Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 30. júlí 1996 Það hafa, eins og alltaf, verið marg- ar þjóðir sem hafa gefið út frímerki í tilefni af sumarólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum í ár. Það væri að æra óstöðugan að ætla sér að telja upp og sýna myndir af öll- um þeim frímerkjum og því ætla ég aðeins að segja frá nokkrum þeirra hér í þættinum. Þá er ef til vill rétt að byrja á kringlótta frímerkinu frá Nýja-Sjá- landi. Á því frímerki er þekktur ný- sjálenskur sundgarpur, 100 ára af- mælismerki leikanna, hringirnir fimm og svo verðgildið sem er 40 cent. Nýsjálensk frímerki má panta frá: Philatelic Bureau, New Zealand Post, Private Bag 3001, Wanganui, New Zealand. Næst tökum við svo frímerkið sem Króatía gefur út. Myndefni þess er hluti af hringjunum og litir þeirra. Þá eru nöfnin Atena 1896 og Atlanta 1996, til að minnast aldar- afmælisins. Loks er svo merki Póst- málastofnunarinnar neðst til vinstri og verðgildið neðst til hægri. Króatísk frímerki er hægt að panta frá: The Croatian Post and Tele- communication, Philatelic Sales, Jurisiceva 13, 10001 Zagreb, Croat- ia. Bæði þessi lönd gefa aðeins út eitt frímerki hvort. Áður hefir verið sagt frá íslensku og norsku frímerkj- unum hér í þáttunum, en Norð- menn gáfu út Jrrjú frímerki teiknuð af börnum og íslendingar fjögur frí- merki meö skemmtilegu samspili í silouette-grafík. Eitt þeirra ríkja, sem gefa út frí- merki bæði í tilefni af leikunum og eins vegna aldarafmælis þeirra í nú- tíma formi, er ríkið Bahrain. Það gefur út fjögur frímerki með skemmtilegri táknmynd fyrir leik- ana, ásamt merki þeirra og verð- Q8P 100 Ailanta 1996 Merki Ólympíuleikanna. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON gildunum, sem em: 80, 100, 200 og 250 Fils. Þá er einnig mynd emírs- ins, Shaikh Isa Bin Salman A1 Kha- lifa, auk nafns landsins. Hinsvegar er ekki getið um aldarafmælið þarna og ekki heldur í stimpli þeim sem notabur er til fyrsta dags stimplunarinnar. Frímerkin frá þessu ríki má panta frá: Philatelic Bureau, P.O. Box 1212, Manama, Bahrain. Þá gefa Ermarsundseyjarnar einn- ig út Ólympíufrímerki. Guernsey gefur til dæmis út afar skemmtilega blokk fimm frímerkja, sem sýna hinar ýmsu íþróttir frá upphaflegu leikunum: hlaup, kringlukast, glímu, stökk og spjótkast. Þar sem Ólympíuleikarnir hófust fyrir um 2,900 árum, er hér um fornar myndir að ræða. Þessir leikar stóðu síðan til ársins 393 eftir Krist, en þá bannaði rómverski keisarinn Theodosius þá. Það var svo ekki fyrr en 1896, sem þeir voru endurvaktir. Fjögur frímerkjanna bera hringina fimm, en það stærsta í miðju blokk- arinnar ber svo merki frímerkjasýn- ingarinnar „OLYMPHILEX '96", sem stendur á svæðinu meðan á leikunum stendur. Frummynd þess, sem prentað er á blokkinni, er að finna á gömlum leirkrukkum í British Museum. Frí- merki frá Guernsey er hægt að panta frá Philatelic Bureau, Postal Headquarters, St. Peter Port, Gu- ernsey, Channel Islands, GYl, ÍAB. Þá má einnig geta þess að Banda- ríkin gáfu út einstaklega skemmti- lega smáörk, með 20 mismunandi frímerkjum og sérstökum toppi á Frímerkin fjögur