Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 8
8 Þri&judagur 23. júlí 1996 MICHAEL )OHNSON, bandaríski 200 og 400 metra kappinn. Hlaupastíllinn þykir stífur og þvíhefur hann verib uppnefndur „styttan". En engu ab síbur, — hrabinn er gífurlegur og vib öllu af honum ab búast, sumir segja ab gullin verbi þrenn. ALEXANDER POPOV, rússneski sundmaburinn, 24 ára, og ein skœrasta stjarna Rússlands. Hann hefur tvívegis orbib óiympíumeistari og jafnoft heimsmeistari, en fimm sinnum Evrópumeistari. Einhver gull falla honum í skaut. Guðir Ólympíu Sautján daga leikar Ólympíu standa nú yfir vestur í Bandaríkj- unum. Ab venju er áhugi fyrir leikunum mikill, og sjónvarps- stöbvar dæla nú efninu yfir heiminn. Víöa um lönd er fólk svekkt yfir offramboöi íþrótta frá leikunum, en hreint ekki allir. Stjörnur leikanna, einskonar guðir Ólympíu, eru myndaðar í bak og fyrir og fylla síðu eftir síðu í dagblöðum heimsins. Hér koma dálítið ööru vísi myndir af nokkru skærum stjörnum, sem við eigum örugglega eftir að sjá á leikunum. ■ FRANZISKA VAN ALMSICK, sundkonan frá Austur-Berlín. Hún vann fern verblaun á leikunum í Barcelona abeins 14 ára gömui. Hún er heimsmethafi í 200 metra skribsundi, en til þessa hefur hún ekki unnib gull. LINFORD CHRISTIE, breski 100 metra hlauparinn, einn sá fremsti íheiminum undanfarin 10 ár, og talinn volgur ígullib á OL í Atlanta í ár. Eins og myndin sýnir, telur hann sig kónginn í stysta og mest spennandi hlaupinu. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3.105 REYKJAVÍK. SÍMI563 2340. MYNDSENDIR 562 3219 Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðabyggðar á Grafarholti í samstarfi við Arkitektafélag ís- lands. Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. oq til innkaupa kr. 500 þús. Gert er ráð fyrir því, að höfundar tillagna, sem dómnefnd velur í 1., 2. og 3. sæti, eigi þess kost að útfæra nánar afmarkaðan hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum, sem höfundur verðlaunatillögunnar í 1. sæti byggir á. Ennfrem- ur getur Borgarskipulag/skipulagsnefnd falið einstökum öðrum keppendum lokaútfærslu minni afmarkaðra reita á samkeppnis- svæðinu. Borgarskipulag hefur heildarumsjón með áframhald- andi skipulagsvinnu í hverfinu öllu í samráði við höfund þeirrar tillögu, sem hlýtur 1. verðlaun. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á skrifstofu Arki- tektafélags íslands á milli kl. 8.00 og 12.00 virka daga frá og með miðvikudegi 12. júní 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000. Skiladag- ur er föstudagur 15. nóvember 1996. Fyrirspumartími þátttakenda hefur verið framlengdur til 2. september. Svör viö fyrirspurnum munu liggja fyrir 16. september. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996. • PjETUR SIGURÐSSON • Molar... ... Skallagrímsmenn eru komnir upp að hlið Framara á toppi 2. deildar eftir sigur á Völsungi, 3-2 á sunnudag. Ásmundur Arnar- son gerði bæöi mörk gestanna, en þeir Alfreb Karlsson og Sindri Grétarsson gerbu mörk Skall- anna, sá síbarnefndi tvö. ... I leik KR og ÍA í knattspyrnu á sunnudag, sem KR-ingar unnu 1-0, vakti þab athygli ab leikur- inn var ekki gamall þegar tveir KR-ingar höfbu fengib skurbi á enni og augabrýr og nokkub stóra. Fyrst var þab Þorsteinn Gubjónsson sem lá í valnum og síban Ríkharbur Dabason. Sjúkraþjálfari KR-inga dó ekki ráöalaus, heldur dró upp sér- stakan heftara til ab loka slíkum skurbum og hefti saman á þeim enniö! ... Tom Lehman, bandaríski kylfingurinn, sigrabi á British Open, sem lauk á sunnudag. Hann fór hringina fjóra á 271 höggi, en næstur kom Mark McCumber á 273 höggum. í þribja sæti var Suöur- Afríku- maburinn Ernie Else. ... Nú er frágengið ab tékkneski leikmaburinn Proborsky mun leika með Man.Utd á næstu leik- tíb. Þá hafa einnig borist fréttir af því ab Man.Utd sé ab reyna að fá til sín leikmann frá Chile. ... Daninn Bjarne Riis sigrabi í Tour de France hjólreibakeppn- inni, sem lauk um helgina. Dan- inn hafði reyndar leitt keppnina alllengi. ... Blikarnir unnu sinn fyrsta leik í Sjóvá-Almennra deildinni, þeg- ar þeir lögbu Stjörnuna að velli 3-0. Þab voru þeir Þórhallur Hin- riksson, Valdimar Kristófersson og Kjartan Einarsson sem gerðu mörkin. ... í Arbænum lögbu Valsmenn heimamenn ab velli, þrátt fyrir ab Valsmenn væru meb hálf vængbrotib lið. Þab var Heimir Porca sem gerði sigurmark Vals, en liöib var án Lárusar í markinu og Jóns Grétars. ... Grindvíkingar náðu ab krækja sér í jafntefli gegn Leift- ursmönnum, 2- 2. Gunnar Már Másson kom Leiftursmönnum í 1-0 og Pétur Björn Jónsson bætti öbru marki við í upphafi síbari hálfleiks. Grétar Einarsson minnkabi hins vegar muninn fyrir Grindavík og Gublaugur Jónsson jafnabi síðan muninn meb ævintýralegu marki. ... í Inter Toto keppninni í knattspyrnu töpubu Keflvíkingar fyrir danska libinu FC Köben- havn, en liöin mættust í Keflavík á laugardag. Úrslitin urbu 2-1 og mark Keflvíkinga var sjálfs- mark danska libsins. ... Þab má segja ab úrslitin séu rábin í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu, en Breiöablik mætti Val í annab sinn í sumar og sigrubu Blikastúlkur 4-0. Af öbrum leikj- um sigruðu KR-ingar Stjörnu- stúlkur 4- 0, Afturelding vann sinn fyrsta sigur þegar þær lögðu ÍBA ab velli 2-1 og þá sigrubu Akurnesingar lib ÍBV 2- 0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.