Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 8
I Þribjudagur 30. júlí 1996 8 Á sunnudaginn var vígð ný og glæsileg kirkja í Reykholti í Borgarfiröi. Kirkjan hefur verið tæpan áratug í byggingu en hún er ab nokkru leyti ólík öbr- um kirkjum landsins því í byggingunni koma saman ýms- ir þættir sem alla jafna teldust ólíkir. Kirkjan er ab sjálfsögbu Gubshús en jafnframt er hún hönnub meb þab fyrir augum ab nýtast sem tónlistarhús. Inn- an veggja sömu byggingar er einnig abstaba til þjónustu fyrir ferbamenn, bókasafn, fræðaset- ur og fræbimannaíbúb. Um 600 manns voru vibstaddir vígsl- una í Reykholti. Fyrstu hugmyndir um byggingu 1923 Saga kirkjunnar sem hóf þjón- ustu vib Reykholtsprestakall á sunnudag verbur rakin allt aftur til ársins 1923 en það ár ákvað aðalsafnaðarfundur Reykholts- sóknar að halda gömlu kirkjunni ekki við lengur en safna þess í stað sjóbum til þess að byggja nýja hæfilega steinkirkju, eins og það var þá orðað. Lítib varð úr þessum áformum og brunnu sjóðirnir jafnóðum upp í verb- bólgu. Gömlu kirkjunni var auð- vitað eigi að síður haldið vib en það var ekki gert út frá því sjónar- miði ab halda húsinu við í sama formi, heldur var kirkjunni gert til góða þab sem þurfti til þess að hún væri nýtileg áfram, að sögn séra Geirs Waage sóknarprests í Reykholti. Geir segir að það hafi verið í kring um 1980 að sóknarnefndin sá að ekki mátti vib svo búið standa, það yrði að taka ákvörð- un um kirkjuna hvort gera ætti gömlu kirkjuna algerlega upp eða byggja nýja. Sá kostur var skoð- aður að byggja gömlu kirkjuna algerlega upp en menn sáu fram á að ef það yrði gert hefbu menn ekki aðra aðstöðu en þá sem hefði verið í Reykholti frá 1887. Kirkjan var mjög léleg orðin og því var það lagt til við aðalsafn- aðarfund að það yrði ekki gert við hana heldur yrði ráðist í að byggja nýja kirkju og að í tengsl- um við þá kirkjubyggingu mundi sóknin beita sér fyrir því að koma upp annarri aðstöðu sem búið var að tala um áratugum saman. „Þá er fyrst að nefna bókhlöðuna, en frá því um 1930 hafa veriö uppi hugmyndir um að koma upp góðri aðstöðu fyrir bókasafn í Reykholti til þess sérstaklega að kynna verk Snorra. Upp úr 1930 hrinti norskur maður, Einar Hil- sen, þeim hugmyndum af stað. Hilsen þessi safnabi og sendi til Reykholts, Snorra-safns í Reyk- holti eins og hann kallaði það sjálfur, ýmsar útgáfur af verkum Snorra Sturlusonar, norskar, danskar og enskar og beitti sér fyrir því að einstaklingar og sam- tök gerðu slíkt hið sama. Þannig varð til vísir ab safni um Snorra Sturluson. Bókasafn Tryggva Þór- hallssonar ráðherra hefur verib í Reykholti síðan á fjórða áratugn- um, en ríkisstjórnin keypti þab á sínum tíma," sagði Geir Waage. Mikill bókakostur en engin abstaba Þannig var mikill bókakostur fyrir hendi í Reykholti en engin aðstaða til að sinna honum. „Söfnuðurinn ákvað að beita sér fyrir því að í tengslum við kirkju- bygginguna yrði reist þessi bók- hlaba. Frá því um það bil sem handritin komu heim þá höfðu ýmsir framámenn talað um að gaman væri og jafnvel nauðsyn- legt að koma upp íbúð í Reyk- holti svo erlendir og innlendir áhugamenn um Snorra, vísinda- menn, gætu dvaliö í Reykholti um tíma, annað hvort við störf Ný kirkja var vígö í Reykholti á sunnudag. Byggingin sem hún er hluti af er öörum þrœöi tónlistarhús, feröaþjón- ustumiöstöö, bókhlaöa, frœöimannasetur og fræöimannaíbúö. Reykholtskirkja vígb síbasta sunnudag ab vibstöddu fjölmenni. Séra Ceir Waage sóknarprestur: V erkib haft mik- inn mebbyr eða hvíld. Þessar hugmyndir höfðu gengið aftur í ræðum manna lengi eftir það. Loks var það mjög pínlegt að hér var