Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 9
8 Föstudagur 26. júlí 1996 Föstudagur 26. júlí 1996 wWHfWI 9 fOSTy** oo tölublaö 1996 STOFNAÐUR Mi&vikudagut einari- skölason | MMI Páll Pétursson félagsmálaráðherra Ég hef svosem engar skoöanir á því, því ég er ekki inni í þessari umræöu og hef ekki fylgst meö henni neitt nema bara þaö sem flutt hefur veriö í fjölmiölum. Ég held aö hugmyndin geti gengiö upp og mér finnst þetta í fljótu bragöi álitlegt. Ég veit ekki hver efnistökin veröa en vænti þess aö þaö starfsfólk sem hefur unniö viö Tímann og Dag aö undanförnu ráöi viö aö hafa skynsamleg og góð efnistök. Þetta eru hvoru- tveggja dágóð blöð og þegar þetta fólk leggur saman má reikna með því aö útkoman veröi góö. Ég lít svo á að það sé mjög áhugavert að leggja meiri áherslu á landsbyggöina heldur en Reykjavíkurblöðin hafa gert. Ég vil jafnframt vonast eftir aö þetta blað einskorði sig ekki við landsbyggðina enda held ég aö þaö sé ekki meiningin. Það hlýtur aö flytja fréttir af stjórn- sýslu, löggjafastarfi og ööru því sem fram fer í Reykjavík líka. Þaö byggist auð- vitað mjög mik- ið á stjórn blaðs- ins, hver velst til ritstjórnar. Ég þekki nú ekki svo nauið inn á þá tækni, hvernig þaö gengur upp verklega að gefa blaöið út á tveimur stöðum. En tæknin er orðin ótrúleg og það er sjálfsagt margt hægt að gera. Í útlöndum eru blöö gefin út á fleiri en einum stað stundum. -ohr Jón Sigurösson, fyrrv. ritstjóri Tímans Akureyri, fimrntudagur 27. júni 1996 79.árg. H9. tölubiað Mér líst prýðilega á þetta. Það er hægt að horfa á þetta frá mis- munandi sjónarhólum. Það er ekki vafi á því að frá sjónarmiði Frjálsrar fjölmiölunar hf. er þetta mjög skynsamlegt og ár- angursvænlegt skerf. Því þaö sem þeir gera er að þeir styrkja sig mjög á þeim hluta markað- arins sem þeir í rauninni eiga helst möguleika á því aö styrkja sig. Frá sjónarmiði Dags er það varla vafamál að þetta er mikil efling. Frá sjónarmiði Tímans er þetta áreiðanlega mjög gott skref til þess að tryggja framtíð blaðsins og efla það. En það er ekki hægt að neita því hins veg- ar að frá sjónarmiði Tímans hefði líka mátt fara aðra leið. Þá er um það að ræða að Tíminn hefur haft næga útbreiðslu til þess að hafa veruleg áhrif. Sann- leikurinn er nefnilega sá að til þess að hafa veruleg áhrif þarf dagblað ekki að hafa mikla fjöldaútbreiðslu. Það þarf aðeins að hafa rétta útbreiöslu. Ef Tím- inn hefði valið þann kost að hafa skipulega útbreiðslu eins og ég lagði til í stjórn Mótvægis á sínum tíma, þá nægja fjögur- til sexþúsund eintök fyllilega til þess að ná til allra þeirra sem máli skipta í þjóðfélaginu. Og ef blað ætlar að hafa áhrif þá þarf það ekki meiri útbreiðslu. En þá þarf að velja markhópa og dreif- ingarstaði o.s.frv. Með öðrum orðum, ég fagna þessu skrefi, en eg geri mer grein fyrir því að það hefði líka verið hægt aö fara aðra leið. Þá á ég við sjónarmið Tím- ans sjálfs. Frá s j ó n a r m i ð i Frjálsrar fjöl- miðlunar og frá sjónarmiði Dags er þetta alveg ótvírætt. Frá sjónarmiði Tím- ans eru tveir kostir og þetta er góður kostur. Það er líka til annar kostur. Versti kosturinn að mínu mati hefði hins vegar verið sá að halda áfram að van- rækja blaðið. í því felst ekki gagnrýni á starfs- menn blaðsins því mér finnst þeir allir standa sig með prýði. -ohr 80. árgangw P&SSSEÍSS« Besta mál abfáleik- skóla Bergut K'>xso Dagvistat b hvort framkvæmdir hann l>vort .‘ ,„iV..kóla viö Hsebargatb þott n mæli íbúa í ' 0 b[e„hast vib ^öer bmb abbregb^ ^ mjög miW>- mndi meb íbú- halda nokkta ^ bæta ISSSS »ab væri enn milÍvúnú&aabtú»a u X « (vaiabi hann absputbur tmhvabíólksatiþessarifranv- 5k° 3« ekki í notkun nema a sem et n,.<r;r eru 1 þeim tima fö hiB besta V,nf a-m botgarsamfélag en mal fym hot»a haía abta ab°pab, mér finnst petta svoi.t- ibcinstakt. pólitískt usSsss og l»b infSP——I"d „oWvoMto'garsta^enn.^W ■] ramiiifömm s£SS33@i?