Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.07.1996, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 24. júli 1 yyó Gubmundur Gubmundsson, bóksali á Eyrarbakka, hóf versl- unarstörf í Lefoliisverslun á sín- um tíma og starfaði ab verslun- arstörfum um hálfrar aldar skeib. Hann hélt dagbækur og skrifabi æviágrip og er þab nú komib út ásamt ferbadagbók sem hann hélt er hann fór til Kaupmannahafnar árib 1904. Viggó Ásgeirsson bjó ritib til prentunar og gaf út. Guðmundur Gubmundsson fæddist á Minna-Hofi á Rangár- völlum 9. október 1849. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson, bókbindari og bóndi á Minna- Hofi, og seinni kona hans, Ingi- gerður Olafsdóttir frá Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. Ólst Gub- mundur upp hjá þeim. Á 20. aldursári sínu gerðist hann skrifari hjá Hermanni E. Johnson, sýslumanni á Velli í Rangárvalla- sýslu, og var hjá honum um fjög- urra ára skeið. Árib 1873 giftist hann heitmey sinni, Ástríði Gub- mundsdóttur frá Kotvelli. Fluttust hin nýgiftu hjón að Kotvelli þá um vorið og gerbist Guðmundur, að sumrinu til, verslunarmaður hjá Guðmundi Thorgrímsen vib Lefoliisverslun á Eyrarbakka og vorib eftir (1874) settust þau hjón- in að á Eyrarbakka. Kenndi Gub- mundur fjögur ár við barnaskól- ann eða til ársins 1879 þegar hann var rábinn bókhaldari vib Lefoliis- V erslunarmaður segir frá Cuömundur Cubmundsson bóksali ásamt fyrri konu sinni, Ástríbi Cub- mundsdóttur, og börnum þeirra. Þau eignuðust tvo syni: Hans Ást- verki í öllu félagsstarfi á Eyrar- mund, forstjóra í Reykjavík, og Svein, forstjóra í Héðni í Reykja- vík. Gubmundur lét sig ýmis innan- héraðsmál miklu skipta og er hann sagbur hafa gegnt lykilhlut- bakka á sinni tíb. Á fyrstu ámm sínum þar hélt hann úti hand- skrifuðu sveitarblaði (Kveldúlfr), mddi kvenfélaginu braut, var meðal stofnenda Sparisjóbs Árnes- sýslu og endurskoðandi hans um Einn af spámönnum kalda stríösins verslun. Stób þessi víbtæka og um- fangsmikla verslun þá með mest- um blóma og átti Gubmundur því oft mjög annríkt og vann baki brotnu nætur sem daga. Vann hann við verslunina um hálfrar aldar skeið og rak jafnframt bóka-, ritfanga- og glerverslun, blaðsölu og bókbandsiðn. Ástríður kona Guðmundar and- aðist 1904 og höfðu þau þá búið saman í ástríku hjónabandi í 30 ár. Ástríður var merkiskona og mikill félagsmálafrömuður og góðtemplari. Eignuðust þau sex Fréttir af bókum Litir hesta Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin íslenski hesturinn — litir og litbrigði. í henni em 85 ljósmyndir sem sýna jafnmarga liti og litbrigði íslenska hestsins. Friðþjófur Þorkelsson, ljós- myndari og gæbingadómari í Mosfellsbæ, hefur með mikilli þrautseigju fundið hesta sem bera þessa liti og myndab þá. Mynd- irnar sýna hestana í íslensku um- hverfi og litir þeirra njóta sín til fullnustu. Sigurður A. Magnússon rekur í formála sögu og sérkenni íslenska hestsins, lit hans, ætt og upp- runa. Formálinn er prýddur fjöl- mörgum ljósmyndum Friðþjófs. Báðir eru þeir Fribþjófur og Sig- urður reyndir hestamenn og hafa áöur komið við sögu útgáfu bóka um íslenska hestinn. Formáli Sigurðar og mynda- textar bókarinnar eru á fjórum tungumálum: íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Bókin er 133 bls., í handhægu broti, innbundin og prentuð í prentsmibjunni Odda. Verb 1.990 kr. ■ Fréttir af bókum börn: Ástu, konu Gísla Jónssonar verslunarmanns; Guðmund kaup- félagsstjóra á Eyrarbakka og síban verslunarstjóra á Selfossi, kvæntur Ragnheiði Lárusdóttur Blöndal; Sigurð Gísla, bóksala á Eyrarbakka, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur; Hall- dóm Þuríði, konu Hans Andersen, verslunarmanns í Reykjavík; Guð- mund Geir Hans Baagö