Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 1
EINAR J. SKÚLASON HF Það tekur aðeins einn ivirkan^ÍÍ^ daa að konta póstinum PÓSTUR þínum til skila 00 SlMI STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Miðvikudagur 31. júlí 143. tölublað 1996 Borgarráb um fjárhags- vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur: Vanrækslu heilbrigðis- yfirvalda ab kenna Rekstrarvandi Sjúkrahúss Reykjavíkur er, samkvæmt því sem segir í samþykktum borgarrábs frá því í gær, til- kominn vegna vanrækslu heilbrigðisyfirvalda við að ákveða þeim tekjur í sam- ræmi við þau verkefni sem þeim er ætlab ab sinna. „Borgaráð harmar þann tæplega 300 milljóna króna niðurskurð sem stjórn sjúkra- hússins var tilneydd til að samþykkja vegna skorts á rekstrarfé til spítalans." Niður- skurð sem mun ekki hvað síst koma niöur á þjóustu við aldr- aða og geðsjúkra auk þess sem þær munu hafa veruleg áhrif á bráðadeildum sjúkrahússins. Með þessu verði heilbrigðis- þjónusta við landsmenn alla, einkum höfuðborgarbúa, skert vemlega. Þá segir í samþykktum borg- arráðs að óábyrgt sé að ræða um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala sem allsherjarlausn á vandan- um meðan ekki liggja fyrir rökstuddar tillögur um hugs- anlegan sparnað sem slík sam- eining hefði í för með sér. Aö lokum hvetur borgarráð ríks- stjórnina til að ganga nú þegar til formlegra viðræðna við borgaryfirvöld í þeim tilgangi að tryggja Sjúkrahúsi Reykja- víkur eðlilega tekjustofna og um leið að treysta þá mikil- vægu og nauðsynlegu starf- semi sem spítalinn innir af höndum og bendir á að lokan- ir á einstökum deildum spítal- ans leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til með ærnum kostnaði fyrir þjóðfé- lagið. -gos Örtröb á heilsugœslustöbvum Fjölmargir sóttu þjónustu til heilsugœslustöövanna ígœr vegna óvissu- ástandsins sem skapast, leggi lœknarnir nibur störf á föstudag. Fólk kemursumt fyrren þab œtlabi til ab rœba vib lœkni sinn. Hún Stefanía íris, eins árs, kom ásamt föbursínum íheilsugœslu Fossvogs ígœr, vegna smáslœmsku, og fékk sína þjónustu. Á heilsugœslustöbvum var margt um manninn, en fjölmargir lœkn- ar í sumarleyfum. í Karphúsinu vib Borgartún rœddu deiluabilar daglangt hjá ríkissáttasemjara í gœr. „Þab hefur ekki gengib saman í deilunni. Þab ber mikib á milli og ekkert hefur breyst, fundir standa yfir og verba eitthvab áfram," sagbi Þórir Einarsson ríkissáttasemjari síbla dags í gcer. - Tímamynd cs. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisrábherra í samtali við Tímann í gœr: Ég beini þessu vandamáli til fjármálarábherra „Við emm ekki sú þjóð ab vib lokum á þjónustu vib þessa hópa, vib gemm ekki svona nokkub og vib munum ekki gera slíkt nokkm sinni. Sem betur fer emm vib meb bestu heilbrigbisþjónustu í heimin- um. Vib eigum ab vera stolt af Mikill samdráttur hjá íslenskum abalverktökum. Stefán Fribfinnsson forstjóri: Alls ekki bjart framundan „Þab er alls ekki bjart framundan. Verkefnin em svona þribjungur af því sem þau vom," sagbi Stefán Fribfinnsson forstjóri íslenskra abalverktaka í samtali vib Tím- ann í gær en vemlegur samdrátt- ur hefur verib hjá fyrirtækinu undanfarib og hefur þab verib ab fækka starfsmönnum og er fyrir- sjáanlegt ab fækkunin haldi áfram. „Þaö er hvort tveggja aö verkefn- in em eölis síns vegna ab minnka vegna þess aö þab er búib