Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 tfrtlfoíMlRÍMT STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Cubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Jafnréttinu bjargað Fráfarandi forseta þakkað, nýjum fagnað í dag tekur Ólafur Ragnar Grímsson við embætti sem fimmti forseti lýðveldisins, en Vigdís Finn- bogadóttir lætur af völdum eftir 16 ára farsælan embættisferil sem forseti íslands. Það eru því þáttaskil og ástæða til þess að þakka fráfarandi f or- seta einstaklega vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar sem fulltrúi hennar á erlendum vett- vangi og sameiningartákn heima fyrir. Jafnframt skal nýjum forseta fagnað og honum óskað far- sældar í hinu virðulega og vandasama hlutverki forseta íslands. Innsetning forseta íslands fer fram í Alþingis- húsinu í dag, og fer hún fram samkvæmt hefðum sem mótast hafa í sögu lýðveldisins. Lýðveldið er ungt og hefðir okkar íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar eru ekki gamlar. Hjá öðrum þjóðum hafa slíkar venjur mótast á liðnum öldum en því er ekki nema að litlu leyti til að dreifa hjá okkur. Formfesta er ekki mikil í okkar samfélagi. Hér er ekki verið að mæla með stífum hirðsiðum að hætti konungdæma, en það er sjálfsagt og eðlilegt að æðsta stjórn landsins haldi upp á þjóðhátíðina með ákveðnum og formföstum hætti svo sem gert hefur verið með athöfn á Austurvelli, forseti ís- lands sé settur í embætti á virðulegan hátt, ákveðnar hefðir gildi um setningu og slit löggjaf- arsamkomunnar og áramóta sé minnst með form- föstum hætti af forseta landsins og forsætisráð- herra svo að nefndar séu nokkrar hefðir sem verið hafa um áraraðir. Fulltrúar hins þrískipta valds í þjóðfélaginu bera ábyrgð á innsetningu forseta íslands og eru jafn- framt handhafar valds hans í forföllum forseta og þegar hann fer erlendis. Forseti Hæstaréttar, for- sætisráðherra og forseti Alþingis eru þessir fulltrú- ar og skipa sinn sess við innsetningarathöfnina. Um forsetaembætti hafa skapast farsælar venjur. Forsetinn er fremstur meðal jafningja. Hann gefur merkisatburðum í daglegu lífi þjóðarinnar og ein- stakra byggðarlaga hátíðarblæ með nærveru sinni. Hann er sameiningartákn þjóðarinnar og hafinn yfir hið pólitíska dægurþras. Það hlutverk er eink- ar mikilvægt. Ólafur Ragnar Grímsson, sem tekur við embætti forseta íslands í dag, kemur beint af vettvangi stjórnmálanna og hefur háð þar harðar orrustur. Úrskurður þjóðarinnar er sá að ekki sé ástæða til þess að útiloka menn frá forsetaembættinu af þeim orsökum. Hann háði sína kosningabaráttu á hófsömum og hefðbundnum nótum og uppskar í samræmi við það. Tíminn óskar þess að gæfa fylgi Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans þegar hún flytur nú um set og sest að á Bessastöðum sem er setur for- seta íslands. Ekki er ástæða til annars en bjartsýni um það að þjóðareining skapist um nýjan forseta. Fullvíst er að íslenska þjóðin vill hafa samstöðu og virðingu um embætti forsetans. Það embætti minnir okkur á sjálfstæði okkar og þá lýðræðislegu hefð sem þjóðinni ber að standa vörð um. Stefnumótun í jafnréttismálum hefur verið nokk- ub í umræbunni í höfubstabnum undanfarin miss- eri. Fyrir nokkrum mánubum varb mikil sprenging í borgarkerfinu verna ósamlyndis þáverandi jafnr- étisfulltrúa og þáverandi formanns jafnréttisrábs og ef Garri man rétt snerust klögumálin um þab ab formaburinn taldi fulltrúann ekki sýna neitt frum- kvæbi en fulltrúinn sagði formanninn óþarflega vibskotaillan auk þess sem ekkert lægi fyrir um það í hverju starf jafnréttisfulltrúans