Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 6
6 Þri&judagur 30. júlí 1996 Fyrir rúmum 20 árum vildu Alþjóbabankinn og Rockefeller-sjóöurinn fjárfesta í uppbyggingu Krýsuvíkursvœbisins. Hafnfiröingar vilja taka upp þráöinn á ný: Sumarhiti alla daga undir risaþaki úr trefjagleri „Hugmyndin sem fram kemur í Checchi- skýrslunni er svo stór- kostleg ab ef henni hefbi verib hrint í framkvæmd, þá væri allt annab atvinnuástand á ís- landi," segir Sigurbur T. Sig- urbsson formabur Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firbi um innihald 21 árs gamall- ar skýrslu sem skilab var á sínum tíma til Sameinubu þjób- anna um uppbyggingu Krýsu- víkursvæbisins. Á þessum tíma voru bæbi Al- þjóbabankinn og Rockefeller- sjóburinn tilbúnir ab leggja fram allt ab 70% af stofnkostnabi, óaft- urkræft til ab byggja bæbi frum- lega og nýtískulega ferbamanna- paradís í Krýsuvík. Ætlunin var ab Krýsuvík yrbi „vörumerki ís- lands" eins og Eiffelturninn er í París og Óperuhúsib í Sydney í Ástralíu. Til ab fá úr því skorib hvort áhugi sé enn til stabar hjá þessum abilum um uppbyggingu svæbis- ins hefur formabur Hlífar ritab samgöngurábherra bréf þar sem stjórnvöld em bebin ab kanna hvort þessir abilar hafi ennþá áhuga á þessum fjárfestingum í Krýsuvík. Jafnframt er farib fram á ab skýrslan verbi þýdd á ís- lensku. Þetta kemur m.a. fram í fréttabréfi Atvinnumálanefndar Hafnarfjarbar. Á svæbinu átti ab reisa fmmlegt og nýtískulegt heilsuhótel, reisa þak úr trefjagleri sem ná átti yfir stórt svæbi svo hægt væri ab hafa sumarhita undir því allt áriö. Hugmyndin var aö þarna mundi rísa stabur sem mundi vekja heimsathygli og draga ab sér jafnt erlenda sem innlenda feröamenn. í skýrslunni er m.a. fjallab um arösemi sérhæfbrar ferbaþjónustu á íslandi og áætlun um þróun feröaibnabar meb áherslu á Krýsuvík. Áhugi Alþjóbabankans og Rockefeller-sjóösins á málinu var m.a. vegna þess aö á þessum tíma, árib 1975, vom S.Þ. aö leita eftir verkefnum þar sem hægt var aö sýna fram á nýtingu á náttúm- vænni orku til ýmissa hluta í staö olíu. í skýrslunni er m.a. lagt til ab jaröhitinn í Krýsuvík veröi nýttur til ýmissa hluta og þar verbi m.a. byggt stórt nýtískulegt hótel sem bæri uppi þak úr trefjagleri sem næöi yfir nokkuö stórt svæöi út frá hótelinu. Hugmyndin var aö trefjaþakib og hótelib yrbu vöm- merki fyrir landiö, svipab og Eif- felturninn er í París og Ópemhús- ib er í Sydney í Ástralíu. Umhverf- is hótelib og næsta umhverfi átti ab byggja þak úr trefjagleri eins og notaö var til ab byggja yfir Olympíuleikvanginn í Munchen. Hótelib sjálft átti ab vera turn sem héldi trefjaglersþakinu uppi í miöju þannig aö hægt væri ab hafa sumarhita undir þessum himni þótt vetrarveöur geisuöu úti. Þá lögbu skýrsluhöfundar m.a. til aö vötnin á Krýsuvíkur- svæbinu yrbu nýtt til veiöa og Bláfjöllin fyrir skíbaiökun svo nokkub sé nefnt. -grh Um 235 milljónir áœtlabar í nýbyggingar og tilfœr- ingar í Kringlunni: Sýning vatnslitamálara í Hafnarborg í Hafnarfirbi: Akvarell ísland Kringlubíó í gagniö fyrir áramót Næstkomandi fimmtudag, þann 1. ágúst, verbur opnub sýning 10 vatnslitamálara í Hafnarborg í Hafnarfirbi. Hjörleifur Sigurbsson er heibursgestur sýningarinnar, en abrir sýnendur em: Alda Ár- manna Sveinsdóttir, Eiríkur Smith, Gubrún Svava Svavars- dóttir, Gunnlaugur Stefán Gísla- son, Hafsteinn Austmann, Katrín Helga Ágústsdóttir, Kristín Þor- kelsdóttir, Pétur Fribrik Sigurös- son og Torfi Jónsson. Þetta er í fyrsta sinn sem vatns- litamálarar sýna saman á íslandi og þaö verbur forvitnilegt fyrir list- unnendur ab bera saman tækni og efnis- tök þeirra sem sýna ab þessu sinni. Alls em um 100 myndir á