ab gera svo margt og síðan er náttúrulega samdráttur almennt í framkvæmd- um hjá varnarliðinu," segir hann og vísar til þess að lokið er fjölmörg- um stórum verkefnum á vegum varnarliðsins, svo sem framkvæmd- um í Helguvík og við ratsjárstöðvar en Stefán segir að ennþá megi flokka stöbuna undir: Verra gat það verið. íslenskir aðalverktakar em með tvö verkefni í Grænlandi upp á samtals 900 milljónir. Einhverjir ís- lendingar munu fá vinnu við þau, en aukningin verður fyrst og fremst í Grænlandi, „við stefnum að því að nota eins mikið grænlenskt vinnu- afl og mögulegt er," segir Stefán. í september lýkur útboðsfresti vegna endurbyggingar flugskýlis á Keflavíkurflugvelli, en það er fram- kvæmd upp á um einn og hálfan milljarð. íslenskir aðalverktakar em meðal þriggja íslenskra fyrirtækja sem hafa rétt til að bjóða í verkið. En fleiri eru um hituna: Sjö Tyrk- nesk fyrirtæki, eitt frá Bandaríkjun- um og eitt frá Kanada munu að öll- um líkindum einnig bjóða í verkið. „Þetta flugskýli er náttúmlega 80- 90 manna vinnustaður þegar það fer af stað. En það er ekkert komið að því," segir Stefán og bendir á að þetta sé næsta árs verkefni. „Þetta er reyndar þúsund daga verkefni, þriggja ára verkefni. Þannig að okk- ar vandamál er, fyrir utan það hvort við fáum verkið yfirleitt, að langt er í það í skammtímanum. Það verður ekki kominn mannskapur í vinnu við það, hver sem fær það, fyrr en eftir áramót." -ohr glæsilegri uppbyggingu. En þab er kominn tími til ab vib komum okkur saman um hvaba þjónustu vib eigum ab veita, og hættum ab hræra í henni árlega," sagbi Ingibjörg Pálmadóttir í samtali vib Tím- ann í gær um útspil stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem leggur til stórskerta þjónustu vib aldraba, gebsjúka og fatl- aba vegna fjárhagsörbugleika spítalans. Ráðherrann er þeirrar skoðun- ar að fyrr en síöar komi til sam- einingar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala og kapphlaupi stofnana og deilda um fjár- magniö verði að linna. Öll rök hnígi í þá átt ab af sameiningu veröi. Ingibjörg Pálmadóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa ræbst við undanfarið um stöðuna sem komin er upp hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Þetta er kannski í fyrsta skipti sem ég slæ í borðið svona harka- lega. Eg beini þessu vandamáli ab fjármálaráöherra í dag. Það er nú svo að maður vindur ekki tuskur sem enginn dropi er í. Það er ekki hægt að taka þátt í svona nokkru," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráðherra. „í heilbrigbismálum lands- manna þarf að koma til ný hugs- un. Ef við ætlum að vera meb í tækniundrum heilbrigðismál- anna, ef við ætlum að taka til okkar öll nýju lyfin, sem vib auðvitað viljum og ætlum að gera, þá verðum við einfaldlega að beita þeirri hagkvæmni sem hægt er. Eg tek til dæmis undir með landlækni aö það geta ekki öll sjúkrahús landsins veriö að malla í öllu. Þau geta sérhæft sig á sérstöku sviði og einbeitt sér að því. En síðan veröum við að nota samgöngukerfið sem er orðið svo gott. Vib viljum styrkja heilbrigðiskerfib, það verður aldrei samkomulag hjá íslensku þjóðinni að veikja það kerfi á nokkurn hátt, en þetta verbur að gera á skynsamlegan máta," sagði Ingibjörg Pálma- dóttir að lokum. -JBP Sjá vibtal vib Ingibjörgu Pálmadóttur á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.