Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 2
2 Mi&vikudagur 24. júlí 1996 Tíminn spyr... Hvernig leggst stofnun nýs dagblaðs í þig? Indri&i G. Þorsteinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans: Nú, maöur hefur náttúrlega ekkert á móti nýju dagblaöi, en ef það þýöir að einhver önnur deyja í staðinn þá er það náttúrlega annað mál. Tíminn og Dagur eru gamlir bræður og ég get nú ekki séð mikinn mun á því og ekki svo mikla byltingu þó þeir sameinist. Mér finnst þrautaganga Tímans orðin nokkuð löng eftir að allskonar kálfar, óreyndir strákar, hafa verið að fljúga með himinskautum til að gera ein- hverjar krúsídúllur með blaö og það tekst ekki. Ég get ekki ímyndað mér að nýtt flug meö himinskautum bjargi einhverju, hitt er annað mál að Dagur er gróið biað. Nú, landsbyggö- in er stórt orð, Tíminn var einusinni málgagn lanusbyggðarinnar og hefur í raun og veru alltaf verið það. Ég held ab þessir nýju herrar þurfi að búa til landsbyggöina áður en þeir búa til Tímann handa henni. Jón Ólafsson, stjómarformaöur íslenska útvarpsfélagsins: Hún leggst mjög vel í mig. Ég tel að þarna sé kominn vísir að nýju og öfl- ugu dagblaöi, sem muni eiga eftir að vaxa fiskur um hrygg og verða mál- svari landsbyggbarinnar í heild. Ekki í meiningunni landsbyggbin gegn Reykjavík eða Reykjavík gegn lands- byggðinni, heldur almennt séö. Eins og komið hefur fram í tilkynningum, verbur þetta blaö óháð öllum flokks- félögum, þannig aö þarna verður á ferðinni dagblað, sem mun vinna að öllum góbum málum sem skipta landið allt máli í heild sinni. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri: Hún leggst vel í mig. Af því litla sem ég veit um þetta eða hef heyrt, þá finnst mér þarna vera að skapast nokkuö merkilegt tækifæri til ab rödd landsbyggðarinnar heyrist. En ég hef nú bara reyndar heyrt þetta í fréttum í dag og veit ekkert meira heidur en þab sem ég hef hlustað á þar. En í stuttu máli líst mér bara mjög vel á þetta. Hringsjá afhjúpup á Uxahryggjum. Þessir menn lögöu sín lóö á vogarskálar viö gerö hennar: Páll Sigurösson, for- seti Feröafélags íslands, Eiríkur Þormóösson, Ingi Sigurösson, jakob Hálfdanarson og Tómas Einarsson. Krjúp- andi eru þeir Páll Steinþórsson og Pétur Þorleifsson. Tímamynd Crétar Eiríksson Hringsjá á Uxahryggjum Ný hringsjá hefur verib sett upp vi& Uxahryggjaveg í Borg- arfiröi og stendur hún á klapparhæb skammt vestan Uxavatns. Af þessum stab er mjög víbsýnt og blasir vib fag- ur fjallahringur, jöklar, tindar, vötn og hei&ar. Inga Helga Björnsdóttir á Þverfelli í Lundarreykjadal af- hjúpabi hringsjána ab vib- stöddu nokkru fjölmenni. Ferbafélag íslands hafbi bobib öllum íbúum Lundarreykjadals- hrepps ab vera vibstaddir af- hjúpunina, en hreppurinn veitti fjárstyrk til gerbar hennar. Einnig var veittur styrkur úr Menningarsjóbi Sparisjóbs Mýrasýslu. I námunda vib hringsjána hefur Vegagerðin gert bifreiba- stæði og stendur til að gera göngustíg frá bifreibastæðinu að hringsjánni. Gerð hringsjárinnar tók um tvö ár og annaðist Jakob Hálf- danarson tæknifræðingur gerð hennar fyrir Ferðafélagið, en ýmsir Fer&afélagsmenn veittu aðstob vib verkið. Jakob hefur gert allmargar hringsjár undan- farin ár, en það lærbi hann hjá Jóni J. Víðis mælingamanni, sem fyrr á árum var hinn helsti hringsjáasmibur hérlendis og Hjalti les ljóð á Svarta kaffinu Hjalti Rögnvaldsson Ieikari heldur ótraubur áfram ab lesa ljó&in á kaffihúsum borgar- innar. í kvöld kl. 22 verður hann á Svarta kaffinu að Laugavegi 54 og les franskan ljóðaflokk, sem heitir því rómantíska nafni Ást- in, ljóðlistin eftir Paul Éluard í þýðingu