Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland, Faxaflói og Brei&afjör&ur: Su&austan kaldi eöa stinn- ingskaldi og rigning. Hiti 12 til 15 stig. • Vestfiröir: Austlæg átt, qola e&a kaldi og skýjaö. Snýst í subaustan kalda meö rigningu þegar líour á daginn. Hiti 11 til 14 stig. • Strandir og Nor&urland vestra, Nor&urland eystra, Austurland a& Glettingi: Sunnan gola eba kaldi og sums sta&ar rigning sí&degis. Hiti 11 til 15 stig. • Austfir&ir: Su&austan kaldi e&a stinningskaldi. Rigning þegar lí&ur á daginn, einkum sunnantil. Hiti 11 til 13 stig. • Su&austurland: Su&austan kaldi e&a stinningskaldi og rigning. Hiti 11 til 14 stig. • Miöhálendiö: Suöaustan kaldi eða stinningskaldi, sums staðar all- hvass um tíma. Rigning vestantil. Hiti 7 til 11 stig. Haraldur Böbvarsson á Akranesi skilar hagnaöi: Samruni í bígerð Rekstur Haraldar Böbvarsson- ar hf. á Akranesi skilaði hagn- aöi á fyrstu sex mánu&um árs- ins a& upphæö kr. 178,1 millj- ón króna. Á sama tímabili í fyrra var hagna&urinn 79,6 milljónir. Allar rekstrareining- ar fyrirtækisins skiluöu hagn- a&i á þessu tímabili. Á þessu ári ver&ur fyrirtæki& 90 ára, en þa& er elsta starfandi út- ger&arfyrirtæki landsins. Fyrirtækið rekur frystitogara, tvo ísfisktogara, tvö loönuskip, frystihús, fiskimjölsverksmiðju og fiskverkun. Ab meðaltali starfa um 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Fyrir dyrum stendur samruni Haraldar Böðvarssonar hf. og Krossvíkur hf. og er kveðið á um í samrunaáætlun að félögin verði sameinuð undir nafni Haraldar Böðvarsonar hf. Tap varð af rekstri Krossvíkur fyrstu sex mánuði ársins að upphæð kr. 24,4 milljónir króna. Auk þess standa yfir viðræður við Þormóð ramma hf. á Siglu- firbi og Miðnes hf. í Sandgerði um sameiningu þeirra við Har- ald Böðvarsson hf. -ohr Borgarverkfrœbingur meb erindi um byggingu búddamusteris í Reykjavík: Tælandsprinsessa mun styrkja framkvæmdina Hugmyndum um byggingu Búdda- musteris í Reykjavík hefur veriö vísab til skristofu- stjóra Borgarverkfræ&ings. Er- indi frá Búddistafélagi íslands þar a& lútandi var lagt fyrir borgarráb Reykjavíkur og af- greitt þa&an í gær. Segir í erindinu að kveikjan að því að ráðast í þetta verkefni hafi komið upp að nýju er systir konungsins af Tælandi kom hingað í heimsókn í sumar, en fylgdarlið hennar hafi hvatt til þess að hér yrði reist musteri í tælenskum stíl. Lofab hafi verið stuðningi vib verkefnið og hafi jafnframt fengist loforb SAS flugfélagsins í Bangkok fyrir stuðningi. Einnig er taliö öruggt Þjónustusími Dags-Tímans: Tillögur boönar velkomnar Unnið er af kappi að undir- búningi nýja blaðsins Dags- Tímans og miðar mönnum vel áfram. Margir hafa hringt á ritstjórnir blab- anna til að forvitnast um gang mála og ekki áttað sig á að sérstkur þjónustusími hefur verið opnaður, gagn- gert til að mibla upplýsing- um og taka við ábending- um. Svarað er í þjónustu- síma Dags-Tímans á milli kl. 09:00-17:00 og en gjald- frítt númer er 800 7080. Hugmyndin með þessum þjónustusíma er að vænt- anlegir lesendur og velunn- arar nýs blaðs komi meb sem flestar og bestar ábend- ingar til þess ab blaöið þró- ist í sem bestum samhljóm við vilja og hugmyndir les- enda. Einnig