Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 24. júlí 1996 5 Auöunn Bragi Sveinsson: Staldrað vib á Hrafnseyri Lesendur góðir. Margir skrifa blaðagreinar, sem einhverj- ir lesa væntanlega. Til þess hljóta menn að sinna þessu. Sumir segja, að þetta sé gert til að láta á sér bera, vekja á sér athygli. Lengi þótti það ekki sérlega já- kvætt. Betra aö láta lítið á sér bera. Ég á væntanlega ekki heima í þeim hópi, maður sem sífellt er að skrifa blaðagreinar og vekja á mér athygli, svo að ég gleymist ekki alveg strax. Nú ætla ég að vekja smávegis athygli á öðru en sjálfum mér. Fyrir nokkrum dögum lagði ég leið mína vestur að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Væntanlega þarf ekki að kynna þennan stað fyrir lesendum, því að hann ætti að vera öllum kunnur. Þar fæddist okkar fremsti maður, sjálfur Jón Sigurðsson sem hlaut viðurnefn- ið forseti. Hann fæddist eins og kunnugt er 17. júní 1811. Hann nam allan sinn skólalærdóm til stúdentsprófs heima hjá prestin- um, föður sínum. Prófið tók hann hjá dómkirkjuprestinum í Reykjavík, Gunnlaugi Oddssyni, aðeins 18 ára að aldri, og var vitnisburður hans loflegur, því ab hann var frábær námsmaður. Nám stundaði Jón síöan við há- skólann í Kaupmannahöfn, en lauk ekki prófi, vegna margvís- legra starfa sem á hann hlóöust. Um ævistarf hans hefur mikið verið ritað. í fyrra kom út bók um ævi Jóns forseta og störf, eftir Hallgrím Sveinsson, stabarbónda á Hrafns- eyri. Undirtitill hennar er Ævi- saga í hnotskurn. Bók þessi hefur nýlega verið þýdd á tvö erlend tungumál: dönsku og ensku, og kom hún út á fæöingardegi Jóns á þessu ári. Dönsku þýðinguna annabist ég, en þá ensku Her- steinn Pálsson, margreyndur þýðandi. Hyggst Hallgrímur meb þessu gera tilraun til að kynna ævi þessa merka manns ytra. Ég hefi oft minnst á Jón við fólk í Danmörku, en fæstir hafa heyrt hans getið þar. Hann er sem sagt gleymdur að mestu í hinu forna sambandslandi okkar. Á Hrafnseyri er nú unnið að því ab byggja sveitabæ, sem á að vera í sama stíl og sá, sem Jón forseti ólst upp í. Veggir eru hlaðnir úr grjóti og torfi, sama herbergjaskipan verður sem forð- um. Bær sá, sem Jón ólst upp í, var rifinn um síðustu aldamót, þá orbinn ónýtur. Varðveist hafa teikningar af sveitabæ þessum, svo og lýsingar þeirra sem mundu bæinn. Að lokafrágang- inum vinna nú tveir smibir frá Þingeyri, þeir Elís Kjaran Frib- finnsson og Sófus Guðmunds- son. Er þess vænst, að frágangi á þessum endurgeröa sveitabæ ljúki síðar á þessu ári. Þá verður hann væntanlega til sýnis gest- um og gangandi. Mun þá eflaust margt gesta á Hrafnseyri. Sumar- ið 1980 var opnað safn til minn- ingar um Jón forseta á staðnum, sömuleiðis minningarkapella. Fyrsta embættisverk Vigdísar for- seta var að vígja safnið. Sigur- björn Einarsson biskup vígði kapelluna. Á stabnum er annars kirkja, sem komin er nokkuð til „Á Hrafnseyri er nú unn- ið að því að byggja sveitabœ, sem á að vera í sama stíl og sá, sem Jón forseti ólst upp í. Veggir eru hlaðnir úr grjóti og torfi, sama herbergjaskip- an verður sem forðum. Bœr