Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. júlí 1996 Hátíb á 100 ára verslunarafmœli Stöbvarfjarbar um helgina: Hátíbin heitir Stnð í Stöb og höfðar til flámælisins! Stööfiröingar og nágrannar fagna aldarafmæli verslunar á staönum meö miklum látum um helgina. Þeir halda þriggja daga hátíö sem þeir kalla „Stoö í Stöö" og hefst í dag. Auk fjölbreyttra skemmtiatriða bjóða Stöðfirðingar væntanlega upp á Mallorcavebrið sem þar hef- ur yljað fólkinu í þessari viku, þeg- ar hitamælar fóru hátt í þrjátíu gráðurnar. Björgvin Valur Guömundsson, oddviti Stöbvarhrepps og talsmab- ur afmælisnefndar, sagbi í gær að ætlunin væri ab bjóba gestum bæjarins, sem áreiðanlega yrðu margir, upp á fjölbreytta dagskrá. Þar verða myndlistar- og ljós- myndasýningar, dansleikir, tón- leikar, útimarkabur, gönguferöir, gróðursetning, varðeldar og flug- eldasýning, svo eitthvað sé nú nefnt. Björgvin Valur segir að nafniö Stoð í Stöð eigi sér skýringu. Nefnilega þá að vísað sé til flámæl- is íbúa á austurströnd landsins! En lítum aðeins á dagskrá hátíb- arinnar: Föstudagur 19. júlí Kl. 14 Opnun sýninga í Gallerí Snærós o.v. Kl. 15 Skreyting fyrir börn mið- svæðis. Kl. 16-19 Útimarkaður miðsvæðis. Kl. 16.30 Gönguferð frá Sundlaug að Seljatjörn. Kl. 18 Gróðursetning á Balanum. Kl. 20 Tónleikar samkórs í kirkjunni. Kl. 21.30 Unglingadansleikur í skól- anum/samkomuhúsinu. Kl. 22.30 Djasstónleikar í Boðanum. Kl. 00 Almennur dansleikur í sam- komuhúsinu. Laugardagur 20. júlí Kl. 10.30 Minningarhlaup við Fjarðar- braut. Kl. 11.30 Veitingar í grunnskólanum. Kl. 13 Hátíðardagskrá við samkomu- húsið. Kl. 16-19 Útimarkaður miðsvæðis. Kl. 17 Grillveisla á Balanum. Ki. 18.30 Varðeldur á Balanum. Kl. 20.30 Hagyrðingamót í kirkjunni. (Kl. 17 Félag Ijóðaunnenda á Austur- landi í kirkjunni). Kl. 22 Unglingadansleikur í skólan- um/samkomuhúsinu. Kl. 23.30 Flugeldasýning á höfninni. Kl. 0.30 Almennur dansleikur í sam- komuhúsinu. Sunnudagur 21. júlí Kl. 11 Hátíðarmessa í kirkjunni. Kl. 13-16 Útimarkaður miösvæðis. Kl. 15 Knattspyrna á knattspyrnuvell- inum (minningarmót). Kl. 21 Harmonikuball í samkomuhús- inu. Kl. 23 Slit hátíðarinnar við samkomu- húsið. Kl. 23.30 Lokadansleikur í samkomu- húsinu. Sólvallagata 68A (Ráöagerði) Árið 1884, þann 4. mars, er fyrsta brunavirð- ing gerð á húsinu Ráðagerði, sem Árni Jóns- son byggði á lóðarskika sem hann fékk úr Selslóð. Húsinu er lýst á eftirfarandi hátt: Það er byggt úr steini á þrjá vegu, en suðurgafl þess er úr bindingi. Það er með járnþaki á viði. Stærð hússins er 10 1/2 x 7 3/4 álnir og hæð 5 álnir. í húsinu eru tvö herbergi auk eldhúss. Húsinu er ekki lýst nánar í þessari heimsókn virbingarmanna, sem voru þeir Helgi Ilelgason snikkari og Björn Guö- mundsson. Ekki er vitað með vissu hvenær Árni byggði húsið, en líklegt má telja ab það hafi verið 1882. í fyrsta sóknarmannatali, sem er frá árinu 1883, eru taldir til heimilis í Ráðagerði: Árni Jónsson tómthúsmaður, 27 ára, Margrét Guðmundsdóttir kona hans, 28 ára, Gub- björg Jónsdóttir vinnukona, 45 ára, sonur hennar Þorleifur Sumarliði Þorleifsson 9 ára, María Jónsdóttir 25 ára, og Ingibjörg Eiríks- dóttir lausakona, 27 ára. Árib 1885 verba nokkur íbúaskipti í hús- inu. Áfram búa þar hjónin Árni Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir, þeim hafði fæðst sonurinn Magnús sem var á fyrsta ári. Þá eru þar einnig Ingimundur Þórbarson, 32 ára snikkari, Helga