Tíminn - 01.08.1996, Side 7

Tíminn - 01.08.1996, Side 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 7 Meira en tvöfaldur munur á meöalsköttum milli sveitarfélaganna á Reykjanesi: Um 190 þús. á Kjalarnesi, en 410 þús. á Seltjarnarnesi Me&altal álag&ra skatta á ein- staklinga er 190 þús.kr. á Kjal- arnesi, en 411 þús.kr. á Sel- tjarnarnesi, þannig a& munur- inn er meira en tvöfaldur milli sveitarfélaganna í Reykjaneskjördæmi. Og enn meiri munur er á skattabreyt- ingum — og þá væntanlega launabreytingum — milli ára, eöa allt frá 21% hækkun á Kjalarnesi niður í 2% lækkun á Vatnsleysuströnd. Meöaltal gjalda einstaklinga í umdæm- inu í heild er 318 þús.kr. og hefur hækkaö rúmlega 3% frá árinu áöur. Varðandi lögaöila vekur at- hygli, aö tekjuskattur lögaðila í Reykjanesumdæmi lækkar nú verulega annaö áriö í röö, eöa kringum 10% frá 1995 og sam- tals um 22% á tveim árum. Heildargjöld á 1.960 lögaðila eru 2.545 milljónir, eöa tæplega 1,3 milljónir aö meðaltali, sem er 4% lækkun frá fyrra ári. Meðaltal álagöra gjalda á hvern skattgreiðanda og hækk- un milli ára í einstökum sveitar- félögum í Reykjanesumdæmi er sem hér segir: Sveitarfélag: Þús.kr.: Breyt.: Seltjarnarnes 411 2% Garöabær 388 1% Grindavík 35 15% Bessastaðahr. 335 5% Kjalarnes 323 21% Kópavogur 308 6% Mosfellsbær 308 2% Reykjanesbær 305 2% Hafnarfjörður 288 2% Sandgerði 281 4% Gerðahreppur 260 4% Vatnsleysustr 256 -2% Kjósarhreppur 190 8% Reykjanesumdæmi 318 3% Um 50.900 einstaklingar 16 ára og eldri eru í skattskrám í Reykja- nesumdæmi og fjölgaði um 2% frá árinu áöur. Á þá eru lagðar 16.210 milljóna kr. opinber gjöld. Um 27.300 þessara gjaldenda greiða tekjuskatt, um 330 þús.kr. að meðaltali, sem er tæplega 3% hækkun frá fyrra ári. Utsvar er rúmlega 119 þús.kr. á hvern greiðanda og hækkar um tæplega 6% aö meöaltali milli ára. Tíu lögaðilar greiöa þriðjung allra álagöra gjalda lögaðila í Reykjanesumdæmi, eöa samtals um 837 milljónir. íslenskir aöal- verktakar greiða langsamlega mest, 338 milljónir, og Varnarlið- ið er í ööru sæti með 144 milljón- ir. Hafnarfjarðarkaupstaður, Phar- maco, Kópavogur, Byko og Spari- sjóður Hafnarfjarðar eru á svip- uðu róli, með á bilinu 54 og 48 milljónir hver. ■ Bœndur hugleiöa breytingar á rekstrarformi: Lög bjóöa upp á þrjár mismunandi leiöir Hlutafélagsformið nær nú til landbúnaðar eins og annarra at- vinnugreina og nú hafa á ann- an tug bænda stofnaö einka- hlutafélög um rekstur sinn. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bændasamtakanna, segir þetta möguleika sem bændur eigi að huga alvarlega að. Hlutafélagsformið hafi ýmsa kosti umfram einkareksturinn og geti meðal annars auðveldað mönnum sölu á bújörðum. Hann segir að ef stofnaö sé einkahluta- félag um búrekstur, geti eigenda- skipti átt sér stað á lengri tíma í formi sölu hlutabréfa. Til dæmis geti hlutabréf gengið frá foreldr- um til barna og þannig auðveldað kynslóðaskipti í landbúnaði, sem séu í mörgum tilvikum orðin erfið vegna þess hversu jarðir með mik- inn kvóta séu í háu verði. Þá gefi hlutafélagsformið einnig mögu- leika á að eignarhald búrekstrar og bújaröa geti dreifst á fleiri að- ila, til dæmis innan fjölskyldna, þótt einn aðili sinni búrekstrin- um. Sverrir Bjartmarz segir að með nýútkomnum lögum um tekju- og eignaskatt og lögum um svo- nefndan fjármagnstekjuskatt hafi rekstrarumhverfi fyrirtækja breyst verulega. Segja megi að breyting- in feli það í sér að þeim aðilum, er atvinnurekstur stundi og þar með talinn landbúnað, gefist kostur á að velja um þrenns konar rekstr- arform. í fyrsta lagi geti einstak- lingur verið með atvinnustarf- semi í eigin nafni, eins og flestir bændur geri í dag. Þá geti verið um sameignarfélög að ræða þar sem tveir eða fleiri aðilar starfi saman, og í þriðja lagi sé hægt aö hafa rekstur í einkahlutafélagi eða hlutafélagi. Hvab merkir einkahlutafélag? Samkvæmt lögum merkir einka- hlutafélag