Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 30. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sjúkrahúsin á höfub- borgarsvæbinu Það er ekki nýtt að sumarið fari í umræður um heilbrigðis- mál og rekstur sjúkrahúsa. Sumarlokanir og skortur á rekstrarfé vekja hana upp. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur verið í sviðsljósinu að und- anförnu vegna tillagna stjórnar þess um lokanir og sam- drátt í rekstri sem sagðar eru bitna mest á öldruöum, geð- sjúkum og fólki sem þarf endurhæfingar við. Tillögur þess- ar hafa hlotið slæmar viðtökur, þar á meðal í heilbrigðis- ráðuneytinu. Rekstur heilbrigðis- og tryggingakerfisins er afar dýr, og hafa útgjöldin til málaflokksins farið vaxandi frá ári til árs. Útgjöld sem falla undir heilbrigðis- og tryggingamál nema um 50 milljörðum króna á fjárlögum 1996 af út- gjöldum ríkissjóðs upp á um 125 milljarða króna. Það er vandasamt verk að stöðva útgjaldaaukningu í heilbrigðis- og tryggingakerfinu án þess að það komi við þá sem síst skyldi. Sjúkrahúsareksturinn hefur verið til skoðunar í þessu sambandi og stjórnendur þeirra hafa ít- rekað fengið það verkefni að koma rekstrinum inn fyrir ramma fjárveitinga. Tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykja- víkur liggja fyrir í því efni, og stjórnin telur að loka þurfi deildum til þess að ná varanlegum sparnaði. Það er ljóst að þær lokanir munu koma einhversstaðar niður og aðrar stofnanir þurfa að taka við því álagi sem skapast. Því er ljóst að þessi leið hefur mikla annmarka. Það hefur löngum verið rætt um hvort möguleikar séu á því að spara í yfirstjórn sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu með sameiningu þeirra. Sparnaður í yfirstjórn er miklu hugnanlegri heldur en að leggja niður starfsemi sem varðar aldraða, endurhæfingarsjúklinga og geðfatlaða. Fyrir nokkrum árum unnu erlendir ráðgjafar á vegum rík- isspítalanna skýrslu um málefni stofnunarinnar og kom- ust að þeirri niðurstöðu að ekki væri efni til þess að reka mörg hátæknisjúkrahús í svo litlu þjóðfélagi. Með þessa ráðgjöf var ekkert gert, en sú ákvörðun tekin að sameina Landakotsspítala og Borgarspítalann sem úr varð Sjúkra- hús Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra hefur látið í ljós þá skoðun að sam- eina eigi sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu og þannig sé hægt að ná langtímasparnaði. Undir það skal tekið að þessa leið ber að skoða gaumgæfilega. Hins vegar er vafa- samt að bráður vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur geti beðiö slíkrar lausnar. Það er ljóst að fjármuni vantar til þess að reka þá starfsemi sem þar fer nú fram. Ljóst er að skiptar skoðanir em í þjóðfélaginu um sam- einingarmálin, en það hlýtur að vera mergurinn málsins hvort sú leið sparar fjármuni og jafnframt sé haldið þeirri þjónustu og því öryggi sem nú er á viðkomandi heilbrigð- isstofnunum. Ef svo er þá er ekki verjandi að leggjast í veg fyrir sameiningu sjúkrahúsanna. Það hlýtur að vera markmið þeirra sem vilja velferð þeirra sem skipta við heilbrigðis- og tryggingakerfið sem mesta að spara í yfirstjórn í þessum málaflokkum. Það verður ekki gert í eitt skipti fyrir öll, en öllum sem hlut eiga að máli ber skylda til þess að koma á því skipulagi sem hagkvæmast er. Að ríkið „leggi fram þá peninga sem til þarf" til að veita ákvpðna þjónustu er teygjanlegt mark- mið, og allra leiða ber að leita til þess að reka heilbrigðis- kerfið af sem