Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júlí 1996 5 ESB: Vaxandi nýting vindorku til rafmagnsvinnslu Evrópusambandið stefnir að því, að vindorka verði nýtt til vinnslu 2% rafmagns þess árið 2005. „Setur það ekki markið hátt, og í mörgum landshlutum þess mun sú vinnsla rafmagns nema hærri hundraðs- tölu. I þýska ríkinu Schleswig-Hol- stein nemur nú rafmagnsvinnsla með vindorku 4%. Og í Danmörku eru uppi væntingar um, að 10% raf- magns verði unnið með vindorku árið 2000." Svo sagði í Financial Times 17. júlí 1996 og enn: „Hagnýting vindorku til raf- magnsvinnslu fleygði fram í Kali- forníu á níunda áratugnum, en sú rafmagnsvinnsla er þar nú í krögg- um. Styrkir á fjárlögum til hennar hafa verið lækkaðir og um fyrir- greiðslu sambandsstjórnarinnar og fylkisstjórna gengur á ýmsu. ... Stærsti markaður vindorku er nú í Evrópu, þar sem vinnslugetan 1995 nam 2.420 megavöttum, en var 1.700 megavött í Bandaríkjunum, samkvæmt European Wind Energy Association. í Asíu er rafmagns- vinnsja með vindorku líka í hröð- um vexti, einkum á Indlandi, þar sem vinnslan 1995 fór upp í 500 megavött." „Tækni við rafmagnsvinnslu með vindorku hefur miðað mjög fram að undanförnu. Vinnslugeta túr- bína hefur á 10 árum aukist úr 75 kílóvöttum í 600 kílóvött og „áreið- anleiki" þeirra mun nú nær 99%. Þessar stærri og virkari túrbínur hafa lækkað kostnað við rafmagns- vinnslu um 30-50% frá 1990, og í sumum löndum er hann að verða litlu hærri en kostnaður við vinnslu rafmagns að brennslu jarðefna." „Á meðal fyrirtækja, sem fljót hafa verið til að eygja færi til við- skiptalegrar hagnýtingar vindorku, er Gamesa, spænska flugtækjafyrir- tækið. Dótturfélag þess, Gamesa Eolica, þá nýlega komið á fót, setti 1995 upp 18 túrbínur og hafði lið- lega Pta 1 milljarðs (£ 5 milljóna) veltu. Að áliti framkvæmdastjóra þess, Juans Ramons Jimenez, mun það í árslok 1997 hafa sett upp 250 VIÐSKIPTI túrbínur og hafa þá Pta 20 milljarða veltu." „í mars 1996 setti Gamesa Eolica upp fyrsta vindhæli (wind farms) sitt á fjallshrygg E1 Perdon gegnt heimabæ sínum Pamplona á Norð- ur-Spáni. Þar eru 40 túrbínur, er vinna 20 megavött sem fara til al- menningsnota á staönum. Mun Gamesa Eolica hafa sett upp annað áþekkt vindhæli í september í haust." „Héraösstjórnin í Navarra hyggst setja upp 10 vindhæli til viðbótar fyrir árið 2000, þannig að rafmagn unnið með vindorku leggi til 11% rafmagnsnotkunar þar. Nú eru í héraðinu aðeins unnin 10% þess rafmagns, sem það notar, og er það að mestu unnið í vatnsaflsvirkjun- um. Héraðsstjórnin hyggst auka svo vinnslu rafmagns með vindorku og í vatnsaflsvirkjunum, að héraðiö verði sjálfu sér nógt um rafmagn ár- ið 2010." „Gamesa-túrbínur eru gerðar með danskri tækni. Eru þær settar upp á 40 m háar trönur og vinna 600 kílóvött. Kostar hver túrbína Pta 70 milljónir. Lægsti vindhraði, sem þær geta unnið rafmagn við, er 5 m á sekúndu, en meðalvindhraði á E1 Perdon-hryggnum er 9 m á sek- úndu." ■ Ný bylting í heyskap bænda í Árneshreppi Fréttapistill úr Árnes- hreppi á Ströndum Bæ, 18. júli 1996 Á árunum 1975 til 1979 lögðu bændur í Árneshreppi í það stór- virki að byggja frá grunni öll pen- ingshús og heystæður á öllum býl- um, sem þá voru í byggð, nema tveim þar sem ekki var hugsað til framtiðarbúskapar. Öll peningshús og heystæður, sem fyrir voru, voru dæmd úr leik. Sú uppbygging byggðist á vot- heysgerð að öllu leyti. Á flestum býlanna voru byggðar flatgryfjur, en á öðrum stórar votheystóftir. Náði sú uppbygging til 16 jarða. Á þrem þeirra var tvíbýli þar sem byggingarnar voru sameiginlegar fyrir bæði býlin og því 19 bændur sem að þessu stóbu. Vakti sú framkvæmd þjóðarat- hygli, ekki