Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 2
2 Þribjudagur 23. júlí 1996 Tíminn spyr... Er ofkeyrsla á Ólympíuefni í sjónvarpinu? Flosi Ólafsson leikari: Já. Mér finnst þetta efni ekki nógu frétt- næmt fyrir mig. Maöur er búinn að fá svo mikið ofnæmi fyrir íþróttum að maður getur varla horft á þær lengur. Ég hafði gaman af íþróttum á meðan ég fékk þær í passlegum skömmtum. En ég get helst ekki horft á íþróttir lengur, það er búið að ofkeyra þetta svo rosal- ega. Og á kostnaö efnis sem sjónvarp- inu ber að vera með. Mér finnst þetta nánast hneykslanlegt. Gubrún Helgadóttir alþingismaður: Ég neita því ekki að íþróttir taka gríbar- lega mikib pláss í sjónvarpinu. Því er heldur ekki ab neita að geysimargir hafa gaman af þessu, svoleiðis að erfitt er að finna einhvern milliveg. Best væri þó ab hafa þetta á sérstakri rás. Ætli þáð verbi ekki aö hafa þetta svona á meðan þetta stendur. Það væri kannski hægt ab taka þetta meira saman, því óneitan- lega fer óskaplega mikill tími í þetta, en þab erfitt öllum herrum að þjóna. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ: Þetta er mikib efni og mikið af þessu er skemmtilegt ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á sporti. En þetta efni getur varla meitt neinn. Það er hægt að kveikja og slökkva á tækinu, skipta yfir á aðrar stöðvar, eba fara jafnvel út að hlaupa. Þetta þarf því ekki ab íþyngja neinum. Heimir Steinsson útvarpsstjóri: Þetta er að sjálfsögðu álitamál og um þetta giidir hið fornkveðna að sínum augum lítur hver á silfrib. íþróttadeild- in hefur fengib notaleg vibbrögð ein- vörðungu og kvartanir eru engar. Ég bið hinsvegar þá sem minni áhuga hafa á þessu að sýna hinum biðlund meban á þessu stendur. -s/i Bitiö land, en sina er áberandi þegar litiö er yfir þaö. Rofdílar sjást ekki og þúfur eru lítiö áberandi, segir RALA sem gefur þessu landi 1. einkunn. RALA og Landgrœbslan lokiö kortlagningu jarövegsrofa: Landeyöing af völdum hrossa Jarövegsrof á íslandi öllu hafa nú verib kortlögð. „Þar meb hefur fengist faglegt mat á þessu alvarlega umhverfis- vandamáli", segir í fjölriti RALA (Rannsóknastofnunar landbúnaöarins) sem síðan 1991 hefur haft samvinnu vib Landgræbslu ríkisins um rannsóknir og þróun aöferöa til ab kortleggja jarbvegsrof. Leiörétting í grein um húsnæði fyrir verk- nám í hótel- og matvælagrein- um sem birtist í Tímanum laug- ardaginn 20. júlí sl. var ranglega farið með eftirfarandi atriði: * Arkitekt hússins er Benjamín Magnússon. * Samband veitinga- og gisti- húsa (en ekki gisti- og veitinga- húsa) gaf fjármuni til kaupa á sértækum borðbúnaði í nýja skólann. * Félag matreiðslumanna gaf fimm fullbúnar matreiðslu- stöðvar í eitt af eldhúsum skól- ans. ■ Tilgangurinn var ab afla gagna um jarövegsrof á land- inu öllu og kortleggja þau. Verkefnib var styrkt af Fram- leiðnisjóði landbúnabarins og Rannsóknaráði ríkisins. Kort- lagningunni lauk si. sumar. I riti sínu sýnir RALA lesend- um m.a. myndir af góðu ástandi og slæmu ástandi hross- haga. En tölu- verðar deilur hafa, sem kunn- ugt er, orðið um það hvort land- eyðing af völd- um hrossabeitar sé orðið alvarlegt vandamál eða ekki. Á upplýsinga- vef RALA og Landgræðslunn- ar, sem fengið hefur heitið Kvasir, er ekki aðeins að finna upplýsingar um j arðverksrof, heldur einnig