Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 4
Föstudagur 19. JÚIÍ1996 nnnii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaoaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ríkisstofnanaraskið Af nógu að taka Þótt umræðan um alsælu og aðra eiturlyfjaneyslu frá liðn- um vetri hafi dvínað er langt í frá að eyturlyfjavandanum hafi verið bægt á burt. Þótt dregið hafi úr notkun sumra vímuefna þá virðist sem neysla annarra fari vaxandi. Er þar einkum um neyslu harðari efna að ræða og fólki sem sprautar sig reglulega fjölgar stöðugt. í nýútkominni ársskýrslu SÁÁ fyrir síðastliðið ár kemur fram að sprautufíklum fjölgar stöðugt og að þeir sæki einnig með vaxandi þunga í ópíumefni sem selt er sam- kvæmt lyfseðlum lækna. í skýrslunni kemur fram að vandi þessa fólks sé orðinn slíkur að sérstakra viðbragða sé þörf og læknar og lyfsalar verði ekki undanþegnir því að þurfa að taka af fullri alvöru á þessu máli. Sprautufíkn er oftast afleiðing af fikti sem síðar leiðir til vaxandi neyslu og einnig neyslu á sterkari vímuefnum. Þegar neytendur eru komnir á það stig að þurfa að nota teygjur og nálar til þess að koma eiturefnunum í blóð sitt eru þeir undantekningarlaust orðnir sjúklingar. í skýrslu SÁÁ kemur fram að lifrarbólga sé vaxandi sjúkdómur á meðal þessa fólks en eins og kunnugt er smitast hún eink- um með illa eða ekkert sótthreinsuðum sprautubúnaði. Fyrir nokkrum árum voru sprautufíklar hér á landi einkum um þrítugt en samkvæmt skýrslu SÁÁ fer aldur þeirra stöð- ugt lækkandi og eru flestir nú aðeins liðlega tvítugir að aldri. Þetta ástand er bein afleiðing af þeirri uggvænlegru þró- un sem átt hefur sér stað hér á landi á undanförnum árum hvað innflutning og sölu á eiturlyfjum varðar. Erfiðlega hefur gengið að koma í veg fyrir innflutning og uppræta sölustarfsemi sem er orsök pess að ungmenni ánetjast þessum efnum. Eiturlyfjavandinn hefur einnig leitt af sér breitt og vaxandi afbrot í samfélaginu. Kostnaðarsamt er að fjármagna mikla neyslu og flestir neytendur hafa ekki öðrum tekjum til að dreifa en bótum og verða því að leita ólöglegra leiða til þess að kaupa næsta skammt. Auðgunar- brotum fjölgar því sífellt með tilheyrandi ofbeldi. Ljóst er að hjálpa verður því fólki, sem leiðst hefur út í neyslu eitulyfja, til að ná heilsu að nýju. Með því er þó að- eins lítill hluti vandans leystur því á meðan efnin eru til staðar þá leitar nýtt og nýtt fólk í þau og ánetjast þeim. Réttara væri ef til vill að segja að sölumenn þessara efna leiti sér að nýjum viðskiptavinum — nýjum fórnarlömb- um því viðskiptin eru auðvitaö ekki annars eðlis en að gera ungmenni svo háð efnunum að þau geti enganveginn jín þeirra verið og geri hvað sem er til þess að nálgast þau. ] Vandinn er þannig þríþættur. Vandi fórnarlambaniia sem glatað hafa andlegri og líkamlegri heilsu sinni og þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Annar vandi er fólginn í því að verjast innflutningi og þar mæðir mest á tollayfirvöldum og einnig lögreglu að hluta. Þriðji vand- inn er sá að hafa hendur í hári þeirra sem hagnast á að gera líf og limi ungmenna að engu. Sá þáttur er ekki minnstur þar sem slíkir aðilar taka einnig oft við illa fengnum hlut-, um sem friðlaus fórnarlömb þeirra hafa tekið ófrjálsri hendi í von um einn skammt enn — til að lifa í einn dagi enn. Starf þeirra lögreglumanna sem vinna að rannsókn- um fíkniefnamála er því ekki ætíð öfundsvert. Fíkniefnavandinn hér á landi er orðinn af þeirri stærð- argráðu að samfélagið sem slíkt getur ekki skorast undan i því að horfast í augu við hann og efna til aðgerða. í