Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 27. júlí 1996 ■ ’ X t l: JJ. - .. i f&kr,. ».'v-r; í sumar hefur í fyrsta sinn staöib yfir sýning á ýmsum verkum listamannsins Samúels Jónsson- ar í Selárdal í Arnarfiröi. Sýning- in er í kirkjunni sem Samúel byggöi, og er þaö Ólafur Gíslason í Neöri-Bæ sem hefur staöiö fyrir því aö safna saman sýningargrip- unum, myndum og öörum merkilegum munum sem eftir Samúel liggja. Ólafur hefur leit- aö víöa fanga, fengiö lánaöar myndir hjá fólki fyrir vestan og látiö gera eftirlíkingar af öörum frægum verkum. Á sýningunni í kirkjunni er m.a. eftirgerö í fullri stærö af altaristöflunni sem Samúel geröi og hugöist gefa kirkjunni í Selárdal á 100 ára af- mæli hennar. Þeirri altaristöflu var hafnaö og varö þaö tilefni þess aö Samúel byggöi sína eigin kirkju utan um töfluna. Samúel Jónsson var mjög sér- stæöur listamaður sem bjó í hjá- leigu úr landi Selárdals, en hann var uppi 1884-1969. Hann bjó til óvenjulegar byggingar úr timbri og steinsteypu, þar á meðal gallerí eða sýningarsal, kirkjuna sem áöur er nefnd og svo íbúðarhús. Auk bygg- inganna eru í Brautarholti í Selár- dal mörg óvenjuleg líkneski og styttur, sannkallaður listaverka- garður. Aö sögn Ólafs Gíslasonar í Neöri-Bæ, síðasta íbúans í Selár- dalnum, var Samúel langt á undan sinni samtíð og Ólafur bendir t.d. á að Samúel hafi veriö byrjaður á að byggja upp salernisaðstööu fyrir ferðamenn — fimm kamra fyrir konur og fimm fyrir karla. Hafi hann verið aö stíla upp á feröa- mannastrauminn, sem kom til að skoða mannvirki og listaverk hans. Nú er unnið að því á vegum Listasafns Samúels Jónssonar að bjarga mannvirkjum Samúels frá skemmdum, en Ólafur Gíslason er í forsvari fyrir því. Hann segir aö búið sé aö laga kirkjuturninn nokkuð og setja járn á þakið, en miklu fleira þarf að gera til aö bjarga þessum verðmætum frá glötun. Þá hafa nú risið sökklar að hrein- lætisaðstöðu fyrir ferðamenn, að vísu á nokkuö öðrum staö en Samúel hafði hugsað sér á sínum Listagalleríib ab framan. Þrátt fyrir niburníbsluna má sjá ab hér er um óvenjulegt mannvirki ab ræba. Sýning í Samúelskirkju merkilegri, þegar haft er í huga við hve frumstæðar aðstæður þau urðu til. Þannig bendir Ólafur Gíslason t.d. á að kirkjan var steypt upp af mikilli útsjónarsemi og í þrepum, því Samúel hafði aðeins eitt sett af mótatimbri og gat því aðeins steypt upp sem svaraði einni fjöl í einu. Mölina í steypuna bar hann á bakinu neðan úr fjöru. Viðunandi vegur er fram í Selár- dal út suðurströnd Arnarfjarðar frá Bíldudal, ef ekið er í rólegheitum. -BG Olafur Gislason hefur leitt vatn i Ijón Samúels. Hér sjást Ólafur og Ijónin. Olafur Gislason inni i Samuelskirkju þar sem sýningin stendur yfir. tima, en talsvert er um að ferða- menn komi á svæðið, tjaldi og skoði sig um. Þá hefur vatn verið leitt í ljóna- höggmynd eftir Samúel og þannig gefin hugmynd um hversu stór- fengleg sýn þetta var ábur en það varð niðurníöslunni að bráb. Mannvirki Samúels verða enn . ... ....... Ibúbarhús Samúels, en fyrir framan þab er stytta af Leifi heppna ab finna Ameríku. Kirkjan í Selárdal erfrá 1861 og þegar hún átti 100 ára afmœli vildi Samúel Jónsson fœra henni altaristöflu ab gjöf. Sú gjöf var ekki þegin, enda merkileg altaristafla fyrir í kirkjunni, svo Samúel byggbi sína eigin kirkju. Kirkja Samúels. Búib er ab endurbœta turninn. Tímamyndir: Rut

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.