frá Bahrain. Kringlótta frímerkiö frá Nýja-Sjá- landi. smáörkinni. Þar eru sýndar 20 mis- munandi keppnisgreinar. Hinn jiólitíski vandi Ítalíu Umberto Bossi, leiötogi aöskilnaöarsinna á Notöur-Ítalíu. The Crisis of the Italian State, eftir Patrick McCarthy. Macmillan, 230 bls., £25. í ritdómi í Times Literary Supplement 19. júlí 1996 sagði: „ítalska ríkið var frá 1992 til 1994 í kreppu, sem um margt var sérstæð. Einn af forystumönnun- um á gamla stjórnarskeiðinu, sósíalistinn Bettino Craxi, neyddist til að flýja land; góð- kunningi hans, Silvio Berlusconi, billjónamæringur af sjálfsdáð- um, er nú fyrir dómi og líka hinn nær síkviki kristilegi demókrati, Giulio Andreotti, sem sjö sinn- um hefur verið forsætisráðherra og er nær persónugervingur gömlu stjórnarháttanna. Heilir stjórnmálaflokkar hafa horfib af sjónarsviöinu. Aftur á móti er stjórnskipunin enn — meb einni veigamikilli undantekningu — nokkurn veginn sú sama og áð- ur, og efnahagslífið hefur ekki farið úr skorðum." „Eina mikils háttar breytingin á stjórnskipuninni er sú, sem gerð var á kosningalögunum. í stað úthlutunar þingsæta að Romano Prodi, forscetisráöherra Ítalíu. hlutfallsreglum er þremur fjórðu hlutum þeirra nú úthlutað til þeirra, sem flest atkvæbi fá í kjör- dæmi sínu, líkt og til sibs er í engilsaxneskum löndum. Rökin fyrir því em, að sá háttur stuðli ekki aðeins að styrkari ríkis- Fréttir af bókum stjórnum, heldur gefi líka betri kost á að setja þær af. Á þá kenn- ingu reyndi nýlega í þingkosn- ingum. Tvær helstu blakkirnar, Ólífutréð og Frelsisstangirnar, komust klakklaust út úr þeim. ... Og mynduð var fyrsta vinstri rík- isstjórnin — sem þó er ekki langt til vinstri — í fimmtíu ára sögu ítalska lýðveldisins." „Þótt hinni nýju ríkisstjórn auðnist að líkindum að leysa að- steðjandi vanda, virðist ítalska ríkib óheilbrigt, ef á það er brugðið alþjóblegum mæli- kvarða. Veikleikamerkin eru kunnugleg: Til aöskilnaðar hreyfinga segir í ýmsum lands- hlutum (nú enn frekar í Venetíu en á Langbarðalandi); mikil spill- ing í stjórnmálum og stjórnsýslu (þótt sú sótt kunni nú að vera í rénun); enn er mafían öflug; op- inber þjónusta er slæleg ... og loks eru ríkisskuldir sem nema 125% af vergri þjóöarfram- leibslu, tvöfalt meira en Maast- 'richt-samningurinn heimilar (þótt flestir Italir láti sér það í léttu rúmi liggja)." „Hvers vegna er svo illa komib í ítölsku þjóðlífi (eða var, áður en „hreinna handa" rannsóknin og saksóknin var hafin í Mílanó 1992)? í augum McCarthys sem margra annarra er undirrótin „skjólstæðings- atferlin" (clien- talism), sem hann skilgreinir fremur óhönduglega sem þab „að ná og halda valdaaðstöðu fyrir sakir traustataks á hinu op- inbera og þess að neyta ríkisvalds til að sölsa til sín úr einkageiran- um". Eins langt og hún nær, er skilgreining þessi án efa rétt, þótt alhæfingarkennd sé um of. Að vísu leggur McCarthy ábyrgb af „skjólstæðings-atferlunum" á herðar nokkurra stofnana, eink- um Kristilega demókrataflokks- ins og Vatikansins, þótt hann reki hnignun stjórnkerfisins til einstaklinga sem alhæfingu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.