Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 1
ÚTIHÁTÍDIR og FERDALÖG Hnám* Ekki er nákvœmlega vitaö hvenœr þessi mynd var tekin, en trúiega á sjötta áratugnum þegar síidarœvintýrib stáö sem hœst á Siglufiröi. Á myndinni eru konur („stúlkur") viö söltun, en marg- ar minningar eru tengdar þessu gullaldartímabili í íslenskri atvinnusögu. Nú hafa Siglfiröingar tekiö söguna í þjónustu feröamála og gert Siglufjörö aö sérstökum ferbamannabœ. Síldarœvintýriö á Siglufiröi: Gullaldarstemmning fyrri ára Siglufjörður og síld tengjast í hugum margra — einkum fólks sem komið er á miðjan aldur og man þá tíð þegar Siglufjörð- ur var einn aðal síldarbær landsins og þungamiðjan í því atvinnulífi sem byggöist á silfri hafsins. Seint á sjöunda ára- tugnum hætti síld úr norsk-ís- lenska stofninum að veiðast og lagðist þessi atvinnuvegur þá af að mestu. Þetta þýddi mikla blóðtöku fyr- ir Siglufjörö, eins og aöra bæi sem byggt höfðu afkomu sína að miklu leyti á þessum veiðum. Langan tíma tók að koma at- vinnulífi bæjarins í vibunandi horf að nýju. Þótt á Siglufirði sé nú nokkuð blómleg atvinnustarf- semi, er það með öbrum hætti en þegar síldin flæddi þar um bryggjur og plön. Siglfirðingar minnast þó þessa Ýmis hefðbundin mót verba haldin um verslunarmanna- helgina. Þar á mebal má nefna Bindindismótið í Galtalækjar- skógi og einnig Snæfellsásmótib að Hellnum á Snæfellsnesi. Þessi mót eru sitt meb hvorum hætti, en byggja engu að síður bæbi á mannrækt sem ákveðnu gildi. Þótt mótin séu ólík ab allri gerð og innihaldi, eiga þau þó eitt sameiginlegt, en þab er að mót- unum er ætlað að vera án alla vímuefna. tíma með virðingu og fyrir nokkrum árum var ákveðib að endurvekja ímynd þeirra sem lið í vaxandi ferðaþjónustu í bæn- um. Er það vel til fundið, þar sem Siglufjörður er ákveðin endastöð í þjóðvegakerfinu, þannig að fólk fer ekki í gegnum bæinn á lengri leið og verður því að eiga nokk- urt erindi til þess að leggja leið sína þangað. Þannig varð síldar- ævintýrið á Siglufirði til, sem nú verður haldið í sjötta sinn. Að þessu sinni ætla Siglfirðingar að vera með söltun í gangi allan daginn á laugardag og sunnudag um verslunarmannahelgina, en hingað til hefur aðeins verið efnt til söltunar á ákveðnum tímum. Að undanförnu hefur verið unn- ið að uppbyggingu sérstaks síld- arminjasafns á Siglufirði og á svæði safnsins er góð aðstaða til söltunar. Theodór Júlíusson leik- Á Bindindismótinu í Galta- lækjarskógi hefur ávallt verið lögð áhersla á fjölskyldulíf án vímugjafa. Til mótsins var stofnað á sínum tíma meðal annars til þess að fá þangað fólk og halda því frá áfengi, sem ver- ið hefur áberandi á ýmsum úti- hátíðum í gegnum tíðina. í Galtalæk verða hefðbundin há- tíðarhöld að þessu sinni. Til ný- breytni má þó telja að nýlega kjörinn forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðrún K. ari er einn af upphafsmönnum síldarævintýrisins, en hann er Siglfirðingur að ætt og uppruna. Hann hefur einnig haft umsjón með framkvæmd þess, sem bygg- ist ab mestu á heimafólki sem bregður sér í gervi fimmta og sjötta áratugarins yfir þessa helgi. Mikið er lagt upp úr því ab bær- inn breyti um svip þessa daga og taki á sig mynd þess síldarbæjar sem