Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. júlí 1996 9 Þýskir verkamenn á fundi í Bonn krefjast launahœkkunar. En aö mati margra þarlendra atvinnurekenda eru laun þeirra of há eins og er, svo oð atvinnurekendurnir flytja fyrirtæki sín úr landi. Heimurinn eitt markaðstorg Rolf Peter Sieferle, prófessor í nýaldarsögu vib háskól- ann í Mannheim, Þýska- landi, telur að lífskjör verka- manna meb litla eba enga starfs- menntun muni fara rýrnandi, „hvort sem vib viljum eba ekki". Og þeim, sem enga vinnu hafa, spáir Sieferle ab þeir muni „steypast nibur í eymd". „Þegar til lengdar lætur, verður líf atvinnuleysingja í Hamborg og Miinchen í stórum dráttum svipað og líf atvinnuleysingja í Kíjev, Sin- gapúr eba Sao Paulo," heldur Sie- ferle áfram. Lester C. Thurow, efna- hagsmálasérfræöingur við Massac- husetts Institute of Technology (MIT), einn af virtustu háskólum Bandaríkjanna, telur næsta víst ab í „flestum ríkjum veröi til félagslegt lag meb þesskonar kjör, að við þab myndi eiga skilgreining Karls Marx á tötraöreigum". Eitt efnahagssvæbi Þessar spár eiga einkum við um núverandi „ríkustu" lönd heims (Vesturlönd og Japan). Wolf-Dieter Narr, stjórnskipunarfræðingur við Freie Universitat í Berlín, skrifar að „fyrr eða síðar muni myndast slömm í Þýskalandi". Þar mun átt vib fátækrahverfi af því tagi sem í dag er einkum að finna í þriðja heiminum. Spár þessar, sem nýlega voru lagðar fram í þýska tímaritinu Stern, eru mjög á sömu lund og fleiri spár um þróunina í heimsmál- um, og þá sérstaklega á efnahags- svibinu, næstu áratugina. Þar er yf- irleitt gert ráð fyrir að efnahags-, fjár- og viðskiptamál verði stöbugt hnattrænni, að vægi þjóðarbúskap- ar í efnahagsmálum heimsins verði ab sama skapi minna, að frjáls- hyggja í efnahagsmálum verði sí- fellt harðari og jafnframt dragi úr öryggi um lífsafkomu almennt. Í þeim framtíðarsýnum er ekki reikn- að með miklum lífslíkum fyrir vel- ferðarríkið. „Glóbalíseringin", þróunin í þá átt að allur heimur verði eitt efna- hagssvæði, er hér að sumra mati grunnástæða. Gömlu og grónu iðn- ríkin verða verulega fyrir barðinu á henni. Markaðir um víða veröld tengjast og það leiðir af sér mis- kunnarlausa baráttu um vinnu og laun. Fyrirtækin framleiða þar sem það er ódýrast, að því tilskildu að þar sé fyrir hendi nægilega hæft vinnuafl, nothæft grunnkerfi og til þess að gera traustvekjandi pólitísk- ur stöðugleiki. Fyrirtæki í velferðar- Spár um heiminn sem eitt efnahags- svœöi þar sem ríki miskunnarlaus kapít- alismi er leibi til hnignunar atvinnu- lífs og velferöar á Vesturlöndum BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON landi, þar sem laun eru há og skatt- ar háir til að standa undir sjúkra- og atvinnuleysistryggingum, tapa í samkeppninni við fyrirtæki í ríkj- um meb lág laun og litlar trygging- ar. Til að standast samkeppni flytja því fyrirtæki velferðarríkjanna starf- semi sína til „ódýrari" landa. Fyrir- tækin flýja sem sé þróuðustu lönd- in, þar sem framleiðslukostnaður er mestur, til Austur- og Suður-Asíu, fyrrverandi austurblokkar og Róm- önsku Ameríku. Kona þessi í skóverksmiöju í Indónesíu á hnattrœnni samkeppni þaö aö þakka aö hún hefur vinnu. Spáö er aö eftir aldarfjóröung veröi níu ríki, sem enn teljast til þriöja heimsins, meöal 15 mestu iönríkja jaröar. „Kapítalismi sem drepur" Þýska Daimler-Benz er að koma á fót í Suður-Indlandi