Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 10
16 ^1MMW LANDBÚNAÐUR Mi&vikudagur 31. júlí 1996 Hestaferðir um mjbhá- lendi íslands Fer&alög á hestum um landiö hafa átt miklum vinsældum a& fagna undanfarin ár. Eftirspum hefur þó aldrei veri& meiri en á þessu ári. Þannig hefur veriö mjög anna- samt hjá þeim fyrirtækjum sem annast lengri eöa skemmri fer&ir um óbyggðir eða á mörkum byggðar og óbygg&ar. Fleiri og fleiri hafa veriö að bætast í hóp þeirra sem slíka þjónustu veita og nú er hægt a& verða sér út um ferðir hvar sem er á landinu. SUMARTILBOÐ Notaðar dráttarvélar & heyvinnutæki Dráttarvélar Verð án VSK Case-IH 485 XL 2x4, 52 hö„ árg. 1987 vst. 5300 kr. 575.000 Case-IH 595 L 2x4, 60 hö„ árg. 1992 vst. 761 kr. 1.090.000 Case-IH 595 L 2x4, 60 hö„ árg. 1991 vst. 1102 kr. 890.000 Case-IH 685 XL 2x4, 70 hö„ árg. 1987 vst. 3344 kr. 750.000 Case-IH 685 XL 2x4, 70 hö„ árg. 1987 vst. 2900 kr. 750.000 Case-IH 685 XL 2x4, 70 hö„ árg. 1988 vst. 2300 kr. 850.000 Case-IH 695 LA 4x4, 70 hö„ árg. 1990 vst. 1500 kr. 1.050.000 Case-IH 695 XLA 4x4, 70 hö„ árg. 1990 vst. 2700 kr. 1.100.000 Case-IH 685 XL 2x4, 70 hö„ árg. 1990 vst. 3975 kr. 900.000 Case-IH 695 XL 2x4, 70 hö„ árg. 1990 vst. 1510 kr. 950.000 Case-IH 995 XLA 4x4, 90 hö„ árg. 1991 mokst.t., vst. 3395, fram/pto kr. 1.900.000 Case-IH 4240 XLA 4x4, 90 hö„ árg. 1994 mokst.t., vst. 800, tr.brems. kr. 2.450.000 Case Maxxum 5120 4x4, 90 hö„ árg. 1992 mokst.t., vst. 3690 kr. 2.400.000 Case Maxxum 5120 4x4, 90 hö„ árg. 1991 vst. 3382 kr. 2.000.000 MF 3070 4x4, 93 hö„ árg. 1988 mokst.t., vst. 5260 kr. 1.900.000 MF 3070 4x4, 93 hö„ árg. 1988 mokst.t., vst. 30 kr. 2.000.000 MF 590 2x4, 77 hö„ árg. 1977 vst. 5790 kr. 290.000 Steyr 970A 4x4, 70 hö„ árg. 1996 mokst.t., vst. 4000 kr. 2.300.000 Ford 7740 SL 4x4, 95 hö„ árg. 1994 mokst.t., vst. 600 kr. 2.850.000 Ursus 360 2x4, 60 hö„ árg. 1983 mokst.t. kr. 150.000 Ursus 385A 4x4, 85 hö„ árg. 1980 vst. 2000 kr. 350.000 Ursus 1004 4x4, 100 hö„ árg. 1981 vst. 3500 kr. 350.000 IMT 569 DV 4x4, 65 hö„ árg. 1986 kr. 250.000 Zetor 6911 2x4, 47 hö„ árg. 1980 vst. 4300 kr. 250.000 Zetor 5245 4x4, 47 hö„ árg. 1986 vst. 1900 kr. 450.000 Zetor 7211 2x4, 65 hö„ árg. 1990 vst. 1600 kr. 700.000 Zetor 7711 2x4, 65 hö„ árg. 1987 vst. 1200 kr. 510.000 Rúllubindivélar Krone KR 125 árg. 1989 kr.' 495.000 Krone KR 130 árg. 1993 kr. 725.000 Claas Rollant 66 árg. 1988 kr. 600.000 Claas 90x120 árg. 1985 kr. 400.000 Deutz-Fahr 2.3 -OC. árg. 1993 kr. 900.000 Heybindivélar MF 128 árg. 1984 kr. 150.000 Stjömumúgavélar Fella-TS 415 árg. 1992 kr. 200.000 Fransgard-SR 3200 árg. 1994 kr. 100.000 Sláttuvélar Niemeyer RO 187 árg. 1983 m/knosara kr. 80.000 Kuhn 2,40 árg. 1988 kr. 150.000 Pökkunarvélar ListerTailor árg. 1989 lyftutengd kr. 100.000 Kverneland 7500 árg. 1988 lyftutengd kr. 95.000 Carraro RF89 árg. 1991 lyftutengd kr. 250.000 Heydreifikerfi 25m kerfi m/tölvustýringu, árg. 1987 dreifibr. 