sá, sem Jón ólst upp í, var rifinn um síðustu aldamót, þá orðinn ónýt- ur." ára, vígb 1886. Safn Jóns Sigurössonar er opið yfir sumarið, frá 17. júní til ág- ústloka. En vitanlega kemur fólk á öðrum tímum, og því er sann- arlega ekki úthýst frá safninu. Safnvörður er ung stúlka, Guð- rún Þorgeirsdóttir, sem dvalið hefur meira og minna frá ungum aldri hjá hjónunum á Hrafnseyri, jón Sigurbsson forseti. heimsótt safnib í Höfn. Ævistarf Jóns Sigurðssonar á sér enga hlið- stæðu í íslenskri sögu. Hann vann íslandi af slíkum heilind- um og dugnaði, að einstakt má telja. Kynning á Jóni Sigurðssyni og ævistarfi hans erlendis ber vænt- anlega ávöxt með bókum þeim, sem nýkomnar eru út, og ég hefi minnst á hér að framan. Hafi Hallgrímur Sveinsson á Hrafns- eyri þökk fyrir starf sitt: að halda á loft hér heima og erlendis minningu okkar mesta manns. Höfundur er kennari. Hrafnseyri vib Arnarfjörb, eins og staburinn var 1811. VETTVANGUR Hallgrími Sveinssyni og Guð- rúnu Steinþórsdóttur. Þau hafa fórnað safninu miklum tíma. Að hafa slíkt safn rétt við bæjardyr sínar er vissulega nokkur ábót á annars nóg starf við búskapinn. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi um nokkurra daga skeið í liðnum júlímánuði að sjá um safn Jóns Sigurbssonar á Hrafns- eyri í fjarveru Guðrúnar safn- varðar. Má segja, að safnib væri vel sótt þessa daga, eða um 40-50 manns á degi hverjum. Þeir sem fram hjá Hrafnseyri fara, leggja lykkju á leið sína og heimsækja safnið. Flest er fólk þetta mið- aldra eða eldra. Yngra fólk kemur einnig, og þá með börn sín. Að- gangseyrir er 200 krónur fyrir fullorðna, en ellilífeyrisþegar greiða 100 krónur. Yngri en 15 ára eru gjaldfríir. í safninu eru 262 númer á tveimur hæðum, og er þá ekki allt upp talið. Gestum gefst kost- ur á ab kaupa skrá, þar sem gerb er grein fyrir hverju einstöku númeri, sem oftast er í formi mynda. Jón Sigurðsson átti sér marga samverkamenn. Mjög lær- dómsríkt er að skoða þetta safn, en í Húsi Jóns Sigurðssonar við Austurvegg í Kaupmannahöfn er einnig safn um Jón. Býsna oft höfðu gestir þeir, sem heimsóttu safn Jóns á Hrafnseyri, einnig Fréttir af bókum Bók um náttúru- vernd afhent forseta íslands Nýlega færðu Háskólaútgáfan og Landvernd Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, bókina Umhverfisréttur; Vemdun nátt- liru íslands að gjöf. Bókin fjallar um náttúruvernd og umhverfis- mál og er í henni að finna yfirlit um öll lög og reglur sem gilda hér á landi á þessum sviðum. Auk þess er þar sagt frá öllum al- þjóðasamningum um umhverf- ismál, sem íslendingar eru aöil- ar að, og gildi þeirra metið. Er bókin mikilvægt fræðslu- og upplýsingarit fyrir alla þá sem áhuga hafa á vernd náttúru ís- lands og auölinda þess. Höfundur bókarinnar, Gunn- ar G. Schram prófessor, afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur ritið, að viðstöddum Jörundi Gub- mundssyni, framkvæmdastjóra Háskólaútgáfunnar, og Auði Sveinsdóttur, formanni Land- verndar, sem í sameiningu gefa ritið út. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.