Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 1
 - * * XWREVFÍiZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar O ©Q OO éStmt STOFNAÐUR1917 80. árgangur Þriðjudagur 23. júlí 137. tölublað 1996 Norsk-íslenska síldin er feit en sú íslenska er mögur eftir hrygningu: Kópur GK fann síld 60 mílur frá Gerpi Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar sagbist í gær ekki hafa fengiö upplýsingar um þaö hvort síldin sem línubáturinn Kópur GK fann 60 sjómílur út af Gerpi sé íslensk eba úr norsk-íslenska síldarstofnin- um. Þá var Þórshamar GK á leiö á stabinn og var búist vib ab skipverjar mundu reyna ab kasta á torfuna sl. nótt ef þeir fyndu þá síldina. Forstjóri Hafró segir að þaö sé hinsvegar mjög mikill mun- ur á þessum tveimur tegund- um á þessum árstíma vegna þess aö íslenska síldin er nýbú- in að hrygna og er því horuö á sama tíma og norsk-íslenska síldin væri feit eftir aö vera bú- in ab úba sig í æti sl. þrjá mán- ubi. Af þeim sökum ætti þab ekki vera miklum vandkvæb- um bundib ab sjá hvab þarna væri á ferbinni eftir ab búib er ab koma höndum yfir sýni úr þeirri síld sem skipverjar á Kóp sigldu framá þarna eystra. -grh 58 punda lax úr Reynisvatni Önnur eins skepna og þessi hefur trúlega aldrei sést koma á land úr ám né vötnum á Islandi. Fjórtán ára strákur úr Garbabœ, Pétur Dabi Ölafsson, setti íþennan líka laxinn á sunnudaginn íReynisvatni viö Reykjavík, þegar hann var þar ab veibum ásamt hundrubum manna. Laxinn kom daginn ábur í vatnib frá laxeldisstöb, kynbœttur bolti, og nánast ónáttúrlegur í vextin- um eins og sjá má. Erfitt reyndist ab vigta laxinn vegna stœrbar hans, en síbustu tölur um þyngdina voru 29 kíló, eba 58 pund. TímamyndiBP Dagur og Tíminn sameinast: Þriöja stóra dagbla&ið lítur senn dagsins ljós Nýtt afl er ab skapast á íslenskum fjölmiblamarkabi. Tíminn og Dagur munu sameinast og mun nýja blabib bera nafh þeirra beggja. Meb sameiningunni verb- ur þjónusta vib áskrifendur og abra lesendur stórlega bætt. Dag- ur-Tíminn verður stærra blað og efnismeira en hvort blabanna fyr- ir sig er í dag og þribja stóra dag- blabib á markabnum. Þessa dag- ana er unnib hörbum höndum ab því ab koma útgáfunni á laggirn- ar. Senn verbur tilkynnt hvenær fyrsta tölublab hins nýja blabs kemur út. Sameining blaðanna byggist á samkomulagi sem náðst hefur milli Frjálsrar fjölmiðlunar, sem á og gefur Tímann út, og meirihluta hluthafa í Dagsprenti sem gefur út dagblaðið Dag. Eftir sameiningu verður Frjáls fjölmiðlun meiri- hlutaeigandi í Dagsprenti, útgáfu- félagi hins nýja blaðs. Höfuð- stöðvar Dags-Tímans verða á Ak- ureyri. Dagur-Tíminn verður óháð dag- blað og frjálst og mun leggja mikla áherslu á að sinria málefnum landsbyggðar, eins og raunar landsins alls, með vönduðum fréttaflutningi og skýra frá mál- efnum líðandi stundar með ein- um hætti og öðrum. Fréttasveit Dags-Tímans verður staðsett um land allt og mun flytja tíðindi af fólkinu í landinu og at- burðum dagsins í dag. Landsmenn eiga því að geta fylgst með fréttum úr sínum heimahéröðum alla út- gáfudaga Dags-Tímans. Með sameiningu blabanna verður þjónustan við núverandi' áskrifendur stórlega bætt. Þeir munu fá stærra og efnismeira blað í hendur og verður lögð sérstök áhersla á að áskrifendur um land allt geti lesið blaðið með morgun- kaffinu. Lesendur Dags-Tímans munu í senn fá fróðlegt, efnismikið og skemmtilegt blað þar sem fréttir frá þeirra heimabyggð verða á vís- um stað. Þá verður Dagur-Tíminn frjáls og óháður vettvangur þjóð- félagsumræðu á breiðum grund- velli. Ritstjórn Tímans og aðrir starfsmenn blaðsins fagna því að gengið er til sameiningarinnar og hlakka til að takast á við útgáfu öflugs fréttablaðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.