10m á hvora hlið kr. 80.000 Heyblásarar Wild 66 árg. 1989 kr. 130.000 Heyvagnar Carboni, 28 m3, árg. 1980 kr. 150.000 Traktorsgröfur Case 580 F árg. 1981 kr. 800.000 Case 580 G árg. 1986 kr. 1.250.000 VÉLAR& 6<e' PJ®NUSTAhf JÁRNHÁLSI 2,110 REYKJAVÍK, SÍMI 587 6500, FAX 567 4274 Náttúrufegurd á hálendinu er stórfengleg. Ví&a fylgir þetta þeim stööum sem eru me& bændagistingu og eykur þannig á nýtingu þeirra staða. Fjöldi útlendinga sem hingað kemur til að fara í hesta- fer&ir hefur aukist meö hverju ári og sama fólkið kemur ár eftir ár. Sem dæmi um eftirspurnina þá er þetta ár algert metár hjá Is- hestum, sem er stærsta fyrirtækið á þessu sviði. En þaö eru ekki eingögnu út- lendingar sem sækja í þessar ferð- ir. Fjöldi íslendinga sem ferðast á hestum hefur margfaldast og vex hröðum skrefum. Þannig má segja að hesturinn, þessi einstaka skepna, hafi meira aðdráttarafl hvað ferðamennsku viðvíkur en nokkuð annað sem við getum boðið upp á. Tekjurnar sem þessi atvinnuvegur skapar eru umtals- verðar. Á öllum helstu reiðleið- um um hálendi íslands þá er komin þjónusta við hestamenn í formi fóðursölu og annarrar að- stöðu fyrir hrossin. Á Kjalvegi svo dæmi sé nefnt er gæslumað- ur sem hefur eftirlit með gistingu og fóðursölu. Þannig er það á fleiri stöðum. Umferðin er orðin það mikil að nauðsynlegt er að panta tímanlega fyrir menn og hesta. Þeir sem leggja upp í ferð og ætla sér að gista í fjallaskál- um, en hafa ekki haft fyrirvara á um pantanir, eiga það á hættu að fá hvorki inni fyrir menn né að- stöðu fyrir hrossin. Því skal það enn ítrekað að menn geri ráðstaf- anir nokkru áður en lagt er upp. Ekki er það svo að á öllum stöð- um sé gæslumaður sem hægt er að leita til. En þjónusta er þá með þeim hætti að hey er á staðnum og gíróseðill í skálanum sem menn taka með sér og fylla út og greiða þannig fyrir gistingu og fóður. Upprekstrarfélögin sem eiga þessa skála treysta mönnum til góðrar umgengni og skilvísi. Þessar greiðslur standa undir við- haldi á þessum skálum og kostn- aði við ab koma fóbri á staðinn. Á nær öllum stööunum hefur snyrtiaðstaða verið stórlega bætt. Komið hefur verið upp salernis- aðstöðu meb rennandi vatni og er það gífurleg framför þegar hægt hefur verið að afleggja kamrana. Aukin umferð skipu- lagðra hestaferða hefur gert það mögulegt að leggja í þann kostn- að sem þessu fylgir. Góð þjónusta á langri leið Sá sem þetta skrifar er nýkom- inn úr hálfsmánaðar ferð þar sem farið var