Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 20
Veörib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Hæg vestlæg átt og skýjab me& köflum. Hiti 9 til 17 stig. • Faxaflói og Brei&afjör&ur: Hæg vestlæg átt og skúrir á stöku stað. Hiti 8 til 15 stig. • Vestfirðir: Hæg vestlæg átt og skýjaö me& köflum. Hiti 8 til 13 stig. • Strandir og Nor&urland vestra: Su&vestan gola, léttskýjað og hiti 12 til 16 stig. • Nor&urland eystra til Austfjar&a: Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart veður. Hiti 8 til 11 stig. • Su&austurland: Hæg vestlæg átt og víðast léttskýjab. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast yfir daginn. • Mi&hálendi&: Hæg vestlæg átt, hlýnandi og skúrir vestan til en léttskýjað austan til. Hiti 3 til 11 stig. 1 Vigdís í trjárœkt. Mikiö aö gera hjá Vigdísi forseta síöustu dag- ana í embœtti: Þétt setin dagskrá Þaö er þétt setin dagskráin hjá Vigdísi Finnbogadóttur for- seta íslands síöustu dagana í embætti. Núna fyrir hádegi fer hún í messu í Landakots- kirkju. í gær veitti hún sænsk- um manni, mikilvirkum þýö- anda íslenskra bókmennta, riddarakross hinnar íslensku fálkaoröu og í gærkvöldi hélt ríkisstjórnin henni boö. Næsta vika, síöustu tveir dag- arnir hennar í embætti, er einn- ig mjög þétt setin. Síödegis og aö kvöldi 30. júlí munu íbúar Bessastaðahrepps halda kveðju- samkomu fyrir Vigdísi en síðasti liðurinn á dagskrá forsetans er kl. 16:00 31. júlí. Þá tekur Vigdís forseti á móti aðilum frá átakinu Yrkjum ísland, en það er átak sem verður á öllum útvarps- stöðvum. Segja má að þetta síð- asta embættisverk sé í aðra röndina lýsandi fyrir þann mikla áhuga og stuðning sem Vigdís hefur sýnt skógrækt og landgræðslu þau ár sem hún hefur setið í forsetastóli. -ohr Skil á áfengisgjaldi 700 milljónir umfram áœtlun fjárlaga: Ríkiskassinn staöfestir stóraukna áfengissölu Tekjur ríkissjóös af áfengisgjaldi voru voru 630 milljónum (20%) meiri á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sama tímabili í fyrra og 705 milljónum (24%) umfram áætlun fjárlaga. En alls skilaöi áfengisgjaldið um 3,7 milljöröum í ríkiskassann fyrstu 6 mánuði ársins. Fjármálaráðuneytið segir þessar stórauknu tekjur að hluta til skýrast af því að ÁTVR hafi ekki skilað hluta af hagnaði fyrra árs, 430 milljónum, fyrr en á þessu ári. Þótt þessi upp- hæð sé dregin frá standa enn eftir 275 milljóna króna tekjur, eða rösk- lega 9% umfram áætlun það sem af er þessu ári, sem gefur til kynna að áfengissala hafi verib umtalsvert meiri á þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra. Þar sem áfengisverð hefur að meðaltali lítið breyst að meðaltali (bjórinn lækkað verulega en sterkir drykkir hækkað nokkub), samkvæmt vísitölu neysluverðs virðist söluaukningin vera í magni að mestu eða öllu leyti. ■ Uggvœnlegar skuldir íþróttafélaga. Rœtt um ab leggja niöur gamalgróna andstceöinga, Þór og Tý: Eyjafélögin eru sögð skulda 60-70 milljónir Bæjarráö Vestmannaeyja hefur samþykkt aö hefja viöræöur viö forráðamenn íþróttafélags- ins Týs eftir þjóöhátíö í Eyjum. Búist er viö viðræöum viö for- ráöamenn Þórs í kjölfarið. Ætl- unin er aö leggja niður þessi gamalgrónu félög, og stofna nýtt. Vestmannaeyjafélögin glíma við uggvænlegan skuldabagga. Fréttir í Eyjum segja í gær ab skuldir félaganna nemi á 7. tug milljóna króna. Skuldir Týs munu vera til muna meiri en Þórs. Ætlunin er ab bærinn kaupi íþróttamannvirki félaganna á 52 milljónir þann 1. september. Þaö tilboð er háð því að félögin leggi sig niður, og nýtt félag verði stofn- að, sem hafi tekjur af Þjóbhátíð í Eyjum og Shellmótinu. Flestir gildir peningamenn Eyjanna standa á bak við upprisu íþrótt- anna í bænum með ráðum og dáb -JBP Islensk aðstoð við Namibíu Helgi Jóhannesson lögfræð- ingur í samgönguráðuneytinu mun fara til Namibíu til tíma- bundinna starfa í samgöngu- ráðuneyti þess lands og veitir þarlendum aðstoð við undir- búning löggjafar um siglinga- mál. Samkomulag er í gildi um samstarf þjóðanna í sam- göngumálum. Þess má geta að flugmálastjóri Namibíu er ís- lenskur, Grétar Óskarsson, flugvélaverkfræðingur. Dvöl Helga í Namibíu mun kosta ríkið 5,5 til 6 milljónir króna.B Vestmannaeyjar, óvænt ævintyi i - Vestmannaeyjar, óvænt ævintýri - Vestmanr HEIMSOKN TIL EYJA KEMUR Á ÓVART Þaö köstar AÐEINS 8.000 KRÓNUR fyrir fjölskylduna (hjón meö 3 börn, 8, 10 og 12 ára) aö heimsækja Vestmannaeyjar meö m/s HERJÓLFI og taka fjölskyldubílinn meö. i E3EÆ3 Siglingin milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja tekur aöeins 2,45 klst. Herjólfur siglir eina ferð á dag alla daga og tvær ferðir á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum í sumar. HERJÓLFUR BRÚAR BILIO neriólfur hf. VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 2800 - FAX 481 2991 ALLT í ÚTILÍFIÐ! bakpokar. pallaaatl, llaaca payaur. prlll, ptnputitld. avainpokar, SHUtS KUKAL11VES nwmT) Göngutjöld og Gönguskór í barna, dömu og herrastærðum. MountaiN I HOUSE® Bragðgóður og næringaríkur frostþurkaður matur. Ómissandi í allar fjallaferðir. - - - áff svefnpokar. Norsk hágæðavara prófuð við erfiðustu aðstæður. Löngu heimsþekktur fatnaður fyrir fjallafólk. A%UTILIFP GLÆSIBÆ • SMrr 581 2922 Myndin er úr lel&angri yfir Grænlandsjökul KOMPERDELL Göngustafir með stillanlegri lengd. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.