því' sambandi má ekki fyrst og fremst horfa á sparnað þegar I stemma á stigu við dreifingu þessara efna. Þótt þar kunni að vera um tímabundin útgjöld að ræða verður einnig að gera ráð fyrir því að takist að draga úr notkun fíkniefna þá muni það spara þjóðarbúinu fjármuni þegar litið er til lengri tíma. Þótt vissulega sé tilefni til að gleðjast yfir því að dregið hafi úr alsælufaraldrinum þá er enn af nógu að taka. Raskið á ríkisstofnununum hef- ur vakið nokkra penna af sofanda- hætti og sinnuleysi um atvinnu- mál á höfubborgarsvæbinu. Rit- stjórar hafa fengib kærkomið efni í pistla sína í gúrkunni og fulltrúar í borgarstjórn hafa nýtt sér síöbú- ið tækifærið sem tilraun til ridd- arasláttar. Garri hefur fylgst meb þessu úr hæfilegri fjarlægb og glott vib tönn yfir hávabanum sem skyndilega kviknabi. Ábur hafa verib fluttar ríkisstofnanir, embætti veibimálastjóra hefur verib flutt norbur á Akureyri og Skógrækt ríkisins austur á Hérab. Heyrst hafa háværar raddir um ab sá flutningur hafi verib mis- heppnabur, en í rauninni hefur farib tvennum sögum af því og telja margir, e.t.v. ekki jafn háværir, ab flutningurinn hafi í raun gert stofn- ununum gott og gert þab að verkum að þær gengu í nokkurs konar endurnýjun lífdaga og verið hið besta mál þegar upp var staðið. GARRI höfuðborginni til Vesturlands er ekkert nýtilkomið fyrirbæri. Menn hafa kannski bara ekki fattað það fyrr en núna. Hégómi Merkilegur hávabi Annars finnst Garra þessi hávaði vegna flutnings Landmælinga íslands á Akranes svolítið merkilegur og ekki laust við að grátur borgarfulltrúa yfir brott- hvarfi atvinnutækifæra sé beinlínis hjákátlegur í ljósi þess að undanfarna hálfa öld hefur hið opin- bera fjölgað störfum í höfuðborginni um, trúlega, tugi þúsunda. Þá er nú eiginlega hálf hallærislegt að fullorðnir borgarstjórnarmenn skuli grenja yfir sjö djobbum sem flytjast sennilega ekki einusinni öll út á landsbyggðina þegar til kastanna kemur. Það er líka merkilegt ab menn skuli allt í einu fara ab há- gráta ákkúrat núna yfir störfum sem flytjast úr höf- ubborginni á Vesturlandib. Fyrir nokkrum árum flutti fyrirtækib Henson upp á Akranes, öll áfengis- framleibsla á landinu hefur verib flutt upp í Borgar- nes, Íslenskt-Franskt eldhús hefur verib flutt á Akra- nes og í Borgarnes, þannig ab flutningur starfa frá Annars eru ekkert allir á einu máli um ab flutning- ur ríkisstofnana út á land sé hib versta mál, þó þeir sem hæst hafi séu á því máli. Einn vibmælenda Garra, „sá gamli", gamall landsbyggbarjaxl í þunga- vikt, segir flutning Landmælinganna hreinasta hé- góma og svo sjálfsagt mál ab þab taki því ekki ab tala um þab. Hann segir ab í fyrsta áfanga eigi að flytja sem svarar 50% af starfsemi hins opinbera út á land og það eigi alls ekkert að binda það við Akranes eða Vesturland, heldur eigi að dreifa starfseminni sem víðast um Vestfirði, Norður-, Austur- og Suðurland. Nútíma tækni geri það nefnilega ab verkum að það skipti í rauninni engu máli hvar verkið er unnið, svo fremi að það sé ekki skurðgröftur eða blokkarbygg- ing. Sé tölva og sími við hendina þá er hægt að sinna flestum opinberum stofnanaverkum hvar sem er. Enda má svosem alveg spyrja sig hinni sígildu spurningu: Er það eitthvert lögmál að starfsemi hins opinbera eigi öll að vera í Reykjavík? Garri Eggiö og hænan Hvort kom á undan, eggið eða hænan? er sígild spurning sem svar fæst seint við. Nú er spurningin komin á dagskrá rétt einn ganginn og er niðurstaðan augljós. Nema að því leyti að þeir sem svara eru full- komlega á öndverðum meiði og heldur einn fram að eggið hafi komið á