Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 30. júlí 1996 11 Islandsbanki: " í íslenskri náttúru birtast í erlendum tímaritum: / Myndir af „stálkonunum Stálkonurnar auka hróbur Islands! Heimsókn „stálkvennanna" Er- iccu Kern og Melissu Coates til íslands fyrir nokkrum vikum fór ekki framhjá neinum, enda um sérstakan vibburb á lista- og íþróttasvibi ab ræba. Metabsókn varb ab ljósmyndasýningu af stálkonum í Listasafni Akureyr- ar og síbar í Kringlunni í Reykjavík. Töluverð umræba varb í þjóbfé- laginu um kvenímyndina, gildi líkamsræktar og fleira meban stál- konurnar dvöldu hér á landi, enda vöktu þær verbskuldaða at- hygli. Jón Guðmundsson, for- svarsmaður líkamsræktarstöðvar- innar Gym 80,og Hannes Sigurðs- son listfræðingur stóbu ab heim- sókn stálkvennanna. Ljósmyndarinn Bill Dobbins, einn af stofnendum tímaritanna Flex og Muscle and fitness, tók myndir af stálkonunum í ís- lenskri náttúru og hefur afrakstur þeirrar myndatöku skilað sér í víðlesnustu tímarit heims. Um gríðarlega landkynningu er ab ræba því fjöldi litmynda prýöa síöur M&F, Flex og Muscle Mac. Stálkonurnar og Bill Dobbins hrifust svo af landi og þjób ab þau Fyrsti íslenski Heimabankinn á Intemetinu Islandsbanki hefur ribib fyrstur íslenskra banka á vabib meb ab opna svonefndan Heimabanka á Intemetinu. Meb abgangi ab Heimabankanum geta vib- skiptavinir bankans nálgast upplýsingar um vibskipti sín á netinu, hvar svo sem þeir em staddir í heiminum. „Það er stefna bankans að vera ávallt í takt vib nýja tíma," segir í fréttatilkynningu sem íslands- banki gaf út í tilefni af opnun Heimabankans, „og með þessu skrefi inn á Internetið er íslands- banki búinn ab skipa sér meðal þeirra banka í heiminum sem standa hvað fremst á Internet- inu." Heimabankinn gerir einstak- lingum og heimilum meb ýmsum hætti auðveldara að halda utan um fjármál sín. Á reikningsyfirliti má t.a.m. sjá úttektarstað debet- korts, sérstakt kreditkortayfirlit sýnir innlendar og erlendar færsl- ur og á viðskiptayfirliti sést heild- arstaða notenda á hverjum tíma. Eins er hægt ab fletta upp í þjób- skrá, skoða gengisskráningu og reikna út greiðslubyröi lána. Öryggi á Intenetinu hefur verið mikið í umræðunni og sumum hefur sýnst sem svo að því sé áfátt. Mikil þróun hefur hins veg- ar orðið í öryggismálum og fyrir Heimabankann notar íslands- banki einungis fullkomnustu staðla, hugbúnað og vélbúnað sem völ er á. Meb þessu er tryggt að hverju sinni er fullkomlega ör- uggt samband á milli notenda og íslandsbanka og að engin utanað- komandi komist í gögn annars. Á Internetinu er einnig að finna umfangsmiklar síður með öllum upplýsingum um starfsemi og þjónustuþætti íslandsbanka og dótturfyrirtækja hans, Glitnis og VÍB. ■ Ný hljóbbók: Uppreisnin eftir Stephen King hafa fullan hug á að koma aftur og auka hróbur íslands enn frekar með fjölbreyttari hætti. ■ Hljóðbókaklúbburinn hefur gefib út Uppreisnina eftir Stephen King. Um er ab ræba úrvals spennusögu eftir meist- ara spennusagnanna. Uppreisnin á sér stab í venju- legum bandarískum mennta- skóla. Einn nemendanna er „tekinn á teppið" vegna aga- brota og vísað úr skólanum. Hann tekur þá til sinna ráða og atburðarásin verbur hröb. En hvað veldur því að ungur piltur fer hamförum og gerir uppreisn gegn sjálfum sér og kerfinu? Allt frá upphafi bókarinnar og til enda heldur höfundurinn lesendum föngnum