*5 sSSB'W-a.i Laxárstífla v^röiTrTjækkuö^u^^i^metra^ “ Gott fyrir bæði _virkiunina og lífríi<» Hvemig líst þeim á nýtt blað sem kem- ur út úr sameiningu Dags og Tímans? Of seint aö ger.a, tfanir pftira Sigrún Stefánsdóttir fjölm.fræöingur Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mér líst mjög vel á að DV og Morgunblaðið hljóti mótvægi. Það er allt of dauflegt yfir íslenskum fjölmiðlum og samkeppn- in of lin. Morgunblaðið er að verða símstöð sem af- greiðir símtöl manna á milli, en hefur enga rit- stjórnarstefnu nema í áróðri sínum fyrir auð- lindaskatti, þeirri skoðun að tíu milljarðar séu betur komnir í höndum at- vinnustjórnmálamanna en athafnafólks úti í at- vinnulífinu. DV hefur líka orðið daufara meö tímanum, þó Jónas Kristjánsson eigi til góða spretti einkennir geðvonskan allt of mikið hans skrif. Ég held að það sé líka hæfilegt fyrir skoðanajafn- vægið í landinu að nýr fjölmiðill komi sem verði jafn- hressilegur og vel skrifaður og sum vinstri blöðin voru forðum. Því miður hefur Stöð 3 ekki veitt Stöð 2 hina hollu og æskilegu samkeppni sem þar væri líka nauðsynleg. Þó að íslenskt fjöl- miðlafólk tali oft digurbarkalega um fjölmiðlabyltingu finnst mér þegar á reynir fjölmiðlarnir oft bregðast, með nokkrum heiðarleg- um undantekningum. Þeir eru ekki nærri því eins gagnrýnir og vand- aðir og til dæmis breskir fjölmiðlar. Það kom berlega í ljós í forsetakjör- inu fyrir nokkrum vikum. -ohr Mér líst nú í raun og veru ágætlega á það. Hins vegar finnst mér ákveðnir vankantar, eða ég er svo- lítið hrædd við þessa hringamynd- un í fjölmiðlaheiminum sem þetta er óneitanlega hluti af. En mér finnst það hins vegar af hinu góða ef við fáum traust blaö einhvers- staðar annarsstaðar en í Reykjavík. Dagur hefur verið að sækja sig og ég hef fylgst dálítið með því, því ég hef farið norður á hverju hausti og horft á þetta blað blómstra frá ári til árs og vona sannarlega að þetta fái áfram að vera svona aðeins ööruvísi blað, að það verði ekki bara sett inn í þennan ramma sem er hérna sunnanlands, mér finnst alveg nóg af því. Ég vildi voðalega gjarnan sjá þetta blað þróast áfram sem norðlenskt blað og þá er mjög spennandi að sjá hvernig þetta funkerar allt saman saman, hvor póllinn fær að ráða. Mér finnst það löngu tímabært að fá traust blað einhversstaðar annarsstaöar heldur en í Reykjavík. Mér er málið skylt og kært vegna þess að þetta er minn heimabær og blað sem mað- ur er búinn að vaxa upp með, svo-‘ leiðis að þetta eru svona plúsar og mínusar. Það verður sjálfsagt flókið að reka blað á tveimur stöðum og ég held að það eigi eftir að sjást hvort það gengur upp. Ég spái því að það verði erfitt. Það verði þarna tvennir ólíkir hagsmunir sem eigi eftir að rekast svolítið á. Ef ég þekki mína menn fyrir norðan rétt þá vilja þeir halda blaðinu dálítið líku því og það hefur verið og ég er ekki farin að sjá það að Tímafólkið sé þá til- búið að gefa sitt alveg eftir. Þannig að ég hugsa að það verði ábyggilega árekstrar til að byrja með allavega og ég spái því að þetta þróist þannig að þetta fari allt á einn stað. Eg sé það þróast þannig að þetta verði ekki tveir pólar, því ég held að ef maður ætlar að skapa blað sem á að hafa góðan markað fyrir norðan að þá vilji norðlendingar hafa mikinn fókus á Noröur- landi en ekki fá sömu fréttir og þeir eru að fá í Mogganum. Kannski þró- ast þetta bara þannig að Tíminn sér um Reykjavík- ursíðu eins og Morgun- blaðið um Akureyrarsíðu á Akureyri, hver veit, það er ein lausnin. En ég held að það skipti voða miklu máli hvernig fólkið á ritstjórninni hérna fyrir sunnan tekur á hlutunum og hvort það getur séð svolítiö út fyrir Ell- iðaárnar í efnistökum og tengt þá Reykjavík betur landsbyggðinni sem ég held að hafi nú oft verið mjög mikil þörf á. En ég held að útgangspunkturinn í uppbyggingu frétta og annars þurfi að vera landsbyggðin. -ohr Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður Satt að segja getur sameining