Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 16
-t- Hfftfll Fimmtudagur 1. ágúst 1996 Vebl*í<f) (Byggt á spá Veourstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Hæg breytileg átt og bjart vebur. Hiti 10 til 18 stig. • Faxaflói: Norban gola eba hæg breytileg átt. Lengst af bjart vebur. Hiti 10til18stig. • Breioafjörour og Vestfirbir: hæg breytileg átt og bjart vebur. Hiti 8 til 16 stig. • Strandir og Norburland vestra: Hæg breytileg átt og léttir til í dag. Hiti8til 16 stig. • Norburland eystra og Austurland ab Glettingi: Léttir heldur til meb sunnan golu í dag. Hiti 10 til 18 stig. yfir daginn. • Austfirbir: Subaustan gola eba hæg breytileg átt og bjart vebur. Hiti8til10til 15 stig. • Suöausturland: Sunnan og subvestan gola eba hæg breytileg átt og bjart vebur. Hiti 10 til 18 stig. • Mibhálendib: Breytileg átt, víbast gola og léttir til. Hiti á bilinu 7 til 15 stig. Landbúnaöarrábherra breytir fyrirkomulagi á greiöslum úr fóöursjóbi— bœndur hœtta ab fá greibslur út á afurbir: Miöar m.a. aö því a6 koma í veg fyrir kúariöu á íslandi Landbúnabarrábuneytlö hef- ur ákveöiö nýtt fyrirkomulag á greibslum úr fóbursjóbi frá og meb deginum í dag. Breyt- ingarnar leiba til lækkunar fóburtolla sem hafa svarab til 11,18 króna á kíló af fóbur- vörum ab mebaltali og verb- ur gjaldib nú 80 aurar á kíló á innflutt hráefni til fóbur- blöndunar hér á landi, en kr. 7,80 á innfluttar tilbúnar fóburblöndur. Þetta svarar til þess mibab vib innflutnings- verb nú ab fóburtollar sem koma fram í verbi hráefna í fóburblöndur nemi 4% af mebalverbi innflutts fóburs og ab fóburtollar af innflutt- um tilbúnum fóburblöndum nemi 38%. Fóbur til fiskeldis og lobdýraræktar verbur áfram undanþegib fóbur- gjöldum. Landbúnaðarráðuneytiö tel- ur aö gera megi ráð fyrir nokk- urri lækkun á verði búvara í kjölfar breytinganna sem verði til hagsbóta fyrir neytendur. Lækkun á útsöluverði á tilbún- um innlendum fóðurblöndum mun verða á bilinu 9-20%, mismunandi eftir innihaldi er- lendra hráefna í blöndunum. Greiðslur úr fóðursjóði til framleiðenda út á afurðir verð- ur hætt með þessari breytingu, en í stað þess verður innflytj- endum endurgreitt að nokkru leyti. í gamla kerfinu fengu bændur 50 hluta af 55, af 55% fóðurtollum greitt út á fram- leiðslu, en mismunur fóður- tollanna fór í Framleiðinisjóð að frádregnum kostnaði. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins sá um endurgreiðslurnar sem nú leggjast af. Framleiðnisjóður útdeildi tekjum til búgrein- anna í ýmis verkefni. Bændur hafa minnkað til muna gjöf á innfluttu kjarnfóðri með árun- um, íslensk heyöflun gefur miklu betra fóður en áður fyrr og kornrækt færist í vöxt hér á landi. Ýmsar framfarir hafa orðið í heyskapnum og elju- semi og hvatinn og ábatinn við að ná góðu fóðri hefur verið mikill hjá bændum. Jón Erlingur Jónasson, ab- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra, sagði í gær að breytingin leiddi ekki til lakari gæða á fóðri og framleiðslu þess hér heima. „Ef hér væri frítt spil og við værum ekkert að vernda ís- lenska fóðurblöndun þá vær- um við komnir á sama hætt- ustig og þriðji heimurinn er í dag, því hann þarf að kaupa fóðrið sem áður var notað í kú- ariðukýrnar í Bretlandi. Það þykir ljóst að kúariðan þar í landi stafaði af því að menn voru að reyna að framleiða sem allra ódýrast fóður, til að fram- leiða síðan sem ódýrast kjöt. Og hvað leiddi það af sér? Að nota bókstaflega affallið úr sláturhúsunum og búa til pró- teinmjöl úr því. Þarna var not- aður sláturúrgangur sem ekki Cilsfjaröarbrú á áœtlun: Engar tafir vegna / / arnarvarps 1 ar Vinna viö Gilsfjarbarbrú og fyll- ingar ab henni er í fullum gangi, en það er fyrirtækib Klæbning sem sér um verkib. Ab sögn stab- arverkfræðingsins, Björns Inga Sveinssonar, er staða mála ágæt og hefur áætlun verið haldið. Verklok eru áætlub 15. ágúst 1998, en samkvæmt samningum um verkiö á að hleypa umferð á brúna yfir vetrarmánuðina eftir rúmt ár, frá 1. desember 1997 og út apríl 1998. Þá munu íbúar í Reyk- hólahreppi geta skroppið í stutta heimsókn suður, í staðinn fyrir langa fyrir fjörð, eins og Björn Ingi orðaði það. Sérstök ákvæði eru í verksamn- ingnum um Gilsfjarðarbrú er varða amarvarp, en örninn sem er alfrið- aður verpir m.a. við Gilsfjörð. „Arn- arvarp