Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 1
Þaö tekur aðeins eimt ¦ EINARJ. SKÚLASON HF I Whidows m einn m i ¦virkan dag aó komapóstinum ^^^v PÓSTUR þinumtUskUa ^^^ nr. clui OG SlMI STOFNAÐUR1917 80. árgangur Föstudagur 26. júlí 140. tölublað 1996 Þingfararkaup miklu hœrra á íslandi en í Danmörku í hlutfalli viö kaup annarra stétta: Danskir þing- menn meö tvöföld bréf- beralaun Danskir þingmenn hafa tvöfalt (99%) hærri laun en danskir póstmenn. íslenskir þingmenn hafa 3,3 sinnum (234%) hærri laun en íslenskir póstmenn. Þingfararkaup, í hlutfalli viö al- menn laun annarra stétta, virö- ast til muna hærri á íslandi heldur en í Danmörku. Fastakaup íslensks þingmanns (195.000 kr. á mánuði) er t.d. rúmlega 130% hærra en kaup grunnskólakennara og rúmlega 110% hærra en kaup hjúkrunar- fræðings. Mánaðarlaun danska þingmannsins (28.500 Dkr.= 331 þús.kr.) eru aftur á móti bara 50% hærri en hjá. danska grunnsóla- kennaranum og tæplega 80% hærri en laun hjúkrunarfræðings. Dagvinnukaup nokkurra starfs- stétta á íslandi og í Danmörku kemur fram í nýlegri skýrslu for- sætisráðherra um laun og lífskjör í þessum löndum. Fróblegt er að bera þau laun saman við laun þingmanna í hvoru landinu fyrir sig: Almenn laun sem hlutfall af þingfararkaupi: ísland: Danmörk: Þingmaður 195.000 kr. 331.000 kr. Bréfberi 30% 50% Sjúkraliði 36% 51% Fltrskrifst. 37% 64% Tollvörður 37% 83% Grunnsk.kenn. 43% 68% Hjúkr.fræð. 47% 56% Lögfræðingur 49% 87% Héraðsdómari 99% 120% Ráðuneytisstj. 113% 224% Allar þessar starfsstéttir hafa greinilega mun hærra hlutfall af launum þingmanna sinna í Danmörku heldur en hér á ís- landi. Þannig að í samanburði vib almenna launþega virðast íslensku þingmennirnir hlut- fallslega mun betur launaðir heldur en danskir þingmenn (meb 28.500 Dkr.á mánubi), sem aftur eru nokkurn veginn á mibjunni í samanburbi vib þingmenn annarra landa Evr- ópusambandsins. Laun þeirra koma fram í úttekt sem blabib The European gerbi í síbustu viku. íslenskt þingfararkaup er samt sem ábur meb því allra lægsta sem þekkist mebal þingmanna í löndum Evrópusambandsins, eba á milli Spánverja og Grikkja. Auk þingfararkaupsins, 195.000 kr. á mánubi sem hér hefur verib mibab vib, eiga þingmenn rétt á 40.000 kr. svo- nefndum starfskostnabi á mán- uði, sem sumir þingmenn hafa hins vegar afsalað sér. Þar vib bætast síban ýmsar greibslur vegna ferðakostnabar og fleira sem er mismunandi milli ein- stakra þingmanna. ¦ 131 t-f IjAUf UI tTf L/CI I erekkimetinn absömu verbleikum og danskurstarfsbróbir, ekkief vibmibunarstéttin erþingmabur eins og fram kemur ífrétt hér á síbunni. Þessir ágœtu starfsmenn póstþjónustunnar voru komnir afstab snemma í gærmorgun meb póstinn á sín svæbi í mibborginni. Vib hittum þá Martein Fribriksson og Örvar Fribriksson (ekki bræbur, sögbu þeir), þar sem þeir voru staddir vib Alþingishúsib. Tímamynd Pjetur. