Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 23. júlí 1996 11 Crétar S. Norbfjörb lögregluvarbstjóri í Reykjavíkurlögreglunni, og lands- frœgur knattspyrnudómari um árabil, er hreint ekkert óánœgbur ÍAtlanta, þrátt fyrir abbúnab sem íslendingar eru óvanir. Hér er Crétar íhlutverki sínu á knattspyrnuvellinum. Albert Mónakóprins varb ab hlíta sömu reglum og abrír þegar hann heim- sótti Ólympíuþorpib í síbustu viku. Grétar Norbfjörb og hann áttu gott spjall saman þegar prinsinn var skobabur. ■ Crétar Noröfjörö lögregluvaröstjóri og öryggisvöröur á Ólympíuleikunum í Atlanta: Albert Mónakóprins var líka skoðaður frá toppi til táar „Þegar viö sóttum um þetta fyrir hálfu öön ári síöan þá var okkur lofab aö vib fengjum sérlega þægileg og gób herbergi í húsi sem var verib ab byggja. Þetta hef- ur nú ekki stabist," sagbi Grétar S. Norbfjörb lögregluvarbstjóri í vib- tali vib Tímann um helgina, en hann er í Atlanta ásamt fleiri lög- reglumönnum frá Islandi sjálf- bobalibi vib öryggisgæslu Ólymp- íuleikanna. íslensku lögreglumennimir hafa ekki beinlinis veriö sáttir viö ab- búnabinn ytra. Grétar er þó ekkert óánægður í sjálfu sér en segist ekki vilja vanvirða skoöanir starfsbræbra sinna, en þrír þeirra hafa yfirgefib Atlanta og lagst í ferðalög og heim- sóknir um Bandaríkin. Fengu hálfgert sjokk „Þegar við komum hingað um ellefu aö kvöldi eins og viö höfðum tilkynnt hingaö í þremur eða fjór- um föxum, þá kom í ljós að móttak- an var lokuð frá kl. 10. Þegar við komum á staðinn var okkur bjargað af elskulegum starfsmanni, sem út- vegaði okkur bíl á vegum ólympíu- nefndarinnar, og sá bíll ók okkur í svokallaban Welcome Center. Þar tók stúlka á móti okkur og fékk annan rútubíl til að aka okkur þangað sem vib áttum að dveljast," sagði Gréfar. Morehouse College reyndist ekki það sem lofað hafði verið í bréfum. „Við fengum hálfgert sjokk þegar á staðinn var komið. Þegar við kom- um hingað inn þurftum við að standa í langri biðröð til ab fá af- henta lyklana að herbergjunum. Þegar vib komum inn í herbergin þá reyndust þau svona eins og maður gæti ætlað fyrir hermenn til skammrar dvalar, fjórir berir veggir og loft, gömul hermannahúsgögn og tvö trérúm. Klósettin voruþann- ig ab þeim var ekki hægt að læsa," sagbi Grétar. Slúðurdálkar blabanna Grétar Noröfjörð sagði þó ab ýmsu mætti venjast. „Þrátt fyrir þetta húsnæbi líður mér alveg prýðilega núna, þótt þetta væri sjokk til ab byrja meö. Þeir sem eru eftir af hópnum eru sama sinnis að ég held. Ýmislegt er gott um stað- inn að segja, til dæmis eru hérna frammi íþróttaáhöld og trimmtæki sem kosta hundruð þúsunda doll- ara, það besta sem til er á því sviði. Maturinn er góður, geysilegt úrval af góðum mat, þaö stendur nánast allt til boða. Við búum í svokölluð- um ólympíuhring, en utan við ólympíuþorpið, þar sem ég vinn og borba á degi hverjum," sagði Grét- ar. Grétar sagði að íslenska grúppan skiptist í þrjá mismunandi hópa, í það minnsta sex væru hæstánægðir og þeir læsu ekki slúðurdálka blað- anna. Annar hópur, um 11 manns, væri að vissu leyti ánægður, en læsi þessar sögur, sem virkuðu illa á mannskapinn. Þriðji hópurinn er horfinn af sjónarsviðinu, þrír lög- gæslumenn. Einn fór til Flórída, hinir tveir til annarra staða í Banda- ríkjunum, én fóru ekki heim. Albert Mónakóprins þurfti að tæma vasana Grétar sagöi að hann ynni við gæslu við hliðið í Ólympíuþorpið. Enginn fer þangaö inn án þess ab hafa leyfi og vera skoðaður frá toppi til táar. Þá skiptir engu hversu fræg íþróttastjarnan er, eða hvort þar er á ferðinni verðandi þjóðhöfðingi. „Jafnvel Albert Mónakóprins þurfti að tæma sína vasa, þegar hann fór í þorpiö," sagði Grétar. „Ég átti ágætt spjall vib hann, og hann tók því vel að gangast undir sömu skoðun og aðrir." „Það hafa gengið sögur um hverf- ið þar sem skólinn er þar sem við búum. Hann er í svörtu hverfi, sem er reyndar erfitt að forbast, því 65%-70% íbúa Atlanta eru svartir. Ég hef rætt mikib við íbúana og verð að segja ab svertingjar sem ég hef rætt við eru afar kurteisir og elskulegir menn." Skotgötin á skólahúsinu „Það var talað um að skotið heföi verið á skólann, á herbergi þar sem Norðmaður bjó, Norsararnir vildu ekki kannast við að þetta hefði skeð. Ég fór að tala við yfirmanninn frá bandaríska þjóðvarðliðinu sem hér er, hann kannaöist ekki vib neitt þessu líkt. Hann bað mig að skoða byggingarnar sjálfur. Þá sá ég að flestar þeirra voru með skotgöt- um. Það virtist því ekki nein nýjung að hleypt væri af byssuskotum á skólann," sagði Grétar. Þá sagði Grétar að tilkynnt hefði verið um árás á þrjá Svisslendinga í lögreglulibinu. í ljós kom að engin árás hafði átt sér stað. Þá kom sú saga að miðað hefði verið á einn ís- lendinganna, enginn í hópnum hefði þó kannast við það. Gróa á Leiti hefði verið á ferli og iðin vib söguburðinn, en væri nú horfin heim á leið. Af 1.200 sérfróðum löggæslu- mönnum sem komu frá Evrópu með þekkingu sína eru 200 óánægðir farnir, en á annað þúsund halda áfram störfum og eru ánægð- ir að sögn Grétars. Glæsileg setning leik- anna á prufusýningu Setning Ólympíuleikanna þótti hiö flottasta prógramm á laugar- dagskvöldib. Löggæslumenn á leik- unum eiga ekki endilega möguleika á að horfa á slíka atburði. En Grétar sá generalprufuna, sem fór fram daginn áður. Flest þau atriði sem vib sáum í sjónvarpinu sá Grétar í návígi. „Þetta var stórkostlegt að sjá, og verður varla nema svipur hjá sjón í sjónvarpi. Maður á engin lýsingar- orö yfir þetta," sagði Grétar. „Eftirminnilegastir af íþrótta- stjörnunum héma í Ólympíuþorp- inu eru strákarnir í Draurnaliöi Bandaríkjanna í körfubolta. Aörar eins himnalengjur hef ég aldrei séð á einu bretti fyrr. Ég veit ekki hvar þeir hafa náð í alla þessa löngu stráka," sagbi Grétar ab lokum. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.