Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 14
f " 14 Föstudagur 2. ágúst 1996 Gubrún Katrín Þorbergsdóttir: Vel viö hœfi aö eiginkona skauti vib embœttistöku forseta íslands: A eftir að nota íslenskan búning meira í framtíbinni Viö innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta íslands bar forsetafrúin, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, skaut- búning meb miklum glæsi- brag. Búninginn, sem saum- aöur var af Elísabetu Waage um 1960, færöi Póstmannafé- lag íslands henni aö gjöf viö starfslok hennar sem fram- kvæmdastjóri félagsins. Sokkabelti meö sprota og koffur fékk Guörún Katrín aö gjöf frá móöur sinni, Guö- rúnu Bech, sem haföi þegið þaö aö gjöf frá Maríu Thor- steinsson. Tíminn spuröi for- setafrúna hvort ákvöröun hennar aö skauta viö þetta hátíðlega tækifæri lýsti kannski aö einhverju leyti af- stööu hennar til íslenska þjóöbúningsins. „Þaö má kannski segja þaö. Mér finnst það vel við hæfi, að við embættistöku forseta ís- lands þá klæðist kona hans þessum búningi, eða skauti, eins og sagt er á góðri íslensku. Enda hefur skautbúningurinn verið hátíðarbúningur íslenskra kvenna á aðra öld, eða síðan Sigurður Guðmundsson kom með hann á sínum tíma". Guðrún Katrín segist alin upp við íslenskan búning. „Móðir mín, sem lifði til 1991, var lík- lega yngsta íslenska konan sem klæddist daglega íslenskum búningi, upphlut dags daglega og peysufötum við hátíðlegri tækifæri. Hún fór í upphlut á hverjum einasta degi, eftir að hún hafði lokið helstu heimilis- störfum og gengið frá eftir há- degið. Ég er því ákaflega vön upphlut og peysufötum og finnst þau mjög eðlilegur fatn- Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú. aður". Sjálf segist Guðrún Katrín hafa erft millur, nælu og fleira kvensilfur bæbi eftir mömmu sína og ömmu. „Ég á ekki upp- hlut sem passar mér eins og er, en ég á pils og flest annað og býst við að endurnýja upphlut- inn. Ég á áreibanlega eftir að nota íslenskan búning meira í framtíðinni", sagði Gubrún Katrín. Maríu Thorsteinsson segir hún hafa verib ættaða frá frá ísafirði. „Hún var merkileg kona og mikil vinkona mín, sem lést fyrir þrem árum, 93ja ára gömul. Þau voru þrjú systk- ini, Jakob, Þorsteinn og María, öll ógift. María leigði hjá mömmu minni yfir 20 ár. Hún var löggiltur skjalaþýðandi úr ensku og rak fjölritunarstofu og fjölritaði m.a. fyrir Hæstarétt ár- um saman. Hún var lengi í Gljúfrasteini og vélritaði fyrir Halldór Laxnes". Stokkabeltið og koffrið segir Guðrún Katrín að María hafi erft frá móður sinni og gefið það móður hennar. „Mamma mín gaf mér þessa hluti fyrir mörgum árum. Mér þykir mjög vænt um þá og er stolt af því að geta borið þá." Stokkabeltið, sem sé steypt og meb blóma- munstri, segist Guðrún Katrín oft hafa notað við selskapskjóla, ýmist með sprotanum eða ekki. En þetta væri í fyrsta sinn sem hún setti upp koffrið, því hún hafi ekki áður klæðst skautbún- ingi. Silfrið segir hún smíðað af Þórarni Ágústi Þorsteinssyni gullsmið, sem fæddist árið 1859 og varð háaldraður og bjó nær alla ævi á ísafirði. Ferðafól káNor ðurlandi Fjölbreytt þjónusta við hringveginn — og víðar! Útibú Kf. Skagfiröinga í Varmahlíö Bjóðum ferðafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum stað við þjóðveg nr. 1: • Verslun með dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veit- ingar. • Olíur og bensín. • Opið frá kl. 09:00-23:30. Útibú Kf. Skagfiröinga á Hofsósi og Ketilási I Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olíur og bensín. • Opiö frá 09:00-20:45. Verslun og þjónusta á Sauöárkróki, þar sem athafnalífiö blómstrar! Á Sauðárkróki býður Kf. Skagfirðinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöru- hús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta. • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það! v^komin i Kaupfélag Skagfírðiiiga Skagafiörð. sauðárkróki -varmahlíð - hofsósi - ketilási

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.