Haraldsdóttir, 35 ára kona hans, Guömundur Magnússon, 27 ára vinnumaður, og Anna Vigfúsdóttir, 36 ára vinnukona. Árið 1886 verður Einar Björnsson eigandi að Rábagerði. í sóknarmannatali frá desem- ber 1889 búa í Ráðageröi: Einar Björnsson tómthúsmaður, 36 ára, Guðrún Steindórs- dóttir kona hans, 26 ára, Kristján Ragnar Einarsson, 1 árs, Steindór Helgi Einarsson, á fyrsta ári, Magdalena Sigríður Árnadóttir vinnukona, 15 ára, Guðmundur Sigurðsson tómthúsmaður, 31 árs, Sigríður Bergsteins- dóttir kona hans, 31 árs, og barn þeirra Guð- ríður, á fyrsta ári. í brunavirðingu, sem var gerb árib 1894, segir að Einar Björnsson, Ráðagerði, Selslóð, hafi byggt geymsluhús áfast við suðurhlið hússins. Það er byggt af bindingi með járn- þaki á langböndum, að stærð 5x3 álnir og hæð 3 4/2 alin. Á þessum tíma stækkabi Einar einnig íbúðarhúsið, en ekki er vitað með vissu hvað mikið. Verður því stuðst við brunavirðingu, sem gerð var 1920 eftir að Steindór Einars- son hafði stækkað það. Einar Björnsson var fæddur á Öxnalæk í Ölfusi 20. febrúar 1845. Hann var sonur Björns Oddssonar og Ing- veldar Einarsdóttur konu hans, sem þar bjuggu. Kona Einars var Guðrún Steindórs- dóttir frá Bjargi í Reykjavík, fædd 16. maí 1863. Guðrún var dóttir Steindórs Matthías- sonar og konu hans Helgu Vigfúsdóttur. Börn Einars og Guðrúnar voru Kristján Ragnar, Steindór Helgi og María Ingibjörg. Einar Björnsson lést 9. júlí 1909. Gubrún Steindórsdóttir lést 15. júlí 1940. j brunavirðingu frá 24. apríl 1920 er Steindór Helgi Einarsson skráður eigandi að Ráðagerði. Þar segir ab hann hafi aukið og endurbætt hús sitt í Ráðagerbi við Sellands- stíg, en svo hét gatan í þá daga sem iá frá Sól- völlum og niður að sjó, en var sameinuð Sól- vallagötu um 1940. íbúðarhúsið er byggt af bindingi, klætt utan meb 1" plægðum borðum, klætt meb HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR pappa og járni á tvo vegu, en steinveggir eru á tveimur úthlið- um. Önnur hlið hússins er upp á tvær hæbir, á hinni hlið- inni er ris. Nibri í húsinu eru tvö íbúb- arherbergi, eldhús og gangur, allt þiljaö og meb striga og pappír á loftum og veggjum, allt málað. A lofti íbúðarhússins eru þrjú íbúbarherbergi þiljuð og með pappa á loftum og tvö geymsluherbergi þilj- ub, allt málað. Kjall- ari er undir hálfu húsinu, 2 1/2 alin á hæb. Húsið er 10 1/2 alin á lengd og 11 álnir á breidd, hæð 5 l/2 alin. Þrír ofnar eru í hús- inu og ein eldavél. Línoleumdúkur er á gólf- um, vatns-, gas- og skólpleiðslur eru í hús- inu. Inngönguskúr er byggbur eins og húsið, 4x4 álnir. Norban við húsið er geymsluhús, byggt af bindingi, klætt utan með borðum og járni þar yfir á þrjá vegu, en rimlar á einn veg. Með járnþaki á lektum. Niðri eru fimm geymsluklefar og hjallur, uppi eru tvö geymsluherbergi. Stærð 10 x 8 1/2. Þarna er bifreiðaskúr byggður af bindingi, klæddur utan plægðum borbum og önnur hliðin ab innan einnig klædd borðum. Þak er meb pappa á súb. Stærð 18 1/2 x 7 3/4 al- in. Hann hýsti leigubifreiðar Steindórs Ein- arssonar. Búið var ab byggja bifreiðaskúrinn árið 1926. Skúr þessi er byggður úr steinsteypu á þrjá vegu, en norburhliðin úr bindingi, klæddum utan borbum. Þakiö er úr borðsúð, pappa og bárujárni. Stærð skúrsins 15,0 m x 6,5 m, hæb 3,0 m. í skúrnum er steinsteypugólf. Þar er geymsla fyrir sex bifreiðar. Bifreiðaviðgerðar- skúr er byggður vib vesturgafl bifreiða- geymsluskúrsins, úr steinsteypu með járn- þaki á