stud.art., og Ástmund. Tveir yngstu synir þeirra dóu með stuttu millibili: Ástmundur 16 ára gamall árið 1900 og Hans á 20. ári árið 1902. Eftir að hafa oröib fyrir því mót- læti að missa syni sína og eigin- konu lagði Guðmundur sér til hressingar, ásamt Halldóru dóttur sinni, upp í ferb til Kaupmanna- hafnar. I þeirri ferð hélt hann ferðadagbók sem gefin hefur verið út af Viggó Ásgeirssyni í bókinni Æfiágrip og ferðadagbók Guðmund- ar Guðmundssonar bóksala á Eyrar- bakka. Dagbókin spannar alla ferð- ina, hefst við brottför frá Reykja- víkurhöfn hinn 18. maí 1904 og lýkur við landtöku í sömu höfn 20. júní. Árið 1905 gekk Guðmundur að eiga seinni konu sína, Snjólaugu Jakobínu Sveinsdóttur, ljósmóður frá Bjarnastaðahlíð í Skagafirði. At a Century's End, eftir Ceorge F. Kennan. Norton, 351 bls., £ 19,95. í ritdómi í Times Literary Supplement 12. júlí 1996 sagði: „... George F. Kennan, sá æru- verðugi sagnfræðingur og stjórnarerindreki, ... hefur sent frá sér nýtt bindi með mörgum greina sinna og fyrirlestra frá síðustu 15 árum. ... Kennan álítur, að breytingarnar á stjórn og utanríkisstefnu Ráðstjórnar- ríkjanna hafi verið afleiðing kynslóðaskipta og þroskaferils innan sovéska kerfisins; við ýmis tækifæri hefur hann sagt stefnu Bandaríkjanna og ann- arra Vesturlanda aðeins hafa haft „jaðaráhrif"." í grein þeirri í Foreign Affairs 1947, sem hóf hann til frægðar, setti hann af nær óhugnanlegri framsýni það, sem stefna Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda hefur komið til leiðar. Röksemdir hans voru þær, að hætta stafaði af Ráð- stjórnarríkjunum utanlands, en innviðir þeirra væru ótraust- ir. Kenning hans um aðhald (containment) var á þessa leið: Ef Vesturlönd standa gegn Fréttir af bókum áleitni Ráðstjórnarríkjanna og meina þeim viðgang utan- lands, neyðast þau til að skyggnast í eigin barm og tak- ast á við innri mótsetningar sínar. Við endurlestur glitrar greinin svo af snjallræðum hans að andköfum veldur. Fá- einum árum síðar féll Kennan samt sem áður frá sjónarmið- um sínum í greininni. Og þau 49 ár, sem síðan eru liðin, hefur mörg ár, sá um bókavörslu Lestrar- félags Árnessýslu og lét sér mjög annt um fræðslu- og skólamál Eyr- bekkinga, en einna mest gætti áhrifa hans og ötullar starfsemi í bindindismálum þeirra, enda var þá best og mest frægðarskeiö Góð- templarareglunnar austur þar meðan hans naut við. Guðmundur var skáldmæltur vel og eftir hann liggja a.m.k. fimm handskrifaðar kvæðabækur. Hann safnaði einnig miklum fróð- leik, gamansögum, kvæðum og skrítlum. Eftir hann liggja m.a. bækur með þúsundum eiginhand- aráritana, fæðingardaga, dánar- daga og öðmm upplýsingum. Uppskriftir af leikritum, sex bindi með skrítlum og rúmlega þrjátíu bindi af lausavísna- og kvæða- söfnum með registmm. Frímerkja- og úrklippubækur (a.m.k. 13 bindi) með ýmsu efni og auk þess húskveðjubækur, ættartölur og Saga Eyrarrósarinnar, sem hann reit á tíu ára afmæli stúkunnar 1896. Æviágrip sem hann ritaði um föður sinn 1902. Ferðadagbók sem hann hélt í utanlandsreisu sinni 1904. Og loks æviágrip hans sjálfs ritað 1910, en hann bætti aftan við það allt til ársins 1929. Guömundur lést í Reykjavík 25. apríl 1937 á 88. aldursári sínu. hann farið villur vegar um nær allt það, sem hann hefur tekið fyrir. í Evrópu sá hann enga sovéska ógnun, sem standa þyrfti gegn; hann tók undir grunnfærnislegar tillögur um „frystingu kjarnorkumála"; honum þóttu viðbrögðin við innrásinni í Afganistan ganga of langt; hann lýsti yfir, að Eystrasaltslöndin gætu ekki al- ið með sér vonir um raunveru- legt sjálfstæði; og þar fram eftir götum. Ótrauður endurbirtir hann mörg þau skrif sín í bindi þessu." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.