Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 27. júlí 1996 Menningarnótt í Reykjavík Menningar- viöburðir næturlangt Abfaranótt 18. ágúst verbur hald- in menningarnótt í Reykjavík í tengslum vib 210 ára afmæli borgarinnar. Þá verba ýmisskonar menningarvibburbir í gangi fyrir íbúa og gesti borgarinnar frá ell- efu um kvöldib fram til klukkan fimm eba sex um morguninn. Hugmyndin er að virkja fyrirtæki og stofnanir í borginni, t.d. söfn, gallerí, kaffihús og veitingastaöi og fá þau til að standa fyrir uppákom- um, s.s. myndlistarsýningum, tón- leikum upplestri, leiklist o.s.frv. Borgin sjálf mun ekki standa fyrir menningarviðburðum í eigin nafni, fyrir utan setningarathöfn í Ráð- húsinu, heldur sér hún um að sam- ræma aðgerðir, auglýsa dagskrá og greiða götu þeirra sem vilja taka þátt í verkefninu. Áhersla er lögð á það að menningarnóttin verði ekki eitt allsherjar „karnival" með til- heyrandi ölvun og látum heldur þvert á móti veröi um menningar- viðburði að ræða sem öll fjölskyld- an getur tekið þátt í, þ.e. að undan- skildum yngstu börnunum. „Mark- mið með menningarnóttinni er að beina kastljósunum að þeim menn- ingarviðburðum sem eru til staðar í borginni og hvetja fólk til að njóta þeirra og þannig efla ímynd Reykja- víkur," segir Elísabet Þórisdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur- innar. Hún segir að menn vonist til þess að menningarnóttin verði ár- viss viðburður en það eru fordæmi fyrir slíkum nóttum á hinum Norð- urlöndunum, t.d. í Kaupmanna- höfn. -gos Fór í frambob til Alþingis, en fékk síöan köllun til aö leysa eitt tiltekiö þjóöfélagsmein, fíkniefnaböliö. Svavar Sigurösson hefur fariö tvo hringi umhverfis landiö og safnaö miklum fjármunum: Milljónir til höfuðs fíkniefnavandanum Svavar Sigurðsson, maður kominn fast ab sextugu, fyrr- um kaupmaöur, heildsali og framleiðandi, fékk fyrir nokkr- um árum köllun til þjóðfélags- legra mála, eins og hann orðar það sjálfur. Hann hafbi fariö í frambob til Alþingis fyrir Kristilega flokkinn en hlaut ekki mikiö brautargengi í þvi kjöri. Það má segja ab Svavar hafi tekið eitt einstakt þjóðfélags- mein og úrlausn þess á sínar herbar, en það er fíkniefnaneysla fólks, sem því miður virbist allt of algeng í dag eins og fréttir segja okkur. Svavar er 59 ára miðbæingur úr Reykjavik, fæddur og uppal- inn í Skólastræti, næsta húsi vib Bankastrætið, en faðir hans var þjóbkunnur maður, Sigurður Pétursson gerlafræðingur. Þjóðarátak gegn fíkniefnum heita samtökin sem Svavar stendur fyrir ásamt Elíasi Krist- jánssyni tollfulltrúa við fíkni- efnaeftirlitið á Keflavíkurflug- velli. Það var í september 1994 að Svavar bankaði uppá hjá fyrsta fyrirtækinu í Reykjavík, hjá Rolf Johansen, og bað um styrk til átaksins. Það var ekki nema guð- velkomið og Rolf var rausnarleg- ur eins og endranær. Síðan hélt Svavar áfram að heimsækja fyrir- tæki, stofnanir og aðra sem af- lögufærir eru um nokkrar fjár- hæðir. „Allir hafa tekiö afskaplega vel á móti mér og nærri allir látið eitthvað af hendi rakna. Ég held ab fyrirtæki og stofnanir þar sem ég hef komið um land allt séu að nálgast 800, og safnast hafa um 8 milljónir króna. Ég er búinn að fara tvo hringi kringum landið og ræða vib fólk," sagði Svavar í gær. Svavar segir að margir hafi þakkaö sér fyrir framtakið. Sér- staklega hafi honum þótt vænt um að menntamálaráðherrann, Björn Bjarnason þakkabi honum meb handabandi, fyrir hönd þjóðarinnar. Núna er Svavar að vinna að því ab ræða við sjómenn og út- gerðarmenn um að safnað verði lifur í fiskibátum, sem verði gef- in til baráttunnar gegn fíkniefn- um. Hann segir að kaupanda hafi hann. Sjómenn taki þessu einstaklega