mjög léleg salernisað- staða fyrir ferðamenn og engin aðstaða til að sinna ferðafólki al- mennt. Þess vegna var það að þegar sóknarnefndin gekk frá til- lögu að þessum byggingum þá var þess óskab við húsameistara ríksins ab hann gerði ráð fyrir einhverri aðstöðu fyrir þessar þarfir sem ég er búinn að telja upp. Þannig urðu þessar hug- myndir til," segir Geir um ástæð- ur þess að innan sömu veggja eru svo fjölbreyttar vistarverur sem raun ber vitni. Enda voru hug- myndirnar ekki nýjar af nálinni þegar ákveðið var að fara út í bygginguna, eins og Geir segir: Þessar hugmyndir taldar upp í bréfi frá því um 1960 „Það er til bréf sem séra Einar Guðnason ritaði menntamála- nefnd Alþingis upp úr 1960 þar sem hann er ab svara fyrirspurn frá menntamálanefnd um hvað hann teldi brýnast ab gera á staðnum á næstu árum. Þar telur hann upp allar þessar hugmynd- ir." Þessar hugmyndir voru í vinnslu fram yfir mibjan síðasta áratug. „Þær voru kynntar og ræddar og síðan var haldinn að- alsafnaöarfundur sem var mjög vandlega undirbúinn og boðaður þar sem ákvörðun var tekin um að ráðast í þessar byggingar. Skóflustunguna tók svo herra Pétur Sigurgeirsson á hvíta- sunnudag 1988. Sjötta september þá um haustið lagði frú Vigdís Finnbogadóttir homstein bygg- ingarinnar að viðstöddum Olafi Hákonarsyni Noregskonungi sem var hér í heimsókn. Við það tæki- færi afhenti Ólafur gjöf frá Norð- mönnum, eina milljón norskra króna til Snorrastofu, ekki til kirkjunnar heldur til Snorrastofu. Sú ágæta gjöf hrinti málinu vel fram, allavega hvað áræði okkar varöaði." Norbmenn veittu rausnarlega styrki Norsk stjórnvöld lögðu ekki fram frekari styrki, en norskir einstaklingar gerðu þab hins veg- ar og nefnir Geir einn mann sér- staklega í því sambandi, Arild Holand í Björgvin, en hann færði Snorrastofu 100.000 norskar krónur að gjöf á síöasta ári. „Fleiri styrkir en smærri hafa komið frá einstaklingum í Noregi til Snorra- stofu." Innlendir aðilar hafa einnig veitt verkinu brautargengi. „Jöfn- unarsjóður sókna gagnvart kirkj- unni hefur lagt þessu mikið og gott liö. Síðan hefur Alþingi veitt til þess á fjárlögum og ríkisstjórn- in beitti sér fyrir því núna að 25 milljónir króna verða lagbar til Snorrastofu til að ljúka byggingu hennar á næstu fimm ámm." Verkib haft mikinn mebbyr „Verkið í heild hefur haft mik- inn meðbyr, bæði í héraði og ut- an héraðs. Fjölmargir einstak- lingar, stofnanir og fýrirtæki hafa aðstobab okkur beint og óbeint. Það má segja að allir sem að verk- inu hafa komið hafi borið verkið á höndum sér. Verktakar, iðnað- armenn og allir sem með ein- hverjum hætti hafa komið að þessu verki hafa hjálpað því mik- ið. Það er eiginlega eins og þeir hafi allir verið aö vinna sjálfum sér. Það hefur fengist mikið fyrir hverja krónu sem hefur verið lögð í þetta verk. Það var byggt með þeim hætti lengst af, alveg fram undir þennan lokaáfanga núna, að það var byggt eftir efn- um og ástæbum. Þaö var byggt fyrir þá fjármuni sem fyrirsjáan- legir voru eða búið var að lofa til verksins. Þess vegna hafa verk- þættirnir gengið svolítið í skrykkjum. En þegar tekin var ákvörðun um að vígja í sumar þá varð að miða við það og þar af leiðandi höfum við verið að byggja fyrir peninga sem við höf- um ekki haft á hendi núna síð- ast," segir Geir. Hann vill ekkert fullyrða um heildarkostnaðinn við bygging- una, en segir að það kæmi sér ekki á óvart að kostnaðurinn væri kominn yfir hundrað millj- ónirnar. Stefán Ólafsson frá Litlu- Brekku er byggingameistari kirkj- unnar og hefur fylgt verkinu frá upphafi. Sigurdór Jóhannsson rafVirkjameistari á Akranesi hehir séð um rafmagnið, og