Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 25. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Frá setningarathöfn Vinabœjamótsins á Ólafsfiröi. Deilt um hver á ab skrifa sögu Hverageröis Baejarfulltrúar í minni- og meirihluta bæjarstjórnar Hverageröis deildu hart á síb- asta fundi um það hver eigi aö skrifa sögu Hveragerðis, sem gefa á út í tilefni af 50 ára af- mæli sveitarfélagsins. Meiri- hlutinn vill að Guömundur Kristinsson sjái um skrifin, en minnihlutinn vill að sagn- fraeðingur vinni verkið. í breytingartillögu minni- hlutans var því fagnað ab lagt yrði fjármagn til ritunar á sögu Hveragerðis, en um leið kom fram að nauðsynlegt væri aö vanda vel til og fá til verksins sagnfræöing sem þekktur væri fyrir fagleg vinnubrögð. Breytingartillagan var borin upp, en felld með 4 atkvæð- um gegn 3. Það verður því Guðmundur Kristinsson sem mun rita sögu Hveragerðis- bæjar, samkvæmt fyrrnefnd- um bókunum í bæjarstjórn Hveragerðis. M U L X OLAFSFIRÐI Vel heppnaö vinabæjamót Vinabæjamótib, sem haldið var á Ólafsfirði um þarsíðustu helgi, tókst í alla staði frábær- lega vel og þeir 260 gestir frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem komu á mótið, voru himinlifandi með mót- tökurnar og dagskrána. Þeir fóru síðan frá Ólafsfirði þreyttir en ánægðir að lokinni hátíðarguðsþjónustu á sunnu- dag. „Eg er bara mjög hress með þetta og ekki ástæba til annars og þó að veðrið hafi veriö svona á laugardag þá er það bara hluti af tilverunni og setti svip sinn á mótið", sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson, for- maður vinabæjanefndarinnar, ab loknu vinabæjamóti. „Ég held að við höfum náb mjög vel til fólks og þátttaka var virkilega góð og gestirnir létu vel af sér. Forráðamenn norsku lúðrasveitarinnar sögðu að sveitin hefði senni- lega aldrei spilað betur en í íþróttahúsinu þar sem þeir fundu fyrir mikilli nálægð vib fólkið, og sá lúðrasveitin sér- staka ástæðu til að þakka fyrir sig á sunnudag með því að fara upp á Hornbrekku og spila fyrir gamla fólkið og marsera síðan um bæinn," sagði Óskar jafnframt. FnÉTTnninnm SELFOSSI Eggert á Þor- valdseyri hlýtur fálkaorbuna fyrir ræktunarstörf „Þessi orbuveiting kom mér á óvart, það er nú ekki mikið um að bændaskarfar séu hylltir svona," segir Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri í A.-Eyjafjalla- hreppi, sem var sæmdur ís- lensku fálkaorðunni 17. júní sl. fyrir ræktunarstörf. Á Þor- valdseyri hefur verið stunduð kornrækt i 35 ár og um árabil var Eggert eini bóndinn hér á landi sem það gerði. Nú, þegar hann getur tekið það rólega á efri ámm, er kornræktin orðin viðurkennd búgrein stunduð af yfir 120 bændum í landinu á hátt í þúsund hekturum lands. Mest af kornuppskerunni á Þorvaldseyri er notað sem fób- ur fyrir kýr og svín. Einnig er nokkuð notað til manneldis, í brauð og sem nokkurs konar múslí, sem pakkað er í neyt- endapakkningar og þykir afar hollt. Eggert segir aðstæður til kornræktar undir Eyjafjöllum með besta móti. Þar komi sumarið snemma og nætur- frost séu fátíðari síðsumars en víða annars staðar. En aðstæb- urnar eru ekki bara góðar und- ir Eyjafjöllum. Eggert heldur því fram að kornrækt eigi sér mikla framtíð í landinu, sé gjaldeyrissparandi og færi at- vinnu inn í landið, sem