Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. ágúst 1996 Helgi verslunarmarwa framundan: Fjölmargir vinna á frídaginn Ingibjörg R. Cuömunds- dóttir, formabur Lands- sambands íslenskra verslunarmanna er ekki sátt vib þróun „frídags" verslunarmanna: Verslunarmenn þurfa a& velja sér nýjan frídag „Ég tel nú að þetta sé orðið lítið annað en nafnið tómt, frídagur verslunarmanna, það er orðið þannig að afgreiðslufólkið inn- an okkar raða, stór hluti félags- manna, er nánast eina vinnandi fólkið. Áður voru þetta bara sjoppurnar, en núna er það orð- ið þannig að fullt af matvöru- verslunum verða opnar. Ég veit ekki hvernig það verður í Reykjavík núna, en úti á landi skellur á mikil ferðahelgi, og það þarf mikla þjónustu við fólk. En það er ljóst að frídagur verslunarmanna hefur snúist upp í andhverfu sína og er orð- inn mikill annadagur stórs hluta verslunarmanna," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna í sam- tali við Tímann í gær. Ingibjörg er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og Vestur- bæingur og minnist alvöru verslunarmannafrídaga, þegar verslunarmenn héldu upp á frí- dag sinn í gamla Tívolíinu í Vatnsmýrinni, . skammt frá æskuheimili hennar við Star- hagann. Hún segir það góðan Kolbrún Svavarsdóttir stendur flesta daga fyrstu vakt í söluturnin- um Sogaveri: Á fætur við fyrsta hanagal Kolbrún Svav- arsdóttir rekur fyrirtæki og vaknar við fyrsta hana- gal, eins og sagt hefur ver- ið. „Ég fer á fætur sex á morgnana og byrja fyrstu vaktina klukkan sjö flesta daga, og er þá oftast ein til að byrja með," segir Kolbrún Svavars- dóttir í Sogaveri, myndarlegum söluskála við Sogaveg í Reykja- vík. Hún verður búin að reka „sjoppu" í aldarfjórðung í byrj- un október og þekkir vel til mála, enda sinnir hún líka fé- lagsmálum innan félags eigenda söluturna. „Sjoppur eða söluturnar hafa verið opnar eins lengi og ég man eftir á frídegi verslunar- manna. Ég hef ekki fundið á starfsfólkinu hérna að það hafi neitt á móti því að vinna þann dag. Samkeppnin er oröin gífur- leg, miklu meiri en áður var, og henni veröum við að mæta," sagði Kolbrún. Kolbrún segir að þaö brenni helst á í félagsmálum að sam- keppnin sé komin úr öllum böndum. „Þetta er allt of mikil opnun hjá verslunum, þessu verður að linna," sagði Kolbrún og var þarmeð rokin til að sinna viðskiptavinum sínum. -JBP Kolbrún Svavarsdóttir. hlut hjá Versl- unarmannafé- lagi Reykjavík- ur núna að taka Fjöl- skyldugarðinn á leigu og halda tilhlýði- lega upp á dag- inn þar. „Annars er það orðin spurning hvort versl- unarmenn eigi ekki að velja sér annan frídag, sem yrði þá hald- inn þegar ferðamennskan er minni. Það er auðvitað gott að það skuli vera almennur frídag- ur á þessum árstíma, en við er- um ósátt fyrir hönd okkar fólks sem í auknum mæli nýtur ekki dagsins. Mér finnst til dæmis al- gjörlega óþarft að hafa mat- vörubúðir og aðrar búðir opnar á frídegi verslunarfólks. Það er þetta sama og er að grípa um sig á flestum helgidögum, allt opið, ég veit bara ekki hvaða fár þetta er," sagði Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir. „Grundvallarlaunin hjá okkur eru svo lág að kaupmenn geta látið það eftir sér að hafa opið í tíma og ótíma, stóran hluta sól- arhringsins og á flestum frídög- um. Þeir eru að borga þessa vinnu með 80% álagi og þar yf- ir. Þó er það hægara sagt en gert fyrir konur, sem eru stærstur hluti afgreiðslufólks, og flestar með börn, að hagnýta sér þessa aukavinnu. Það er ekkert í kerf- inu sem hjálpar til að þær geti nýtt sér þetta. Ég hef oft verið ergileg út í fjölmiðla, það hefur ekki tekist að koma þeim í skiln- ing um að frelsið til að hafa opnar búðir nánast hvenær sem