Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 Gubrún Agnarsdóttir: Launin áttu inni enn Svar vib opnu bréfi frá Árna Gunnarssyni, abstobarmanni félagsmálarábherra og formanni Sambands ungra framsóknarmanna Ágæti Árni. Ég þakka bréf þitt í Tímanum 10. júlí, sem ég sá þegar ég kom heim úr sveitinni nýlega. Þakka þér kærlega fyrir stuðn- ing þinn viö forsetaframbob mitt, sem ég met mikils. Ég er einnig mjög þakklát þeim fjöl- mörgu öðrum sem veittu mér stubning til þessa embættis og þeim sem lögbu fram tíma sinn og ómælda vinnu. Eins og fram kom í abdrag- anda kosninganna gaf ég kost á mér í framboð vegna fjölda áskorana sem mér bárust. Einnig vegna þess ab ég tel ab embætt- ib veiti svigrúm þeim sem vill leggja sitt af mörkum meb margvíslegum hætti til ab bæta samfélagib. Mér er hins vegar fullljóst ab frambob til embættis forseta íslands er ekki pólitískt meb hefðbundnum hætti og sá sem gegnir því embætti þarf ab sýna hlutleysi gagnvart flokks- pólitískum málefnum og hags- munum. Fyrir mér vakti því einungis ab bjóba mig fram til embættis for- seta íslands. Ef ég hefbi haft hug á „pólitísku brölti" eba frambobi til Alþingis, hefbi ég tekib þátt í síbustu alþingiskosningum. For- setakosningar og abdragandi þeirra eru ekki rétti vettvangur- inn til þess. Þab kom mér hins vegar mjög á óvart hve margir komu að máli við mig á kosn- ingavökunni og síðar og létu í ljós áhuga á því að halda áfram einhvers konar samstarfi. Þessi vilji var algjörlega óskilgreindur og hef ég aldrei túlkað hann öðruvísi. í forsetakosningum sameinast fólk um að styðja ákveðinn ein- stakling, en jafnframt um mál- efni og lífssýn. Það er óhjá- kvæmilegt í þeirri miklu um- ræðu sem verður í aðdraganda kosninganna að athygli beinist ab ýmsum þeim málum sem betur mega fara og áhugi og löngun fólks vakni til ab virkja sig til þátttöku til þess ab þoka þeim áleibis. í forsetakosning- um er það líklega einnig algeng- ara en í öðrum kosningum að þar hittist fólk og fari að vinna saman sem aldrei hefur áður hist eða þekkst. Kemur þar sam- an fólk úr öllum stjórnmála- Arni Cunnarsson: Illa launar þú stuðninginn Oplb brif tH Cubrúnar Agnarsdóttur, keknis og fyrrverandl tonetoframb}6benda Nottiu fyrlr Moitbg tðfc íg Jii ikvúibun ib Ijí þti Jtkvtti mltt f nfil ilðíMium foruutoinlnium. £g gribl |itu ao víI Igronduínj mÍlL M(i UnnM mlkllvcgt *& rnc-: ng if tt riktl mctxl þ]óíiai- Inoir um cmbxtli fotiel* ll- lindi oi al ]xliu fiimt'löbcod- um, itni £Jíu i sti koit. MeyHI fg þti t*Jl tll t>Cii il(|> i Bow- itoöum. f:, • t : i: i<. I.. 11 i „¦ ¦¦- r á I, rlI ¦. i i: i ¦ g (*¦¦'.-íiit Rignai Grtmuon vum yfltburtml|ur. Engu lt> llðuf „Viijirpú min ráð að einhverju hafa, pá vertu ánptgí með . pann árangur sem náöist f forsctakosn- insumim, en viður- kenndu að þtí tapað- ir. Að pv( er engin skömm." rtitl. ib (í irvb Mg (UJ I Mnu pðlllíika bröUl. ts btndl ]•*: lilnfnmt i i falln clnLcfnl. jo fg tcl ab þú kitlr iii»!ltlnn itubnlnj icm íoimibui nyi itjArnmllifloUu, og lilli þu tll Uiur ikilb* vtldui lunfuiJnn Mnnllcji ckkl í*iu cn von- brigbum. tt «1 klli ckkl Uu btndU ml| Vlb liufmjnJii um iimrlnlngu latiubirnunn* i bUnd 1.1s «t fðitnabur ungllot- iíihijU þ» Kra manriflldlti «i icit oíir lubgildJnu, lUrf ofctui tt oflugt, inittlnilcfli o; E3t£ VETTVANGUR flokkum og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálastarfi og kynnist og tekst oft mjög gott og árangursríkt samstarf. Þannig varð það eihmitt hjá okkur. Ennfremur varð mikil upp- sveifla í fylgi síðustu vikurnar fyrir kosningar og hugur í fólki. Þegar fjölmiðlar leituðu við- bragba frambjóbenda á kosn- inganótt og síðar, minntist ég á þennan áhuga stubningsfólks- ins auk margra annarra atriba sem rædd voru. Þó ab ég tæki ævinlega fram ab hér væri um óskilgreindar hugmyndir að ræða og að mér stæði fólk úr öll- um