Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 24. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1 700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Siðlaust ofbeldi Ekki líöur svo helgi að ekki berist fréttir af fleiri eða færri ofbeldisárásum og er fólk limlest með vopn- um af ýmsu tagi. Árásirnar eru gerðar á götum úti, á drykkjukrám og síðast en ekki síst í heimahús- um. Meðferðin á fólki er slík að það gengst undir miklar aðgerðir í sjúkrahúsum og margir liggja um lengri eða skemmri tíma á gjörgæsludeildum. Ef ekki nyti við færni lækna og heilbrigðisþjónustu, væru morð mun tíðari í landinu en ella. Það er fólk á öllum aldri sem beitir náunga sína ofbeldi og ræðst á þá með heiftarhuga í þeim til- gangi að svipta þá lífi eða limlesta. Fórnarlömbin eru einnig á ýmsum aldri. Dreifing ofbeldisverka um landið sýnist í fljótu bragði vera sæmilega jöfn með tilliti til íbúafjölda. Notkun vopna, svo sem eggjárna og barefla, eykst jafnt og þétt og er greinilegt að meiningin er að veita þeim, sem ráðist er á, sem mesta áverka og jafnvel verða þeim að bana. Reynt er að gefa skýringar á þessari öfugþróun. Hægastur vandinn er að skella skuldinni nær ein- hliða á ofbeldismyndir í sjónvarpi og margt það ógeð sem hægt er að nálgast á myndböndum. Reiknað er út að tíu ára börn hafi séð tugþúsund morð á skjánum og þegar fjórtán ára aldri er náð hafa unglingarnir orðið vitni að tugþúsundum drápa og grófasta ofbeldi. Þessar kennslustundir skila sér síðan í stórauknu ofbeldi. Ofbeldi í sjónvarpi er handhæg skýring á því hve árásargirni eykst, en fleira kemur til og er sumt jafnvel ekki taliö til orsaka tíðra fólskuverka. Mikill meirihluti þeirra líkamsárása, sem verða að fréttaefni, eru gerðar undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Það eitt sýnir að það böl, sem ofneysla eiturefna er, kemur fleirum við en þeim sem eyðileggja sjálfa sig á drykkju og annarri fíkni- efnaneyslu. Þetta er samfélagsvandamál sem bitn- ar oft harðast á þeim sem ofbeldinu eru beittir. Viss 'tegund tónlistar og meðfyfgjandi textar hvetja beinlínis til ofbeldis og má geta nærri hvaða áhrif það kann að hafa á óharðnaða og mót- tækilega unglinga. En vafasamt er að einskorða ofbeldishneigð og grófar líkamsárásir við einstaka orsakavalda og halda því síðan fram að með því að útrýma þeim og banna þetta og banna hitt sé hægt að koma í veg fyrir að fólskan fái útrás. Það eru áreiðanlega fleiri og samverkandi ástæð- ur fyrir því hve uggvænleg þróunin í þessum efn- um er. En hitt er deginum ljósara að samfélagið hlýtur að leita leiða til að kanna til hlítar hvað veldur því að íslendingar eru farnir að taka sér vopn í hönd til að drepa hvern annan og limlesta, að því er virðist að tilefnislitlu og út í bláinn. Það er eitthvað mikið bogið við siðferðið í slíku samfé- lagi, sem einnig lætur sér lynda að borgararnir eru illa varðir fyrir ofbeldisseggjum af öllu tagi. Eru bílar til dæmis háskaleg vopn í höndum þeirra, sem ekki virða rétt samborgara sinna til aö halda lífi sínu og limum. ■> Ofbeldi og siöleysi eru greinar af sama meiði og eigi að ráða hér bót á, er ærið verk að vinna ef sið- bótamenn er einhvers staðar að finna. Nú má Moggi vara sig Já, nú má Mogginn aldeilis fara að vara sig. Nú er nefni- lega að rísa úr öskustónni landsbyggðarsnepill einn fer- legur. Þar sameinast hin fornfrægu blöð Dagur og Tím- inn, landsbyggðarblöð hvurt á sína vísu sem bæði eru í