annars sé keypt erlendis frá. „Ég tel að hægt sé að rækta korn í flest- um sveitum hér á Suðurlandi og mun víðar um landið, og í raun er það gób vibmiðun ab þar sem kartöflur spretta nokk- urn veginn áfallalaust er hægt að rækta korn. Menn geta að vísu alltaf átt von á hörðum árum, en það er ekkert annað en gerist erlendis," segir fálka- orðuhafinn Eggert Ólafsson. Listamenn á heimsmælikvaröa Vib sjávargarðinn á Stokks- eyri hafa listamennirnir og skötuhjúin Haukur Dór Sturlu- son og Þóra Hreinsdóttir kom- ib sér fyrir í húsi sem áður hýsti Hitaveitu Eyra. Húsið er allt í senn gallerí, vinnustofa og íbúð fjölskyldunnar. Haukur Dór er löngu lands- þekktur bæði sem leirlistar- og myndlistarmaður. Sínar fyrstu Málverkiö Landvcettir eftir Hauk Dór Sturluson. Raunveruleg stœrö verksins er 150 x 135 cm, en Haukur er þekktur fyrir aö mála mjög stórar myndir. sýningar hélt hann í byrjun sjötta áratugarins og varð fljót- lega þekktur og umtalaður fyr- ir hin stóru tilvistarlegu verk sín þar sem mannlegar ástríður og meinlokur sálarinnar eru meðhöndlaðar á ofsafenginn hátt, mannlífið allt verður eins og öfgafullur orustuvöllur. í leirlistinni er Haukur nú sem fyrr afkastamikill og skap- andi og segja má að með þess- ari blöndu af leirlist og mynd- list ættu allir að geta fundið eitthvað í smiðju listamanns- ins sem hæfir eigin smekk og buddu. Listakonan unga, Þóra Hreinsdóttir, var nýstigin af sæng þegar blabamann Sunn- lenska bar ab garði í vor, og hafa því undanfarnar vikur meira farið í barnauppeldi en venjubundna listsköpun. Vetr- arafköstin eru samt allnokkur og hefur Þóra þá aöallega feng- ist við tréristur. Það má segja að opnun gallerísins á Stokks- eyri sé í reynd fyrsta sýning Þóru, en á veggjum hanga skemmtilegar tréristur af óræð- um kaupstað, ævintýrastað. Eggert Ólafsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Ólafsson, sem fcedd er í Noregi. Börn þeirra eru fjögur og barnabörnin sextán. Stund milli stríöa. íslensku keppendurnir ásamt þjálfara liösins. Þau eru frá vinstri Cuörún Halla Finnsdóttir, Hlynur Guömundsson þjálfari, Ágústa Tryggvadóttir, Kristján Hagalín Guöjónsson og Ólafur Dan Hreinsson. Öresundsleikar í Svíþjóö: Góður árangur ís lenskra krakka Dagana 12.-14. júlí s.l. sendi Frjálsíþróttasamband íslands úr- valshóp skólaþríþrautar til Sví- þjóðar til keppni á Öresunds- leikum, sem eru haldnir þar ár hvert af frjálsíþróttadeild Hels- ingjaborgar. Þessir leikar, sem hafa fest í sessi í Helsingjaborg, voru nú haldnir í 34. skipti. Mót þetta er mjög sterkt og haldið á alþjóðamælikvarða. Þátttökuþjóðir voru 11 talsins, keppendur um 2600 og um 6000 skráningar. í úrvalshópi skólaþríþrautar vom fjórir einstaklingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, eftir 1600 manna undankeppni er fór fram í grunn- skólum landsins síðastliðinn vetur. Þess má geta að allir nemendur í grunnskólum landsins hafa rétt til að taka þátt í skólaþríþraut í sínum Skóla undir handleiðslu síns íþróttakennara. Úrvalshópur skólaþríþrautar FRÍ 1996 er: Ágústa Tryggvadóttir, f. '83, frá Grunnskólanum að Þingborg, Ár- nessýslu. Guðrún Halla Finnsdóttir, f. '84, frá Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Kristján Hagalín Guðjónsson, f. '84, frá Laugaskóla í Dalasýslu. Ólafur Dan Hreinsson, f. '84, frá Hamraskóla í Grafarvogi. Árangur íslensku keppendanna var mjög góður í alla staði. Fjór- menningarnir kepptu í samtals Í6 keppnisgreinum; komust þar af 7 sinnum á verðlaunapall. 