flokkum, auk annarra sem ekki væru flokksbundnir, hafa fjölmiblamenn óspart skipab þessum áhuga fólks á frekari „Löngun fólks sem hefur gengið vel að vinna saman til að halda því samstarft áfram með einhverjum hætti til að styðja hug- myndir sem það er sam- mála um að séu mikilvœg- ar og góðar lít ég á sem fá- kvceða þróun og liðsauka, en ekki ögrun við þá sem fyrir eru og vinna að svip- uðum málum. Þó er að sjálfsögðu óvíst hvort eða hvernig fólk nýtirþennan áhuga til samstöðu." samskiptum á sérstakan bás vinstra samstarfs eba stofnunar nýs jafnabarmannaflokks. Jafn- framt hafa menn tengt hann þeim umræbum Þjóðvaka og Al- þýbuflokks og bréfaskriftum for- manns Alþýðubandalagsins til stjórnarandstöbunnar sem hafa verib efst á baugi í umræbunni. Þetta tel ég hvorki réttmætt né vibeigandi gagnvart fólki sem ekki kærir sig um ab vera skipab á bás. Hins vegar tel ég bæbi rétt og skylt ab gefa jákvæbum hug- myndum tækifæri til ab láta á sig reyna. Löngun fólks sem hef- ur gengib vel að vinna saman til ab halda því samstarfi áfram meb einhverjum hætti til að styðja hugmyndir sem það er sammála um að séu mikilvægar og góðar lít ég á sem jákvæða þróun og liðsauka, en ekki ögr- un við þá sem fyrir eru og vinna að svipuðum málum. Þó er að sjálfsögðu óvíst hvort eða hvernig fólk nýtir þennan áhuga til samstöbu. Tíminn sker úr um þab. Sjálf er ég mjög ánægb og uni sátt vib minn hlut og óska til- vonandi forseta gæfu og gengis. Þó að settu marki væri ekki náð, varð mikill ávinningur af fram- bobi mínu. Fyrst og fremst fagna ég þeirri umræbu sem varb um mörg þau stefnumál sem ég kynnti og tel mikilvæg. Þau verbskulda frekari umræbu og úrlausnir. Fundir og ferbir okkar Helga um landib, mebal annars á ótal vinnustabi, voru afar lær- dómsríkar. Síðast en ekki síst eru dýrmæt kynnin af öllu því fjöl- marga fólki sem við hittum og ræddum við og þeim sem lögðu frambobi okkar lib. Samskipti vib abra frambjóbendur voru gób og kosningabaráttan skemmtileg. Þetta varb því mik- ib ævintýri, lífsreynsla sem vib hjónin munum búa ab þegar vib nú tökum til vib okkar fyrri störf. Að lokum, af því að þú minnt- ist á launin. Mér mun veitast erf- itt að launa sem skyldi þér og öllum þeim mörgu sem lögðu málum mínum lið, en vona að mér takist að skila einhverju góðu, ef ekki til þeirra sem það ber, þá til einhverra annarra sem þess njóta. Höfundur er fyrrum forsetaframbjóö- andi. Nýjar bækur á ensku og þýsku um náttúru íslands og eldvirkni Bókasumar Vöku-Helgafells, sem hófst um mánabamótin júní-júlí með útgáfu 15 nýrra bóka til sum- arlesturs, heldur nú áfram. í næsta áfanga hyggst forlagið höfða til erlendra ferðamanna hér á landi og áhugafólks erlendis um náttúru íslands. í því sam- bandi gefur Vaka-Helgafell út tvær myndskreyttar fræðslubæk- ur á erlendum málum, annars vegar bók um jarbfræbi íslands á ensku og þýsku og hins vegar bók á ensku um eldvirkni á íslandi á umlibnum 10.000 árum. Höfund- ar fyrrnefndu bókarinnar eru þeir Ari Trausti Gubmundsson jarb- eðlisfræðingur og Halldór Kjart- Fréttir af bókum ansson jarðfræbingur, en hin síb- ari er eftir Ara Trausta. Earth in Action — Land im Werden Bókin um jarbfræbi íslands nefnist á ensku Earth in Action. The Essential Guide to the Geology of Iceland, en á þýsku Land im Werden. Ein Abrifs der Geologie Is- lands. í útgáfum þessum er ab finna yfirlit yfir jarðfræði lands- ins. Greint er frá myndun íslands, eldvirkni, jarðhita, jöklum og þeim öflum sem mótað hafa ís- lenskt landslag. Þekktir staðir og náttúrufyrirbæri eru útskýrb meb knöppum texta, fjölda litmynda, skýringarmynda og korta. Þá er í bókinni ítarleg nafna- og atribis- orðaskrá. í kynningu frá útgefanda segir: „Earth in Action og Land itn Wer- den eru einstæðar bækur, jafnt fyrir þá sem enga þekkingu hafa á jarbfræbi íslands og fræbimenn sem vantar