félag þar sem enginn fé- lagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. í einkahlutafélagi getur einn maður skipað stjórn og einnig verið fram- kvæmdastjóri félagsins. Lögin em þannig sniöin til þess að gera ein- staklingum með lítinn rekstur kleift að njóta þess hagræðis sem felst í hlutafélagsforminu án þess að þurfa að uppfylla öll skilyrði hlutafélag- anna. Sverrir Bjartmarz bendir á að þetta form henti búrekstri hér á landi ágætlega, þar sem bóndinn geti í raun bæði verið formaður og framkvæmdastjóri félagsins eða hjón skipt því með sér. Þrjár rekstrarlei&ir Sverrir segir að meira hagræði geti hlotist af stofnun einkahluta- félaga í búrekstri en að auðvelda eigendaskipti með kaupum og söl- um á hlutabréfum. Lög um tekju- og eignaskatt geri ráð fyrir nokkuð mismunandi skattlagningu eftir því hvaða rekstrarform sé valið. Sverrir segir að einstaklingur taki laun sem launþegi hjá eigin sam- eignar- eða einkahlutafélagi, en sé um einkarekstur að ræða beri hon- um að reikna sér endurgjald sem sjálfstætt starfandi atvinnurek- anda. Það sé endurgjald sem ein- staklingi beri að reikna sér í laun og miðist við þau laun er hann myndi hafa í sambærilegu starfi hjá óskyldum aðila. Sverrir nefndi dæmi af einstak- lingi með rekstur sem greiði 41,9% tekjuskatt og útsvar af hagnaði er sé sama hlutfall og hann greiði af reiknuðum launum. Til viðbótar verði hann að greiða 5% hátekju- skatt af þeirri upphæð sem sé um- fram 2,8 milljónir króna í árstekj- ur, eða 5,6 milljónir samanlagt hjá hjónum. Því geti tekjuskattur ein- staklings orðið allt að 46,9% í til- vikum sem þessum. Sverrir segir að sambærilegt dæmi megi taka um sameignarfé- lög þar sem einstaklingarnir séu launþegar félagsins. Þeir greiði 41,9% tekjuskatt af launum auk áhrifa hátekjuskattsins, séu tekjur þeirra yfir hátekjumörkunum. Þá greiði sameignarfélagið 41% tekju- skatt af hagnaði sínum. Félags- mönnum sé heimilt að taka fjár- muni út úr sameignarfélagi um- fram laun og séu þeir fjármunir ekki skattskyldir, þar sem félagið hafi þegar greitt af þeim skatta. Þriðja dæmið, sem Sverrir nefndi, er af skattlagningu þar sem um einkahlutafélag eöa hlutafélag sé að ræða. Aðilar að slíku félagi greiði eftir sem áður 41,9% tekju- skatt af launum sínum hjá félag- inu auk hátekjuskatts, fari tekjur yfir hátekjumark. Hlutafélagið greiði síðan 33% tekjuskatt af hagnaði, en félagsmenn geti ekki tekið fjármuni úr félaginu nema sem arð, þar sem ákveðin skilyrði til úthlutunar hans verði að vera fyrir hendi. Greiddur aröur sé nú frádráttarbær hjá hlutafélögum að hámarki 7% af nafnverði hlutafjár. Einkahlutafélagib kom best út Sverrir Bjartmarz segist hafa reiknað með ákveðnum fyrir- framgerðum forsendum í þessum útreikningi, en hver og einn verði síðan að setja þessi dæmi upp fyr- ir sjálfan sig, út frá sínum eigin forsendum, vilji hann vega og meta á hvern hátt hann telji hag- kvæmast að haga rekstri sínum og eigi það jafnt við um bændur og aðra aðila. Hann segir að í því dæmi, er hann hafi slegiö upp, komi einkahlutafélagið best út að því leyti að það sé með mesta fjár- muni í hendi eftir skatta. Þótt út- reikningar hans hafi leitt til þess- arar niðurstöðu, þurfi þær ekki að henta fyrir alla aöila, þar sem for- sendur geti verið með mismun- andi móti. Kostnaður viö stofnun einkahlutafélags sé um 150 þús- und krónur og nauðsynlegt að ráðfæra sig viö endurskoðanda áður en endanlegar ákvarðanir séu teknar í þessum málum. Engu að síður sé um áhugaverðan kost að ræða, sem eflaust geti hentað mörgum, og búast megi við að fleiri og fleiri bændur muni skoöa þessa möguleika í framtíðinni. -ÞI Álfheibur Steinþórsdóttir og Gubfinna Eydal, sálfrœbingar í Sálfrœbistöb- inni, sem efnir til fyrirlestra um breytingaskeib kvenna, sálrœna og líkam- lega líban. Fyrirlestrar Önnu Inger Eydal um breytingaskeib kvenna. Gubfinna Eydal sálfrcebingur: Gott líf eftir að