Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. júlí 1996 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . Líknarbelgirnir svonefndu, loft- púðarnir sem eiga að bjarga lífi ökumanna og farþega ef árekstur verður, eru þegar nánar er að gáð ekki með öllu hættulausir. Ef þeir blásast upp of seint eða ef öku- maður eða farþegi eru í rangri stöðu þegar belgurinn þenst út, þá getur skaðinn orðið meiri en gagnsemin. Og eru þá farþegar yf- irleitt í meiri hættu en ökumenn. í stöku tilvikum getur belgurinn jafnvel valdið dauða. Þegar myndir af tilraunaárekstr- um eru birtar í sjónvarpi eru þær venjulega sýndar á hægum hraða, og er þá ekki annað ab s]á en að .belgurinn þenjist nokkuð mjúklega út og veiti góðan stuðning þegar til- raunabrúðan fær hann framan á sig. Raunveruleikinn er þó sá að þetta gerist á innan við einum tutt- ugasta hluta úr sekúndu, eða svo hratt að augað nær ekki að fylgjast með því. Belgurinn getur því gefið manni ansi vel útilátið högg ef lík- aminn er ekki í eðlilegri stöðu í sæt- inu, vel spenntur í beltið. Hættulegastur er belgurinn því ef beltið er ekki notað, því þá hendist maður fram við áreksturinn áður en belgurinn nær að blásast út. Bæði framleiðendur og stjórnvöld hafa Lífshættulegir líknarbelgir hingað til ekki haft of mikið fyrir eða ófullnægjandi upplýsingar, og ir belginn að blásast út í viðkom- Frá umferbarslysi í Þýskalandi þar sem talib víst er ab líknarbelgirnir hafi valdib dauba. því að upplýsa fólk um að belgur- inn sé ekki aðeins gagnslaus ef fólk er ekki í réttri stöðu í bílnum, held- ur beinlínis lífshættulegur. Einnig gera ekki allir sér grein fyr- ir því að belgurinn geti verið lífs- hættulegur börnum sem eru höfð í bamabílstól í framsæti með bakið í akstursstefnu. Höggið af belgnum þeytir barnastólnum aftur í sætis- bakið þegar árekstur verður. Hættan stafar þó ekki aðeins af því að neytendur hafi fengið rangar gæti sín því ekki á því að vera alltaf í „réttri stöðu" með beltin spennt. Ulrich Löhle, slysamatsmaður í Freiburg í Þýskalandi, telur að hjá mörgum framleiðendum séu gæði loftpúðanna ekki alveg sem skyldi, ekki síst hvað varðar stýrikerfið sem setur uppblástur belgsins af stað. Sumir framleiðendur reyni að koma sér hjá kostnaði með því að „setja loftpúðana í án þess að skoða nánar hvað gerist-við árekstur (t.d. hve- nær væri besti tímapunkturinn fyr- andi bifreiðategund)." Auk þess er ekki alltaf að marka þær tilraunaaðstæður sem settar eru upp þegar gerðar eru tilraunir með loftpúðana. Bílunum er þá yfirleitt ekið beint á sléttan og beinan vegg, og tímastillingin öll miðuð við nið- urstöður úr því. Á síðastliðnu ári létu því evrópsk neytendasamtök gera árekstratil- raunir með þremur bifreiðategund- um, Fiat Punto, Ford Fiesta og Opel Corsa. Þar voru bílamir ekki látnir aka á sléttan vegg heldur á hindrun sem var óregluleg í lögun. Það þýddi ab örlítil seinkun varð á vib- brögðum kerfisins og líknarbelgirn- ir í öllum þremur bílunum blésust út of seint. „Enginn líknarbelgj- anna," segir í niðurstöðuskýrslu til- raunarinnar, „var búinn ab blásast alveg út þegar ökumaburinn skall á honum." -gb/Der Spiegel Breskur kjarneblisfrœbingur tekur sig til og afsannar gamla gobsögn: Hunangsflugur geta víst flogið! Gefast Danir upp? Sú saga hefur löngum verib líf- seig að samkvæmt kenningum eðlisfræðinnar eigi hunangs- flugur ekki aö geta flogið — þótt þær geri þab vitaskuld eins og ekkert sé sjálfsagðara. Dr. Ken Zetie, kjarneðlisfræðingur við Oxford háskóla, tók sig nýlega til og færði fyrir því ítarleg rök að flug hunangsflugunnar stangist hreint ekki á við lög- mál loftaflfræbinnar, þess