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykir tillögur til 290 milljóna sparnaöar á ári: Fækkun um 92 rúm og 105 starfsmenn Fækkun um nærri 105 stöbu- gildi og um 92 rúm verbur niöurstaöan ef sparnaröartil- lógur þær sem stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur samþykkti í gær koma til framkvæmda. Af þessum rúmum eru 54 á öldr- unarsviöi, 13 á gebsvibi og 16 á lyf- og endurhæfingarsvibi, auk þess sem augndeild Landakots meb 9 rúmum flytji á Landsspítalann í haust. Meb þessum abgerbum er einungis talib mögulegt ab spara innan vib 50 milljónir á yfirstandandi ári, en eins árs sparnabur er áætlabur rúm- lega 290 milljónir. Samkvæmt tillögunum verb- ur dagdeild Hafnarbúba og deild 35 í Arnarholti lokab (13 rúm), deild E-62 á Grensás lögb nibur (16 rúm), starfsemi Heilsuverndarstöbvar og Hvíta- bands flutt á Landakot (fækkun um 41 rúm) og rúmum fyrir öldrunarsjúklinga á B-4 fækkað um 13. Þá er áformabur sam- dráttur í ibjuþjálfun, sjúkra- þjálfun, félagsráðgjóf, röntgen- deild og endurhæfingardeild á Grensási um sem svarar rúm- lega 14 stöbugildi samtals. Líkur til ab ábur óþekkt perla sé komin í leitirnar: Nýtt ljóð eftir Bólu-Hjálmar Miklar líkur benda til þess ab ábur óþekkt ljób eftir Bólu- Hjálmar hafi nýlega fundist. Ljóbib fannst í uppskrifta- bók frá síbustu öld og segir Hjálmar Jónsson alþingis- mabur og afkomandi nafna síns frá Bólu ab um sé ab ræba ritara sem tekib sé verulegt mark á og sem megi væntanlega treysta. „Vib er- um ab láta kanna þetta af fagmönnum á Landsbóka- safninu og Þjóbskjalasafn- inu," segir Hjálmar. Ljóbið sem um ræbir eru 24 vísur sem fjalla um Gretti Ás- mundarson. Ekkert var vitað um tilvist þessa kvæbis fyrr en bókin kom í leitirnar, að sögn Hjálmars. „Nei, þetta er örugglega ekki til í Landsbókasafninu, þab er búib ab kanna þab. Nú er bara ab vita sönnur á því hvort þetta er örugglega eftir Bólu- Hjálmar og þab er það sem við erum að fara yfir og ætlum ekkert ab staðfesta fyrr en við virum. Það þarf að bera þetta saman vib ljóðform og þab þarf að bera þetta saman við aðrar uppskriftir þessa ritara og fyrr viljum vib ekki segja neitt, fyrr en allt er öruggt," segir afkom- andinn, presturinn og þing- maburinn, Hjálmar Jónsson. -ohr „Stjórn Sjúkrahúss Reykjvíkur telur að þær breytingar á rekstri sjúkrahússins sem fram- kvæmdastjórnin leggur til séu þau neyðarúrræði sem illskást reynist að grípa til í þeirri stöðu sem sjúkrahúsið er í nú", segir í bókun sem stjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær (fulltrúi heilbrigbisrábuneytis- ins sat hjá). Breytingarnar þurfa nokkurra mánaöa aðdrag- anda þannig að áformað er að flestar þeirra komi til fram- kvæmda í nóvember og desem- ber. Stjórn SHR telur fyllstu þörf fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem sjúkrahúsið veitir nú. En umræddar breytingar muni skerða þjónustu við aldraða, við geðsjúka og þá sem þurfa á end- urhæfingu aö halda. Sjúkrahús- ið muni heldur ekki geta sinnt sömu þjónustu og áður á sviði skurðaðgerða. Samdrátturinn muni síðan valda auknu álagi á bráðadeildir Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landsspítalans og hans veði vafalaust vart hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.