upphafi runnin undan rifjum Framsóknar og eiga trú- lega bæði tilveru sína Jónasi frá Hriflu eitthvað að þakka. Það væri kannski ekki svo vitlaust að nýja blaðið væri skírt Jónas honum til heiðurs. lóðbeint á höfuðið. Nei, nýja blaðið verður að gerasvo- vel að vera spennandi, svo áskrifendurnir séu tilbúnir að greiða áskriftargjaldið, enda stendur ekki annað til en það verði spennandi. Garri meb norðlenskum hreim Mikib stendur til En það fer ekki á milli mála að mikið stendur til og telja sumir að það standi jafnvel miklu meira til en í rauninni stendur þó til. Skilningur ------- eins af fréttamönnum Ríkisútvarpsins var sá að sérstakt blað verði gefið út ---- fyrir hvern landsfjórðung og það er Myndin, sem menn geta augljóslega gert sér af breyt- ingunum, sýnir það nú aldeilis rækilega. Það eru að sjálf- sögðu hreinar línur að nýja blaðið verður ferskt og flott. Dagur á Akureyri skríður svolítið út úr sveitamennskunni og Garri fer að tala með norðlenskum hreim. Til að sætta sjónarmið norðurs og suðurs verður Tíminn að mæta ein- ------------ hverstaðar á leiðinni. Það er ekki alveg GARRI orðið ljóst hvort Tíminn verður með _____________________ borgfirskum menningarbrag, háleitum háiendisbrag af Hveravöllum eða með ,ía stóra dagblaöiö r senndagsinsljos Danut-Tíminn veröur óháö dag- J ^ | nskum Dagui le„iamikla __ < f 1 I i I nú kannski ekkert fráleitt að gera það barasta, þegar til kemur. Kannski það væri rétt aö gefa út sérstakt blað fyrir hvern einasta hrepp — þá næbu menn e.t.v. ab slaga rekstrarkostnaði pr. les- anda upp undir þab sem rekstrarkostnaður- inn pr. hlustanda er hjá Ríkisútvarpi — sjón- varpi. Þab væri hins vegar, því miöur, beinn og breibur vegur til glötunar, því nýja landsbyggðarblaðið hefur nefnilega engan ríkiskassa til að seilast í og þar að auki eru áskrifendurnir ekki skyldugir til að greiða áskriftina. Þarafleiðandi getur nýja dagblaðið ekki leyft sér þann munaö að senda staffið í frí og birta bara fót- boltamyndir eba ólympíuleikafréttir í öllu heila blaðinu, for- síbu jafnt sem leibara. Þá færi það nefnilega skagfirskt söng- og gleðiblób í æbum. Ætli það verði ekki einhver kokkteill af þessu og ýmsu fleiru. Garri nskum in og >g mun þelrta nl verb- idur og :tt. Dag- blab og mna fyT- tóra dag- essa dag- ndum ab _ laggirn- t hvenær ýja blabs byggist á bst hefur nar, sem á meirihluta cm gefur út iameiningu ilun meiri- *nti, útgáfu- bs. Höfub- Dagur-Tíminn vcióui 6t>ÍB d* landlbyggóai. cim ogjauna^ Wtta'nulning! og eínum líóandi stundal meó e‘n '1IFrétt«v°ft Dags-Tímans vetbul b“óumdagslnsídag.umdsmenn eiga því ab geta fylgst meb frémun órsínum heimahéröbum aUa ut- gáfudaga Dags-Timans. Meb samelnlngu blabanna vel. Þlónuslan viö nuveiand áskrlfendur stórlcga bætt. mr I,. fá <tærra og efnlsmeira blab rZdut oTvSut lögó Séistög Sheisla á aö áskiilendui um land allt geti 'esl6 b'aóiö me6 moigun- Tjesendui Da8s-Ti7"a™™0g «nn fá h66,";^ Ltti hlakka til ab takast vcui. Ritstjóm Timans °8 *krir nflues fréttablabs. um stab. Þá verbur Dagur-Timirm starfSmcnn blabsins fagna þvi ab ....