ættu ab felast. Þess utan blandabist inn í þetta mál spurningin um hvort Reykjavíkurborg ætti ab móta algerlega sjálfstæða jafnréttisáætlun eða hvort eðlilegt væri að byggja á jafnréttisáætlunum sem gerðar hafi verið á landsbyggðinni og var Akureyri sérstaklega tilgreind. Málið fór alla leið inn í borgarstjórn og borgar- búar gátu hlýtt á heitar og tilfinningaþrungnar umræður um mikilvægi jafnréttis- ---------------------------- mála og starfs jafnréttisfulltrúa og f APPI frammi fyrir hversu brýnt væri að þessi mála- flokkur fengi sem mestan og bestan framgang í stjórnsýslu höfuðstaðarins og starfs- mannahaldi öllu. Sú snurða sem hljóp á þráðinn milli fulltrúans og formannsins þótti því sérstak- lega óheppileg öfugþróun í þessum mikilvæga málaflokki. Farsæll endir En málið hefur sem betur fer fengið þann farsæla endi að nýr jafnréttisfulltrúi hefur tekið við af þeim gamla og nýr formaður tekið vib af gamla tbrmanninum. Og það er ekki ab sökum ab spyrja ab þessi mikilvægi málaflokkur er kominn í hinn besta farveg og markvisst er unnib ab söfnun þýb- ingarmikilla upplýsinga um stöbu og horfur í jafnrétismálum borgarinnar. Eitt mesta stórvirkib á þessu svibi er einmitt í deiglunni þessa dagana en opinberab hefur verib ab nokkrum starfsmönnum borgarinnar verbur bobib ab taka sér 3 mánaba launab fæbingarorlof. Þessir tilraunakarlar verba síðan vaktaðir á tímabilinu af jafnréttisnefnd Reykjavíkur og kannað hvernig þeim gegnur í frí- inu. I frétt í Tímanum í gær segir m.a. að „feðrun- um og fjölskyldum þeirra verði fylgt eftir meb vib- tölum fyrir, á meðan og eftir að fæðingarorlofi lýk- ur. Sömuleiðis yrðu tekin viðtöl við samstarfsmenn og yfirmenn á vinnustað. Með verkefninu yrði reynt að leiða í ljós hvaða áhrif fæðingarorlof föð- ur hefur á sjálfsmynd hans, tengsl hans við barn sitt, verkaskiptingu inni á heimilinu og þar með jafnrétti kynjanna. Jafnframt að kanna hvernig vinnustaðurinn bregst við fæðingarorlofi föður og hvernig yfirstíga megi þá erfiðleika sem kunna að koma upp." Áhugi á ab vera meb Eins og þessi upptalning ber með sér er hér á ferðinni verkefni sem skiptir gríðarlegu máli og er afar líklegt til að draga fram eiginleika hins dæmi- gerða íslenska karlmanns þegar hann stendur ,móðurlegu" umhyggjuhlutverki með lítið barn heima hjá sér. Eng- inn vafi er á að þeir tilraunakarlar sem gefa sig í þetta verk verða ein- mitt góðir fulltrúar kynbræðra sinna og svara spurningum og viðtalameðferð jafnréttisnefndar af samviskusemi. Þannig að út- koman gefi góða vísbendingu um hvernig karl- menn í Reykjavík umbreytast þegar þeir fara að umgangast börnin sín, sem þeir væntanlega gera fæstir eða hvað? Ekki mun það nú spilla fyrir áhuga manna að komast í þennan tilraunahóp að yfirmenn þeirra og samstarfsmenn verða meb í dæminu og eiga ab fylgjast meb breytingunum og skrifa um þab skýrslur hvort tilraunakarlarnir tali ekki frekar um bleiukaup og barnavagna eftir orlof- ib en fluguhnýtingar og fyllerí. Þab er því full ástæba til ab fagna þessu framtaki og lofa Gub fyrir ab tekist hefur að koma jafnréttis- málum í höfuðborginni á sporið eftir hremming- arnar í vor. Að vísu verður Garri að viðurkenna að hann myndi trúlega verða nokkuð feiminn að taka þátt í þessari tilraun. Hins vegar myndu málin horfa öðru vísi við ef fengnir yrðu í tilraunahópinn línumenn frá Landsvirkjun — það myndi óneitan- lega líta betur út, enda vill Garri, eins og hann hef- ur áður lýst yfir, helst af öllu líkjast hinum karl- mannlegu línumönnum. Garri Konsertinn sem aldrei var haldinn < „Ferðin sem aldrei