Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 23. júlí 1996 Bœjarráö Akureyrar um flutning ríkisstofnana: Gagnrýnir umfjöllun fjölmiöla Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samhljóba ályktun þar sem fram kemur gagnrýni á umræbu um flutning ríkis- stofnana út á land. í ályktun- inni segir að umræba hafi ver- ið villandi og of mikiö gert úr þeim tímabundnu erfiöleik- um sem slíkir flutningar hafi í för meö sér fyrir stofnanir og starfsfólk. Fram kemur að flutningur emb- ættis veibistjóra og hluta starf-. semi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna til Akureyrar á sínum tíma hafi gengið vel, og að vel fari um stofnanirnar og starfsfólk þeirra á Akureyri. Búseta úti á landi hafi marga kosti, sem nauð- synlegt sé að kynna starfsfólki. Bæjarráðið telur einnig mikil- vægt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut að flytja stofnanir að hluta eða að öllu leyti út á land. Þab sé réttlætismál fyrir lands- byggðina og í mörgum tilfellum séu stofnanir betur settar úti á landi. Dauöadómur aö flytjast út á land? „Hún er merkileg þessi um- ræða, sem verið hefur að und- anförnu, um að það nálgist dauðadóm yfir fólki að þurfa að flytja út á land," sagði Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, í samtali við Tímann. Um flutning Landmælinga íslands og þeirra 30 starfsmanna, sem þar starfa, sagði Jakob: „Miðað við höfðatölu væri þetta álíka og 4-5 manna fyrirtæki væri að fara frá Akureyri. Ætli það hafi ekki ansi oft gerst hér á Akur- eyri án þess að himinn og jörð hafi farist. Fjölmiðlar — og þá sérstaklega hef ég tekið eftir með Stöð 2 — klikka gjörsam- lega í sínu hlutverki að upplýsa menn og setja þetta í eðlilegt samhengi. Þeir gefa sér það að ekki sé hægt að lifa annarstað- ar en í Reykjavík. Það er eins og það sé dauðadómur að þurfa að flytja upp á Akranes. Hags- munir 30 manna geta ekki ráð- ið því, ef verið er að vinna að langtímastefnumótun um aukna fjölbreytni í atvinnulífi út á landi." Jakob bætti ennfremur við að allt tal um að verið væri að þurrhreinsa Reykjavík af opin- berum stofnunum væri út í hött. „Það er ákveðin hystería í kringum þetta og fjölmiðlar hafa ekkert gert í að setja þetta í annað samhengi." -sh Sjúkrahús Reykjavíkur í 250 milljón króna greiösluvanda. Kristín Á. Ólafsdóttir stjórnarformaöur: Afskaplega erfitt ár „Þetta er búið að vera afskaplega erfitt ár fyrir allt starfsfólk og ekki síst stjómendur, og þá á ég vib faglega stjómendur á spítal- anum í öllum geimm, hvort sem það er á klínískum sviðum eða rekstrarsvibum. í raun er þrennt sem veldur, í fyrsta lagi þessi óskaplega erfiða fjárhagsstaba, í öðra lagi mikil og vibkvæm vinna við sameiningu Borgarspít- ala og Landakots, og í þribja lagi þessi mikla óvissa sem hefur ríkt um það hvort við fáum vibbótarfé eba ekki," sagbi Kristín Á. Ólafs- dóttir, stjórnarformabur Sjúkra- húss Reykjavíkur, í samtali vib Tímann. Að sögn Kristínar var það ljóst strax við samþykkt fjárlaga, í des- ember á síðasta ári, að fjárveitingar til spítalans dygðu ekki fyrir óbreyttri starfsemi. Stjórnendur sjúkrahússins hafi brugöist við meb því aö grípa til hagræðingar, sem skila eigi um 150 milljónum í sparnað á árinu. Til þessara aðgerða hafi þegar verið gripið, en eftir standi um 250 milljón króna vandi. „Viö höfum getað bjargað okkur með launin, en mjög margir reikn- ingar hafa verið frystir og þannig getum við ekki rekið spítalann áfram. Við sjáum ekki aðra leið en að grípa til frekari aögerða, og það er þab sem framkvæmdastjórn spít- alans er að vinna ab fyrir næsta fund, þ.e. tillögum að því hvernig eigi að mæta þessum vanda." Mestar áhyggjur af sjúklingunum Kristín vildi ekkert segja um það hvort gripið yrði til uppsagna, en sagði vissulega gæta óróleika og óvissu hjá fólki. „Hinsvegar hef ég mestar áhyggjur af sjúklingunum sem þurfa á þjónustu sjúkrahússins að halda. í samdrætti er ekki hægt að komast hjá því að ganga á þjón- ustuna. Það hefur verið