af- réttarmörk, gróðurfar og fleira sem mikilvægt er að hafa til hliðsjónar við skipulag landnýt- ingar. Á grunni þessara upplýs- inga segir RALA m.a. unnt að vinna að því í áföngum að tryggja að sauðfárbúskapur samrýmist sjónarmiðum um vistvæna framleiðslu. ■ „Mjög slœmt ástand", er umsögnin um þetta land sem fœr einkunnina 4. Mikiö bitiö land og ncer sinulaust, rofdílar í yfirboröi eru mjög áberandi. Þúfur setja svip á landiö og eru víöa rofnar. Viö aö- stœöur sem þessar er nauösynlegt aö grípa til aö- geröa. t.d. friöa land tímabundiö, draga úrbeitar- álagi eöa dreifa áburöi til aö styrkja gróöurinn. 1 Sagt var... Túrisminn og frumþarfirnar „Ég hef nú rakiö mig þvert yfir landiö og orðiö tíbrætt um salernismál, en þab er nú einu sinni svo ab hér er um frumþörf ab ræba sem veröur aö sinna. Ekki meö hangandi hendi, eins og svo víöa var raunin, heldur af al- vöru og natni." Uttekt Moggans á því hvernig salernis- a&stöbu er háttab á fer&amannastöb- um. Er ekki lýbræbislegra ab öll þjóbin breibi yfir sig værbar- vob? „Þaö er aldrei gott aö afneita gagn- rýni og útiloka endurskoöun á kerfi sem angrar þjóöarsálina. Þegar margt bendir til aö þjóöin sé aö klof- in í fylkingar, viröist rétt aö leggja mann undirfeld til aö upphugsa þjóöráö." Crein Gubna Ágústssonar um kvótann í sjávarútvegi og landbúna&i. Tíminn. Þab nýjasta af þeim gula „Stór þorskur er ekki alltaf gamall þorskur" Samkvæmt rannsóknum Hafrannsókn- arstofnunar á hrygingu þorsks á grunn- sævi. Fyrirsögn í Tímanum. Sprettur upp eins og stálfjööur „Stálsmiöjan hf. er nú aö rétta úr kútnum eftir aö hafa gengiö í gegn- um greiöslustöövun og nauöasam- inga fyrir tæpum tveimur árum síö- an." Vi&tal Moggans vi& framkvæmdastjóra Stálsmi&junnar. Ég hugsa þess vegna... „Fyrsta skilyröiö til aö gera góöa mynd er aö hætta aö hugsa. Þaö er þess vegna sem maöur hefur séö svo lítiö af góöum myndum á síöustu áratugum, — þaö eru allir aö reyna aö vera fyrsta flokks heimspekingar." Hefur Helgarpósturinn eftir Gunnari Dal, heimspeking og myndlistarmanni. Hver situr á bryggjupollanum? „Anna farin á sjóinn" Fyrjrsögn Helgarpóstsins. Pósturinn sagbi a& Anna, kynskiptingur, hef&i verib búin ab leita lengi þegar henni bau&st loksins afleysingavinna sem vél- stjóri. Vib heimtum aukavinnu, viö heimtum ennþá meiri auka- vinnu... „Þaö má því færa rök fyrir því aö yfir- vinnuhefö íslendiga torveldi okkur aö ná þeim markmiöum um jafnrétti kynjanna, sem viö aöhyllumst flest." Segir í Reykjavíkurbréfi Moggans um vinnutíma og jafnrétti. „Sjaldan er gób vísa of oft kveð- in," sagbi einn í pottinum í gær, búinn ab fá DV inn til síh fyrir all- ar aldir og fá línuna þar. Hann sagbi að leibari Jónasarfrá laug- ardeginum hefbi verib þvílíkt magnaður að blaöiö hefbi birt hann aftur á mánudag óbreytt- an. Leiðarinn var ádrepa á Póst & síma sem sífellt klikkar á net- sambandinu við umheiminn og hefur engan raunverulegan áhuga á slíku sambandi ... • Afrek íslenskra íþróttamanna eru mikib rædd manna á meðal þessa dagana. íslendingar eru ekki lengi ab þvælast fyrir í keppninni. Besta afrekiö telja margir vera ab sundkonurnar t/ærfengu ab borba morgun- verb meb Clinton Bandaríkjafor- seta, sem reyndist mikill íslands- vinur ofan á allt annab...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.