sýningunni. Sýningin er ...... haldin á vegum Merki synmganrmar. nýrra samtaka vatnslitamálara sem nefnast Akvarell ísland. Kveikjan ab stofnun þessara samtaka var sú ab sl. haust barst Katrínu H. Ágústs- dóttur vatnslitamálara áskomn frá Nordiske Akvarellselskapet um ab kanna áhuga meöal vatnslitamálara á íslandi um aðild og stofnun sam- taka hérlendis sem myndu standa að sýningarhaldi hérlendis í sam- vinnu við Nordiskt Akvarellselskap. í Nordiske Akvarellselskapet em Hjörleifur Sig- urösson er sér- stakur gestur sýningarinnar. nú rúmlega 2.000 félagsmenn. Fé- lagið er að reisa safnahús eða miðstöð þar sem vatnslitamyndir verða sýndar. Þar verða sýningarsalir gestavinnustof- ur, kennsluaðstaða og fleira. Safna- húsið verður skammt utan við Gautaborg í Svíþjóð og hefur hlotið nafnið Nordiskt Akvarellmuse- um/Centrum í Skarhamn pá Tjörn í Bohuslan. Sýningin í Hafnarborg stendur frá 1. til 22. ágúst og er opin kl. 12- 18 alla daga nema þriðjudaga. Verkefnisstjórn Borgarkringl- unnar hefur gert 235 milljóna samning vib Ármannsfell vegna fyrirhugabra breytinga í Borgar- kringiunni, tengingu hennar vib Kringluna og byggingu nýs 3ja sala kvikmyndahúss vestan vib Borgarkringluna. Breyting- um á verslunarhæbum og bíla- kjöllumm á ab ljúka í október og bíóib á ab taka í notkun um áramótin. í tilkynningu frá verkefnis- stjórn Borgarkringlunnar kemur fram að fyrirhugaðar em miklar breytingar á 1. og 2. hæð hennar. Meira verði þar af stómm verlsun- arrýmum og hlutur afþreyingar aukinn í samræmi við þróunina í erlendum verslunarmiðstöðvum. Þær hindranir sem verið hafa á samgangi milli Kringlu og Borgar- kringlu á nú að fjarlægja og raun- ar gott betur. Því meiningin er að byggja tengigang milli húsanna tveggja og samtengja bílastæði þeirra. Reykjavíkurborg hefur sömu- leibis verib fengin í samstarf um byggingu göngubrúar yfir Kringlugömna, milli Kringlunnar og húss verslunarinnar. ■ Dráttarvextir 2-3 falt hærri af lánum í íslenskum krónum Dráttarvextir em frá 2-falt og allt upp í 3-falt hærri á peningakröf- um í íslenskum krónum heldur en kröfum í öbrum gjaldmiblum, samkvæmt tilkynningu frá Sebla- banka íslands. Dráttarvextir hafa undanfarna mánuði verið 16% á vanskilum í ís- lenskum krónum. Algengast er að vanskilavextir séu á bilinu 6-8%, svo sem á kröfum í dönskum og norskum krónum, finnskum mörk- um. frönskum og svissneskum frönkum, þýskum mörkum og hol- lenskum flórínum. Vanskil í jap- önskum yenum bera aðeins 5,3% dráttarvexti. Aðeins þrjár myntir bera dráttarvexti sem em meira en helmingur þeirra dráttarvaxta sem gilda fyrir lán í íslenskum krónum. Af vanskilum í Bandaríkjadollumm þarf að greiða 8,6% dráttarvexti, af sterlingspundum 9% og af sænsk- um krónum 9,4%, en sömu dráttar- vextir em einnig á peningakröfum í ECU- um. Meðalársávöxtun á nýj- um almennum útlánum viðskipta- banka og sparisjóða er nú 12,7% samkvæmt tilkynningu Seðlabank- ans. ■ Ljóbalestur á kaffihúsi vinsœll: Fullt Út úr ciyrimi þeg- ar Hjalti les Ljóbalestur á veitingahúsinu Ólíver vib Ingólfsstræti hefur fyllt húsib út úr dyrum und- anfarnar vikur. Unnendur ljóba er án efa fleiri en maöur skyldi halda. Þab er Hjalti Rögnvaldsson leikari sem stendur bak vib framtakið, les vikulega, við góð- ar undirtektir. í kvöld er Hjalti með lestrarkvöld sem hann kall- ar Mannshöfuð er nokkub þungt. Les hann fyrstu tvær Ijóðabækur Sigfúsar Daðasonar í heilu lagi milli kl. 22 og 23. -JBP Kjallarinn í Austurstrœti 17 í Reykjavík laus til út- leigu: Ekki næt- urklúbbur „Nei, þab er ekkert svoleiöis í gangi," svarabi Eiríkur Sig- urösson framkvæmdastjóri 10-11 verslananna í Reykja- vík, abspurbur hvort til stæbi ab opna