elskulega. EF m TALAR EKKI m BARWffl m UM FÍKNIEFNI MUN EINHVER ANNAR GERA ÞAQ Odd Stefán hefur tekib fjölda góbra mynda í bœkling Þjóbar- átaks gegn fíkniefnum. Hér er síba úr bœklingnum meb mynd Odds. Svavar Sigurðsson segir að féð hafi komið í góðar þarfir. Hann hefur ítrekað stutt við bakið á tollgæslumönnum, sem hann segir að geti best allra manna komiö í veg fyrir innflutning fíkniefna, ef vel sé ab þeim búið. Þeir hafi verið afar illa útbúnir gagnvart gæslu og leit við komu farþega til landsins. Hefur Svavar látið af hendi rakna forláta tölvubunað og jafnvel skjólflík- ur handa tollvörðum, en þeir hefðu ekki haft almennilega kuldagalla til að skjótast í þegar illa viðrar. í gær kom út úr prentvélunum hjá ísafoldarprentsmiðju fallega prentaður bæklingur sem á ab berast til foreldra landsins. Hann heitir Fíkniefni. Þú og bamið þitt. Er þetta leiðbeiningabæklingur fyrir foreldra og var tími til kom- inn að slíkur bæklingur væri gerður. Fræðslumiðstöb í fíkni- vörnum hefur veitt rábgjöf við gerð bæklingins, sem er kannars unninn úr breskum bæklingi um sama efni. Þá hefur Lionshreyf- ingin á íslandi lagt sitt þunga lóð á vogarskálarnar í þessari útgáfu og baráttu gegn fíkniefnum al- mennt. -JBP Útvarpsstöbin FM 957 gengst fyrir fíkniefnaátaki: Rokkað gegn fíkniefnum á Ingólfstorgi Bjartsýnisverðlaun Bröstes til Hauks Tómassonar Haukur Tómasson tónskáld tók við bjartsýnisverðlaunum Bröstes á miðvikudaginn, 50 þúsund dönsk- um krónum. Myndin var tekin við athöfnina. Haukur er í miðið, en með honum á myndinni em þau Louise Beck, listrænn framkvæmda- stjóri Opera Nord, sem setur upp „Fjórða söng Guðrúnar" eftir Hauk, sem sýnt er í þurrkvínni í Hólmin- um í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Til hægri er Peter Bröste, framkvæmdastjóri, en Bröste hefur átt viðskipti við ísland um langt árabil. -Ljósmynd Pianet/Bent Ry- bjerg. u Útvarpsstöðin FM 957 hefur hleypt af stokkunum herferð gegn fíkniefnum. Átakið er unnið í samvinnu við helstu aðila á sviöi forvama, s.s. Landlæknisembætt- ið, SÁÁ, Krísuvíkursamtökin, Jafn- ingjafræðsluna o.fl. Sparisjóðimir og Skeljungur styðja síðan verk- efnið fjárhagslega. Á hverjum degi munu á FM 957 birtast fjöldi stuttra og lengri pistla þar sem hlustendur eru fræddir um vá fíkniefnanna. Einnig verða haldnar ýmsar uppákomur og eru tónleikarnir í dag kl. 3. á Ingólfs- torgi liður í því. Þar munu hljóm- sveitirnar Maus, Botnleðja og Kol- rassa krókríðandi skemmta gestum og gangandi undir yfirskriftinni „Eiturhress án fikniefna". „Við erum fyrsta útvarpsstöðin á íslandi, þori ég að fullyrða sem ætl- ar að vera með stanslausan áróður gegn fíkniefnum allt árið um kring," segir Axel Axelsson hjá FM 957 og framkvæmdastjóri átaksins. „Við vorum með átak gegn alsælu fyrir ári síðan þegar umræðan var sem mest um fíkniefni, en okkur finnst umræðan hafa dottið alveg niður eftir áramótin, og ætlum okk- ur að bæta úr því". Axel sagði FM 957 kjörinn vett- vang til að koma fræðslu á framfæri til þeirra sem væru í mestri hættu á að leiðast út í notkun fíkniefna. „Okkar markhópur er 35 ára og yngri, og samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups höfum við lang- mesta hlustun á höfuðborgarsvæð- inu, með hartnær 10% forskot á Bylgjuna. Við miðlum upplýsing- unum til okkar hlustenda, sem við þekkjum vel, og forvarnaraðilarnir koma svo með efnislegu upplýsing- arnar um fíkniefnavandann". Að sögn Axels á herferðin að standa um ókomna framtíð, fræðsla og áróður mun birtast allt áriö í kring. Tónleikarnir á morgun eru því ekki hápunktur heldur aðeins upphaf að stærra verkefni. -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.