greinargott yfirlit yfir þetta efni. í bókunum er ab finna svör vib flestum þeim spurning- um sem vakna um jarbfræði ís- lands. Hér er fjallab á abgengileg- an hátt um mótun landsins og hvernig þab hefur ummyndast í tímans rás. Bækurnar eru snibnar ab þörfum erlendra ferbamanna sem sækja ísland heim, en henta einnig einkar vel til gjafa til vina og vibskiptamanna erlendis." Earth in Action og Land im Wer- den eru hvor um sig 166 blabsíbur ab lengd. Skráb verb bókanna er 3.975 krónur, en þær eru bobnar á sérstöku kynningarverbi í sum- ar á 2.980 krónur. ¦ Söknubur meb árnaöaróskum Eftir helgina breytist Tíminn okkar meira en nokkru sinni á langri göngu. Tregablandin bjartsýni fyllir huga okkar sem teljumst til vel- unnara blabsins. Þetta er íhalds- semi og eigingirni í bland vib kvíða vegna þess óþekkta sem togast á við gleði yfir auknum styrk og fjölbreytni sem því fylg- ir ab kraftar tveggja traustra fjöl- mibla sameinist. Ég fór ab rifja upp samleið mína með Tímanum. Ég var tæplega 21 árs þegar mér var trúað fyrir að vera þingfrétta- ritari blabsins árib 1969 og þar meb var ég smitabur af bakter- íunni sem oft er talab um ab menn fái vib það eitt ab starfa um stund vib blabamennsku. Fyrir kosningar 1970 átti ég svo þátt í því skemmtilega verk- efni ab færa kosningabaráttuna til almennings meb því að eiga viðtöl vib borgarana þar sem þá var að finna við störf og leik. Þetta tókst vel, var mikið lesib og nýbreytni ab leyfa almenningi ab tjá sig opinberlega um hugbar- efni sín. Árib 1973 fékk ég ab vera í for- svari fyrir tilraun meb morgunút- gáfu Tímans á mánudögum. Þab var spennandi og lofabi góbu. Þetta sá helsti keppinauturinn um slíka útgáfu og brást vib meb því ab gefa sitt blab út á undan okkur (prentab helgina ábur!) og tókst ætlunarverk sitt: Tíminn fór ekki inn á þessa braut. Þarna voru vib stjórnvölinn menn sem kunnu ab mæta samkeppni og nú vill svo skemmtilega til ab for- inginn fyrir því harðsnúna liði stendur að hinu nýja blabi. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Annab slagib skrifabi ég svo í blabib, var í blabstjórn, ól önn fyrir blabinu og fannst mér koma þab vib. Þegar núverandi rekstraraðilar tóku við blaðinu völdu þeir rekstrarfélaginu nafnib Tíma- mót. Vissulega voru það tímamót og ég var þeim þakklátur fyrir að hafa tekið blaðib upp á arma sína og ákvab ab leggja meb þeim lítib lób á vogarskálarnar. Ég hef skrif- ab vikulegan pistil í blabib í 2 ár, haft af því ánægju og vonandi hef ég ekki þreytt lesendur mína. Reyndar þætti mér vænt um að heyra frá einhverjum þeirra, mig er að finna í símaskránni. Þótt aukinn hraði í þjóðlífinu og gríðarlegt framboö alls kyns afþreyingar séu einkenni nútím- ans, held ég ab um langt skeib enn lesi fólk blöb. Þau eru svo handhæg ab annab kemur ekki ab öllu leyti í þeirra stab. Þeir sem lesa blöb eru jafnabar- lega sá hópur borgara sem abrir hlusta á og taka tillit til. Þeir hafa skapab sér þennan sess í um- hverfinu vegna þekkingar sinnar og skobana á flestum málum, en þekkingin og skobanamyndunin á ekki síst rætur í því sem lesib hefur verib. Þab er þess vegna alveg ljóst ab vilji menn koma einhverju á framfæri við breiðan hóp, eru stutt, hnitmiðuð og skiljanleg blaðaskrif vænlegur kostur. Þetta rennur náttúrlega upp fyrir öllum þegar á það er bent og víst er ab stjórnmálamenn, sem verib hafa rábherrar en missa þann sess og hafa því ekki tök á ab koma málefnum á framfæri meb því ab kalla í fréttamenn, hafa oft fundib til áróburslegs vanmáttar. Þá hafa þeir gripib til blabaskrifa og minnt á sig. Þá er gott ab hafa blab á bakvib sig. Ég óska nýju blabi velfarnabar. Ég trúi því ab hib nýja blab eigi eftir ab verba þjóbfélaginu til gagns og heilla og minnist ávallt upprunans. Eg þakka Tímanum áratuga samfylgd. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.