borðasúð, með pappa í milli. Dyr eru á milli skúranna með ójárnvarinni tréhurð. Steinsteypugólf er í skúrnum. Stærð skúrsins 8,0 m x 11,2 m, hæð 3,5 m. Þá er einnig lýst húsi því sem Steindór Einarsson byggbi handa móbur sinni og syst- ur. Þab hús var steinsteypt á þrjá vegu, en fjórði veggurinn var að eldra húsinu. Þak er úr borðum, pappa og járni. Innan á útveggj- um er borðagrind meb pappa og panelþilj- um innan á. Allir útveggir eru múrhúðaðir að utan. Skilveggir eru úr bindingi, klæddir tvöföldum borðum. Milligólf er í neðri bita- lögum, með pappa og sagspónasteypu á milli gólfanna. j húsinu eru tvö íbúðarher- bergi, eldhús, fataskápur og gangur. Allir veggir og loft eru strigalagðir og ýmist vegg- fóðrað eða málað. Á eldra íbúðarhúsinu er ekki nein breyt- ing frá brunavirðingu, sem gerb var 1920 og er lýst hér ab framan. Steindór Einarsson var einn af framsækn- ustu mönnum þjóðarinnar. Hann var fædd- ur í Ráðagerði 25. júlí 1888 og áður en hann hóf rekstur leigubifreiðar stundabi hann þá atvinnu ab flytja fólk og varning á milli skipa og lands í Reykjavík. En eftir því sem hafnargerö fleygbi fram, bryggjur voru lengdar og skip gátu lagst að, sá Steindór að þessi vinna stóð völtum fótum. Steindór var harbduglegur og stjórnsamur. Hann leitabi nýrra tækifæra, keypti fimm manna Fordbif- reib árið 1915 og réb til sín bílstjóra. Sjálfur fékk Steindór ökuskírteini ári síðar. Bifreið- ina hafði hann heirna í Ráðagerði og auglýsti hana til mannflutninga. Þessi atvinnuvegur stækkaði óbum og haustið 1918 hóf Bifreiða- stöð Steindórs göngu sína og hafði á að skipa átta bifreiðum. Afgreiðsla var í kompu í and- dyri Hótel íslands. En bifreiðaverkstæði og geymsla var áfram í Ráðagerði við Sellands- stíg. Kona Steindórs var Ásrún Sigurðardóttir. Þau eignuðust fimm börn: Sigurð Einar, Önnu, Guðrúnu, Fjólu ög Kristján Ragnar, sem öll eru fædd í Ráöagerði. Árið 1930 flutti Steindór meb fjölskyldu sína frá Ráðagerði að Vesturhlíb við Öldu- götu. Eftir það notabi hann húsið fyrir vinnumenn sína og fjölskyldur þeirra. Þar byrjuðu margir sinn fyrsta búskap. Bifreibastöb Steindórs var um ára- bil í Hafnarstræti. Þaðan voru gerðar út stórar bifreiðar, rútur til mann- flutninga, sem voru í förum á milli Reykjavíkur og Akureyrar svo og annarra landshluta, þegar búið var að leggja vegi sem færir voru stórum bílum. Auk þess var leigubílaakstur Steindórsbíla urn Reykjavík og ná- grenni í miklum blóma. Margir menn voru í vinnu hjá Steindóri Ein- arssyni, bæði bifreiðastjórar og við- gerðamenn. Síðar byggði Steindór Einarsson tvö fjölbýlishús við Sólvallagötu, á landi frá Ráðagerbi. Sum af börnum Steindórs Einarssonar og Ásrúnar Sigurðardóttur bjuggu þar sín fyrstu búskaparár. Þab var búsæld í Rábagerði. Stór og ræktar- legur matjurtagarður er enn í fersku minni þeirra sem þar áttu heima. í hjallinum við geymsluhúsið var þvotturinn þurrkaður, salt- kjöt og aðrar vistir til heimilisins voru geymd- ar í hluta hússins, en dekk og annað til nota fyrir bifreiðar var geymt uppi á loftinu yfir geymslunni. Fyrir allmörgum árum var geymsluhús þetta rifib, en meðfylgjandi mynd sýnir hvar þab stób. Einnig er búib að rífa bifreiðageymsluna, sem Steindór Einars- son byggbi yfir fyrsta bílinn sinn. Húsið er í eigu afkomenda Steindórs Ein- arssonar og Ásrúnar Sigurðardóttur. Heimildir frá Árbæjarsafni og Landsbóka- safni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.