vegna sé hvorki ástæba til að hafna þeim fræðum né heldur ab ímynda sér að fljúgandi hun- angsflugur séu bara blekking. Að öllu jöfnu fæst dr. Zetie við það í vinnunni að kæla nibur frumeindir meb hjálp leysigeisla, og í fyrra skrifaði hann svo góba vísindaritgerb um þá iðju sína að hún var valin til verðlauna í ár- legri ritgerðakeppni sem haldi er í Bretlandi, og fékk hann 100 pund í verblaunafé. Þetta árib bætti hann þó um betur og vann sér inn 500 punda verðlaun í sömu keppni fyrir rit- gerð sína um flug hunangsflug- unnar. „Aubvitað geta hunangsflugur flogib, allir geta séð þær gera það," segir hann. „En fyrir 60 ár- um fór sá orðrómur á kreik að loftaflfræðingur nokkur hefði sannað ab þær gætu það ekki." Zetie tók sig því til og einsetti sér að kveba nibur þennan. orðróm í eitt skipti fyrir öll. í verblaunaritgerðinni tekur Zetie fullgild þau rök að hunangs- fluga sem vegur eitt gramm, og er með eins fersentimetra vænghaf og hreyfist áfram um einn metra á sekúridu geti ómögulega náð sér á loft. „En pá er gert ráð fyrir því að kvikindið hreyfi vængina ná- kvæmlega ekki neitt og sé í raun dauð," bætir hann við. Og svo kemur lausnin á ráðgátunni: „Lif- andi hunangsfluga blakar vængj- unum." Með því að hreyfa vængina breytir hún loftstraumnum svo ab lyftikrafturinn eykst nægjanlega til þess ab flugan tekst á loft. En þá er annarri spumingu ósvarað: Er einhver flugufótur fyrir sög- unni? Svo virðist sem sú hugmynd ab býflugur afsönnubu lögmál eblis- fræbinnar hafi fyrst komist á kreik einhvern tíma á fjórba áratugn- um. „Ekki er ljóst hvar uppruna sögunnar er ab finna," segir Zetie. „í Sviss heldur fólk því fram að um svissneskan loftaflfræðing hafi verib ab ræba. í Þýskalandi segja menn aftur á móti ab vís- indamenn á einum af tæknihá- skólunum þar í landi hafi verið að verki. Og í Svíþjóð er því haldið fram ab sönnunin hafi komib frá verkfræðingum í Saab- verksmiðj- unum." Ekki tókst Zetie að rekja slóð þessarar sögu lengra, en nú ætti enginn a.m.k. að velkjast lengur í vafa um flughæfileika hunangsflugunnar. -gb/The Sunday Times í Danmörku hefur í allmörg ár verið bannab ab selja gosdrykki, bjór, vatn eba aðra drykki í dós- um, og hafa þau rök verið færð fyrir þessu banni að dósir séu síð- ur umhverfisvænar en glerflösk- ur. í Danmörku er enda gott kerfi á því að glerflöskum sé skilað inn eftir notkun. Hafa Danir barist hetjulegri baráttu fyrir því ab halda þessu banni. Nú bendir hins vegar margt til ab Danir geti vart haldib aftur af inn- rás dósamenningarinnar lengi í vib- bót, enda Evrópusambandið komið í málið. Rök þeirra sem afnema vilja dósabannið eru þau að áldósir séu síst verri fyrir umhverfið en gler- flöskur, a.m.k. ekki ef komið verði upp jafn góbu endurskilakerfi og í Svíþjób þar sem dósir eru leyfbar án þess ab þab teljist vandamál. Daninn Ritt Bjerregaard, sem hef- ur umsjón meb umhverfismálum í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, hefur nú krafist þess ab Svend Auken, umhverfismálaráb- herra Danmerkur og flokksbróðir Bjerregaards, komi með haldbetri rök fyrir banninu, annars verði hann að aflétta því hið fyrsta. -gb Gluggar í útihús - án viðhalds! Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714 VINNINGSTÖLUR MIDVIKUDAGINN VtYihgw 1. "• 2..Í 3. »*• 4. * ¦" 5..i Samtate: F)6ldl vtnnlnga 203 678 883 Vlnnlngs- upphtaA 48.400.000 1.846.450 235.910 1.840 230 50.484.430 II ¦ I ¦ ¦ ¦ i. V i i i IMMHMliUMrflfin A MTTt: 51.011.820 2.611.620 UppfcnoarLrnvinnngst^fáBteinniglshvwarB S68-1S11 eða Gnenu núrBri 80OŒ11 og1 tartasarpl á iBu 463

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.