Sigurðar Pálssonar. ■ hannaði m.a. fyrstu hringsjá Ferðafélags íslands, sem sett var upp á Valhúsahæð á Seltjarnar- nesi árið 1937. -ohr ísal gerir þab gott: 400 m. hagn- aður fyrstu sex mánuðina Vænn hagna&ur er þessa stundina af rekstri íslenska ál- félagsins hf., en ársreikningur fyrir árib 1995 hefur nú verib samþykktur. Hagnaður af rekstri nam 338 milljónum króna, eftir afskriftir upp á 750 milljónir, fram- leibslugjald til ríkissjóðs upp á 634 milljónir og færslu á skatt- skuldbindingu sem nam 318 milljónum. í fyrra náði fram- leiðslan 100 þúsund tonum í fyrsta skipti í kerskálanum. Fyrri helming þessa árs er út- litið bjart, 3% aukning á fram- leiðslunni og hagnaður á fyrri helmingi ársins um 400 millj- ónir króna. -JBP Sagt var... Lífsspursmál „Pitsusendlum uppálagt að hætta líf- inu" Fyrirsögn Tímans. í starfi sínu hafa pitsusendlar í San Francisco ekki ósjald- an lent í því aö vera rændir eba ver&a fyrir alvarlegum líkamsmeibingum og einhver hópur hefur jafnvel týnt lífinu vib þab ab sinna stafsskyldum sínum. Vegna þessa hafa sum fyrirtæki neitab fólki um heimsendingu í ákvebin hverfi. Slík neitun felurf sér mismun skv. úr- skurbi hverfarábs þar í borg. Keppt í kynfer&i „Da Silva þurfti að gangast undir kynpróf" Mótshaldarar í júdókeppni kvenna á Ólympíuleikunum efubust um kyn eins keppandans og fengu hana til ab gang- ast undir kynpróf. DV í fyrradag. Ein vo&a væmin „Það er svo mikil vinátta milli mín og fólksins, og svo mikil hlýja, og ég hugsa ab það sé vegna þess ab fólkib skynjar þab hversu vænt mér þykir um þab." Hefur DV eftir Vigdísi Finnboga eftir síbustu opinberu heimsókn hennar á landsbyggbina. Grimm gamalmenni „Bent sagbi ab hann og eiginkona hans hefbu verið lögb í einelti í hús- inu frá því ab deilur risu og ástandið versnab í hvert skipti sem úrskuröur hefbi fallið gegn húsfélaginu." Framhaldsfrétt Moggans af nágranna- deilum í Efstaleitinu. Hvenær drepur mabur mann og hvenær drepur ma&ur ekki mann? „Hún er merkileg þessi umræ&a, sem verib hefur ab undanförnu, um ab þab nálgist dauðadóm yfir fólki ab þurfa aö flytja út á land." Sag&i Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali vib Tímann um flutn- ing ríkisstofnana. Babe og Búbba byrja meb stæl „Forsetahjónin á útihátíb í Galtalækj- arskógi" Eitt af fyrstu verkum Ólafs Ragnars Crímssonar í embættinu verbur ab heimsækja og vera vib setningu bind- indismótsins í Caltalæk um verslunar- mannahelgina. Fyrirsögn úrTímanum. Úrræ&agó&ir ræbarar „Ræbarar rændu rútu í Atlanta" Fyrirsögn Moggans. Þeir voru hræddir um ab missa af eigin keppni og tóku til þess rábs ab fara upp í næstu rútu og krefjast þess ab keyrt yrbi í þveröfuga átt, þ.e. á keppnissvæbib í róbri. „.SíSíK®3®5’" B0G6) Dópararnir í Mjölnisholtinu, við- frægir úr blabafréttum, eru dag- leg sjón frá ritstjórnarskrifstofum Tímans. Lögreglan er þar flesta daga. En þó aldrei eins fjölmenn og í gærdag. Þá voru þar á ferð- inni allt að tuttugu laganna verð- ir, á mörgum bílum og mótor- hjólum, götulöggur, mótorhjóla- löggur og fíknólöggur. Einn dóp- arinn var kominn upp á þakib fyrir framan ritstjórnina, og faldi sig þar. Skömmu síðar kom lög- regluþjónn í leit að náunganum. Handtökur eru tíðar, en dóp- grenið, gamla Bananasalan, er opnað jafnharðan ... • í pottinum í Hafnarfirði segja menn að stjórn bæjarmála sé þessa stundina unnin af „sumar- manni", engum öbrum en Gub- mundi Árna Stefánssyni, fyrr- verandi bæjarstjóra og núverandi alþingismanni. Gu&mundur mun stjórna málum í sumarleyfi Ingvars Viktorssonar, sem er sagður erlendis...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.