síst fyrir hvab verkið gekk greiðlega og árekstralaust með samvinnu og samhjálp allra sem að því stóðu. Ýmsir höfðu áhyggjur af fjárhagshlið þessara framkvæmda. En þær áhyggjur reyndust ástæðu- lausar. Veit ég ekki annað en öll þau lán, sem bændur tóku til þess, séu fyrir löngu fullgreidd án affalla. Síðan hefur votheysgerð verið svo til allsráðandi heyverkunarab- ferð bænda í Árneshreppi. í því hef- ur verið visst öryggi, því þurrkar eru oft stopulir hér í sveit. Þó sú hey- verkun hafi gefið góða raun og bjargaö miklu heyi frá skemmdum og eyðileggingu og auðveldað hey- skapinn til muna frá því sem áður var, þá er hitt ekki síður hvað hin nýju peningshús hafa auðveldab hirbingu búfjárins á vetrum frá því sem áður var. En þessi heyskapur krefst nokkurs mannafla og dugn- aöar til þess að vel gangi. En stöðugt hefur vel vinnufærum höndum far- ið fækkandi og erfibisverk færst á færri hendur og þeir þreytast og eld- ast sem að því standa. Á seinni árum hefur rúllubagga- heyskapur rutt sér til rúms. Má heita að hann sé orðinn allsráðandi í heyskap landsmanna. Sú heyverk- un hefur ekki náð til bænda í Árnes- hreppi. Því veldur að búin eru orðin það smá, að þau þola engar auknar fjárfestingar í vélum og tækjum til þeirra breytinga sem það hefur í för með sér. Fjárbú hafa alltaf verið smá hér í sveit. Stöðugt hefur af for- göngumönnum bændastéttarinnar og stjórnvöldum verið kvarnað úr þeim fjárstofni, sem lagt var upp með þegar peningshúsin voru byggð á sinni tíð, svo vart er hægt að framfleyta fjölskyldu á þeim lengur. Því hafa bændur ekki getað lagt út í þann kostnað, sem það hef- ur í för með sér, þó þeir hafi rennt til þess vonaraugum. Auk þess er uggur í bændum, að skammt kunni að vera í „náðarhöggið" í þeim glundroða og ráðleysi sem ríkir í þeim málum á öllum sviðum. Vegna legu sveitarinnar eru mikl- ir annmarkar á að njóta hjálpar þeirra, sem komnir eru með þá tækni hér inni í sýslunni, og auk þess undir hælinn lagt hvernig viðr- ar til þess. í þeim óvenjulegu góðviðrum, sem við höfum notið á þessu vori og sumri, fóru nokkrir bændur að leiða hugann að þeim möguleikum að fá menn inni í Tungusveit í Steingrímsfirði til liðs við sig og létta undir með heyskapinn. Tóku þeir vel í það, ef veður héldist svo áfram. Var þá sláttur hafinn til viðbún- aðar komu þeirra. En með komu hundadaganna breyttist vebrið og gekk í NA kalsa með rigningu og leit út fyrir ab vonirnar um vélbinding- una brystu. Allt eins væri líklegt að sú veðurbreyting héldist til höfuð- dags og þar með væri draumurinn búinn, að þessu sinni. En hér fór betur en á horfðist. Sunnudaginn 14. þ.m. var runnið upp besta veður og hefur haldist síðan. Árla morguns þann dag voru verktakarnir, tveir ungir bændur úr Tungusveit, mættir hér að Bæ meb sín tæki og tól og renndu sér beint í slægjuna og sópuðu saman á skömmum tíma því sem slegið var. Að því loknu fóru þeir á aðra bæi sömu erinda. Alls fóru þeir á 7 bæi og unnu kappsamlega fram á há- degi miðvikudags 17. þ.m. Höfðu þeir þá lokið því sem um var beðið og fyrir lá. Að því loknu héldu þeir heim til sín að sinna eigin heyskap. Þessi tilraun heppnaðist því eins og best varð á kosið. Meb þessu er stóru erfiði létt af þeim sem þessa nutu og allmiklu heyi bjargab á fljótvirkan hátt. Þeir, sem að þessu stóðu, anda nú léttara, þó enn sé mikið eftir að heyja. En kostnaðar- dæmið er enn óuppgert. Til þess vannst enginn tími. Allt kapp var á það lagt af bábum aðilum að þessi tilraun gæti skilað sem mestum ár- angri. Með þessu átaki hefur enn orðið bylting í heyskaparmálum okkar Árneshreppsbúa. Vonandi leiðir hún af sér léttari vinnubrögð og betri nýtingu heyja, hér