mestri hagkvæmni miðað við þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Krýning Ólafs Ragnars Um fátt er meira rætt meðal sauðsvarts almúg- ans en innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta lýðveldisins. Athöfnin, sem fara mun fram í umturnuöu og endurbættu Al- þingishúsinu á fimmtudag, er orðin að mæli- kvarða sem hinir allra snobbuðustu meðal snobbaranna nota til að kanna hvort þeir eru menn meö mönnum í íslensku samkvæmislífi. Þannig er vitað að nokkrir fyr- irmenn, sem til þessa hafa tal- ið sig fullgilda í samfélagi fína fólksins, fengu snert af tauga- áfalli þegar í ljós kom að þeim var ekki boðið til innsetning- arathafnarinnar. Það hefur síð- an bætt gráu ofan á svart að dagblöðin hafa birt gestalist- ann, svo menn geta ekki einu sinni sagt að þeir hafi einfald- lega ekki komist sökum ann- ríkis — nú vita allir að þeim var ekki einu sinni boðið. Samkvæmistíma- bilib ab hefjast? Umstangið og fínheitin í kringum innsetningarathöfn- ina eru orðin svo mikil að þetta er farið að minna heil- mikið á tilstand tengt sam- ------------- kvæmistímabilinu hjá erlendum aðalsmönn- um. Garri hefur því með sjálfum sér kallað at- höfnina „krýningu" Ólafs Ragnars, enda boðs- gestirnir að uppistöðu til hinn eini sanni íslenski aðall — embættismannaaðallinn. En það vekur athygli, þegar rýnt er í boðs- gestalistann, að það er fleira en sjálf krýningin og umstangið í kringum hana sem minnir á konungsveldi og stirðnaða stjórnskipan aðals og ættarvelda. Kynskipting boðsgestanna er þannig að yfirgnæfandi meirihluti gestanna eru karlar. Það eru aðeins þeir hópar boðsgesta, sem koma sem fulltrúar stofnana sem kosið er til, sem eru að einhverju marki kvenmenn. GARRI Þannig er kynjaskiptingin hjá fulltrúum sveit- arfélaga jöfn, um þriðjungur þingmanna eru konur og skiptingin hjá fulltrúum forsetaemb- ættisins eru í sæmilegu jafnvægi. Ef miðað er við kynskiptinguna á sendifulltrúum þessara stofnana, er því hægt að tala um að kvenfrelsis- sjónarmið hafi fengið einhverju áorkað innan þeirra, enda eru hér á ferðinni lýðræðisleg apparöt og lýðræðið sem borið var uppi af borgarastéttinni, sem sprengdi jú af sér fjötra lénsskipulagsins á sínum tíma. Embættismenn og ríkisforstjórar En kynskipting hjá hinum boðsgestunum er öll önnur, enda ekkert lýðræði að þvælast fyrir þegar embættismenn og forstjórar eru valdir til starfa. Þannig eru aðeins tvær konur á boðslista úr hópi ríkisforstjóra, en 38 karlar eða 95%. Hins veg- ar er kynjahlutfallið örlítið skárra hjá öðrum hópum, en þó ekki mikið. Þetta á við um ríkisstjórnina, Hæstarétt, emb- ættismenn, fulltrúa kirkjunnar, ýmissa félagssamtaka og sendi- ------------ ráða. Að sjálfsögðu er þessi síðari hópur miklu stærri en hinn, þannig að einkenni hinnar gömlu stjórnskipunar karla- og konungsveldis eru mun sýnilegri en einkenni lýðræðis borg- arastéttarinnar. Krýning Ólafs Ragnars er því í raun merkilegur spegill íslensks samfélags og leiðir í ljós að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, erum við íslendingar fyrst og fremst royalistar og kjólklæddar karlrembur af gamla embættis- mannaskólanum, en höfum aðeins lítillega fet- að okkur inn á braut borgaralegs lýðræðis og kvenréttinda. Garri Vígslur og afhelgun í drottins nafni Ritningarorð áttunda sunnudags eftir trinitatis eru úr Mattheusarguðspjalli, úr versinu um fals- spámenn. Mun það hafa hljómað í kirkjum lands- ins með kórréttum útleggingum kirkjunnar þjóna