mikið álag á bráðadeildum sjúkrahússins. Sjúk- lingar hafa þurft að liggja á göngum og annars staðar þar sem þeir ættu ekki að vera. Og starfsfólkið er auð- vitað mjög ósatt viö að geta ekki veitt sínum sjúklingum þá þjónustu sem væri sú besta, því það er mjög metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur." Kristín sagðist heldur ekki vita hvort og þá hvenær aukafjárveiting fengist frá ríkisstjórninni. „En mér heyrist að það sé vilji í heilbrigðis- ráðuneytinu til að koma til móts við þennan mikla vanda spítalans, en við höfum engin svör í hendi." -sh Olíufélagiö hf. matvörubúðir opnar Nýjasti aðilinn á matvöramark- aðnum er Olíufélagið hf., sem opnab hefur svokallabar hrab- búbir, sem reknar verða innan helstu bensínstöðva ESSO. Að sögn Þórólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra markaðssvibs, eru búbirnar hugsaðir fyrir þá sem vilja gera hagkvæm innkaup á sem skemmstum tíma. Ætlunin sé að bjóöa upp á fjölbreytt vöruúrval á hagkvæmu verði. Fyrst um sinn verður abaláherslan lögð á pakka- vöru — nýlenduvörur, dósamat og hreinlætisvörur — en seinna er ætlunin að bjóða upp á ávexti og ferskt grænmeti. Þórólfur sagði fyr- irtækib vel samkeppnishæft í mat- vöruveröi, enda aöili ab innkaupa- sambandinu BÚR ásamt flestum kaupfélögunum. Þórólfur sagði það fyrst nú sem leyfi hefði fengist frá Heilbrigöiseftirlitinu um sölu matvara og olíuvara á sama stað, en slíkt sé löngu oröið útbreitt í löndunum í kringum okkur. Leyfi hafi fengist með því að bæta að- stæður og auka hreinlæti á bensín- stöðvunum. Þegar hafa fimm verslanir verib opnaðar á höfubborgarsvæðinu, en gert er ráð fyrir að innan skamms verði hraðbúðir opnabar úti á landi, við helstu bensínstöðv- ar ESSO við hringveginn. Þær versl- anir, sem þegar hafa verib opnaðar, eru við Stórahjalla í Kópavogi, Skógarsel í Breiðholti, Lækjargötu í Hafnarfirði, Gagnveg í Grafarvogi og Ægisíðu í Reykjavík. Opnunar- tími er lengri en hjá öbrum versl- unum, eða frá kl. 7.30 til 23.30 á virkum dögum, en 9.00 til 23.30 um helgar. Ljóst er að Olíufélagið hefur auk- ið mjög þjónustusvið sitt með opn- un hraðbúðanna og útgáfu einka- kortanna svoköllubu þar sem við- skiptavinum er boðiö upp á milli- liðalaus greiðslukortaviðskipti við ESSO. Nú geta viðskiptavinir ESSO því ekki aðeins nýtt sér Einkakortib til kaupa á olíuvörum, heldur einn- ig á matvörum. -sh Toppútkoma á Grundar- tanga Afkoma íslenska jámblendifé- lagsins hf. fyrri helming þessa árs var afar góð. Verðlag á kísil- járni fór jafnt og þétt stígandi á síðasta ári og hefur haldist nokkub stöbugt þab sem af er þessu ári. Framleibslan á Grundartanga hefur verið ná- lægt ýtrustu afkastagetu og sal- an hefur verib greið. Velta fyrri árshelmings miðað við fob-verð seldra vara var 2,1 milljarður króna, en hagnaöur varð 394 milljónir króna. Á miðju síðasta ári var hagnaður- inn 188 milljónir króna, en í árs- lok 520 milljónir. Afkoman felur í sér að eftir- stöðvar þess afsláttar af raforku- verði, sem Landsvirkjun veitti fyrirtækinu á erfiðleikaárunum 1993 og 1994, hafa að fullu verið færbar til gjalda. Á sínum tíma var komin upp alvarleg umræða um að leggja járnblendiverksmiðjuna nibur. Það var ekki gert, og munu flestir fagna því nú. ■ Hjalti Rögnvaldsson leikari. Hjalti les úr verkum Einars Braga: „Þetta hefur mælst vel fyrir" Undanfarin fjögur þriðjudags- kvöld hefur verib lesið úr ljóðum milli klukkan 10 og 11 á Kaffi Ól- íver við Ingólfsstræti. Þab er Hjalti Rögnvaldsson leikari sem les. „Þetta hefur mælst vel fyrir og áframhald verður á þessu," sagbi Hjalti í gær. Fyrstu þrjú kvöldin las hann ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, en á þvi fjórða úr verkum Einars Braga. í kvöld les hann áfram úr verkum Einars, og kallast upplesturinn ekki minna nafni en „Þegar nóttin dó í jöklinum". Hjalti sagði í gær að næst mundi hann taka fyrir ljób eftir Sigfús Bjartmarsson ljóðskáld. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.