Tíminn - 01.08.1996, Qupperneq 8

Tíminn - 01.08.1996, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 1. ágúst 1996 Það var ekki bara nýja kirkjan í Reykholti sem var vígö um síbustu helgi. í Flatey á Breibafiröi fór á sama tíma fram endurvígsla á kirkju eyj- arinnar, í tilefni þess ab lokib er gagngerum endurbótum á innanstokksmunum hennar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sá um vígsluna. Um 300 manns voru vib- staddir athöfnina, og var þab mál manna ab ákaflega vel hefbi tekist til um breyting- arnar. Að sögn Þorsteins Bergssonar hjá Minjavernd, var hafist handa við endurbæturnar árið 1990. Kirkjan var þá orðin heldur framlág og myndir í lofti kirkjunnar, sem Baltasar Samper málaði 1970, voru mjög illa farnar. í þessum áfanga voru gólf kirkjunnar endurnýjuð, svo og burðarvirki og gólfborð. Um leið voru allir bekkir kirkjunnar endurgerðir, en þeir em upphaflega úr gömlu kirkjunni sem byggb var 1790. Prédikunarstóllinn er líka úr gömlu kirkjunni og er hluti af honum nú á Þjóð- minjasafninu. Baltasar Samper var fenginn til að endurgera freskurnar í loftinu, og einnig bætti hann við altaristöflu, sem ekki var áður. Sjálfseignarstofnunin Minja- vernd, sem stofnuð var 1985 af Flateyjarkirkja endurvígb Fjármálaráðuneytinu, Þjóð- minjasafninu og Torfusamtök- unum sálugu, sá að mestu um fjáröflun til verksins og fékk þar í lið með sér Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjugarðasjóð sem lögðu mest fjármagn til verks- ins. Heildarkostnaður við end- urbæturnar á þessum 5-6 árum sem þær stóbu yfir, er um 12 milljónir króna, og sá fyrirtæk- ið Gamlhús um framkvæmda- hlið málsins. Að sögn Þorsteins er mark- mið Minjaverndar að stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvistarleifa í víðtækasta skilningi þess orðs hvarvetna á íslandi. Auk endurbóta á Flat- eyjarkirkju hefur stofnunin í samvinnu við Gamlhús, verið að vinna að varðveislu Löngu- búðar á Djúpavogi. -sh Allt tréverk kirkjunnar var tekiö í gegn og Baltasar Samper endurgeröi freskurnar ílofti kirkjunnar. Frá kaffisamsætinu í veitingastofunni Vogi, aö aflokinni vígslu. Hr. Ólafur Skúlason biskup endurvígöi kirkjuna í Flatey. Prédikunarstóllinn er úr gömlu kirkjunni frá 1790, og er hluti hans nú til varöveislu á Þjóö- minjasafninu. Um 300 manns sóttu kirkjuna heim í tilefni endurvígslunnar. Þó kirkjan líti vel út aö utan, voru endurbœturnar mestar á innanstokksmunum hennar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.