Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. ágúst 1996 9 Vestmannoeyjor; Akureyri, Siglufjöröur og Neskaupstaöur berjast um fjöldann: \wm L - I m 'sa Þar er mikið drukkib," sagði norskur leigubílstjóri sem ók tíbindamanni í Ósló fyrir rúmum aldarfjórbungi þegar hann komst ab því ab unglingur- inn, sem var farþegi hans var frá ís- landi. Þegar bílstjórinn var inntur eftir því hvar hann hefbi kynnst drykkju- skap íslendinga kvabst hann hafa verib á síld vib ísland sumarib 1959. Frásögn hans af landlegu á Seybisfirbi um fyrstu helgi í ágúst þab sumar þegar hundrub íslenskra, færeyskra og norskra sjó- manna voru á stabnum og gerbu sér glaban dag meb tilheyrandi fylliríi sem nábi upp á Fljótsdalshérab, hljómabi sem tröllasaga. Þetta var á þeirri tíb þeg- ar verslunarmannahelgin var abeins frí- dagur verslunarmanna og verslanir voru lokabar fyrsta mánudag í ágúst af þeim sökum. Þessi landlega meb tilheyr- andi drykkjulátum á fátt sameiginlegt meb útihátíbum í dag enda til hennar stofnab af öbru tilefni. Ferbalög um landib voru heldur ekki jafn algeng og nú um þessa helgi. Vegakerfib var frum- stæbara og bílaeign landsmanna abeins svipur hjá sjón mibab við núverandi flóru ökutækja. Þótt áfengi hafi nokkuð tengst hátíbahaldi um verslunarmanna- helgina í gegnum tíbina þá hefur sam- komuhald síbari ára einkum byggst upp í þeim tilgangi ab stemma stigu vib ab efnt væri til fylliríissamkoma. Útihátíðahaldið um verslunarmannahleg- ina hefur verið að þróast í um tvo áratugi. Á þeim tíma hafa ýmsir reynt fyrir sér með hátíðahald en á undanförnum tveimur til fjórum árum virðist vera að komast nokk- uð fast skipulag á þessi hátíöahöld og þau aö verða hluti af ferðaþjónustu í ýmsum bæjum og byggðum. Popphljómsveitir í skógi í upphafi miðaðist útihátíðahaldið helst við ungmenni sem söfnuðust saman á stöðum utan þéttbýlis um þessa helgi. Dægurtónlistarmenn fundu farveg til að stunda atvinnu sína og farið var að efna til dansleikja þar sem ungt fólk kom saman og gisti í tjöldum. Oft þótti nokkuð sukksamt á þessum hátíðum þar sem Bakkus var með í för. Því tóku ýmis félagasamtök að skipu- leggja útihátíðir fyrir unglinga með tilheyr- andi tónlist og stundum skemmtiatriðum. Samkomuhald af því tagi fór nokkuð víða fram og má meðal annars nefna Atlavík við Lagarfljót, Vaglaskóg í Fnjóskadal, Húna- ver í Blönduhlíð og Húsafellsskóg í Borgar- firði sem dæmi um staði þar sem ung- mennasamtök og aðrir aðilar stóðu fyrir hátíðahaldi. Margar þessara útihátíða þóttu takast bærilega þótt ætíð væri nokkuð um ölvun og önnur vandamál komið upp er gjarnan fylgja margmenni af þessu tagi. Engin þessara útihátíða vann sér þó hefð enda mættu þær andstöðu ýmissa aðila og ekki síst skógræktarmanna sem höfðu for- ræði á landi á sumum þessum stöðum. Galtalækjarmótib — upphaf fjölskyldusamkoma Eina útihátíðin sem á raunverulegar ræt- ur í þessum tíma og staðið hefur af sér allar breytingar á skemmtanahaldi er Bindindis- mótið í Galtalækjarskógi en það var svar bindindissamtaka við þeirri þróun að ung- Þéttbýlin tekin við útihátíða- haldinu menni söfnuðust saman á út um land á einskonar rokkhátíðir. Bindindismótið við Galtalæk var strax í upphafi byggt upp sem fjölskylduhátíð þar sem foreldrum var boð- ið að koma með börn sín og unglinga til útihátíðar þar sem allir gætu skemmt sér