eins og annarstaðar, í framtíðinni. Það er nýlunda fyrir heimamenn og vegfarendur að sjá þessa hvítu hnobra á nýslegnum túnum á nyrstu mörkum íslenskrar byggöar, sem býr að einu af þrem samfelld- ustu láglendissvæðum Vestfjarða- kjálkans ásamt óvenjulegri náttúru- fegurð, sem margir njóta nú um stundir í einmuna veðurblíbu. Þeim, sem að þessu unnu og komu okkur til hjálpar, eru hér með færðar innilegar þakkir fyrir lipurð og vel unnið starf. Guömundur P. Valgeirsson Líf í kirkjugaröinn Aldrei er verulega heitt hér sunnan- lands, en júlí er þó hlýjastur allra mánuða ársins. Framan af mánuöin- um er bjart allan sólarhringinn og gróðursæld er aldrei meiri en í júlí. Þá fara menn í sumarfrí og allt þjóðlífið ber merki þess langþráða og allt of stutta árstíma sem sumarið er. Menn reyna að njóta lífsins á meðan tækifæri gefst. Eins og flestir var ég i góðu skapi einn góðviðrisdaginn fyrir skemmstu og lagði leiö mína um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Ég var þar nálægt bernskustöðvun- um og rifjaöi upp minningar og undarlegar tilfinningar frá því að ég prílaði upp á kirkjugarðsvegginn til þess ab fylgjst með jarðarförum, en þá var enn notast við gamla, viröu- lega líkbílinn með útskuröi og flúri. Eftir að ég fullorðnaðist hefur kirkjugarðurinn fengið nýja ímynd í huga mínum. í stað óttablandinnar virðingar hefur komiö væntumþykja um gengnar kynslóðir og skilningur um að látið fólk er ljóslifandi í minn- ingu eftirlifendanna. Mér hefur orð- ið þab ljóst að látinn mann þarf ekki aö óttast, hann er ekki lengur til nema í minningunni sem ber að virða. Þótt menn trúi á framhaldslíf er illskiljanlegt að nokkur óttist fram- libna eða hvílustaði þeirra, kirkju: garöana, a.m.k. ef rökrænt er hugsab að öðru leyti. Eða telur einhver ab ættingi sem þar hvílir hafi breyst svo til hins verra við að falla frá að Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE ástæða sé til að hafa af honum beyg? Þessar vangaveltur set ég hér á blað vegna þess ab á göngu minni um kirkjugarðinn fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna kirkjugarður- inn væri ekki opnaður og fólk laðað að honum sem útivistarsvæði. Það þarf reyndar að taka til hend- inni í garðinum til þess ab gera hann sómasamlegan sem útivistarsvæði. Þab er skömm að sjá hvað víða mannvirki eru orðin óhrjáleg, stein- steypa er til að mynda nokkuð sem aldrei ætti að leyfa umhverfis leiði og eins ættu legsteinar alltaf að vera þannig að þeir liggi eða þá sé hægt að leggja flata þegar legstöðunum er ekki lengur sinnt sem skyldi af ætt- ingjum, en það hlýtur alltaf að ger- ast fyrr eða siðar. Þetta sæju menn ef þeir legðu leið sína um þessa frið- sælu og fallegu garða. Múrinn umhverfis gamla kirkju- garðinn er eitt af því sem þyrfti að fjarlægja. Hugsiö ykkur bara hvab það yrbi miklu skemmtilegra að ganga eba aka um Suðurgötuna ef veggurinn yrbi f jarlægbur og gangstígurinn ut- an við sameinaður þeim fyrir innan. Þessa hugmynd hef ég rætt við nokkra kunningja og sýnist sitt hverjum. Eins og sjá má hér að fram- an hef ég eindregna skoðun á mál- inu og mæli því eindregið með að svona gróðurvinjar malbikaðs um- hverfis verði opnaðar, um þær lagð- ar göngubrautir og reiðhjólagötur, komið fyrir lýsingu og hreinsab til á allan hátt. Ef hinir framliðnu gætu tjáð sig er ég alveg viss um að þeir myndu gleðjast yfir því að einhver gæti un- ab við að vera í návist legstaðar þeirra, alveg eins og þeir nutu sam- vista við annað fólk í lifanda lífi. Ég mæli því með að gamli kirkju- garðurinn veröi opnaður og gæddur því lífi sem svo gróðursælum reitum hæfir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.