margir eiga í minningum sínum. En það er ekki eingöngu síldar- söltun sem ferðamönnum er boðib að sækja til Siglufjarðar um verslunarmannahelgina. Einnig verbur efnt til margvíslegra skemmtiatriða, auk þess sem dansað veröur á stóru sviði sem komið verður upp á Ráðhústorgi bæjarins. Tónlistin verður í takt við síldarárin og þá stemmningu sem þá ríkti, því um 20 manna Þorbergsdóttir, kona hans, munu heiðra mótið með komu sinni, en Ólafur hefur þá tekið við embættinu og mun þetta verða fyrsta heimsókn hans sem forseta íslands. Snæfellsásmótið byggist á hugsuninni um vináttu, gleði og frib og verður aðalmarkmið þess að þessu sinni ab kynna fólki leiðir til eigin sjálfsræktar og persónulegrar leitar ab aukn- um þroska. Boðið verbur upp á margvís- sveit harmonikuleikara, sem flestir eiga heima á Siglufirði, mun sjá um tónlistarflutning. Margt annaö verður til skemmtunar á Siglufirði um þessa verslunarmannahelgi og má þar meöal annars nefna tí- volí, Fílapenslana og Spaugstof- una, sem koma munu þangað til þess að skemmta gestum. Einnig verbur boðib upp á ýmiskonar útiveru og má nefna dorgveiði, gönguferðir meb leiðsögn um nesið, bátsferbir, hestaleigu og sjósleðaleigu (jet-sky) í því sam- bandi. Menning og listir gleymast heldur ekki á Siglufirði um kom- andi verslunarmannahelgi, því Birgir Schiöth myndlistarmaður mun opna myndlistarsýningu, Leikfélag Siglufjarðar skemmta gestum, Kvennakór Siglufjarðar halda tónleika og fjöllistarflokkur Hellnum lega viðburði að Hellnum þessa daga og stendur dagskrá móts- ins frá því á morgnana og langt fram á kvöld. Meðal þess, sem fram fer, má nefna námskeið í umbreytingar- dansi, grasaferðir, heilunarvígsl- ur, svitahof, skyggnilýsingar, umfjöllun um áruliti og einnig verður fjallað um geimverur og nýja heimsmynd mannsins. Þá verða í bobi ævintýraferðir fyrir börn. -ÞI mun skemmta með margvísleg- um brögðum fjöllistarinnar. Dansleikir verba á sínum stað á Siglufirði og kallast þeir síldar- og landleguböll, eins og tíbkaðist á síldarárunum, og verður dansað á Ráðhústorgi, Hótel Læk og í Bíó- salnum. Auk harmonikusveitar heimamanna munu Gautar, sem lengi voru ein af þekktustu dans- hljómsveitum á Norðurlandi, og Miðaldamenn sjá um fjörið. Venja hefur verið að efna til sérstakrar gubsþjónustu í Hvann- eyrarskál fyrir ofan Siglufjörð á sunnudagsmorgni og verður hún á sínum venjulega stað og tíma. Munu hestamenn ríða í skálina í broddi fylkingar, eins og á und- anförnum árum. Messan hefur þótt sérstök og margir heima- og ferðamenn komið í skálina til þess að hlýba á guðsþjónustu vib þessar aðstæður. Allt að 900 manns munu hafa komiö í Hvanneyrarskál, sem áður var sungið um sem stað fyrir ástir og ævintýr, til þessa guðsþjónustu- halds á síðasta ári. Á þeim sex árum, sem síldar- ævintýrib á Siglufirði hefur verið haldið um verslunarmannahelg- ina, hefur þab náð að skipa sér á bekk með stórum útihátíðum hér á landi, í krafti sérstöðu sinnar. Síldarævintýrið virðist því komið til með að vera fastur liður í lífi Siglfirðinga og halda uppi minn- ingu mikillar „gullaldarstemmn- ingar" hér á landi fyrr á árum. -ÞI Engin vímuefni á Galtalæk og i L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.