Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 14
18 Laugardagur 27. júlí 1996 Varnarliöið — laust starf: tölvuma&ur á vél- og hugbúnaðarsvibi hjá Tómstundastofnun Flotastöðvar varnar- liðsins. Tómstundastofnun varnarli&sins á Keflavíkurflugvelli ósk- ar að rába tölvunar- eöa kerfisfræöing til starfa. Starfiö felur í sér aö viðhalda og setja upp nýjan vél- og hugbúnað í tölvukerfi stofnunarinnar, en þar er um að ræða Novell nettengd kerfi, sem tengjast í afgreiðaslu- kössum í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Starfið fel- ur einnig í sér að sjá um öryggismál kerfisins samkvæmt stöðlum, meta áhættuþætti og gera tillögur þar um ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér þjálfun starfsfólks sem m.a. teng- ist nýjungum sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, sérstaklega fyrir netkerfi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með sam- skipti við annað fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Skriflegar umsóknir á ensku berist til varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 8. ágúst 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stikl- að á stóru um eðli og ábyrgö starfsins. Nú í hiarta bæiarins ..’T’’"..... Bókið íslandsferðina alla á einum stað! ítarlegar upplýsingar um Ferðaþjónustu bænda. Margskonar gisti- og afþreyingarmöguleikar. Sveitaheimsóknir - Hestaferðir - Veiði - Jöklaferðir - Skipulagðar lengri og styttri ferðir. Látið okkur aðstoða við að gera ferðalagið ykkar ógleymanlegt. Gæðaþjónusta á góðu verði. ísland sækjum það heim - dveljið hjá Ferðaþjónustu bænda. Verið velkomin. Ferðaþjónusta bænda, Hafnarstræti i, 101 Reykjavík, Sími 562-3640 - fax. 562-3644 Vœringinn Atli Bergmann og valkyrja úr jarþrúöunum ásamt ungmennum sem stefna á járnfákinn. Tímamynd cva Frá bifhjólum til blúndna Viötal viö Vœringjann Atla Bergmann — Hverjir eru Vœringjamir? „Vær- ingjamir er fjögurra ára gamall óformlegur félagsskapur áhugafólks um mótorhjol, ferðalög og sam- komur sem eru lausar við notkun vímuefna. Þeir hafa beitt sér í for- varnamálum og tekið þátt í eða séð um öryggisgæslu á mörgum stórhá- tíðum, t.d. Uxanum, og tónleikum, s.s. hjá Björk, Bowie og Prodigy. Þá hafa Væringjar staðið fyrir útihátíð- um, ýmist í slagtogi með öðrum mótorhjólafélagsskap, Söxum frá Akureyri, eða einir. Þessa helgi stendur sumarmót Væringjanna yf- ir, Járnfákurinn, sem er vímulaus fjölskylduhátíð." — Hvað merkir vœringi? „Væringjar vom norrænu menn- imir nefndir sem gegndu lífvarðar- störfum fyrir keisarann í Miklagarði á sínum tíma. En þeim einum þótti treystandi til að gæta lífs og lima Miklagarðskeisara." — Hvemig tengjast Sniglamir, Bif- hjólasamtök lýðveldisins, og Vceringj- amir? „Flestir Væringjanna em jafn- framt meðlimir í Sniglunum. Snigl- arnir hafa starfað í 12 ár. Þeir eru regnhlífarsamtök líkt og Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda. í Sniglun- um er yfir eitt þúsund manns, þar má t.d. finna bændur, sjómenn, lækna, lögfræðinga og alþingis- mann. Sniglarnir eru með sérstakan klúbb fyrir ungsnigla, þ.e. fyrir krakkana á skellinöðrunum, þar sem m.a. er rekinn harður áróður fyrir öryggi í umferðinni. Annars halda Sniglarnir uppi stöðugum áróðri í þeim efnum, bæði á fund- um og í fréttabréfinu Sniglafréttir. Þá taka þeir fyrir önnur hagsmuna- mál bifhjólaeigenda eins og trygg- ingariðgjöldin, en þau hafa verið óheyrilega há og lögð jafnt á yfir alla línuna, burtséð frá reynslu viö- komandi. — Hvaða fleiri minni