barneignum lýkur Anna Inger Eydal, sérfræðingur í kvensjúkdómum við einkastofn- un í Lundi í Svíþjób, heldur fyrir- lestur um breytingaskeið kvenna á vegum Sálfræbistöövarinnar í Norræna húsinu kl. 20 þriðjudag- inn 13. ágúst næstkomandi. Anna Inger svarar ýmsum spurningum, meðal annars um það hvaöa áhrif þetta lífsskeib, tímamót í ævi flestra kvenna, hefur á miðjum aldri. Hvaba áhrif breytingarnar geta haft á einkalíf og starf. Og hún mun ennfremur geta um ýmsar nýjar vísindalegar rann- sóknir á breytingaskeibi kvenna. „Anna Inger getur vissulega hjálpað konum sem á því þurfa að halda. Hún fer mjög mikið út í það að lýsa því hvernig þessar líkamlegu breytingar hefjast og þangað til þær eru gengnar yfir, hvernig þróunin á sér stað og hvernig hún breytist á þessu tímabili, yfirleitt frá 40 til 60 ára, stundum hefjast breytingarnar reyndar fyrr. Það er ákveðinn mis- skilningur í því ab þetta sé bundið viö konur um og yfir fimmtugt. Þetta er í hámarki á þeim aldri, en hefur kannski verið aö þróast í lang- an tíma, þótt konur hafi ekkert endilega tekið eftir því. Þetta kemur svo kannski fram í allskonar vanlíð- an, til dæmis skapsveiflum á heim- ilinu. En þó geta margar konur fundið fyrir breytingunum afar skyndilega," sagöi Guðfinna Eydal, sálfræðingur hjá Sálfræöistöðinni, í gær. Þær Guðfinna Eydal og Álf- heiður Steinþórsdóttir sálfræðingar munu taka til umfjöllunar ýmsa þætti sem hafa áhrif á andlega líðan og heilsu kvenna á breytingaaldri á fyrirlestrakvöldinu 13. ágúst. Guðfinna segir að breytinga- skeiðið leggist á ýmsan veg í konur. í fyrirlestri Önnu Inger fari hún inn á læknisfræðilegar og líkamlegar hliðar breytinganna og hvað hægt sé að gera vib þeim. Þær Guðfinna og Álfheiður ræða um andlegu líð- anina. „Breytingaskeiðið virkar mis- munandi sterkt á konur. Yfirgæf- andi meirihluti þeirra finnur eitt- hvað fyrir því, en þetta kemur fram í ótal myndum, andlegum og lík- amlegum, og það er sjaldgæft ab tvær konur finni fyrir sömu ein- kennum," sagði Guðfinna. — En það er líf eftir bameignaald- urinn? „Já, já, gott líf. Það verða til dæm- is minni áhyggjur af því ab veröa ófrísk og allt mögulegt svoleiðis. Fólk verður þroskaðra og kann kannski að mörgu leyti að njóta lífs- ins betur," sagði Guðfinna. En karlar ganga líka í gegnum breytingaskeib, ab áliti margra sér- fræðinga. Guöfinna segir að mikil umræða hafi farið fram um það at- riði. „Það er talið af mörgum að karl- menn geti alveg fundið fyrir líkam- legum og sálrænum einkennum á þessu æviskeiði. Aubvitað em þær breytingar öðmvísi, enda er horm- ónastarfsemin hjá körlum öðmvísi. En þetta fer oft saman við tímamót í kringum fertugt og fimmtugt. Fólk lendir oft í ýmsum sálarkreppum á þessum aldri. Það er mikið um skilnabi, fólk er oft að flytja, það er að taka sér tak í sambandi við starf- ið, það þarf að gera ýmsa hluti með- an fólk er enn ungt og hresst, fólk þarf að sanna sig. Það eru oft mikil átök og togstreita á þessu aldurs- skeiði, þegar fólki finnst þab standa á vissum krossgötum," sagði Guö- finna Eydal sálfræðingur í gær. -JBP Nýtt skip á nýrri siglingaleib Eimskip hefur tekið á leigu nýtt 9.200 tonna gámaskip, Víkurtind. Víkurtindur mun sigla á nýrri leið Eimskips, Norðurleib, frá og meö miðjum ágúst. Hann er í eigu þýskra aðila, en var smíðaður í pólsku skipasmíðastööinni Stocznia Szczecinski. Þar var nýi Brúarfoss Eimskips einnig smíðaður. Nafnið Víkurtindur er dregib af fjallinu Víkartindi í Færeyjum. Það þykir vel vib hæfi, þar sem skipiö mun hafa viðkomu í Færeyjum á fyrir- hugaðri siglingaleið sinni. Á Norð- urleið verður siglt frá Reykjavík til Þórshafnar, Hamborgar, Árósa, Kaupmannahafnar, Helsingborgar, Gautaborgar og Fredrikstad. Frá Fredrikstad er siglt aftur til Reykja- víkur með viðkomu á ný í Færeyj- um. Norðurieibin verður einnig sigld af Brúarfossi. _ -gos

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.