er, rekst harkalega á við hags- muni ungra barnakvenna sem eru svo fjölmennar í stétt af- greiðslufólks í nýlenduvörubúð- um og víðar. Þær eiga að vinna til hálfsjö, en börnin þeirra eru ekki vistuð lengur en til hálfsex. Ég var að tala við eina konuna, hún sagöist ekki þora að segja nei við að vinna á laugardögum. Hún þarf að borga 19 þúsund á mánuöi fyrir að fá barnið passað á laugardögum. Þannig að hún kemur út á sléttu, fær ekkert fyr- ir vinnuna sína þessa daga, en þorir ekki annað en að vinna til að halda vinnunni," sagði Ing- björg. ■ Óskar Magnússon er framkvœmdastjóri stœrstu verslunarkebju landsins meb hundrub verslunarmanna í vinnu: Reynum að hafa eins lítib opiö og hægt er Óskar Magnússon lögmaður, fyrr- um fréttastjóri DV og núverandi forstjóri Hagkaups hf., stærstu verslunarkeðju landsins, vill helst af öllu halda upp í hálendi lands- ins með flathýsi sitt í eftirdragi. En hvað um starfsfólk Hagkaups og dótturfyrirtækisins Bónus, sem mun vera eitthvað á níunda hundraðið þegar allt er talið? „Þetta er ekki flókið mál, við höfum haldið í heiðri þá reglu að reyna að láta fólk ekki vinna á frí- helgi verslunarmanna, sem þó aðrir hafa gert. Við munum ekki hafa opið á sunnudeginum, nema í einni búð í Reykjavík og einni á Akureyri. Það gemm við með lág- marksmannskap til að sýna ein- hverja þjónustu. Það er varla verj- andi gagnvart kúnnum okkar að loka öllum dymm. En á Akureyri er dæmið þannig að þar er óskap- lega margt af ferðamönnum og Logi Helgason rekur Ijúf- metisverslunina Vínberib vib Laugaveg: Vildi helst af öllu fara í sum- arbústa&inn „Það er hver að elta skottið á öðrum, ég er alvarlega að hugsa um ab taka opnunartímann hjá mér í gegn og stytta hann, þetta gengur ekki til lengdar," segir Logi Helgason kaup- mabur í Vínberinu. „Helst af öllu vildi ég komast í sum- arbústabinn okkar hjónanna austur í Holtum um verslunarmannahelgina. En það getur sennilega ekki oröiö. Þab er stærstur hluti borgarbúa sem verð- ur eftir í bænurn þrátt fyrir öll ferða- lögin, og frekar súrt ab loka verslun eins og minni, þegar fjölmenni er í miðborginni," sagði Logi. Hann rekur ljúfmetisverslun ab Laugavegi 43 þar sem félagarnir Silli og Valdi verslubu forbum. Logi hefur fitjað upp á nýj- varla hægt ann- að en að halda opnu. Ég veit ekki annað en að þetta sé allt ágreiningslaust milli okkar og starfsmanna, og í sjálfu sér auðvelt að manna eina búð," sagði Óskar. Sjálfur segir Óskar að hann verði meira og minna á vaktinni yfir helgina, en hann hafi áhuga á ab fara upp á hálendið í stutta ferð og halda upp á frídag versl- unarmanna. „Ég fer varla langt núna en hef gaman af að fara í hálendisferðir með flathýsi sem ég eyöilegg nú því miður nokkub reglulega. Ég ráblegg nú engum að fara mikið með slíkan búnað yfir til dæmis Sprengisand, né heldur inn í Herðubreiðarlindir, nema hafa bifvélavirkja í för meb sér, og aukasett af fjöbrum og öbru sem til þarf. Átökin í þessum ferðum em mikil," sagði Óskar. „Þab er búib að teygja mikið á þessum opnunartíma verslana í ýmsa enda undanfarin ár. En mér finnst að þessi mánudagur versl- unarfólksins mætti sleppa," sagði Óskar Magnússon í Hagkaup og sendi verslunarfólki kveðjur sín- ar og síns fyrirtækis. - JBP ungum í versl- anarekstri, rekur verslun með fáu starfsfólki, sem leggur áherslu á vöru sem kitlar bragðlaukana. Logi segir að Laugavegurinn sé Logi Helgason. í uppsveiflu. Fjöl- miðlar hafi gert of mikið úr svartnætt- inu þar um slóðir til skamms tíma. Eftir sem ábur væri Laugavegurinn mesta verslunarhverfi landsins, ekkert mundi breyta þeirri stabreynd. Verslunarmannafrídagurinn eins og hann var er Loga í fersku minni. Þá lokuöu verslanir og verslunarfólk