Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. júlí 1996 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Málvísindamenn fylgjast meb heyrnarlausum börnum í Níkaragúa og veröa vitni aö sögulegum viöburöi: Nýtt tungumál verbur til Hópur heyrnarlausra barna í Níkaragúa er oröinn aö viö- fangsefni umfangsmikilla rannsókna málvísindamanna, sem ná varla niöur á jöröina af spenningi vegna þess sem er aö gerast hjá bömunum. Nýtt tungumál er þar aö fæöast, af sjálfu sér aö því er viröist og án nokkurra utanaökomandi áhrifa, og víst er aö málfræö- ingamir áttu enga von á aö þeim byöist nokkum tíma tækifæri til aö fylgjast meö þegar svo sögulegur viöburöur gerist. Málfræöingar, sálfræðingar og heimspekingar hafa lengi deilt um þaö hvort hæfileiki manns- ins til að nota tungumál sé með- fæddur, eöa hvort hann er áunn- inn og lærist í uppeldinu. Nú hafa rannsóknir fræðimanna viö Rutgers háskólann í Bandaríkj- unum ýtt stoðum undir þá kenn- ingu að tungumálið sé í raun meðfæddur hæfilejki með mönnum. Það var málvísinda- maðurinn Noam Chomsky sem fyrstur setti fram þá hugmynd að mennirnir væru fæddir með hæfileika til þess að móta tungu- mál. Samkvæmt Chomsky hlýtur heilinn að vera búinn einhvers konar forriti sem gerir honum kleift að byggja upp heilt tungu- mál, því gjörsamlega útilokað sé að í heilanum séu sérstök „mót" fyrir hvert einasta orð og hverja einustu orðmynd sem við not- um. Og úr því að við lærum móðurmál okkar jafn hratt og raun ber vitni strax á unga aldri án þess að nokkur formleg kennsla eigi sér stað, þá getur ekki verið að forritið sé áunnið heldur sé það innbyggt í heilann á formi algildra reglna sem stjórna því hvernig tungumálið er samansett. Chomsky og ýmsir fleiri héldu síðan áfram og reyndu að leita sannana fyrir því að þessar al- gildu reglur séu í raun til, og tók- ust í því skyni á hendur að gera ítarlegar rannsóknir á hversdags- máli okkar. Engu að síður finnst mörgum erfitt að kyngja þeirri kenningu að tungumálið sé með- fætt frekar en að við lærum það af foreldrum okkar. Árið 1985 gerðist það að stjórnin í Níkaragúa leitaði til Ju- dy Shepard- Kegl, málvísinda- manns við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum, og bað hana um að aðstoða við þróun á kennslu- aðferðum fyrir heyrnarlaus börn. Hún bjóst við því að í landinu væri til sæmilega þróað táknmál, en þegar á staðinn var komið komst hún að því að ekkert slíkt væri fyrir hendi, hvorki væri til formlegt táknmál heyrnarlausra né heldur nein hefð fyrir notkun tákna meðal þeirra svo vitað væri. Hins vegar komst hún inn- an tíðar að raun um það að hóp- ur heyrnarlausra barna væri upp á eigin spýtur að þróa með sér sitt eigið táknmál. Hún áttaði sig strax á því að þarna gæfist einstakt tækifæri til þess að prófa kenningu Chom- skys. Ásamt öðrum málvísinda- mönnum ákvað hún því að und- irbúa vandlegar rannsóknir á því hvernig þetta nýja táknmál þró- aðist með börnunum: „Þetta er í fyrsta sinn sem fylgst er með því þegar talmál eða táknmál verður til og allar upplýsingar skráðar niður," segir hún. Því yngri, því betra Shephard-Kegl fylgdist sérstak- lega með hópi unglingsstúlkna sem dvöldust á verknámsskólan- um Villa Libertad í Managúa. Hvorki foreldrar þeirra né kennar- ar kunnu nein skil á táknmáli, en stúlkunum hafbi þrátt fyrir það — eba ef til vill öllu heldur vegna þess — tekist að móta sitt eigið táknmál sem þær notuðu sín á milli meb góðum árangri. Þetta táknmál er reyndar mjög gróft og óþjált í notkun, þar sem „Eins og lostafullir fílar þjóta ský- in áfram, kraftmikil og full af regni. Þau koma eins og konung- ar innan um æpandi og ærandi hersveitir. Fánar þeirra eru eld- ingar, þrumurnar eru trommur þeirra ..." Svo lýsir indverska