Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 3
Þribjudagur 30. júlí 1996 3 Þórarinn á Vogi: Amfetamínfaraldur geisar á íslandi og ástandib mjög siœmt mebai 24 ára og yngri: Amfetamín- og E-pilluballið á fullt um verslunarmannahelgi Hátt í 200 stórneytendur amfetamíns komu á Vog fyrstu sex mánuöi þessa árs, boriö saman viö 110-120 á undanförnum árum. „Rétt er aö tala um amfetamín- faraldur. Aukningin er mjög mikil og skyndileg frá miöju ári 1995, eftir tiltölulega jafnt ástand í þessum efnum undan- farin ár", sagöi Þórarinn Tyr- fingsson yfirlæknir. Á Vog komu 112 stórneytendur amfet- amíns, 24 ára eöa yngri, á fyrra helmingi þessa árs, eöa tvöfalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Nær jafn margir höföu reynt E- pilluna, og þriöjungur þeirra voru stómeytendur. Stórneytendur teljast þeir sem hafa notað efnin aö staðaldri, einu sinni í viku eða oftar, í hálft ár eöa lengur. Helmingur þessa hóps hefur sprautað sig í æð. Af þeim 270 ungmennum sem lögö- ust inn Vog á á fyrra misseri þessa árs hafa nær 190 prófað amfetam- ín — 60% stúlknanna og 73% allra pilta í þessum aldurshópi. Upphaf þessa amfetamínsfaraldur rekur Þórarinn eitt ár aftur í tím- ann. Um verslunarmannahelgi í fyrra hafi nokkur hundruö ung- menni notað hluta af sumartekj- um sínum til að kaupa sér E-pillu eða amfetamín í fyrsta skipti. Uxahátíðin svokallaba hafi orðib fræg að endemum. „Amfetamín- og E-pilluballib hélt svo áfram á skemmtistöðunum í Reykjavík um haustið. Við þetta breyttust unglingar og ungmenni sem áður voru röskir skemmtanadrykkju- menn og -konur í fíkna amfetam- ínneytendur", segir Þórarinn. Um haustið hafi margt af þessu unga fólki síðan flosnað upp úr vinnu eba skóla, og leitað sér meðferbar á Vogi í fyrsta skipti. Fjölbrauta- og menntaskólanemar hafi verið áberandi í þessum hópi. „Ekki er enn séb fyrir endann á þessum vanda og þrátt fyrir góð- an ásetning og vilja sitja ung- menni hundruðum saman í klóm amfetamínsins. Þeir sem sprauta sig í æb með amfetamíni um helgar hafa aldrei verib fleiri", segir Þórarinn. Um 1 af hverjum 6 sem komu á Vog í fyrra hafi ein- hverntíma sprautab sig í æð. Margir þessara sprautufíkla séu uppalendur og í þeirra hópi barnshafandi konur. Þórarinn segir mikið í húfi að ekki fari á sömu leið núna um verslunar- mannahelgina eins og í fyrra. „Full ástæða er til að allir geri sér grein fyrir því að það er mun hættulegra en áður að unglingar og ungmenni séu ein að þvælast á vafasömum útihátíðum í sumar. Það er ekki bara áfengi sem þau bragba þar í fyrsta skipti heldur einnig amfetamín, E-pillur og önnur ólögleg vímuefni. Þar em ungmennin jafnframt að sprauta sig í æð í fyrsta skipti." Þórarinn segir ástandið hafa versnað um allan helming með E- pillunni. Aöspurður sagðist hann ekki vita um neinn sem tekið hafi E-pillu tíu sinnum eða oftar sem ekki væri einnig orðinn sprautu- fíkill. Amfetamín sé jafn hættu- legt vímuefni og kókaín og helm- ingur amfetamínfíklanna sprauti efninu í æb. Rúmlega 530 sprautufíklar hafi komið á Vog á síðustu fimm árum. Þórarinn telur íslendinga nú standa á tímamótum hvað þetta varðar. Annab hvort verði að taka alvarlega á vandamálinu, eða að landsmenn láti þetta yfir sig ganga og fíkniefnavandinn fari hér í sama munstur og í mörgum nágrannalandanna, með tilheyr- andi fjölgun afbrota. Aðhald er að mati Þórarins lang vænlegasta eba jafnvel eina ráðið sem hægt er að beita gagnvart unglingum undir 16 ára aldri. Aukin fræbsla dugi skammt í þeim hópi. ■ Grétar Norbfjörb öryggisvörbur vib Ólympíuleikana í Atlanta segir öryggis- kröfur hafa verib hertar mjög vib sprenginguna á laugardagsnóttina: