Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. ágúst 1996 Óranfureglan á göngu: tákn sem skiptir miklu. inn með öllum mjalla. Kaþólikkar efldust að áhrifum í skjóli hans, hann gerðist æ ráðríkari og eignað- ist son (og þar með ríkiserfingja) með síðari konu sinni, Maríu d'Este af Modena, sem var ítölsk og kaþ- ólsk. Allt þetta o.fl. varð til þess að hann var rekinn frá ríkjum. Þau umskipti kalla Englendingar The Glorious Revolution (Dýrlegu bylt- inguna) og telja þau úrslitasigur þingræðis þar á konungsvaldi. Varð Jakob 2. síðasti kaþólski konungur Bretlands. Hófu Englendingar þá til kon- ungdóms Maríu dóttur hans og Vil- hjálm mann hennar. Hann var son- ur Vilhjálms 2., ríkisstjóra í Hol- landi, og Maríu, dóttur Karls 1. Eng- landskonungs. Ætt hans var upphaflega þýsk, en oft kennd við smáfurstadæmið Óraníu í Suður- Frakklandi, sem hún erfði 1544. Af ætt Vilhjálms tók Óraníureglan nafn og raunar eru norðurírskir mótmælendur yfirleitt stundum kallaðir Orangemen. Þjóðhöfðingj- ar Hollands eru enn í dag af Óraníu- ætt og hafa konungsnafn síðan 1814. Vilhjálmur var vinnuþjarkur, fá- látur hversdagslega og fremur lok- aður persónuleiki, laginn í stjórn- málum. Háttur hans var einni heimild samkvæmt að eggja ekki til illvirkja, er ljóst var að gætu komið honum vel, en að reyna ekki að koma í veg fyrir þau og sleppa ill- virkjunum við þungar refsingar. Stjórnartíð hans bæði í Hollandi (frá 1672) og Englandi fór mikið til mótmælendur voru öflugir, mis- tókst og átti Vilhjálmur því auðvelt með að koma her sínum þangað. Og 11. júlí 1690 mættust svo þessir náfrændur, tengdafeðgar og óvinir við Boyne, skammt innan við Drog- heda. Jakob hafði lið miklu minna, eða um 21.000 manns, og var þriðjung- ur þess franskt fótgöngulið. Hitt var mestanpart írskt, bæði riddara- og fótgöngulið, sumt af því lítt eða ekki þjálfað. Vilhjálmur hafði 35.000 manns og mun mest af því liði hafa verið Hollendingar, fransk- ir mótmælendur (húgenottar) og Englendingar. Þar voru og með Danir, Prússar, Svisslendingar og jafnvel flokkur finnskra hermanna frá Svíakonungi. Hér var sem sé um að ræða víð- tækt bandalag mótmælenda, sem gjarnan áttu í illindum hverjir við aðra en töldu sér allir hættu búna ef kaþólskan yrði aftur ríkjandi á Bret- landseyjum. Öðru megin voru eink- um hermenn af germönskum þjóð- um af mótmælendatrú, sem risið hafði sem uppreisn gegn valdi Rómar norðan Alpa. Hins vegar voru hermenn rómanskrar og kelt- neskrar ættar, hallir undir kaþólsku kirkjuna, arftaka Rómaveldis. Segja má að þessar ekki einungis trúar- legu, heldur kannski ekki síður kyn- þáttalegu andstæður endurspeglist í núverandi átökum á Norður- ír- landi. Jakobs her var fyrst sunnan en Vilhjálms norðan ár, en Vilhjálmur kom riddaraliði sínu yfir ána báð- Orrustan við Boyne Fremur lítilvœg viöur- eign fyrir þremur öld- um er enn í dag norb- urírskum mótmœlend- um tákn sigurs og frelsunar en kaþólsk- um löndum þeirra ósigurs og niburlœg- ingar Ijúlí ár hvert verbur gjarnan „allt vitlaust" á Noröur-ír- landi, þegar þarlendir mót- mælendur halda meb vibhafnar- miklum f|öldagöngum og öbrum hátíbahöldum upp á afmæli orr- ustunnar vib Boyne, fljót eba á sem rennur gegnum hérabib Me- ath út í írlandshaf. Síban eru lib- in rúm 300 ár. Þar