Gösli, Ág- úst Guðmundsson, sá um múr- verkib. Byggingafélagið Borg í Borgarnesi smíðaði gluggana í bygginguna en Trésmiðjan Akur á Akranesi hurðir og það sem þeim fylgdi. „Menn hafa lagt sig eftir því að taka íslenskt byggingarefni fram yfir annað og það má segja að all- ir þjónustuaðilar á svæðinu hafi með einum eba öðrum hætti komið að þessu verki og það er ástæða til að þakka öllu þessu fólki og öllum þessum fyrirtækj- um fyrir allt samstarf við okkur." Öbrum þræbi tón- listar- og sönghús En Reykholtskirkja er ekki ein- vörðungu Guðshús eins og fram hefur komið. Hún er öðrum þræði hönnuð sem tónlistar- og sönghús. „Þegar gerð kirkjunnar var lögð fyrir húsameistara þá var óskað eftir því að húsið yrði hefð- bundið í grunngerðinni, þetta yrði krosskirkja meb útbrotum eins og kirkjurnar voru hér í eina tíð, sem sagt, sömu grundvallar- gerðar og Skálholtsdómkirkja og þessar gömlu kirkjur, en auðvitað er húsið nútímalegt að öllu öðru leyti. Það var ákveðið frá upphafi að gæta að öllu sem varðaði hljómburð þannig að húsið yrði sem best úr garði gert fyrir tón- listarflutning. Þess vegna eru nú veggirnir á kirkjunni eins og þeir eru, en veggfletir eru hvergi sam- síöa. Það var ákveðið að hafa kór- dyrnar víðar og rúmar þannig ab þar væri hægt að stilla upp stór- um kórum og yfirleitt gefinn gaumur að rými þannig að það væri hægt að koma fyrir tónlist- arflutningi og það var hugsað fyr- ir því öllu frá upphafi. Því það er mikið tónlistarlíf í Borgarfirði og mikið fjör í öllu kórstarfi. Það var náttúrulega talið sjálfsagt ab reyna að hlúa að því menningar- starfi með því að gera kirkjuna þannig úr garði að hún væri hentug fyrir söng og tónlist." Geir segist reikna með að svo verði búið um hnútana að öll list eigi greiðan inngang í kirkjuna, en bætir við: „En auðvitað er kirkjan fyrst og fremst musteri, helgidómur. Og sem helgidómur reynir hún að hlúa að hinum fögru listum." Geir segir að tónlistin eigi að styðja predikunina. „í kirkjunni er það orðið, helgihaldið, sem hefur allan forgang og tónlistar- flutningurinn styður það en vita- skuld gengur hann aldrei yfir það, þá er eitthvað orðið verulega mikið að ef svoleiðis staða kemur upp. Ég hef enga ástæðu til ab óttast að það verði nokkurn tíma hér," segir Geir og ítrekar að hús- ið sé beinlínis byggt með það fyr- ir augum að það henti vel til tón- listarflutnings. Aðspurður hvort tónlist verði áfram þáttur í helgi- haldi í Reykholtskirkju svarar Geir: „Það er nú líkast til. Kirkjan hefur alla tíð verið fóstra tónlist- arinnar en það má aldrei koma upp sú staða að tónlistin í sjálfu sér fari að ryðja öðrum þáttum til hliðar." Söngurinn ómabi Enda ómaði söngurinn á sunnudaginn. Kórar Reykholts- kirkju og Hvanneyrarkirkju sungu við sjálfa athöfnina og eft- ir hana voru tónleikar þar sem Borgfirðingar sungu. Kvennakór- inn Freyjukórinn og karlakórinn Söngbræður sungu tvö lög hver, en síðan sameinuðust þeir kórar, ásamt kirkjukórunum tveimur og söng þá fjölmennur kór Borgfirð- inga. Geir Waage er ánægður með nýja sóknarkirkju og telur að vel hafi tekist til. „Mér finnst hafa tekist mjög vel til með gerð þessa húss. Og ég sé ekki betur, miðað við þessa reynslu frá gærdeginum að það sé prýðilega hentugt út frá þeim forsendum sem menn gáfu sér og ég er mjög ánægður með þetta allt." -ohr \Amlngar F]öldl vfnnlngahafa 7Upphaaö á hvern 1. *-« 0 3.292.579 2.4-> »o 324.778 3. •-» 43 13.020 4. 1-5 1.861 700 Samtals: 2.28707 2 3.631077 Upplý*ingar um vinninQstökjr fátt ainnig I slmtvara 568-1511 eöa Grœnu númeri BOO-6511 og Itextavarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.