Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 26. júlí 1996 HVAÐ E R Á SEYÐI Haukadalskirkja, en hún verbur opin gestum á morgun. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um bæinn kl. 10 laugar- dagsmorgun. Fariö frá Risinu, Hverfisgötu 105. Kaffi á eftir göngu. Vegna forfalla eru nokkur sæti laus í feröina um Húna- þing 7., 8. og 9. ágúst. Upplýs- ingar á skrifstofu félagsins, s. 5528812. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluö veröur félagsvist að Fannborg 8 (Gjábakka) í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Húsiö öll- um opiö. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi veröur á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Ný- lagað molakaffi. Helgardagskráin í Viöey Um helgina veröur hefð- bundin dagskrá. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferö á BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar suðurhluta Vestureyjar. Fariö veröur frá kirkjunni framhjá Klausturhól, um Eiðið og síöan genginn hringur um þennan hluta eyjarinnar. Á þessari leið er margt aö sjá: fegurð Eiðisins, umhverfislistaverkið Áfangar, steinar með áletrunum frá 19. öld, ból lundaveiðimanna og margt fleira. Rétt er að vera á góðum skóm og að öðru leyti búinn eftir veðri. Ferðin tekur innan við tvo tíma. Á sunnudag verður staðar- skoðun heima við og hefst kl. 14.15. Þá er kirkjan sýnd, Stof- an einnig, fornleifagröfturinn og fleira athyglisvert í næsta nágrenni húsanna. Staðarskoð- un krefst ekki neins sérstaks búnaðar og er flestum fær. Hún hefur notið vinsælda, ekki síst meðal þeirra sem ekki treysta sér í gönguferðirnar. Hestaleigan í Viðey er opin alla daga, einnig ljósmynda- sýningin í Viðeyjarskóla og veitingahúsið í Viðeyjarstofu. Þar er sérstakt og vinsælt kaffi- hlaðborð á sunnudögum. Ferðir eru úr Sundahöfn á klukkustundarfresti frá kl. 13. Árbæjarsafn Árbæjarsafn verður opið helgina 27,- 28. júlí frá kl. 10- 18. Laugardagurinn verður eins og áður helgaður börnum og veröur dagskrá fyrir þau frá kl. 14-15. Á sunnudeginum verða hey- annir á Árbæjarsafni. Túnið við Árbæinn verður slegið með orfi og ljá eftir hádegi. Þá verð- ur rifjað, rakað, tekið saman og bundið í bagga. Gestir eru hvattir til að taka þátt í hey- skapnum. Fyrr á tímum hófst undir- búningur undir heyskap strax að hausti, en þá var mykjunni dreift á túnin. Á vorin var svo dreift úr, því áburðurinn var meðfærilegri eftir að hafa fros- ið yfir veturinn. Þegar kom að slætti, fóru allir sem vettlingi gátu valdið í heyskap. Eftir að menn höfðu lokið við að slá túnið var „slétt á", þ.e. heyið breitt fyrir þurrk. Þar sem þýfi var kræktu menn heyinu upp úr lautunum og hagræddu því á þúfunum. Eftir því sem heyið þornaði var því snúiö eða garð- að. Ef ekki var hægt að hirða heyið fljótlega, var það oft rak- að í sátur sem staðið gátu af sér veður. Þegar koma átti heyinu í hlöbu var það bundið í bagga og var algengast að tveir hjálp- uðust að við að binda hey. Baggarnir voru síðan reiddir heim á hestum. Gömul hejrvinnutæki verða til sýnis á túninu og dráttarvél frá miðri öldinni við Reykhóla. Ásamt þessu öllu verður hefðbundin dagskrá, svo sem roðskógerð, harmóníkuleikur og lummubakstur í Árbænum. Gullsmíði, hannyrðir og neta- hnýtingar í safnhúsunum og mjaltir við Árbæinn kl. 17. Skógardagur í Haukadalsskógi Hinn árlegi skógardagur í Haukadalsskógi verður haldinn laugardaginn 27. júlí milli kl. 14 og 18. Þar mun margt verða til skemmtunar fyrir almenn- ing, en auk þess er þessi dagur hugsaður til þess að fólk geti komið og kynnt sér allt það starf sem fram hefur farið þar á vegum Skógræktar ríkisins síð- ustu ár. Þaö, sem þarna verður um ab vera, verða fræðslugöngur þar sem ýmsir menn innan skóg- ræktargeirans verða með ýms- an fróðleik. Einnig verður ein lengri ganga þar