áttust við Vilhjálmur (f.1650, d.1702), prins af Óraníu (Orange á ensku, Oranje á hollensku), ríkis- stjóri Hollands og konungur Eng- lands (sem Vilhjálmur 3.) og tengdafaðir hans og móðurbróðir, Jakob 2. (f.1633, d.1701), er var að reyna að endurheimta konungdóm yflr Bretlandseyjum. Jakob 2. Sprengingar og óeirbir í Londonderry jafnframt því sem orrustunnar vib Boyne erminnst. Þessi valdabarátta tengdist stór- pólitíkinni í álfunni vestanverðri og miðri. Þetta var og trúarstríö, þótt oft sé sagt að í Evrópu hafi slík- um stríðum lokið með 30 ára stríð- inu. Saga írlands var þá ekki í öllu samferða Evrópusögunni að öðru leyti, frekar en enn í dag. Jakob 2. var sonur Karls konungs 1., sem Cromwell steypti af stóli og lét höggva, og Henríettu Maríu, systur Lúövíks 13. Frakkakonungs. Varð Jakob hertogi af York á öðru ári. Þegar Bretar skírðu kaupstað einn við Norður-Ameríkuströnd, sem þeir tóku af Hollendingum 1664, New York, var það gert til heiðurs hertoga þessum af York BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON fremur en þeirri borg sjálfri. Jakob tók við ríki 1685 af eldri bróður sínum, Karli 2. Þeir voru af ættinni Stúart, er ríkt hafði í Skot- landi frá 1371 og kom til ríkis í Eng- landi 1603. Það leiddi til samein- ingar þessara tveggja ríkja í eitt. Stú- artamir voru þegar hér var komið sögu fyrir löngu orðnir mótmæl- endur, en vart lausir við taugar til kaþólskunnar, enda hafbi lang- amma þeirra Karls 2. og Jakobs 2., María Stúart, semElísabet 1. lét höggva, dáið a.m.k. öðrum þræði vegna kaþólskrar trúar sinnar. Áhrif frá kaþólskri móður Jakobs kunna og að hafa sagt til sín hjá honum. Víst er að hann gerðist opinberlega kaþólskur, gegn vilja konungsins bróður síns, er lét ala dætur Jakobs tvær upp í mótmælendatrú. Önnur þeirra, María, giftist Vilhjálmi af Óraníu. Vilhjálmur 3. Jakob var að sögn dugnaðarmað- ur framan af ævi, þurr á manninn og formfastur í framkomu. En með aldrinum kom rutl á geðslag hans og er sumra mál að í lok stjórnartíð- .ar sinnarhafl hann vart verið orð-„ í að koma á og halda við bandalög- um gegn Lúðvíki 14., Frakkakon- ungi, sem reyndi að gera Frakkland að yfirgnæfandi forysturíki álfunn- ar og koma Hollandi, mesta versl- unarveldi heims á þeirri tíð, á kné. Frændur, tengda- feögar og óvinir Eftir valdamissi sinn fór Jakob 2. til Frakklands og sigldi þaðan til ír- lands með franskan her, sem Lúð- vík 14. lét honum í té. Vonaði Jak- ob að írland, þar sem mikill meiri- hluti landsmanna var enn kaþólsk- ur, yrði honum hentugur stökkpallur til innrásar í Bretland. En innrás hans í.Ulster, þar sem um megin hers Jakobs, sem hélt þá að hann yrði umkringdur og hörf- aði undan, að því er virðist án þess aö verða fyrir miklum áföllum. Úr- slit stríðs þessa Vilhjálmi og mót- mælendum í vil réðust líklega frem- ur í bardögum árið eftir. Eigi að síð- ur varð bardaginn við Boyne írsk- um mótmælendum tákn sigurs og frelsunar (jafnvel frá útrýmingu, með hliðsjón af f jöldamorðum kaþ- ólikka á mótmælendum í Ulster 1641), en kaþólskum löndum þeirra ósigurs og niðurlægingar. Það tákn skiptir miklu í sterkum sjálfsímyndum (eða þjóðernis- hyggju) þessara tveggja trúflokka, sem í raun má kalla tvær þjóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.