Dags og Tímans verið ágæt. Hver maður hlýtur hinsvegar að hafa áhyggjur af því hversu rekstur blaða er að komast á fá- ar hendur. Þetta eru örfáir risar sem stjórna öllu. Það held ég að kunni ekki góðri lukku að stýra. Að öðru leyti held ég að ágætt sé að sameina blöðin. Ég er hrædd um að það hefði verið nær ef félagshyggjufólk hefði getað sameinast um út- gáfu blaðs. Það er enginn sér- stakur kostur fyrir lýðræðið í landinu að þessir fjölmiðlarisar leggi þetta allt undir sig. Þeim er allavega mikill vandi á hönd- um ef þeir ætla að gera þetta vel. Það hefði verið gaman að sjá blað verða til sem væri með meiri fréttaskýringar, heldur en íslensk blöð hafa. Þetta yrði að vera töluvert öðruvísi en nú, til að geta skákað Morgunblaðinu. Ég held hinsvegar að það sé löngu kominn tíma á blað sem er meira upplýsandi og skil- greinandi, en þau blöð sem við höfum fyrir augunum. Það er kostnaðarsamt, það þarf aö hafa mik- inn og góðan starfs- kraft og vanda vel til vinnubragða. Eins og þetta er núna þá er all- ur fréttaflutningur af- skaplega yfirborðslegur og ógagnrýninn. Þann- ig að aðhald gagnvart stjórnvöldum er ekki mikiö í pressunni. Hinsvegar hefur mér fundist Tíminn alveg boölegt blað núna á síðustu misserum, en ef það á að verða eitthvað stórveldi þá þarf meira til. Nýja blaðið verður því fyrst og fremst að vera öðruvísi. En ég sé hinsvegar ekki alveg í hendi mér að þeir aðil- ar sem standa á bak við sameininguna muni hvetja til þess. -sh Tíminn hafði sam- band viö nokkra val- inkunna einstaklinga til ab kanna viöbrögö þeirra viö nýju blabi, sem brátt lítur dagsins Ijós og veröur til viö sameiningu Dags á Akureyri og Tímans. Hér á opnunni gefur aö líta þeirra svör. Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýöublaösins Mér líst að mörgu leyti vel á það, hinsvegar er margt óljóst við út- færsluna og grunnhug- myndina. Þaö er a.m.k. ekki búið að segja þeim sem ekki eru innvígðir á þessi blöð nákvæm- lega hvað blaðið á að standa fyrir. Tíminn og Dagur eru ólíkari blöð en virðist við fyrstu sýn. Tíminn er hressi- legt fréttablað með sínu framsóknarívafi, en Dagur hefur ein- vörðungu höfðað til Norðlendinga. Ég held hinsvegar að ef búin verður til góð grunn- hugmynd og hæfir stjórnendur ráönir sem viti hvað þeir eru að gera, þá ætti þetta að geta orðið öflugt blað. Hörður Blöndal frkv.stj. Dags hefur sagt að „hógvær lands- byggðarstefna" verði ríkjandi. Ég veit ekki hvað hann ræður miklu um ritstjórnarstefnuna, en þessi stefna hljómar nú ekki mjög spennandi. Mér finnst út í hött að undirstrika einhverja ímyndaða skiptingu milli landsbyggöar og höfuðborgar og ganga útfrá því að það þurfi að skrifa öðruvísi fyrir fólk sem býr út á landi. Ef þetta verður uppi á teningnum þá held ég að það sé kolvitlaus ákvörðun. Ég held að menn ættu að stefna að því að gera þetta að hressi- legu og vönduðu blaði, sem fer aðrar leiðir en hinn örþreytti og hugmyndasnauði Moggi. Þá ætti þetta blað að geta höggvið skörð í veldi Morgunblaðsins ekkert síður á höfuðborgar- svæðinu en úti á landi. Ég er sannfærður um að það er mark- aður fyrir slíkt blað vegna þess að þó margt megi gott um Morgunblaðið segja þá er það ákaflega staðnað blað og og nýtt blað sem hefur fjárhags- legt bolmagn ætti ekkert síður að geta einbeitt sér að höfuð- borgarsvæðinu, en því að skrifa sérstaklega fyrir landsbyggðina. Ef það er rétt að þungamiðjan eigi að vera á Akureyri og örlít- ið útibú í Reykjavík og áhersl- urnar lagðar á landsbyggðina, þá er einfaldlega verið að drepa Tímann í núverandi mynd og efla Dag. Útgefendur þessa blaðs og eigendur eru nú ekki þekktir fyrir að vera mjög vinstrisinn- aðir. Þeir hafa íýst því yfir að þetta eigi að vera „frjálst og óháð". Þetta er ekki upphaf að einhverri vinstri sameiningu, heldur fyrst og fremst peninga- menn í matadori að byggja upp fjölmiðlaveldi sitt. -sh I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.