sem fólk getur séð stærri hluta af skóginum og eins mun veröa farin sér- stök skógarferð fyrir börnin. Allar göngurnar munu fara og skoða skógargrisjun sem verða mun í gangi allan daginn. Ýmislegt mun verða til sýnis á planinu á Miðhlíðarholti, m.a. afrakstur skógarhnífasam- keppninnar, handverksmenn munu vinna úr íslenskum viði, skógarverkfærasýning og síðan verður boðið upp á grillpylsur, gos, kaffi o.fl. Fyrir áhugafólk um kirkjur þá mun Haukadalskirkja verða opin og við hana verður einn- ig hestaleiga fyrir börnin. Meistaramót 12-14 ára í frjálsíþróttum Meistaramót íslands í frjáls- íþróttum 12-14 ára fer fram á Hellu á Rangárvöllum helgina 27.-28. júlí n.k. Mótið er með stærri íþróttaviðburðum ársins hér á landi, en skráðir kepp- endur á mótinu eru tæplega fjögur hundruð. Auk keppenda verður stór hópur fararstjóra, þjálfara, foreldra og áhorfenda á mótinu. Öll aðstaða á íþróttasvæðinu er til fyrirmyndar, en á Hellu er nýr frjálsíþróttavöllur með gerviefnum á stökksvæðum og góð 4 brauta malarhlaupa- braut. Gistiaðstaða er fyrir keppendur í grunnskóla stað- arins eða á tjaldsvæði í skrúð- garði Hellu. Stæbi fyrir tjald- vagna verður við íþróttavöll- inn. Héraðssambandið Skarphéð- inn sér um framkvæmd móts- ins og má segja að mótið sé með stærri verkefnum HSK á árinu. Mótið hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og stendur fram yfir miðjan dag á sunnu- degi. Lárus jóhannesson og Snorri Sturluson sýna ab Laugavegi 22 Myndlistarsýning verður opnuð í galleríi veitingastaðar- ins „22" að Laugavegi 22 kl. 17 á morgun, laugardag. Mynd- listarmennirnir Lárus Jóhann- esson og Snorri Sturluson sýna þar verk sem þeir hafa unnið í sameiningu á þessu ári og því síðasta. Verkin eru sprottin úr veruleika hversdagsins og eru unnin í ýmis efni, sem eru fyr- ir augum okkar dagsdaglega. Þetta er fyrsta sýning þeirra og ber hún yfirskriftina „Ferðin til tunglsins". Sýningin stendur í 3 vikur og eru allir velkomnir á opnunina. Viðvörunarskilti á þjóbvegum: „Akstur er dauöans alvara" Nú styttist í mestu umferðar- helgi ársins, verslunarmanna- helgina. í tengslum við hana hefur Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á ís- landi, í mörg undanfarin ár minnt ökumenn á nauðsyn þess að gæta fyllstu varúðar í umferðinni. Nú í ár mun félagið í sam- starfi við Vegagerðina og Um- ferðarráð setja upp stór um- ferðarskilti með skilaboðum sem minna eiga ökumenn á að akstur er dauðans alvara. Slík skilaboð hafa verið notuð ann- ars staðar í heiminum, m.a. á hraðbrautum í Evrópu, og hafa þótt gefa góða raun. Skiltin verða alls 40 talsins og hefur Vegagerðin fundið þeim stað nærri hættusvæðum á Hring- veginum, Reykjanesbraut, Sauðárkróksbraut, Þrengsla- vegi, Grindavíkurvegi og á Mýrum og hefur veg og vanda af uppsetningu þeirra. Um til- raunaverkefni er að ræða, en endurskoðun mun fara fram að ári liönu. Tuttugu fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar hafa styrkt verkefnið og færir Blindrafélag- ið þeim öllum þakkir fyrir gott samstarf. Pagskrá útvarps og sjónvarps Föstudagur 26. júlí 0 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.10 Hér og nú 8.30 Fréttayfirlit 8.50 Ljób dagsins 9.00 Fréttir 9.03 „Ég man þá tíb" 9.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir 10.03 Ve&urfregnir 10.15 Smásagnasafn Ríkisútvarpsins 1996, 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagiö í nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.50 Au&lindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 1 3.