rannsókna- miðstöð um upplýsingatækni, sem kosta mun 15 milljónir marka að koma í gagnið. Mercedes, einnig þýskt, hefur nú verksmiöjur í Bandaríkjunum, Brasilíu og Rúss- landi. Vörumerkið á framleiðslu þess fyrirtækis er nú „Made by Mercedes" í staðinn fyrir „Made in Germany". Má það líklega kallast táknrænt fyrir sigur „glóbalism- ans" á þjóðarbúskap. Jafnframt fléttast þjóðarbúskap- ur hinna ýmsu ríkja saman og það leibir af sér að „næstum öll lönd eru komin í miskunnarlaust sam- keppnisstríð við næstum öll önnur lönd" (Stern). „Það er stríð um ab ná til sín fyrirtækjum og að halda þeim hjá sér," skrifar Daniel Jones, sérfræðingur um bílamarkað og prófessor vib Cardiff Business School í Bretlandi. Það er mis- kunnarlaus keppni og enginn get- ur stundinni lengur verib öruggur meb þab sem hann hefur fengið; t.d. þýskt fyrirtæki, sem í gær var í Portúgal, er kannski í dag í Tékk- landi og veröur á morgun komið til Rússlands. „Enginn getur lengur verib öruggur um að halda vinnu sinni til frambúðar, hver sem er í heiminum getur tekið hana frá manni," segir Rosabeth Moss Kant- er, bandarískur hagfræðiprófessor. „Kapítalismi sem drepur" (banda- ríska tímaritið Newsweek) er í sig- urför um heiminn. Helstu ein- kenni hans: Ríki keppa um fyrirtæki, sem koma með atvinnu inn í landið. Fyrirtæki berjast um gróðavæn- lega framtíðarmarkaði, sem ab miklu leyti eru ekki lengur í gömlu iðnríkjunum. Launafólk allra landa keppir um vinnu og laun. í velferðarríkjunum berjast aðil- ar á niðurleið og aðilar á uppleið, þeir sem vilja reyna að halda nú- verandi ástandi í horfinu og þeir sem vilja breytingar á því. „Allur heimurinn er orðinn að einu risastóru markaðstorgi" (Stern). Þar gildir ein meginregla: Það sem er best og ódýrast er væn- legast til gróba. „Bráðum verba ekki til neinar framleiðsluvörur, fyrirtæki eða iðnaður tengt einu landi. Það verða endalok þjóbarbú- skapar," er haft eftir Robert Reich, atvinnumálarábherra Bandaríkj- anna. „Kapítalismi án atvinnu" Langskólagengið fólk þróuðustu landa, eins og verkfræðingar og vís- indamenn, sjá afkomuöryggið hverfa undan fótum sér ekki síöur en minna skólað launafólk. í Gu- angdong í Suður-Kína, einu helsta þenslufylkinu þar, er ab sögn ábur- nefnds Thurows fjöldi ungra, bráð- greindra og velmenntaðra manna, „sem í engu gefa eftir þýskum jafn- öldrum sínum með svipaða mennt- un og eru reiðubúnir að vinna nán- ast allan sólarhringinn fyrir aðeins brot af þeim launum sem greidd eru í Þýskalandi". Og Thurow bendir á að hvergi í heiminum utan Banda- ríkjanna sé jafn mikið af verkfræð- ingum og vísindamönnum og í fyrrverandi Sovétríkjum. Hvers vegna skyldi maður borga „banda- rískum eðlisfræðingi 75.000 dollara á ári, ef maður getur í staðinn feng- ið rússneskan nóbelsverðlaunahafa fyrir aðeins 1000 dollara?" Fyrir núverandi „rík" lönd er hætt vib ab þetta leiði til hnignunar í efnahagsmálum og aukins at- vinnuleysis, sem flestum finnst lík- lega að þegar sé allt of mikib þar. „Hamar glóbalismans slæst til baka á þá, sem fundu hann upp, á ríki- dæmi þeirra, velferðarríki þeirra," segir Wilhelm Hankel, þýskur hag- fræðingur. Ulrich Beck, félagsfræb- ingur sömu þjóðar, segir ab í þeim löndum stefni í „kapítalisma án at- vinnu" og að „sögulegt bandalag kapítalisma, velferðarríkis og lýð- ræðis" sé í hættu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.