saman. Áfengisbann hefur ætíð einkennt þessa samkomu þannig að þeir sem ætluðu sér að detta í það án návistar annarra fjöl- skyldumeðlima tóku fljótlega að leita ann- að. Vestmannaeylngar blanda sér í slaginn Vestmannaeyingar hafa lengi haldið sína þjóðhátíð. Þar til fyrir all nokkrum árum var efnt til hennar um aðra helgi í ágúst en síðan ákváðu forsvarsmenn hennar að færa hana fram um eina viku og þannig blönd- uðu þeir sér í slaginn og þá þróun sem hafin var um há- tíðahöld um þessa helgi. Ákvörðun Vestmannaeyinga um að færa hátíðahald sitt fram um viku hafbi strax veru- leg áhrif á hátíöahald um landið því þjóbhátíðin hafði ætíð verið fjölskyldusamkoma þar sem eyjamenn fluttu sig af mölinni inn í Herjólfsdal sem er á hinum gróna hluta eyjanna og bjuggu þar í tjöld- um sínum meðan á hátíðahöldum stóð. Þjóðhátíðin var í föstum skorðum frá ári til árs og hafa Vestmannaeyingar haldið flest- um einkennum hennar þótt gestir séu orðnir landkrabbar að meirihluta. Þjóðhá- tíðin er hluti af ímynd Vestmannaeyja og kallar nú þangað fjölda ferðamanna á hverju ári. VERSLUNAR MANNA- HELGIN stemmningu Þeir bæir sem lengst eru komnir að þessu leyti eru Siglufjörbur, Akureyri og Neskaup- staður. Þótt með öðrum hætti sé þá nota Siglfirðingar hefðir til að skapa hátíðar- stemmningu líkt og Vestmannaeyingar. Siglfirðingar minnast síldaráranna sem var ákveðið gullaldartímabil í sögu staðarins. Með því móti hefur þeim tekist að skapa hátíð sem í senn er mjög persónuleg fyrir bæinn en einnig sérstæð þegar miðað er við aðrar útihátíbir. Síldarævintýrið á Siglufirði byggist fyrst og fremst á því að endurvekja þetta tímabil í leikrænum bún- ingi og bæjarbragurinn er færbur til þessara tíma eftir því sem við veröur komið. Áhersla hefur verið lögð á að byggja hátíða- haldið sem mest á heimamönnum og skapa þannig siglfirska hátíb. Siglfirðing- um er einnig í mun að skapa hefðir sem efla áhuga á staðnum og þar með ferðaþjónustu því bær- inn liggur nokkuð úr alfara- leið og er endastöð í þjób- vegakerfi landsins. Ef mibað er við aðsókn að síldarævin- týrinu á því sex ára tímabili sem efnt hefur verið til þess- ara hátíðarhalda virðist þetta hafa tekist og síldarævintýri komið til að vera. Aörir fóru aö líkja eftir Þegar ljóst var að þjóbhátíð Vestmanna- eyinga var ab verða hluti af ferðaþjónustu þeirra tóku menn í öðrum bæjarfélögum að huga að hvort ekki væri unnt að fara að dæmi Eyjamanna þótt ekki væri hægt að vísa til þeirrar hefðar sem þeir bjuggu að. Því tóku hátíðahöldin að breytast úr mis- jafnlega vel skipulögðum útihátíðum utan þéttbýlis þar sem ungmenni höfðu einkum komið saman til þess ab hlusta á rokktón- list og detta dálítið í það, í skipulagðar fjöl- skylduhátíðir sem þegar eru orðnar hluti af ferðaþjónustu ýmissa bæja. Arfur fyrri tíöar skapar hátíöar- Akureyringar nýta bæinn sem hátíöasvæöl Akureyringar efna nú til hátíðar sem þeir kalla „Halló Akureyri" þriðja árið í röð. Þeir fara aðra leið en nágrannar þeirra í Siglu- firbi og byggir hátíbin ekki á neinum ákveðnum hefðum í bæjarlífi Akureyrar. Hún er fyrst og fremst byggð upp á röö skemmtiatriða auk þess sem Akureyri er í þjóðbraut og miðast útihátíðin þannig við að nýta alla þá þjónustu sem þar er að finna í tengslum við skemmtiatriði og aðra afþreyingu. Halló Akureyri er líkt og aðrar útihátíðir mibub við