að sunnan um Kjalveg og þaðan að Arnarvatni, síðan ribið um Miðfjörb, Fitjárdal, Víbidal og Vesturhóp að Þingeyr- um. Gisting í skálum á þessari leið var með ágætum og þjónust- an góð. Alls staöar var heysala þar sem ekki var hagagirðing. í byggð voru nýttar bændagisting- ar, þegar ekki var gist hjá vinum og ættingjum. Á Þingeyrum, þar sem betra reiðland er en á flest- um öðrum stöðum sem ég þekki til á landinu, er boöið upp á gist- ingu. Næsti áfangi var bænda- gisting á Hofi í Vatnsdal þar sem aðstaðan er prýðileg bæði fyrir menn og hesta. Þaðan var svo haldið upp á Kjalveg að nýju og gist í skála við Áfangafell. Þar er fyrirmyndarþjónusta enda stað- urinn rekinn sem þjónustumiö- stöð fyrir ferðamenn og veiði- menn. Síðan var haldið um Hveravelli og gamla veginn yfir Kjalhraun, síðan áleiðis að Kerl- ingarfjöllum og yfir brúna á Jök- ulfallinu og í Leppistungur á Hrunamannaafrétti. Þar er góður- skáli og hey á boðstólum og gíró- seðill sem menn taka með sér. Frá Leppistungum var fariö um Helgaskála þar sem samskonar þjónusta er og í Leppistungum. Frá Helgaskála var farib um Hóla- skóg og yfir Þjórsá við Búrfells- stíflu og í Leirubakka. Þar er mik- il fyrimyndarþjónusta. Síðasti dagur ferðar var svo frá Leiru- bakka yfir Ytri-Rangá og um Heklubraut að Gunnarsholti og þaðan að Vindási í Hvolhreppi og menn og hestar þá komnir heim eftir vel heppnað ferðalag. Á allri þessari löngu leið var farið um reiðgötur eða jeppaslóð- ir ef frá er talin leiðin frá Hvera- völlum að Arnarvatni. Skipulag fyrir hestaum- ferð á miðhálendinu Á hluta þessarar leiðar var fjöldi hópa á ferð enda eru júlí og ágúst aðal ferðatími hesta- manna um miðhálendið. Það er talið að um 2000 hestar séu á ferb um landið á þessum tíma og er sjálfsagt ekki oftalib. Þær radd- ir hafa heyrst að kominn sé tími á að skipuleggja reiðleiðir á há- lendinu og gæta þess að ágangur verði sem minnstur á viðkvæm- um stöðum. Þess er vissulega þörf því vitanlega er ekki sama hvernig farið er um landið. Ég held þó að óhætt sé að segja að ofbeitarvandamál sé ekki til stað- ar í svona ferðum eftir að heysala varð svona almenn. Hitt er ljóst að traðk stórra hópa um við- kvæmt land getur skemmt mikið. Ekki á þetta síst vib í deiglendi sem hættir til að vaðast út. Ég er þess fullviss að allir hestamenn sem leggja fyrir sig ferbalög myndu fagna því ef reiðleiðir yrðu rækilega merktar og þau svæði auðkennd þar sem ekki yrði leyfð umferð stórra hesta- hópa. Þessi ferðamáti er kominn til að vera og skapar þegar miklar tekjur í þjóðarbúið en það er jafnframt naubsynlegt að honum sé beint í þann farveg sem ekki spillir náttúru landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.