undan og annar ab alsköpub hæna hafi verpt fyrsta egginu. Kjaradómur var ab hækka laun æbri embættismanna rík- isins og er þab gert til ab samræma tekjur þeirra vib kaup sem Dagsbrún, Sókn og önnur launþegafélög sömdu um á liðnum vetri. Kaup biskupa, ráðuneytisstjóra og allra hinna var ekki í neinum takti vib launagreiðslur til--------- annarra launapuðara í landinu. jk Formaður Kjaradóms gefur þá *» skýringu á hækkuninni að abrir vioavangi launþegar hafi fengið kauphækkun um sl. áramót o, þá hafi háembættismennirnir dregist aftur úr og sé nýfelldur úrskurbur því abeins réttlát tekjujöfnun. En framkvæmdastjóri Alþýbusambandsins er á öndverbum meibi og heldur því fram ab úrskurbur Kjaradóms sé vísbending um hve kaupið á almenn-| um vinnumarkaði eigi að hækka þegar samið verbur^ í vetur. Hækkunin til embættismannanna sé nefni- lega á undan almennu samningunum. Gömul regla í kjarabar áttunni Varla er þess að vænta að úr því verði skorið í bráð hvort þeirra hefur rétt fyrir sér um röð kjarabótanna, Afi Skúlason hjá ASÍ eða Guðrún Zoéga, formaður Kjaranefndar. Annars er hér gömul og góð regla í gildi sem hefur ávallt reynst þeim sem hærra hafa kaupið vel. Fyrst byrjaði Dagsbrún að semja með verkfallshótunum og bægslagangi og miklum hetjubrag. Karlarnir nábu skítasamningum sem atvinnurekendur og stjórnvöld töldu alltof hagstæða fyrir vinnuþrælana og mundu lenda af fullum þunga á „atvinnuvegun- um". Síðan sömdu hinir hver af öðrum og nábu allir betri samningum en Dagsbrún, nema auðvitað verkakvennafélögin. Svona gekk þetta gegnum árin og þarf verkalýðurinn að leita langt út yfir okkar menningarsvæði til ab finna sambærileg laun og vinnandi fólki eru greidd á íslandi. Nú hafa aðferðirnar þróast svo að íslenski launaað- allinn smíðaði sér lög um Kjaradóm sem eru svo haganleg að þegar þegar Dagsbrúnarmenn og annar launalýður fær tveggja til þriggja prósenta launa- hækkun og loforð um lækkun vaxta!!!, er háembætt- ismönnum gulltryggð sex til níu prósenta kaup- hækkun. Það eru vel rekin trippin hjá yf- irstéttinni. Um lífeyrismálin skal haldið kjafti að sinni. Launaabli hyglaö Þegar svo Alþýðu- sambandið telur að kauphækkun launaaðalsins sé ávísun á kjarabæt- ur sambandsfélagana um áramót ------------------ eru viðbrögð abalsins þær að sýna fram á að það sé hin mikla kauphækkun láglauna- liðsins um síbustu áramót sem valdi réttlátum úr- skurbi Kjaradóms, en ab hann sé alls ekki fordæmi fyrir bættum kjörum almúgans um næstu áramót. Merk nýmæli eru í úrskurbi Kjaradóms um kaup ríkistoppa. Ab sjálfsögbu er þeim skömmtub eftir- vinna sem nemur ríflega fjórbungi aukavinnutíma í hverjum mánubi. En rábuneytisstjórar fá úthlutabar einingargreibslur, sem hvorki formaöur Kjaranefnd- ar né yfirmabur launadeildar fjármálarábuneytisins gátu útskýrt fyrir blaðamönnum Tímans hverjar eru og hvernig þær eru fundnar út. Formabur BSRB hef- ur heldur ekki hugrnynd um í hverju þessi snilld nefndarinnar felst. Ögmundur er helst á því ab þarna eigi ab greiba rábuneytisstjórunum sérstaklega fyrir ab sitja fundi í vinnutímanum. Annars er best ab vera ekki að fást um það því það er ekki hollt fyr- ir blaðamenn eða almenning ab leita svara vib því sem honum kemur ekki vib. Þess vegna er best ab vera ekkert ab velta fyrir sér spurningunni um eggib og hænuna fremur en hvernig sú stjórnviska stenst að loka fleiri deildum bráðanauðsynlegra sjúkrahúsa til ab spara kaup- greiðslur til starfsfólksins samtímis því að stjórnskip- uð nefnd stórbætir kaup hæstlaunuðu embættis- manna ríkisins. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.