Jafnvel töskur öryggis- varöanna eru grandskoöaðar Crétar Noröfjörö viö vinnu sína í andyri Ólympíuþorpsins. Hér skoöar hann á sjónvarpsskjá innihaldiö í einni töskunni. „Þaö er miklu meira álag á okkur núna eftir ab sprengingin varö. Þetta er nánast fariö út í öfgar þegar hver einasta taska er hand- tékkuð auk þess að vera sett í gegnumlýsingu, jafnvel töskurn- ar okkar sem vinnum í öryggis- gæslunni," sagöi Grétar Norö- fjörb lögregluvarbstjóri í Reykja- vík, sem starfar þessa stundina sem sjálfboðalibi vib Ólympíu- leikana í Atlanta. „Við fengum strax að vita af sprengingunni um nóttina, og vor- um ræstir út um morguninn. Þá var fært mikiö af gæslufólki yfir á íþróttasvæðið. Viö fórum þangab tveir íslendingar og fengum stór hlutverk þar á laugardag. Álagið þar var gífurlegt hjá okkur Rúnari Vals- syni frá Seyöisfirði. Rúnari var falin yfirstjórn á um 40 manna flokki við aðalinnganginn á Ólympíuleik- vanginn. Þar vom tugir þúsunda manna afgreiddir meö öllu sem því fylgir, vopnaleit, sem gerð er nokk- ur hundmð metra frá vellinum. Ég fékk aftur á móti svæði inni á leik- vanginum sjálfum. Þetta var spennandi vinna en erfið. Ég var að vinna frá klukkan 9 um morgun- inn og var ekki kominn í rúmib fyrr en undir eitt um nóttina, og þá dauðuppgefinn," sagði Grétar. Grétar sagbi að á leikvanginum hafi verið um 82 þúsund manns á laugardag, en auk þess 20-30 þús- und starfsmenn og fjöldi þeirra ör- yggisverðir. Um 30 þúsund manns vinna að löggæslu og öryggisvörslu leik- anna, löggæslumenn úr ýmsum áttum, lærðir lögreglumenn og sjálfbobaliðar, auk þjóðvarðliða, sjeriffa og marsjalla. Grétar Norðfjörð starfar daglega í hlibi Ólympíuþorpsins. Hann sagði að hver einasti maður og farangur hans sé skoðaður. Um hliðið fara margir frægir og dábir menn, núna síöast fór Cassius Clay, eða Mo- hammed Ali, um hliðið og vakti að vonum mikla athygli. „Ég fann mjög til með honum, hann getur nánast ekkert gengið, er lamaður ab mestu vinstra megin. Við þurftum að hjálpa honum yfir hátt þrep sem er þarna. En hann leyföi fólki að taka af sér myndir og ég sá ab hann naut þess að vera í sviðsljósinu. Flestir hér líta á hann sem mesta íþróttamann Bandaríkj- anna fyrr og síðar. Ali var þarna við hliðið í hátt í þrjá tíma. Það er sagt að hann sé með parkinsonsveiki, en aðrir telja að hann hafi skaðast í hnefaleikunum. Hann er með fullu ráði og rænu en á erfitt með allar hreyfingar," sagði Grétar. -JBP Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1996 sé lokið í samræmi vib ákvæði 1. mgr. 98 gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 12. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, er hér meb auglýst ab álagningu opinberra gjalda á árinu 1996 er lokib á alla abila sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verba lagbar fram í öllum skattum- dæmum í dag, þribjudag 30. júlí 1996, og liggja frammi á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá um- bobsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dag- ana 30. júlí til 13. ágúst ab bábum dögum mebtöld- um. Álagningarseblar, er sýna álögb opinber gjöld 1996, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verib póstlagb- ir. Kærur vegna allra álagbra opinberra gjalda, vaxta- bóta og barnabótaauka, sem skattabilum hefur ver- ib tilkynnt um meb álagningarsebli 1996, þurfa ab hafa borist skattstjóra eba umbobsmanni hans eigi sföar en fimmtudaginn 29. ágúst 1996. 30. júlí 1996. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarbaumdæmi, Pétur Ólafsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suburlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.