sl. sunnudag. Þá var mikið um dýrðir í Vestfirðingafjórðungi þar sem kennimenn og háklerkar afhelguðu, end- urvígðu og vígðu hvert guðshúsið af öðru með hljóðfærðaslætti, handauppréttingum og vígslu- kúnstum af öllu mögulegu og kristilegu tagi. í Flatey á Breiðafirði er söfnuður guðsbarna með fá- mennasta móti. Þar var kirkja orðin svo hrörleg að öll helgi var úr henni horfin og eftir að búið var að flikka upp á hana voru þar viðir og skrautgripir sem ekki höfðu hlotið sérstaka blessun. Biskupinn yfir íslandi brá sér því til Flateyjar að endur- vígja kirkjuna þar og bar athöfn- in upp á sama dag og menningarhús meö kirkjusniði var vígt í Reykholti. Húsbóndavaldib Ef frásagnir af vígslunni hafa farið óbrenglaðar í höfuð sagnaritaráns sem hér bókar atburöi (séra Heimir hefði ekki orðað þetta betur) er Reykholtskirkja hin nýja helguð syni Hvamm-Sturlu, Snorra, sem var ekki lakari kaþóliki en hver annar um hans daga, og syni Guðs, Jesú frá Nasaret. Umboðsmaður þeirra í sókninni er formaður Prestafélags- ins og fer með húsbóndavald í Reykholtskirkju. Hann ræöur því til að mynda hvaða biskup vígir og afhelgar í Reykholti og fer ekki troönar slóðir í því efni fremur en öðrum. Mikið er spurt hvers vegna biskupinn yfir ís- landi var ekki fenginn til að vígja kirkjuna í Reyk- holti, sem gegna á menningarhlutverkum jafn- framt því að vera umgjörð um guðskristnina í Reykholtsdal. Svariö er að Reykholt sé í Skálholts- biskupsdæmi og því eðlilegt að stólbiskup þar vígi kirkjuna. En af því að vígslubiskup var í önnum um helgina var biskupinn yfir íslandi fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir hann og endurvígja Flat- eyjarkirkju, sem engum gagnast nema guði og minnsta söfnuði landsins. En í Reykholti var stórmennið samankomið og klerkar svakalega flottir í tauinu og þeir sem minna vom skrýddir bám sína svörtu stakka af virðuleika sem hæfir sanntrúuðum. Versleg yfir- völd sátu með guðrækilegu yfirbragði á staðnum þar sem sá konungholli Snorri var myrtur af lönd- um sínum og illt var að ráða í svip þeirra, hvað þau hugsuðu. Spjótum beint til allra átta Óneitanlega læðist að manni grunur um að fjar- vera biskupsins yfir íslandi á af- helgunar- og vígsludegi í Reyk- holti hafi eitthvað að gera með öværuna sem hrjáir 'þjóðkristn- ina. Reykholt var miðdepill hryðju- verka Sturlungaaldar og enn er spjót- um beint frá staðnum í allri valda- streitunni sem heltekið hefur kirkj- unar þjóna og tekur á sig ólíklegustu myndir með góðu liðsinni leik- manna og -kvenna. Gamla timburkirkjan mun nú skyggja á dýrð hinnar nýju margnota menningarkirkju og hófst athöfnin enda með því að hún var afhelguð og er núna ekkert annað en aldargamall hjallur sem ekkert brúk finnst fyrir. Kannski hefði mátt nota biskupinn yfir íslandi til að afhelga gamla hróið þar sem hann þótti ekki hæfur til að vígja glæsi- setrið vegna ávirðinga sem á hann eru bornar af lærðum sem leikum og enginn kærir sig um aö sanna né afsanna, né yfirleitt að vita neitt um. En vegir guðs og Prestafélagsins eru órannsak- anlegir eins og hjörtu og nýru mannanna sem oft láta illa að stjórn. Því vita fæstir um hvaða falsspá- menn Mattheus var að fjalla í ritningarorðum sunnudagsins 28. júlí. Af sömu sökum er heldur ekki vitað hvort er guði þóknanlegra, allt tildrið og fyrirmannahátíð- in í Reykholti eða látlaus endurvígsla litlu kirkj- unnar í Flatey á Breiðafirði. OO Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.