og kaupmenn héldu upp á daginn, sem var þeirra tyllidagur. Þann mánudag unnu aðrar stéttir þjóðfélagsins, verkamenn, iðnaðarmenn og aðrir. Nú hefur þetta snúist vib, — þeir sem em á þönum á frídegi verslunarmanna em helst verslunarfólkib sjálft. „Opnunartíminn er vissulega mál sem stéttin verður að fara ab huga ab í fullri alvöm," sagði Logi Helgason. ' -JBP Ingibjörg R. Cubmundsdóttir. Óskar Magnússon Sagt var... Tími ekki Tímanum „Tregablandin bjartsýni fyllir huga okkar sem teljumst til velunnarar blabsins. Þetta er íhaldssemi og eig- ingirni í bland vib kvíða vegna þess óþekkta sem togast á við glebi yfir auknum styrk og fjölbreytni sem því fylgir ab kraftar tveggja traustra fjöl- mibla sameinist." Segir Leó E. Löve í Tímapistli sínum, frá mínum bæjardyrum. Hrabahindranir á fæti „Hugmyndin er sú ab leyfa kindum ab ráfa frjálsum um þjóbvegina í þeirri von ab ökumenn neyöist þá til ab draga úr hraðanum." Tíminn greinir frá þessu í frétt frá Hol- landi um hugmyndir ab nýjum tegund- um hrabahindrana. Héldu menn ab þetta væri allt í gríni? „Meb rábningu Stefáns má Ijóst vera ab Frjálsri fjölmiölun er full alvara meb nýja blabinu og nú bíba menn vibbragba frá Morgunblabinu vib samkeppninni." Um rábningu Stefáns Jóns Hafstein í ritsjórastól Dags-Tímans. Alþýbublabib. Hvatarkerfi í hvatardragt ab hætti hvatarkvenna „Stjórnendur fyrirtækja hafa ákvebin stjórnunartæki sem geta nýst þeim vib innri markaössetningu.... 1. Hvetjandi stjórnunaraðferbir 2. Hvetjandi starfsmanna- og fræb- uslustefna 3. Hvetjandi bobmiblunarkerfi" Segir Katrín Olga Jóhannesdóttir, rekstrarrábgjafi í grein sinni sem Mogginn birtir á vibskiptasíbum sínum. Ég vil líka vera píka „Stafsmenn eru líka mikilvægur markhópur" Fyrirsögn Katrínar Olgu Jóhannesdótt- ur í Moggagrein sinni. Hvab meb Esóp? „Kannske einhverjar mýs í veginum en engin Ijón" Mabur skyldi ekki vanmeta mýsnar. Þab var jú músin sem bjargabi lífi Ijóns- ins í einni dæmisögu Esóps. Haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í vibtali vib Tímann um þab hvort sveitarfélögin væru tilbúin til þess ab taka alfarib vib rekstri grunnskólans. Forsetatónleikarnir sem áttu ab vera í gærkvöldi en ekki voru haldnir urðu ekki sú tekjuöflun sem útlit var fyrir ab þeir gætu orbib. Enn velkjast menn í vafa um fyrir hverju átti ab safna, en opinberlega hefur einhver heyrst nefna að ágóbi tónleikanna ætti ab renna til byggingar tónlistarhúss. í pottinum segja efahyggjumennirnir ab þab sé nú skringilegt því framkvæmdanefnd tón- leikanna hafi átt að fá abgangseyrinn til rábstöfunar. Og þá sé ekki síður óvenjulegt ab safna fyrir tónlistarhúsi meb því ab bjóba upp á kaffi og klein- ur eftir tónleikana meb því ab ganga um meb söfnunarbauk milli gestanna • ... nokkrir fjölmiblar sem sjá hugsan- lega ógnun í stofnun nýs dagblaös meb höfubstöbvar í Reykjavík og Akur- eyri hafa notaö hvert tækifæri til ab greina frá mikilli ólgu og óánægju á Tímanum og Degi. Er nú svo komib að öll þessi meinta ólga er orbin ab ab ab- hlátursefni starfsmanna sem ekki kann- ast vib neina ólgu. í textavarpi sjón- varps sagbi m.a. „að á ritstjórnunum sé mikil OLGA" (enda engir íslenskir stafir þar). Spyrja spaugsamir starfs- mennmenn nú gjanan hvern annan hvab sé ab frétta af Ölgu miklu, en ut- anabkomandi telja umsvifalaust ab þessi Olga hljóti ab vera þýskur eba rússneskur kringlukastari... • ... og talandi um fréttaflutning af Olgu miklu. Af einhverjum ástæbum hefur farib lítiö fyrir fréttum fjölmibla af sam- þykkt starfsmannafundar Dags í fyrra- kvöld þar sem menn fögnubu í góbum gír nýju dagblaöi og lýstu fullum stubningi vib málib...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.