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins 13.20 Stefnumót í héra&i 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Kastaníugöngin 14.30 Sagnaslóö 15.00 Fréttir 15.03 Léttskvetta 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Fimm fjór&u 17.00 Fréttir 1 7.03 Ragnarök - Heimsendir 1 7.30 Allrahanda 17.52 Umferðarráð 18.00 Fréttir 18.03 Víösjá 18.45 Ljó& dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&urfregnir 19.40 Með sól í hjarta 20.15 Mata Hari - Dansmær dau&ans 21.00 Hljó&færahúsið - Harpan 22.00 Fréttir 22.10 Ve&urfregnir 22.15 Or& kvöldsins 22.30 Kvöldsagan, Á vegum úti 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir 00.10 Fimm fjór&u 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Ve&urspá Föstudagur 26. júlí 13.00 Ólympíuleikarnir í Atlanta 14.00 Ólympíuleikarnir í Atlanta 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.02 Leiðarljós (441) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00 Olympíuleikarnir í Atlanta 20.00 Fréttir 20.35 Ve&ur 20.45 Allt í hers höndum (13:31) (Allo, Allo) Bresk þáttaröö um gamalkunnar, seinheppnar hetjur andspyrnuhreyfingarinnar og misgreinda mótherja þeirra. Þýðandi: Gu&ni Kolbeinsson. 21.20 Lögregluhundurinn Rex (1 3:15) (Kommissar Rex) Austurrískur saka- málaflokkur. Moser lögregluforingi fæst við að leysa fjölbreytt sakamál og nýtur vi& þa& dyggrar a&sto&ar hundsins Rex. Aðalhlutverk leika Tobias Moretti, Karl Markovics og Fritz Muliar. Þý&andi: Katrín Axelsdóttir. 22.10 Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá undanrásum í frjálsum íþróttum og úrslitum í fimm greinum sunds. 01.40 Ólympíuleikarnir í Atlanta Samantekt af viðburöum kvöldsins. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Föstudagur 26. júlí 12.00 Hádegisfréttir fÆp-riiii o 1210 Sjónvarpsmarkaö- 'uIUffl urinn 13.00 Ævintýri Mumma 1 3.10 Skot og mark 1 3.35 Heilbrigö sál í hraustum líkama 14.00 David Copperfield 15.35 Handlaginn heimilisfa&ir (e) 16.00 Fréttir 16.05 Frímann 16.35 Glæstar vonir 1 7.00 Aftur til framtíöar 1 7.25 Jón spæjó 1 7.30 Unglingsárin 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarka&urinn 19.00 19 >20 20.00 Babylon 5 (10:23) 20.55 Örlagadans (Naked Tango) Athyglisverb mynd um ástrí&urnar sem gera elskend- um kleift a& draga andann. Sagan greinir frá Stephanie, eiginkonu forríks dómara í Buenos Aires, sem lei&ist hjónabandiö og setur á sviö sjálfsmorö til a& ö&last frelsi. En gæfan brosir ekki viö henni því hún dregst inn í veröld vændis og hvítrar þrælasölu. Vi& nöturlegar a&stæöur kynnist hún Cholo, blóö- heitum einfara sem lifir fyrir tangódansinn. Aðalhlutverk: Vincent D'Onofrio, Mathilda May, Esai Morales og Fernando Rey. Leikstjóri: Leonard Schrader. 1991. Stranglega bönnub börnum. 22.35 Djöflaeyjan (Papilion) Ein af frægustu kvik- myndum áttunda áratugarins. Steve Mac Queen og Dustin Hoff- mann leika tvo ólíka menn sem dæmdir hafa veriö til ævilangrar þrælkunar í fanganýlendu. Órlaga- saga um vináttu og har&a lífsbar- áttu og sí&ast en ekki síst, ævin- týralegan flótta. Leikstjóri: Franklin J. Shaffner. Maltin gefur þrjár stjörnur. 1973. Stranglega bönnuð börnum. 01.05 Landsmótiö í golfi (5:8) 01.25 Hvítir sandar (White Sands) Lík af velklæddum manni finnst í eybimörkinni. í annarri hendi mannsins er skamm- byssa en hin heldur um tösku sem inniheldur hálfa milljón dollara í rei&ufé. Þetta er sannarlega dular- full gáta sem lögregluma&urinn Ray Dolezal fær aö glíma vi&. Var þetta morð e&a sjálfsmorð? A&al- hlutverk: Willem Dafoe, Samuel J. jackson, Mimi Rogers og Mickey Rourke.1992. Stranglega bönnuð börnum. 03.05 Dagskrárlok Föstudagur 26. júlí 17.00 Spítalalíf i J HÝÍl 17.30 Taumlaus tónlist 20.00 Framandi þjó& 21.00 Skrímslin 2 22.30 Undirheimar Miami 23.20 Svarti sporðdrekinn 00.50 Dagskrárlok Föstudagur 26. júlí stop m >• 18.15 Barnastund 19.00 Ofurhugaíþróttir 11 : 19.30 Alf 19.55 Hátt uppi 20.20 Spæjarinn 21.05 í nafni laganna 22.40 Hættuför 00.45 Úr þagnargildi (E) 02.15 Dagskrárlok Stö&var 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.