Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 6
6 fjmjffll Föstudagur 2. ágúst 1996 Okumenn taki því vel þótt lög- reglan stöövi þá Sumar- tónleikar í Skálholti Þaö veröur mikiö um dýröir á Sumartónleikum í Skál- holtskirkju um verslunar- mannahelgina. Þá veröur boöiö upp á messu Jónasar Tómassonar, Tibi laus; Das Wohltemperierte Klavier eft- ir Bach, Haröangursfiöluleik frá Noregi og náttsöng úr Þorlákstíöum. Aögangur er ókeypis og boöiö er upp á barnagæslu í Skálholtsskóla meöan á tónleikum stendur. Efnisskráin er eftirfarandi: Laugardagurinn 3. ágúst: Forspjall Jónasar Tómassonar um messu sína, Tibi laus, er kl. 14.00. Messan er flutt kl. 15.00 af Margréti Bóasdóttur sópran, Voces Thules og Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn Gunn- steins Ólafssonar. Fyrra hefti Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach er kl. 17.00 og 21.00, í flutningi William Heiles semballeikara. Sunnudagurinn 4. ágúst: Messa Jónasar Tómassonar endurflutt kl. 15.00. Messa með norrænum kirkjuverkum leiknum á Harðangursfiölu er kl. 17.00. Dansar fyrir Haröangurs- fiölu verða leiknir af Alf Tveit frá Noregi kl. 21.00. Og nátt- söngur úr Þorlákstíðum er sunginn af Voces Thules kl. 22.00. Mánudagurinn 5. ágúst: Ný dagskrá tónverka fyrir Harð- angursfiölu eftir landskunna Harðangursfiðlumeistara í Noregi er leikin kl. 15.00. -gos Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi biöur öku- menn aö taka því meö þolin- mæöi þótt lögreglan kunni aö stööva þá án sérstaks til- efnis í umferöinni um helg- ina, því slíkt eftirlit sé öllum í hag. Þeir sem kjósi aö fara ekki eftir umferðarreglum veröi hins vegar aö sætta sig viö afskipti lögreglunnar. Lögreglan á Suövesturlandi mun leggja sérstaka áherslu á aö fylgjast með ökuhraða og hegöun ökumanna í umferö- inni. Að samstarfsnefnd lögregl- unnar á Suðvesturlandi standa lögreglan í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík, Keflavík og á Selfossi. Talsmenn þessa samstarfsverkefnis lögreglunnar segja að því miður gæti of marg- ir ökumenn þess ekki að bíllinn þurfi að vera í lagi og ökumað- urinn einnig. Fólk aki ógætilega, þótt oft sé í bílnum með því það sem dýr- mætast er, eins og maki, börn og kærkomnir vinir. Til þessa verði menn að taka tillit og því vill lögreglan í framangreindum umdæmum beina því til allra sem leggja út á þjóðvegina um helgina aö sýna bæði fjölskyldu sinni og öðmm vegfarendum þá viröingu að fylgja öryggisregl- um, því þá geti ferðalagið orðið öllum til ánægju. í júlí 1883 er Sæmundi Sveinssyni leyft að byggja bæ 11 x 8 álnir, tíu álnum fyrir austan bæ Eiríks Guðmundssonar, Móbæ, sem stóð á þeim slóðum sem Holtsgata og Túngata mætast. Árið 1889 byggir Sæmundur hjall, 4 x 4 álnir, á norðausturhorni lóðar sinnar. Ári síðar kemur hann upp stakkstæði, 19 x 25 álnir, fyrir vestan lóð sína. Það skil- yrði fylgdi leyfinu fyrir stakkstæðinu að hann fjarlægbi það, ef bæjaryfirvöld færu fram á þab vegna húsa sem þar kynnu að verða reist. í nóvember 1892 fær Sæmundur vib- bót vib lób sína, landræmu sem liggur norðan við lóð hans, 19 1/2 x 42 1/2 áln- ir. Árið 1894 er honum gert að láta sneið af lóð sinni, 4 x 40 álnir, undir stíg. Hann fær síöan spildu sunnan við lóöina, 8x37 álnir, meðfram Holtsgötu áriö 1896. í júlí 1897 byggir hann geymsluskúr, 4 x 5 1/2 álnir, á lóöinni. Aldamótaárið er Sæmundi leyft að stækka skúrinn við bæ- inn um 2 1/2 x 3 álnir. Samkvæmt manntali frá desember 