næturklúbb í kjallara hússins aö Austurstræti 17. Verslanir hans eru meb fyrstu hæbina og kjallarann í húsinu á leigu, en nota einvörbungu fyrstu hæbina. Kjallarinn stendur því aubur. Fyrir Byggingarnefnd Reykja- víkur liggur erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir veitinga- hús í kjallaranum og forvitnað- ist Tíminn því um það hvort hugmyndir væru uppi um að opna þar næturklúbb. „Ég hef ekki verið spurður að þessu. Það getur verið að það sé einhver að hugsa þetta en eigi bara eftir að bera erindið upp við mig hvort hann geti fengið þetta á leigu," sagði Eiríkur og bætti við að „það síðasta sem maður mundi leigja þetta í væri eitthvað svoleiðis." Hann segist helst vilja leigja húsnæðið undir einhvers konar matsölustað, stað þar sem fólk gæti bmgðið sér inn og fengið sér eitthvað í svanginn á góðu verði. Þar af leiðandi séu 10-11 verslanirnar ekkert á leið á ný svið atvinnurekstrar: „Nei, nei. Við viljum bara halda okkur að matnum. Maður verður að vera skynsamur og halda sig ab því sem maöur kann, láta abra um hitt." -ohr Innritunarvandamáliö í Leifsstöö: Flugstöövarbyggingin meingölluð Miklar bibrabir skapast á degi hverjum vib innritun og vega- bréfsskobun í Leifsstöb. Álags- tímamir em aöallega á morgn- ana á milli kl. 6 og 7 en dæmi em um þab ab allt ab 1200 far- þegar fari í gegnum vegabréfs- skobun á sama hálftímanum. Ástæban fyrir þessari miklu um- ferb er sú aö Flugleiöir em meb langflestar brottfarir á milli 8 og 9 á morgnana, þar sem flug héb- an em mikib bundin tengifiugi erlendis. Ljóst er aö þeir aðilar sem koma ab starfseminni í Leifsstöð em sammála því að aðstöðu- og pláss- leysi er helsta orsök þessa vanda. Fjölga þarf innritunarborðum verulega og bæta aöstöbu við vega- bréfsskoðun, bæbi inn og út úr landinu. Þrjú vegabréfshlið em í brottfarasal en eitt þeirra hefur aldrei verið notab, þar sem aðeins eru til tvö vopnaleitartæki. Og þó nýtt tæki yrði keypt, væri vart hægt ab finna pláss fyrir það við núverandi abstæður. Einn heim- ildarmanna Tímans sagbi að flug- stöbvarbyggingin væri einfaldlega meingöllub. Hún væri falleg hvab útlitshönnun varðar, en mjög óp- raktísk að innri gerð. Mikið væri um steypta veggi og því nánast vonlaust að bæta aðstöðuna. Er- lendis væm flugstöðvarbyggingar oftast stórir geymar þar sem auð- velt væri að breyta eftir þörfum. Menn em þó ekki allir sammála um hversu stórt vandamál biör- aðavandinn er. Kári Gunnlaugs- son hjá Tollgæslunni í Leifsstöð sagbi í samtali vib Tímann ab fólk á íslandi mætti varla bíba í biðröb í 10 mínútur, þá yrbi allt vitlaust. Erlendis stæðu menn oft tímum saman í biðröð án þess ab segja orð. Hann viðurkenndi þó ab þarna væri um ákveðinn flösku- háls ab ræba, sem hlytist af því hversu lítill biðsalurinn væri, og erfitt ab koma aö innritunarborð- um. Breytingar á næstu grösum? Kári sagbi að verið væri að skoða möguleika á úrbótum, og breyt- ingar samfara Schengen-aðild ís- lands 1998 yrðu til bóta. Vega- bréfaeftirlit yrbi þá líklega fært út ab flugvélunum og aðeins vopna- leitin yrbi á núverandi stað, þ.e. vib komu inn í fríhöfnina. Líklega þyrfti samt sem áður að fjölga vopnaleitartækjum og afgreiðslu- borbum fyrir vegabréfseftirlit. Skv. heimildum Tímans eru til- lögur að breytingum til skoðunar í Utanríkisráðuneytinu. Þ.á m. ligg- ur fyrir tillaga Flugleiöa um fjölg- un innritunarborða úr 14 í 24, en ljóst er að aðstöðuleysi gerir slíka aðgerð mjög flókna í framkvæmd. Utanríkisráðuneytib er að skoba þessi mál meb tilliti til Schengen- abildarinnar, og telja menn nú að- eins spurningu um tíma hvenær endanleg ákvörðun liggi fyrir. -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.