mótorhjóia- klúbbar em starfandi? „Það em t.d. Óskabörn Óðins, en þeir ætla að vera með mót undir Eyjafjöllum um verslunarmanna- helgina, kvennasamtökin Jarþrúð- ur, Beinþýðir, Vættir, Hvítabirnir og Saxar. Milli þessara klúbba er enginn rígur, öfugt við það sem hef- ur heyrst af mótorhjólasamtökum í útlöndum. Það eru allir vinir, þó að menn haldi auðvitað með sínum fé- lagsskap líkt og menn halda með sínu íþróttaliði." — Nú hafa fréttir síðustu mánaða sagt frá stríði milli Vítisengla og Bandidos, ofbeldi, fíkniefhasölu og annarri ólöglegri starfsemi. Hafa slík- ar fregnir ekki slcem áhrif á ímynd mótorhjólamanna almennt? „Jú, óneitanlega. Meðlimir Vítis- engla vom t.d. fyrir skömmu stöðv- aðir á norsku landamærunum og ekki hleypt inn og borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn vilja koma ung- mennasamtökum Vítisengla út úr leiguhúsnæði, sem borgin hefur reyndar styrkt þá með. Þannig er heildin farin að líða fyrir það sem eitt prósentið gera." — Hafa þessi þekktu alþjóðlegu samtök Vítisengla og Bandidos leitað hófanna hér á landi? „Það hafa þeir, en þeir hafa ekki haft erindi sem erfiöi og þeim mun aldrei takast að hasla sér völl á ís- landi. Við íslendingar erum einu sinni þannig gerðir að við látum ekki auðveldlega að stjórn, allra síst slíkum ógnaraga. Við höfum engan her og kunnum ekki að ganga í takt. Vítisenglarnir hafa oft verið fengnir til að taka að sér öryggisgæslu vegna þess ógnarvalds sem þeir hafa, en Væringjarnir, riddarar ljóssins, em aftur á móti eftirsóttir til slíkra verka af því að þeir em „straight" og edrú." — Þessa helgi standa Vaeringjamir fyrir útihátíð, Jámfáknum, að Reyk- holti í Biskuþstungum. Hvemig hátíð er þetta? „Þetta er vímulaus fjölskylduhá- tíð með fjölbreyttri dagskrá, varð- eldi, sameiginlegu grilli og hjóla- leikjum. Þá munu koma fram ýmsir lista- og andans menn, sem tengjast Væringjum með einum eða öðmm hætti. T.d. mun hin efnilega hljóm- sveit Viridan Green og KFUM and the andskotans leika fyrir dansi og Uriel West kennir fólki trans-dans, þ.e. að tengjast sjálfum sér í gegn- um gleði dansins meö því að falla í trans og finna æðra sjálf. DJ Þossi þeytir skífum og skemmtikraftar troða upp. — Hvemig fólk heldurðu að mceti á Jámfákinn? „Fólk af öllum stærðum og gerð- um, allt frá svartklæddum sniglat- öffumm til Laura Ashley blúndu- kvenna." - gos UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í byggingu tveggja skolpdælustöbva vib Eibsgranda í Reykjavík. Verkib nefnist: „Dælu- stöbvar vib Bobagranda og Seilugranda." Helstu magntölur eru: - Gröftur - Fylling - Grjótvörn - Lagnir, 0 1200 mm - Mótafletir - Bendistál - Steinsteypa 3.500 mJ 5.600 m5 3.600 m3 90 m 2.410 m2 55 tonn 610 m3 Verkinu skal ab fullu lokib 1. nóvember 1997. Útbobsgögn fást á skrifst. vorri frá þribjud. 30. júlí nk. gegn kr. 20.000 skil- atr. Opnun tilboba: þribjud. 20. ágúst nk. kl. 11.00 á sama stab. gat 118/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5525800 UMHVERFISRÁÐURAÐUNEYTIÐ Laus til umsóknar Laust er til umsóknar embætti forstjóra Landmælinga ís- lands skv. 2. gr. laga nr. 31/1985. Starfið er veitt til 5 ára frá og með 1. september nk. Aðsetur stofnunarinnar er nú í Reykjavík, en frá og með 1. janúar 1999 mun aðsetur stofnunarinnar verða á Akra- nesi. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist ráðuneytinu eigi síðar en 9. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í ráðuneytinu. Umhverfisrábuneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.