1893 eiga þá heima í Sæmundarhlíð: Sæ- mundur Sveinsson, fæddur 1841, Gubrún Jónsdóttir, kona hans, fædd 1842, Svein- björn Jón, sonur þeirra, fæddur 1884, Guðrún Lilja Grímsdóttir, dóttir konunn- ar, fædd 1864, Ágústa Gunnlaugsdóttir, dóttir Guðrúnar Lilju, fædd 1895 og Jón Samúelsson, skósmíbanemi. í september 1893 fær Sæmundur Sveinsson leyfi til ab byggja hús á lóðinni, 10x11 álnir að viðbættum skúr 3x3 áln- ir. Hús þetta verði sett á hornið milli Holtsgötu og Brekkustígs, það á að standa vestan við Holtsgötu og skal hliö þess snúa að þeirri götu og vera 7 álnir frá göt- unni. Sveinn sækir um aö byggja húsið innar á lóbinni og setja girðingu meðfram götunni og fær leyfi til þess. í leyfinu er tekið fram að húsið megi ekki vera horn- skakkt við legu götunnar. Fyrsta brunavirðingin er gerð árið 1904. Þar segir að húsið sé byggt af bind- ingi, klætt utan meb plægðum 5/4" borð- um, pappa, listum og járni þar yfir og með járnþaki á plægðri 5/4" borðasúö með pappa í milli. Allir útveggir em stoppabir með marhálmi og milligólf í neðri bitalögum. Niðri eru þrjú íbúðarher- bergi, eldhús og tveir fastir skápar, sem allt er þiljað. I herbergjum er pappi á veggjum og allt málab. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Uppi er þurrkloft. Kjallari er undir öllu húsinu, 4 álnir á hæb. I hon- um eru tvö íbúðarherbergi, annað þiljað og málað, hitt í smíðum og eitt geymslu- herbergi. Við vesturgaflinn er inngöngu- skúr með kjallara, byggbur eins og húsið, þiljaður og málabur að innan. í honum er einn fastur skápur. í brunavirðingu er hvergi getiö um bæ- inn sem Sæmundur byggöi 1883 og ekki hefur tekist aö afla upplýsinga um það hvab var gert með hann, eða hvort hann var rifinn þegar húsib var byggt. í manntali frá desember 1906 em tald- Holtsgata 10 (Sæmundarhlíö) ir til heimilis í Sæ- mundarhlíö: Sæ- mundur Sveinsson tómthúsmaöur, fæddur 1841; kona hans Guðrún Jóns- dóttir, fædd. 1842; sonur þeirra Sveinbjörn Jón, fæddur 1884; Guðrún Lilja Grímsdóttir, dóttir konunn- ar, fædd 1864, og Guðrún Halldórsdóttir, dóttir Gubríðar Lilju, fædd 1895. Á öðm heimilinu eru Gísli Gíslason tómthúsmabur, fæddur 1842; kona hans Þóra Einarsdóttir, fædd 1844, og tveir syn- ir húsbóndans: Gísli, fæddur 1879, og Jón Halldór, fæddur 1883. Á þriðja heimilinu eru Jón Halldórsson tómthúsmaður, fæddur 1842; kona hans Guðrún Nikulásdóttir, fædd 1841, og son- ur þeirra Gubjón, fæddur 1889. I brunavirðingu frá 14. desember 1912 segir að Sæmundur Sveinsson hafi aukið og endurbætt íbúöarhús sitt, Sæmundar- hlíð, sem þá er talið númer 8 við Holts- götu. Á hæðinni eru fjögur íbúbarher- bergi, tvö eldhús og fjórir fastir skápar, allt þiljað; tvö af herbergjunum meb striga og pappa á veggjum og loftum, allt málað. Þar eru tveir ofnar og tvær eldavél- ar. Uppi er geymsla. Kjallari er undir öllu húsinu með steingólfi og timburgólfi ofan á því. Þar em þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur, allt þiljað og málab. Þar em þrír geymsluklefar. Ein eldavél og þrír ofnar. Vib norður- hlið hússins er inn- og upp- gönguskúr, með kjallara og byggb- ur eins og húsið. Þar er einn geymsluklefi, gangur og tveir skápar. Árið 1925 biður Sveinbjörn Sæmunds- son um að fá að skipta lóðinni. Það leyfi var veitt. Árið 1931 telst Sæmundarhlíb vera Holtsgata 10. Þá hefur húsinu verið breytt og þab endurbætt á eftirfarandi hátt: I kjallara eru fjögur íbúðarherbergi, eldhús og anddyri. Allt þiljað