skáldið Kalidasa, sem uppi var á fimmtu öld, því hvernig monsún- vindurinn kemur sunnan af hafi inn yfir Asíu. Þetta gerist á hverju ári, á tímabil- inu frá því í maí og fram í septem- ber. Fólk bíður eftir rigningunum með óþreyju eftir vetrarþurrkana sem staðið hafa mánubum saman. Ef ekki rigndi væri enga uppskeru það byggir á áþreifanlegum ein- kennum fólks og hluta en ekki á neinu eiginlegu táknrófi. Tilurö þessa táknmáls nægði því vart til þess ab sannfæra menn um að kenningar Chomskys ættu vib rök að styðjast, þótt í sjálfu sér væri það í fullu samræmi við þær, Annar hópur barna, sem eru töluvert yngri, hefur því vakið enn meiri athygli. Þau þróuðu einnig meb sér sitt eigið táknmál án þess að nokkur væri til þess að kenna þeim eða aðstoða þau. Og þetta mál er miklu auðugra, flókn- að hafa, og vatnsaflsvirkjanir myndu ekki framleiða neitt raf- magn. En fólk bölvar monsúnvind- inum líka: Honum getur seinkað um fleiri vikur, hann á það til að skilja stór svæbi útundan, og hon- um geta fylgt gífurleg flóð sem valda ómældum erfibleikum og jafnvel lífshættu fyrir fjölda fólks — eins og gerst hefur á þessu ári. í Kína hafa staðið yfir vikum sam- an mestu flóð sem þar hafa komið í hálfa öld. Meira en sex hundruð manns eru þegar búnir ab týna líf- inu, hundrúð þúsunda em orðin húsnæðislaus. Og svipaða sögu er að segja frá Indlandi, þar sem 135 ara og heilsteyptara en hitt. She- pard-Kegl segir að það sé ná- kvæmlega það sem búast megi vib samkvæmt kenningunni: Eftir því sem börnin byrja fyrr þeim mun betur tekst þeim að nýta með- fædda hæfileika sína til þess að skapa tungumál. Málvísinda- menn hafa um langt skeið talið að hentugasti tíminn til þess sé tíma- bilið fram að kynþroskaaldri, það sem sjá má hjá börnunum í Níkar- agúa er til staöfestingar því. „Eldri börnunum, sem komu í skólann seint á unglingsaldiri, tókst ekki manns' hafa drukknað og nærri tvær milljónir þurft ab yfirgefa hús sín og heimili. Sumar- eða suðvest- urmonsúnninn, sem flytur með sér rigningarnar miklu, stafar af því að heitt loft stígur upp frá landsvæð- um Mið-Asíu, Afríku eða Ástralíu og inn yfir landiö streymir í staðinn rakt loft frá hafi. Þetta fyrirbæri er ekki bundið við Asíu, en vegna þess hve stór landflæmi er þar um ab ræða verður monsúnninn miklu voldugri en ella. Á veturna snýst þetta við, þá koma kaldir og þurrir vindar úr norðri suður yfir landið. Stærstu flóðin hafa orðið í Bengal á Indlandi. Árið 1970 urðu þau a.m.k. 300.000 manns ab bana, og sagan að ná fram jafn þróubu máli og yngri börnunum sem komust í kynni við hvert annað og beit- ingu tákna miklu fyrr," segir She- pard-Kegl. Nýja tungumálið er nú orðiö svo flókið og þróab að innan skamms verður gefin út táknmáls- orbabók fyrir það á vegum Sænsku heyrnleysingjasamtak- anna. Og allt bendir til þess að rannsóknir Shepard-Kegl verði tímamótarannsóknir í sögu mál- vísindanna. -gb/The Sunday Telegraph endurtók sig árið 1991 þegar um 150.000 manns létust. Úrkoman mælist þó að jafnaði langmest í litlu þorpi í norðurhluta Indlands sem heitir Cherrapunji. Mebaltalsúrkoma yfir árið er þar 11.340 millimetrar. Mesta úrkoma sem þar hefur mælst á tólf mánaða tímabili er 26.467 mm, en það gerð- ist frá ágúst 1860 til júli 1861. Mán- aðarmetið er 26.467 mm (í júlí 1861), og sólarhringsmetið er 897 mm (í júlí 1915). Menn geta e.t.v. reynt að gera sér í hugarlund hversu mikið magn af vatni hellist þarna niður þegar upplýst er ab hver millimetri þýðir 1 lítra af vatni á hvern fermetra. -gb/Focus Monsúnvindanna úr suöri og rigningarinnar sem þeim fylgir er beöiö meö óþreyju víöa í Asíu, en þetta áriö hafa þeir oröiö fjölda manns aö fjörtjóni: Ýmist of eöa van

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.