Tíminn - 19.07.1996, Síða 1

Tíminn - 19.07.1996, Síða 1
80. árgangur Biskup íslands vígir ekki nýja kirkju í Reykholti 28. júlí nk., heldur vígslu- biskupinn í Skálholti: í samræmi vib lög og stefnu „Það er verið að framkvæma þarna ákveðin lög og ákveðna stefnu sem lendir á sama tíma og þessi mál önnur. Ég er ekkert hissa á því að fólk tengi þessi mál saman. Svo er ekki nema tilvilj- un í tíma," segir sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti ab- spurbur hvort einhver tengsl séu á milli svonefnds biskupsmáls og þess að hr. Ólafur Skúlason bisk- up mun ekki vígja nýja Reyk- holtskirkju 28. júlí nk. heldur sr. Sigurbur Sigurbsson vígslubiskup í Skálholti. Sr. Geir segir að þetta sé í sam- ræmi við nýtt erindisbréf handa vígslubiskupum sem byggir á lög- um nr. 62 frá 1990, 7. kafla, 45. grein þar sem er að finna verkefni vígslubiskupa. Hann segir að það hafi dregist einhverra hluta vegna ab biskupinn gæfi út erindsbréf handa vígslubiskupum sem byggja á fyrrnefndum lögum. Þegar þessi lög voru samþykkt á sínum tíma var slegið saman tveimur frum- vörpum sem kirkjan hafði útbúið, annarsvegar frumvarpi um skipt- ingu biskupsdæmisins og hinsveg- ar frumvarpi um starfsmenn þjób- kirkjunnar. Sr. Geir segir að Halldór Ásgrímsson þáverandi kirkjumála- ráðherra hefði ekki viljað flytja frumvarp um að skipta biskups- dæminu og því var skipub nefnd til ab bræða fmmvörpin saman. Sóknarpresturinn segir ab með tilkomu nýju kirkjunnar mun öll starfsaðstaba hans taka miklum stakkaskiptum til hins betra og m.a. verður ekki þörf á því í fram- tíðinni að „fólk sitji í bílum út um öll hlöð eða út við skóla við útfarir, heldur geta allir setið undir sama þaki." Vinna við byggingu nýju kirkjunnar hófst árib 1988 en gamla kirkjan var reist árib 1887. Sóknarpresturinn segir að það sé ekkert ákveðiö hvað verður um gömlu kirkjuna sem ákveðið var að hætta halda við og safna þess í stað í sjóð fyrir nýrri kirkju. Hann segir að leitað hafi verib eftir því að reyna að finna henni nýjan stað og nýtt hlutverk sem kirkju, ef hægt er að endurbyggja hana á nýjum stab. -grh STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 19. júlí 135. tölublaö 1996 Morgunbladalesturinn hefst oft í greiöasölunni Svarti svanurinn hjá henni Hjördísi Fjólu Ketilsdóttur, sem vib hittum ab máli í gærmorgun. Hér situr hún og meltir blab allra landsmanna, ábur en hún hellir sér í Tímann og Alþýbublabib. Tímamynd CVA Forseti Alþingis sendist ekki eftir afsagnarbréfum þingmanna, jafnvel ekki þótt nýkjörinn forseti eigi í hlut: Þingforseti ekki á leið í póstinn „Það er mikill misskilningur ab ég sé ab fara á Barðaströnd til ab sækja afsagnarbréf og Ólaf- ur Ragnar veit þab, enda höf- um við fína póstþjónustu sem ég þarf ekki ab taka ab mér. Ég hef hinsvegar ánægju af því ab fara í eftirmibdagsskaffi til hans," sagbi Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis í gærmorg- un. Ólafur G. segir ab allir hljóti ab sjá ab þab passar ekki ab forseti Alþingis heimsæki þingmenn til ab ná í afsagnarbréf þeirra og jafnvel þótt um sé ab ræba ný- kjörinn forseta, enda hefbi þab aldrei stabib til. Hann segist því hafa orbib afar undrandi ab heyra sífellt klifab á því í ljós- vakamiblum í fyrradag ab hann væri á leib heim til Ólafs R. til ab ná í afsagnarbréf hans sem þing- manns, bréf sem nýkjörinn for- seti mun hafa skrifab 10. júlí sl. í framhaldi af þessum fréttaflutn- ingi hefbi hann rætt þetta vib Ól- af Ragnar í síma þar sem hann Ólafur Ragnar Grímsson. hefbi leibrétt þennan misskiln- ing sem fjölmiblar höfbu haft um málib. Þingforseti segir ab þeir nafnar hefbu hist fyrir tilviljun á Subur- nesjum ekki alls fyrir löngu og þá hefbi hann nefnt þab vib nýkjör- Ólafur G. Einarsson. inn forseta að hann þyrfti ab ræba vib hann og m.a. um þab hvernig þingmenn Reykjaness- kjördæmis mundu kvebja Ólaf Ragnar. En þab mun vera venja mebal þingmanna kjördæmisins ab kvebja þann sem er ab hætta í þab og þab sinnib. Vib þab tæki- færi sammæltust þeir um ab Ól- afur Ragnar mundi hafa sam- band við nafna sinn Einarsson, sem og hann gerbi og bauð hon- um heim í kaffi. Ólafur G. segist hinsvegar ekki hafa haft tök á að heimsækja Ólaf Ragnar í þab sinnib og því hefbi þessi dagur verib ákvebinn, þ.e. gærdagur- inn, 18. júlí. „Ég held ab þetta sé ekki nein hátíbleg athöfn. Þetta kemur bara til skrifstofunnar," segir Ól- afur G. abspurbur hvernig þing- menn hafa borib sig vib ab af- henda afsagnarbréf sín. En ný- kjörinn forseti mun vera sá fyrsti sem lætur af þingmennsku ab eigin ósk frá því Ólafur G. tók vib embætti forseta Alþingis á þessu kjörtímabili. Á kjörtímabilinu þar á undan sögbu nokkrir af sér þingmennsku vegna annarra starfa og m.a. þeir Jón Sigurbs- son, Eibur Gubnason og Stein- grímur Hermannsson. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.