innan, veggfóðrað og málað. Geymsluklefi er í kjallara. Þá eru vatns-, skólp-, gas- og raf- magnsleiðslur í húsinu. Línoleumdúkur á gólfum. Þá er getib um að á lóðinni sé hesthús, byggt af bindingi, klætt utan borðum og járni á veggjum og þaki. Skilveggur úr timbri er í því. í öbrum enda þess er hey- geymsla. í matinu er sagt að hesthús þetta sé gamalt, en þess er ekki getið áður þegar eignin er virt. Sveinbjörn Sæmundsson fékk leyfi til að gera útlits- og fyrirkomulagsbreytingu á húsinu í byrjun ársins 1939. í lýsingu matsmanna eftir að Sveinbjörn hafði lok- ið verkinu segir: „Húsið er byggt úr bind- ingi, klætt utan borðum, pappalagt og járnvarib á þaki, en vírlagt og múrhúbað meb skeljasandi á veggjum. Utveggir eru HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR fylltir með sagsjtónum og milligólf eru í neðra bitalagi. Á aðalhæð eru fjögur íbúb- arherbergi, eldhús, baðherbergi, klósett og forstofa. Allt strigalagt, veggfóbrab og málaö. í kjallara eru fjögur íbúðarher- bergi, eldhús, klósett, gangur, mibstöbv- arherbergi og geymsluherbergi. íbúðin er strigalögð, veggfóbruð og máluö. Undir inngönguskúr er kjallari og í honum þvottahús og gangur." Hesthús meb heygeymslu í öðrum enda er á lóðinni og ekki getið um annab en það sé óbreytt frá virbingu 1931. Sæmundur Sveinsson var ættabur frá Bergsholti í Staðarsveit, en kona hans Guðrún Jónsdóttir var fædd í Kolbeins- stabahreppi. Sæmundur var maður lítil- látur og til marks um þaö er þessi saga: Þegar hann var að byggja húsið kom bisk- upinn þar að og mun hafa verið á kvöld- göngu. Hann spurbi hvað húsib ætti að heita. „Ætli þab verði ekki Sæmundar- kot," svaraði Sæmundur. „Sæmundarhlíð skal það heita," sagði Hallgrímur Sveins- son biskup. Sæmundur Sveinsson lést 14. janúar 1922, en kona hans Gubrún Jónsdóttir lést 18. desember 1922. Eftir lát þeirra varð Sveinbjörn sonur þeirra eigandi ab Sæmundarhlíð. Hann hafbi verið fylgdarmabur Mælingadeildar danska herforingjaráðsins, þegar Island var kortlagt á árunum 1900 til 1910. Kona hans var Ólafía Jónsdóttir frá Breiðholti við Reykjavík. En sá bær stóð á þeim slóð- um sem gróðrarstöðin Alaska er nú. Ólaf- ía var atorkusöm kona og um árabil rak hún saumastofu í Sæmundarhlíö. Hún hafði að jafnaöi sjö til átta konur í vinnu við saumaskap. Sveinbjörn Sæmundsson og Ólafía Jónsdóttir eignuðust fimm börn: Sigríöi, Guðrúnu, Björgu, Val og Ernu, sem öll eru fædd í Sæmundarhlíð. Eftirlifandi maður Sigríðar er Ágúst Böðvarsson, fyrrverandi forstjóri Landmælinga íslands. Hann er menntaður í landmælingum frá Dan- mörku. Ágúst hefur nýverið lokiö bók um landmælingar íslands eftir 1900, sem mun koma út á haustdögum. Bók þessi veröur mikill fengur fyrir þjóðina, ekki síst þegar fram líða stundir. En tengdasonurinn í Sæmundarhlíð kann margt fleira fyrir sér en kortleggja lönd og álfur, hann kann líka að semja stökur og ljób. Heyrst hefur að von sé á ljóöabók eftir hann, en hann sjálfur hefur ekki hátt um það. Ábur hefur komið út ljóbabók eftir Ágúst Böðvarsson og lét hann ágóba af sölu bókarinnar renna til líknarstarfsemi. Sonurinn í Sæmundarhlið, Valur Sveinbjörnsson, var brunavörður í Reykjavík, en hann lést fyrir aldur fram. Ólafur sonur Vals fetar í fótspor afa síns Sveinbjörns og vinnur við landmæl- ingar. Sama ættin hefur búið í Sæmundarhlíð frá því ab þar var fyrst byggt 1883 og allar götur þar til húsib var selt um 1990. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.