og leiöir þá inn í hringiðu óhugnanlegrar atburbarásar í skólastofunni þar sem ungi maðurinn heldur skólafélögum sínum í gíslingu. Þá er ekki aðeins um hans eigin uppreisn að ræða heldur líka eftirminnilegt uppgjör gíslanna sín á milli, vib foreldra og um- hverfi. Spennan magnast stöð- ugt innan veggja og utan og endar í hámarki sem kemur á óvart. Þetta er mögnub spennu- saga! Jóhann G. Jóhannsson leikari les Uppreisnina í þýðingu Karls Th. Birgissonar. Bókin var hljóðrituö og fjölfölduð í Hljób- bókagerð Blindrafélagsins. Upp- reisnin er á fimm snældum og tekur um sjö klukkustundir í flutningi. Hljóðbókin verður fyrst um sinn aðeins seld félög- um í Hljóðbókaklúbbunum og kostar 2.100 krónur. ■ Alþjóbleg grillveisla í Vibey Laugardaginn 20. júlí komu saman tæplega 200 manns af 20 mismun- andi þjóbernum á annab alþjóblegt „picnic" á íslandi, sem ab þessu sinni var haldib í Vibey. Svipuð samkoma var haldin í fyrra á Þingvöllum. Nú tóku þátt fjögur félög útlendinga á íslandi: Félag nýrra Islendinga, sem er bet- ur þekkt sem SONI (Society of New Icelanders), Nýbúafélag Suð- urnesja, F.I.A. (Filipino Icelandic Association), og Fil-Am (Filipino- American Association) frá Kefla- víkurflugvelli. Fólkib grillaði og borðaði saman, fór í boltaleik, göngutúr, og eggjakast, spjallabi saman, kynntist, og skemmti sér konunglega. Ákveðið var að hitt- ast í þriðja sinn næsta ár í Heiö- mörk. Þess má geta að á íslandi eru um 20 félög útlendinga og í undirbúningi er stofnun Útlend- ingaráðs á íslandi. ■ Verslunarmannahelgin: Upplýsingamiðstöð umferðarmála Umferbarráb mun í samstarfi vib lögreglu um allt land starfrækja upplýsingamibstöb á skrifstofu rábsins um verslunarmannahelg- ina. Þar verbur safnab saman upplýsingum um umferbina, um ástand vega og annab þab sem ætla má ab geti orbib ferbafólki ab gagni. Útvarp Umferbarrábs verbur meb útsendingar á öllum útvarpsstöbvum um helgina eftir þörfum. Upplýsingamiðstöðin verður op- in föstudaginn 2. ágúst kl. 9-22, laugardaginn 3. ágúst kl. 10-19 og mánudaginn 5. ágúst kl. 12-19. Nauðsynlegt er fyrir ökumenn að hafa ýmis atriði sérstaklega í huga þegar lagt er af stab út á þjóö- vegina. Jafn og góður hrabi skiptir þar miklu máli. Hann dregur úr framúrakstri og minnkar streitu, sem stundum gerir vart við sig hjá sumum ökumönnum. Þeir sem draga eftirvagn fara eölilega hægar en aðrir og þurfa sífellt að hliðra til og hleypa öðram framúr, hvar sem færi gefst. Ef eftirvagninn er breið- ur þarf að setja auka hliðarspegla á bílinn. Umferðarráð skorar sérstaklega á alla ökumenn að virða yfirborðs- merkingar sem gefa til kynna að ekki megi aka framúr, þ.e. óbrotnar línur á blindhæbuíh, við beygjur og víbar. Þá er sérstök ástæða til ab hvetja ökumenn til að sýna varúb þar sem malarvegir taka við af veg- um með bundnu slitlagi, þar verð- ur að draga úr hraba ef ekki á ab fara illa. Um verslunarmannahelgina era margir að skemmta sér og því fylg- ir oft áfengisneysla. Þeim ein- dregnu tilmælum er beint til öku- manna að blanda alls ekki saman akstri og áfengisneyslu. Það er lífs- hættulegt. Almenn varúð og tillitssemi verður að vera í hávegum höfb um helgina. Ef allir leggja sig fram auk- ast líkur á að vel gangi. Síbast en ekki síst hvetur Um- ferðarráð fólk til að spenna bílbelt- in hvar sem það situr í bílnum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.