9 per- sónuleg met voru sett. Sett var það markmið fyrir leik- ana að Ólafur Dan myndi stefna að því að hlaupa undir gildandi Öre- sunds-meti í 1500 m, og þar með sínu besta. Það tókst ög hljóp hann á 4.59,50 mín. Ágústa lenti í þeirri þrekraun að þurfa að keppa á tveimur stöðum á vellinum í einu — í þrístökki og kúluvarpi — en náði samt á pall í kúluvarpi. Hún varpaði kúlunni 10,26 m, sem er persónulegt met. Guðrún Halla hefur aldrei æft frjálsar íþróttir fyrr. Var markmið hennar að vera fyrir ofan miðju í hverri grein, er hún tæki þátt í, og tókst það með miklum sóma. Þess má geta að Guðrún var þremur sætum frá því að lenda á verð- launapalli í 800 m hlaupi. Hún hljóp á 2.39,14 mín., sem er per- sónulegt met. Kristján Hagalín er mikill keppn- ismaður og var hann stutt frá því að komast á verðlaunapall í öllum sínum keppnisgreinum. Hann var 1 cm frá því að komast á pall í langstökki og einum hundraðs- hluta frá því að komast á pall í 60 m hlaupi. Hann stökk 4,86 m, sem er persónulegt met, og hljóp á 8,60 sek. Öresundsmótið var í öllum til- vikum þeirra fyrsta alþjóðamót og að auki keppt á erlendri grund. Þótti raunhæft markmið að vera fyrir ofan miðju í hverri grein sem keppt var í, en að meðaltali voru um 65 keppendur í hverri grein. Það tókst með miklum ágætum og var árangur og framkoma íslensku keppendanna þjóð okkar til mikils sóma. ■ Mjólkurbikarkeppni KSÍ: Undanúrslit á landsbyggöinni Næstkomandi sunnudag, 28. júlí, fara fram undanúrslitaleikirnir í Mjólkurbikarkeppni KSÍ og verða þeir báðir hábir úti á landi. Á Ak- ureyri mætast Þór og Skaginn og í Eyjum taka heimamenn á móti KR. Leikurinn í Eyjum hefst kl. 19 á Hásteinsvelli, en hinn leik- urinn kl. 16 á Akureyrarvelli. Eftir fund aganefndar KSÍ er ljóst að nokkrir lykilmenn í liði Þórs verða fjarri góðu gamni þegar flautað verður til leiks þar nyrðra á sunnudaginn, en nefndin hefur úr- skurðað fjóra Þórsara í leikbann. Þeir Birgir Þór Karlsson, Þorsteinn Sveinsson og Zöran Zikic verða í leikbanni á sunnudag vegna fjög- urra gulra spjalda, en sá fjórði, Davíð Garðarsson, verður í leik- banni vegna brottvísunar sem hann fékk i leik á móti Leikni í 2. deildinni. Þá verður einnig skarð fyrir skildi í liði KR í leiknum gegn ÍBV, því Ijóst þykir að markvarðahrellirinn Guðmundur Benediktsson verður ekki í liðinu, vegna meiðsla sem' hann hláut í leiknum gegn ÍA í Frostaskjólinu sl. sunnudag. Þótt ávallt komi maður í manns stað í boltanum, er næsta víst að fjarvera Guðmundar mun veikja framlínu Vesturbæjarliðsins gegn baráttu- glööum Eyjamönnum. Sé tekið mið af stöðu liðanna á íslandsmótinu, þykir einsýnt að Skaginn og KR muni sigra í þessum leikjum og mætast í bikarúrslita- leiknum 25. ágúst n.k. Það er þó ekki á vísan að róa þegar boltinn er annarsvegar og þá sérstaklega í bik- arkeppni. Þar ræður dagsformið mestu, en ekki staða liða í deildum, og því allt eins víst að menn eigi eftir að upplifa óvænt úrslit í þess- um tveimur viðureignum fyrir norðan og sunnan. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.