Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 7. ágúst 1996 Eitursalar stunda vib- skipti sín í Kaup- mannahöfn nánast fyrir opnum tjöldum og lögreglan segist hafa mikilvœgari verkefnum aö sinna en aö eltast viö þá Eitursalan hefur breibst út," segir Tonni Overm- ans, sem rekur kaffihús viö Vesterbro Torv í Kaup- mannahöfn og er í stjóm samtaka kaupmanna á Vest- erbro-svæöinu. „Áöur var þetta aöallega kringum Ho- vedbanegárden [aöaljárn- brautarstööina í Kaupmanna- höfnj, en nú hefur þetta breiöst út til Istedgade, Vest- erbro Torv og alveg aö vötn- unum. Ég heföi ekki á móti því aö þaö breiddist út alveg til Hellerup, því aö þeim mun fleirum, sem eitursalamir veröa til ama, þeim mun meiri veröur þrýstingurinn á stjómmálamenn aö gera eitt- hvaö í málinu." Overmans beitir sér fyrir að- geröum gegn eitursalaplágunni og stofnar þar meö sjálfum sér og sínum nánustu í hættu. Nóttina eftir fund kaupmanna- samtakanna á Vesterbro og dómsmálaráöherrans um mál þessi var kveikt í veitingastaö Overmans. Þar aö auki hafa honum og fjölskyldu hans þrisvar borist moröhótanir. Gambíumenn sagb- ir athafnasamir Á umfjöllun danskra blaða um vanda þennan í Kaup- mannahöfn er helst svo aö sjá að eitursalarnir fari þar sínu fram án þess aö veröa fyrir miklu ónæöi af hálfu lögregl- unnar. Hún svarar afsakandi aö hún hafi hvorki mannafla né útbúnað til aö sinna þessum málum svo viðhlítandi sé. Dreifing og sala eitursins í Kaupmannahöfn viröist vera í höndum bæöi nýbúa, einkum frá þriöja heiminum, og Dana, og fólk úr báðum þessum hóp- um eyðileggst og deyr af völd- um eitursins. í dreifingu og sölu virðast þeir fyrrnefndu vera um- svifameiri en samkvæmt vissum heimildum eru það einkum Danir, sem fara forgöröum af völdum eitursins. Gambíumaöur sem nefnist John og hefur veriö í Danmörku í fjögur ár, sagði viö fréttamann frá Berlingske Tidende: „Eitur- vandinn er miklu meiri meðal Dana en innflytjenda. Aöeins einn innflytjandi hefur látist af þessum ástæðum á síðustu þremur árunum, en þaö líður ekki svo vika aö ekki deyi danskur eiturfíkill." Gambíumenn, sem e.t.v. eru tiltölulega fjölmennir meöal Afríkusvertingja í Evrópu (sem stendur líklega aö einhverju leyti í sambandi við mikinn tú- risma frá Evrópu til Gambíu), hafa í Danmörku sem víöar þaö orö á sér aö margir þeirra séu at- hafnasamir sem eitursalar. Framfaraflokkurinn danski, sem Glistrup stofnaöi á sínum tíma og hefur jafnan verið íhalds- samari en aðrir danskir stjórn- málaflokkar í innflytjendamál- um, hefur lagt til aö sett verði ný lög sem auðveldi yfirvöldum aö reka úr landi útlendinga, er geri sig seka um eitursölu. Nú hefur maöur aö nafni Hamid el Mousti, Marokkómaður búsett- ur í Danmörku, í flokki jafnaö- armanna þar og virkur í borgar- málum í Kaupmannahöfn, tek- Vesterbro Torv: óbreyttir borgarar þar, sem beita sér gegn eitursölu, sœta morbhótunum. Rotnun í ríki Dana BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON iö undir þessa tillögu Framfara- flokksins. „Pakistanar og ar- abar gróöamenn" Mousti beinir spjótum sínum í þessum efnum einkum að gambískum eitursölum og segir að þeir komi meö athæfi sínu óoröi á nýbúa í Danmörku yfir- leitt. En þótt ljóst sé aö margir