fjölskyldufólk þótt einnig hafi nokkuð verið um unglinga. Á bilinu 7000 til 8000 manns munu hafa komið til Akureyrar um verslunarmanna- helgina í fyrra og búast forráðamenn hátíð- arinnar við allt að 10 þúsund gestum til bæjarins nú um helgina. Svipuð samkomu- hefð er að myndast í Neskaupstab en Norð- firðingar efna til útihátíðar sem þeir kalla Neistaflug. Þeir höfða til veðurblíðu sem oft einkennir Austfirði á þessum árstíma og halda hátíð sína undir merkjum sólar og fjölskyldunnar. Hátíöahöld á ýmsum stööum á Suöurlandi og víöar Ýmsir aðrir aðilar eru einnig að þreifa sig inn á þessar brautir og bjóða fjölskyldufólki gistiabstöðu og ýmis skemmtiatriði. Sumt er bundið við verslunarmannahelgina sjálfa en einnig er farið að dreifa þessum hátíðahöldum á fleiri helgar. ísfirðingar héldu sína hátíð um síðustu helgi og Sunn- lendingar fagna meb töðugjöldum á Gadd- staðaflötum við Hellu um miðjan mánuð- inn. Sú hátíð er einskonar uppskeruhátíð og um leið kynning á landbúnaði og sveita- lífi. Flúðir eru einn þeirra staða sem taka nú þátt í keppninni um landann um verslun- armannahelgina því þar verður efnt til úti- hátíðar sem nefnist Hrunadansinn og vísar heitið til þjóðsögulegra atburða. Þá verður útihátíð á Kirkjubæjarklaustri við Hótel Bjarkarlund fyrir vestan, á Hrísum í Eyja- firði og fleiri staði nætti nefna. Fólk vill líka vera í Reykjavík En hvab með Reykjavík? Til þessa hefur straumur fólksins legið úr borginni og landsbyggðin notið ævintýranna þessa faga. Ekki er efnt til neinna sérstakra há- tíðahalda þar um verslunarmannahelgina eba sérstaklega unnið að því ab halda fólki í bænum. Þó er ljóst að fólk kemur einnig utan af landi og stoppar í höfubborginni þessa daga. Kristín Ándersen og Ingvar Guðmundsson hafa verib ab byggja upp ferðaþjónustu á Kjalarnesi og meðan ann- ars hafib rekstur gistiheimilis. Þau segja að nú færist í vöxt að fólk komi utan af landi í leyfum sínum. Því finnist ákjósanlegt að gista í nálægð við borgina og geta eytt frí- dögunum í Reykjavík og nánasta umhverfi. Þetta eigi bæði við um verslunarmanna- helgina og einnig aðrar helgar sumarsins. Hvaö ræöur för? Hvað ræður því hvert straumurinn liggur hverju sinni? Sumir hafa fundið sér sína hátíð og fara á sama staðinn ár eftir ár. Þannig eru ákveðnar hefðir að skapast en einnig ráða aðrir þættir miklu. Veður hefur mikil áhrif á ferðir fólks en einnig kostnað- ur og ekki síst sú hóptilfinning sem ein- kennir samfélag ungmenna. Stóru útihá- tíðarnar hafa mest aðdráttarafl en þær minni byggja fremur á fólki sem vill reyna eitthvab nýtt eða hefur tengsl við ákveðna staði. Svo virbist sem straumurinn muni einkum liggja til Vestmannaeyja sem fyrr og Akureyri er einnig að verba mjög vinsæl. Stærð og fjölbreytileiki bæjarins veldur þar nokkru en þar er meðal annars að finna marga góða veitinga- og skemmtistaði auk fjölda gististaða og tjaldsvæðis í mibbæn- um. Þá er ljóst að síldaræfintýrið á Siglu- firði mun draga marga til sín um þessa helgi. Þótt drykkjuskapur hafi jafnan sett nokk- urn svip á útihátíðarhöld um þessa helgi þá miðast allt undirbúningsstarf og fram- kvæmd útihátíöa dagsins í dag viö að fjöl- skyldur skemmti sér saman og að meðferð áfengis verði stillt í hóf. Saga norska leigu- bílstjóranna á því við um liðna tíð. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.