöðlakot og þar með breytt því í höll. Hin falska hlið en alger andstæða þess sem að baki býr — lítils og vina- legs húss sem er einskonar nú- tíma útgáfa af gamla torfbænum og fulltrúi ákveðins tíma og að- stæðna í sögu Reykjavíkur eins og Illugi kemst að orði. í hinni fölsku framhliö felst evr- ópskur kassaarkitektúr — litlaus og án persónueinkenna. Með því dreg- ur atkitektinn og listamaðurinn fram ákveðnar andstæður sem ein- skorðast ekki við byggingarlist heldur mannlífið sjálft eins og hann segir, því í draumi sérhvers kots leynist höll. „Hvað dreymir Stöðlakot. Hverjir eru draumar litlu Gunnu og litla Jóns? Dreymir þau ekki um frægð, frama og velsæld í líkingu við erlendar fyrirmyndir," segir Illugi og bætir við að á sama hátt séu draumar Stöðlakots fólgnir í að verða alþjóðlegt nútímalista- safn. Því hafi orðið að breyta útliti þess í samræmi við þessa drauma. í draumi sérhvers kots Illugi kallar sýningu sína „í draumi sérhvers kots". Hann segir hana útilistaverk og innsetningu sem lýsa eigi sálarkreppu húsagerð- arlistar og smáþjóðar er búi við minnimáttarkennd gagnvart er- lendum hugmyndum og áhrifum. Illugi kveður verkið ádeilu á þá til- hneigingu íslendinga að sveipa um sig erlendum hugmyndum til þess að sýna að þeir séu hluti af hinni stóru menningarlegu heild. Þarna virðist hann hitta naglann á höfuð- ið því hvað er fáránlegra en hug- mynd kotsins um að vera höll og glata þar með öllum sínum ein- kennum og sögu. „Ég kalla þetta einnig musteri fáránleikans," segir Illugi og kveðst leggja áherslu á hið alþjóðlega nútímalistasafn í sínum skilningi. Á þeirri sýningu sem hann hefur sett upp innan dyra gætir sama húmorsins og felst í úti- listaverkinu því þar hefur hann sett upp myndir eftir á þriðja tug lista- manna sem skipa framvarðasveit listasögunnar. Er þar að finna nöfn eins og Robert Rauschenberg, Ame- deo Modigliani, Edvard Munch, Max Beckmann, Félix Vallotton, Georgia O'Keeffe, Edouard Manet, Marc Chagall, Pablo Picasso, Vin- cent van Gogh, Henri Matisse og ýmsa fleiri. Öll verkin eru byggð á póstkortum sem Illugi hefur minnkað um helming en sett inn í gyllta ramma sem eru um helmingi stærri en myndirnar þannig ab eft- irprentuð verk meistaranna hverfa næstum í umbúðir. „Þetta er hluti af fáránleikahugmyndinni," segir Illugi og bætir við að með þessum eina hætti geti kotið orðið ab höll alþjóðlegrar myndlistar. sem hún er byggð í og leggur áherslu á það en Kópavogsbrýrnar eru bara ljótur skurður sem klýfur byggðina í tvennt." Illugi segir Stílbrot á milli Reykja- víkurapóteks og Hótel Borgar Með sýningunni „í draumi sér- hvers kots" leggur Illugi Eysteins- son áherslu á það sérstæða og gam- ansama í umhverfinu og með túlk- un sinni nær hann ekki aðeins til húmorsins í manneskjunni sjálfri heldur einnig til lotningar hennar fyrir því sem er framandi þótt það falli enganveginn ab því hefð- bundna. Hann segir byggingarstíl- inn gott dæmi til að skynja þetta og nefnir húsið í sundinu- á milli Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar þar sem troðið hafi verið byggingu í einhverjum alþjóbastíl er myndi al- gert stílbrot við byggingarlist Guð- jóns Samúelssonar er reynt hafi eft- ir mætti að þróa byggingarstíl í anda íslenskrar sögu. -ÞI " lilllsff 'IIISK* SKSI Umhverfisverk eftir iiluga á Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.