Gambíumenn séu athafnasamir á þessum vettvangi eru þeir ekki einu útlendingarnir sem hér er við um að sakast. Þar kveður einnig mikiö aö eitursölum úr hópum araba, Pakistana, Ta- míla, írana, Tyrkja o.fl. „Ég held að Hamid el Mousti sé bara aö reyna aö vekja á sér athygli," sagöi Gambíumaður sem nefndist Peter við áður- nefndan mann frá Berlingske Tidende. Gambíumaður þessi stóö þá í fjölþjóölegum flokki eitursala á horninu þar sem mætast Istedgade og Gasværks- vej, og reyndu þeir ekki aö leyna því hverjir þeir væru og hvaö þeir höföust aö. „Og svo er augljóst aö hann þolir ekki svarta Afríkumenn. Við erum ekki annaö en smáfiskar og vinnum aðeins fyrir því sem notum sjálfir ... Það eru Pakist- anarnir og arabarríir, sem eru gróðamennirnir í bransanum." Danskir eiturfíklar og -salar, sem safnast gjarnan saman á torginu fyrir framan Maria Kirke við Istedgade, segja sem svo: Munurinn á okkur og inn- flytjendunum er að viö erum fíklar, en þeir ekki. Þeir þéna firn af peningum og eru alltaf segir áöurnefndur Overmans. „Séu þeir teknir, sitja þeir ekki inni í nema svo sem tvær vik- ur." Stundum eru þeir komnir út á götuna aftur fáeinum tím- um eftir handtöku. Lögin eins og þau eru nú heimila að vísu útvísun útlendinga, sem gripnir eru með mikið magn eiturefna á sér, en eitursalarnir fara í kring- um þau með því að gæta þess að hafa aldrei nema lítið magn eit- urs á sér í einu. Kerfi þeirra er vel skipulagt og sendimenn stöðugt í ferðum á milli hærri aðila í því, milliliða og götusala. Með því móti er fyrirbyggt að nokkur sé tekinn með mikið magn á sér. Þar aö auki hefur lögreglan dregið úr eftirliti á þessum slóðum, á þeim for- sendum aö hennar sé meiri þörf annars staðar. Mörgum Dönum virðist að hér hafi stjórnmálamenn og yf- irvöld brugðist og úr hófi má segja að keyri er óbreyttir, lög- hlýðnir borgarar, sem rísa gegn ósómanum, sæta morðhótun- um og skemmdarverkum af hálfu glæpalýðsins án þess að yfirvöld gefi því teljandi gaum. Hætt er við að þetta verði ekki til þess að auka hlýleika dansks almennings til útlendinga, en margir eitursalanna munu hafa fengið landvist á þeim forsend- um að þeir séu flóttamenn. Væntanlega hefur ekki verið gert ráð fyrir því aö þeir laun- uðu góðvild danska þjóðfélags- ins á þennan hátt. Þetta bendir og til þess, að glæpalýöur sé að eflast að áhrifum innan jafnvel þeirra þjóöfélaga, sem hingað til hafa haft orð á sér fyrir aö veita borgurum sínum vernd með besta móti. Eiturfíkill í lœknismebferb: „í hverri viku deyr danskur eiturfíkill." að reyna að plata fólk. Við höf- um gert samning við þá um að þeir megi selja þetta og viö hitt, og við gefum þeim á kjammann ef þeir halda sig ekki hinum megin við Gasværksvej. En fréttamaður bætir við að um nætur séu dönsku fíklarnir ekki þar á torginu, og þá verði ekki þverfótað í Istedgade fyrir erlendum eitursölum, einkum Gambíumönnum. Sumir þeirra sitji þar í tröppunum, reyki her- óín í silfurpappír og falbjóði varning sinn: „Dope, speed, hashish, freebase, coke - what do you want, man." „Þeim er hjartanlega sama um lögreglunay/ „Það eru yfirhöfuð engar hömlur á þeim og þeim er hjart- anlega sama um lögregluna,"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.