hefur ekki tafið okkur neitt á þessu ári. En það er ljóst að þær dag- setningar, sem eru fyrirskrifaðar í útboðsgögnum og verklýsingum um að ekki megi gera ákveðna hluti fyrr en eftir 1. júní á næsta ári, koma til með að tefja okkur að við teljum um einn til tvo mánuði," segir Björn Ingi um verktafir vegna arnarvarps. „Við erum búnir með allar fyll- ingar fram í sjó sem heimildir voru fyrir á þessu ári og erum nú að vinna að sunnanverðu við fjörðinn í fyllingum á landi. Því miöar ágæt- lega og er áætlaö að þeim fyllingum verði lokið á næstu þremur vikum. Grjótvinnsla er einriig í gangi ab sunnan til þess að verja sjávarfyll- inguna fyrir veturinn. Að norðan- verðu erum við að vinna í bergsker- ingum og grjótframleiðsiu ásamt smíði á brúnni sjálfri. í þessu verki þarf að framleiða töluvert mikið af grjóti til að verjast sjónum." -ohr Síbasti ríkisráösfundur Vigdísar: Var þakkaö gott og ánægjulegt samstarf Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hélt í gærmorgun síðasta ríkisráðsfundinn í forsetatíb sinni, á Bessastöðum. í lok fundar þakkaði forsætisráðherra, Davíð Oddsson, forsetanum gott og ánægjulegt samstarf og árnabi Vigdísi og fjölskyldu hennar heilla í framtíðinni. Forseti þakk- aöi forsætisráðherra hlýleg orð og óskaði ríkisstjórninni hins sama. Á fundinum voru endurstaðfestar afgreiðslur sem hafa verið utan rík- isráðs milli funda. Guömundi Jónssyni fyrrverandi hæstaréttardómara var veitt lausn frá störfum í nefnd um veitingu af- reksmerkis hins íslenska lýðveldis en Haraldur Henrýsson hæstaréttar- dómari skipaður í hans stað. Þá var skipaður kjörræðismabur meb al- ræðismannsstig í Istanbul, Kazim Munir Hamamcioglu. Staðfest var reglugerð um breyt- ingu varðandi Stjórnarráð íslands, ennfremur nokkrir samningar sem gerðir hafa verið við önnur ríki og fjölþjóðlegar stofnanir. -JBP Endurbœtur standa yfir á turni og kirkjuhúsi Ólafsvíkurkirkju. Tímamyná bc Endurbcetur á Ólafsvíkurkirkju: Vel byggt hús „Þetta er vel byggt hús, ég legg áherslu á þab, þab er bara ver- ib ab gera átak þarna í vib- haldi," sagbi Stefán Jóhann Sigurbsson formabur sóknar- nefndar í Ólafsvik, en vibgerb- ir standa yfir á Ólafsvíkur- kirkju. Verib er ab gera endurbætur á turni og kirkjuhúsi, mála og gera við steypu. „Það var komiö að því að fara að mála og gera þarna stórátak þannig að við tókum ákvörðun um ab gera þetta varanlega," sagbi Stefán. -ohr er notaöur til manneldis og blandað í kúafóður, en þannig barst kúariðan líklega í kýrn- ar," sagði Jón Erlingur. Markmið landbúnaðarráðu- neytisins með nýjum reglum um fóðurtolla er ekki síst að styðja við innlenda fóðuröflun og innlenda fóðurblöndun, sem fram fer hér á landi. „Við bönnum á íslandi hormón, við bönnum lyfja- meðferb og við viljum ekki salmonellumengað fóður. Það er auðvitað miklu betra að stjórna því og áfram er stefnt að sem öflugastri og bestri fóð- uröflun bænda hér á landi og innlendri fóðurblöndun. Það mun tryggja gæði og hollustu innlendra afurða," sagði Jón Erlingur. -JBP Ekki hœgt ab fá lang- tímaveburspá á símsvara Veburstofunnar á kvöld- in. Veburstofan: Forsendur spánna brostnar á kvöldin „Seint á kvöldin og á nótt- unni, til 7-8 á morgnanna, þá eru engar langtímaspár á sím- svaranum, því þá teljum vib í raun og veru ab spáin sé falhn úr gildi og ný á leibinni. Og forsendurnar fyrir spánni nánast brostnar. Henni er því kippt út á kvöldin," segir Ein- ar Sveinbjörnsson veburfræb- ingur á Veburstofunni, en heyrst hafa óánægjuraddir meb þab ab ekki sé hægt ab nálgast langtímaveburspá á símsvara Veburstofunnar á kvöldin. Að sögn Einars er aðeins gefin út langtímaveðurspá einu sinni á sólarhring, þ.e. á morgnana. Það sé fyrst og fremst vegna þess að þær tölvuspár sem þeir vinni eftir eru aðeins gefnar út einu sinni á sólarhring. Þær koma á Veðurstofuna að næturlagi og unnið er úr þeim snemma morguns. Nýju spárnar eru síð- an lesnar inn á símsvarann milli 8 og 9 á morgnanna. „Málið er það að það geta allir í raun og veru nálgast þessa spá, ég veit t.d. ekki hvab hún liggur lengi á textavarpinu, en oft á tíðum þegar komið er fram á kvöldið er betra að bíða til morguns. Þetta er lesið svo svakalega oft um daginn, bæði í útvarpi og inn á símsvara," sagði Einar. -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.