var farin" eftir Sigurð Nordal er eitt af snilldarverkum íslenskrar smásagnagerðar. Eins og nafnið bendir til, fjallar sagan um ferðalag sem ekkert varð úr nema umstang og undirbún- ingur. í kvöld verða svo tónleikar sem aldrei verða haldnir, en eru orbnir margfrægir af fregnum af undirbúningi. Meðal þeirra sem ekki syngja í kvöld eru stórstjörnurnar Björk og Kristján hetju- tenór og Bubbi Iætur ekki til sín heyra fremur en Sinfóníuhljómsveit íslands. Hátíðartónleikarnir sem ekki verða haldnir fóru af stað með miklum glæsi- brag, eins og vænta mátti vib svo hátignarlega at- höfn og forsetakrýningu meb vibeigandi svardög- um. Svo er komin til önn- ur söngskemmtun sem ekki verður haldin á hátíð- isdaginn. Kvennakór Reykjavíkur átti að stilla sér upp framan við Alþing- ishúsib og syngja vib at- höfnina sem þar fer fram. Þab verbur líka konsert sem ekki verður haldinn, þrátt fyrir æfingar og und- irbúning. Forsætisráðuneytið sagði að Kvennakórnum væri ofaukið, því á Austurvelli á ab blása í lúðra og berja bumbur. Ekkert kvennapíp þar. Heiburinn lítils virbi Forsetakonsertinn sem ekki var haldinn átti að yera í Háskólabíói í kvöld, eftir að biskupinn yfir íslandi og forseti Hæstaréttar hefðu veitt Ólafi R. blessun guðs og sína. Eftir að í ljós kom að söng- og spilafólk átti að troða upp eingöngu þjóðhöfðingja og fósturjörb hans til dýrbar, án annarrar umbunar en heiburs- ins ab fá ab spila þar og syngja af hjartans lyst, fóru ab renna tvær grímur á listafólkib og að lok- um felldi það grímuna alveg: Við sprellum ekki í Háskólabíói fyrir svo lítilmótleg kjör. Úr varb for- setakonsert sem aldrei var haldinn og verður lengi í minnum hafður, eins og ferðin sem aldrei var farin. Eða sagði ekki þjóðskáldið að það væri þakk- arvert að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast? Kannski eru þeir hljómleikar bestir og eft- irminnilegastir sem aldrei eru haldnir. Hvab átti ab gera vib aurinn? Metnaðarfullir skipuleggjendur forsetahljóm- leikanna létu þau boð út ganga, þegar hljómleik- arnir voru ákveðnir, að mestu og bestu listamenn lýðveldisins og víbar ab myndu gefa vinnu sína, en hlotnast heiðurinn. Var það látið gott heita þar til upp komst að selja átti inn fyrir vænar fúlgur. Þá spurðu listamenn hver ætti að fá aurinn, en það hefðu þeir átt ab láta ógert í kurteisisskyni. Þeir sáu ab verib var ab hafa þá að féþúfu fyrir einhverjar óskilgreindar þarfir. Upp úr einum skipuleggjanda álpaðist að verið væri að safna fyr- ir tónlistarhúsi og því trúði enginn. Enn síður vildu listamenn trúa því að nota ætti gjafmildi þeirra til að greiða upp í ------------------------------------ kosningaskuldir, en aubvitab er Af «. • alveg fráleitt ab nota krýningar- VIOclVílllQI daginn til svo ómerkilégra um- ------------------------------------ svifa. Úr því sem komib er skiptir engu máli hvað gera átti við aðgangseyri forsetakonsertsins. Hann verður hvort sem er ekki notaður til neins, ekki einu sinni til kaupa eða endurnýjunar húsakosts embættisins. Ekki fá listamennirnir sem hvorki spiluðu né sungu neitt fyrir ab láta þab vera, frem- ur en þeir áttu ab fá nokkub fyrir ab spila og syngja. Er þeirra hlutur hinn sami, hvort sem konsertinn lukkabist eba var aldrei haldinn. Fræg er ferbin sem aldrei var farin, frægur verð- ur forsetakonsertinn sem aldrei var haldinn og lengi verður í minnum haft forsetaframboðið sem Davíð lagði aldrei í. Svo má vel hugsa sér hvort þessi pistill hefði ekki orðið miklu betri ef hann hefði aldrei verið skrifaður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.