____AYvShnT vettvangur þjób- tameiningarlnnar og Óskabarn pólitíkusa Fyrirhugaður flutningur Landmælinga upp á Skaga er nú orðið bitbein allrar byggðaþróunar stjórnmálamannanna og ef ekki linnir er varla annað sýnna en ab fylkingar muni slíta sundur lögin og friðinn. Samdar eru ályktanir með og á móti Reykjavíkurvaldinu og yfirgangi lands- byggðarinnar og jafnvitrir pólitíkusar viðra skoðanir sín- ar á málinu dögum oftar. Þrjátíu manna starfslið kortagerðarinar undirbýr máls- sókn á hendur ráðherra fyrir að stuðla að búseturöskun þess í Reykjavík og nágrenni og þingmenn og sveitar- stjórnarmenn skora á hann að hvika hvergi frá ákvörðun sinni. Enda mun hann aldrei gera slíkt því ákvörðunin er pólitísk. Og þegar svoleiðis ákvörðun er tekin verður henni ekki haggað því stab- fastir stjórnmálamenn skipta aldrei um skoðun né stefnu. Sama hve vitlausar þær eru. Forsjárhyggja Lítið hefur borib á því uppi á Skipaskaga að aðrir en þeir sem sinna stjórnmálum í atvinnuskyni eða í hjáverk- um hafi neina skoðun á því hvort þeim vegnar betur með eða án Landmælinga. Að sama skapi sýnast Reykvíkingar furðu tómlátir um þau „atvinnutæki- færi" sem nú á ab flytja búferlum. Fólk á Innnesjum skiptir sér yfirleitt aldrei af því hverjir koma og hverjir fara og enn síður hvort ab fjölskylda sem flytur í blokkina eða hverfið kem- ur frá Kópavogi eða Kópaskeri. En stjórnmálamennirnir sem hafa alla forsjá „atvinnu- tækifæra" og byggðaþróunar taka pólitískar ákvarðanir og standa við þær. Eða er þab ekki þess vegna að vöxtur byggða á Innnesjum hefur aldrei aukist meira og mann- fjölgun á „landsbyggðinni" ekki veriö eins treg og síðan skipulögð var byggðaþróun meb Byggðastofnun með öll- um sínum kommisörum fyrir aldarfjórðungi síðan. Núna er byggðaþróunin komin á það stig að allt svæði Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins er fariö að kúldrast inni á milli ört vaxandi og þéttbýlla íbúbarhverfa höfuð- borgarinnar. Nú má spyrja: Hver biður um landbúnaðar- rannsóknir inni í miðri borg? En vonandi dettur engum í hug að flytja þá góðu stofn- un úr þéttbýlinu því þá mundi borgarstjórn ærast ab missa allan þann skara búfræðinga sem þar vinnur út á eyðihjarn landbúnaðarhéraðanna. Pólítiskar ákvarbanir Ár eftir ár hverfa fleiri verkfærir íslendingar til útlanda en þeir sem flytja heim aft- ur. Enginn sér eftir þeim þar sem byggöastefnur bítast ekki um þá og strangt til tek- ið stafar búsetubreyting þeirra ekki af pólitískum ákvörbunum. Um þá flótta- menn er ekki annað að segja en, fari þeir vel og svo má hælast um að atvinnuleysi minnkar þegar fækkar á jötu „atvinnutækifæranna." Byggðastefnur pólitíkus- anna eru skýrar. Samkvæmt pólitískum ákvörðunum á að fjölga í hverju einu ein- asta byggðarlagi landsins og eru reistar efnismiklar stjórnsýslustofnanir og fé- lagslegar, íbúðir til ab púkka undir „atvinnutækifærin." Hvernig þau dæmi eiga að ganga upp vita þeir einir sem mynd- ugleika hafa til ab taka pólitískar ákvarðanir og rífast svo heiftúðlega um hvar fólk á að búa og starfa. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á útgáfu Tím- ans og Dags. Áf því að þar er ekki um pólitíska ákvörðun að ræða valda byggða- og búsetumál engum vandræðum. Tæknin býður upp á menn vinni ab sama verkefni norb- an og sunnan heiða og gangi vonir eftir mun útgáfustarf- semin einnig ná austur og vestur þegar fram líða stundir. Enginn verður fluttur nauðugur og búseturöskun verð- ur engin. Samt mun fyrirtækib blómstra og vonandi eiga sem flestar byggðir eftir að njóta góbs af á einmhátt og annan. En pólitíkin þrífst á deilum og eru Landmælingar ríkisins því óskabarn hugsjónamannana þar til þeir koma sér upp nýjum króga til að rífast um hver á umráðarétt yf- ir. OÓ Á víbavangi /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.