geta væntan- legir áskrifendur gert vart við sig í þessum síma, en núverandi áskrifendur ab Tímanum eða Degi munu hins vegar sjálfkrafa fá nýja blaðið þegar þar að kemur. Enn er ekki ljóst nákvæm- lega hvenær fýrsta eintakið kemur út, en það veröur fljótlega. ■ aö búddistafélög á Bretlandi og Norðurlöndunum muni styðja framkvæmdina. Hugmyndir um stærð og kostnað eru óljósar, en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir um 150 fermetra húsi. Undir bréfið ritar Dhamman- ando Bhikkhu búddamunkur sem búsettur hefur verið á ís- landi í tvö ár og kemur fram að hann hafi verið án nokkurrar aðstöðu til trúarlegra athafna en nýtt sér aðstöðu fyrir nýbúa ab Faxafeni 12 í Reykjavík. -ohr Rysjótt tíb setti svip sinn á verslunarmannahelgina: Mestur fjöldinn á Akureyri Mikið var um fer&alög um versl- unarmannahelgina sem endra- nær og leita&i stærstur fjöldi feröafólks til Akureyrar. Tali& er a& allt a& 12.000 manns hafi heimsótt Akureyri og um 7.000 manns voru á þjóðhátí& í Eyj- um. Þá voru um 5000 manns á Síldarævintýrinu á Siglufirði þegar mest var og svipaður fjöldi á bindindismótinu í Galtalæk. Bílaumferð gekk vel um landið ef frá eru skilin einstaka óhöpp en nokkur röskun varð á flugi, sér- staklega frá Vestmannaeyjum. Vebur var slæmt víða um land um helgina, mikil rigning á köflum og hvassviðri. Af þeim sökum fuku tjöld, aðallega í Vestmanna- eyjum. Lögreglumenn á landinu voru í heildina þokkalega sáttir með ástand mála miðað við fyrri versiunarmannahelgar en flest af- brot vom kærð til lögreglu á Akur- eyri, enda mannfjöldinn lang- mestur þar eins og fyrr segir. Myndin er tekin á tjaldsvæðinu þar á sunnudag. -BÞ Sjá bls. 3 Bœndasamtökin ósammála landbúnabarráöuneyti um ágœti breytinga á fóöurskattinum: Aðallega til hagsbóta fyrir ríka innflytjendur Bændur sem þurfa á a& halda kjarnfó&ri eru ekki beinlínis hressir me& ummæli landbúnaö- arrá&uneytisins þess efnis a& nýtt fyrirkomulag á grei&slum úr fó&- ursjóöi leiöi til „nokkurrar Iækk- unar" á veröi búvara og veröi til hagsbóta fyrir neytendur. Þeir telja a& breytingarnar séu a&al- lega geröar til hagsbóta fyrir inn- lend fó&urblöndunarfyrirtæki, ekki bændur e&a neytendur. „Fóðurblöndunarfyrirtækin munu mala gullib á þessum breyt- ingum. Þær mala nefnilega ekki bara korn, heldur líka gull, enda samkeppnin hér á landi nánast eng- in. Þa& er ekki einleikið hvernig þessi fyrirtæki fá ab vaða uppi og virðast strá um sig peningunum í jarða- og hrossakaup víða um land- ið. Þessir menn em meðal annars að flytja inn hveiti og það sem gengur af í möluninni er notaö í fóður- blöndur og af því þurfa þeir ekki að greiða tolla, en það láta þeir bænd- urna gera," fullyrti viðmælandi Tímans. Sverrir Bjartmars hjá Bændasam- tökunum var á sama máli. „Hér er verið að koma gjörsam- lega í veg fyrir að nokkur maður geti flutt inn tilbúnar fóöurblönd- ur, sem óneitanlega gæti verið viss öryggisventill fyrir markaðinn. Þessi breyting gerir því sáralítið, ef nokkuð," sagði Sverrir. „Manni finnst það reyndar sárt þegar verið er að auglýsa svona breytingar og boða lækkun sem aldrei kemur. í rauninni óttast ég að hér sé um að ræba hækkun á fóðurverðinu, ekki lækkun. Heimsmarkaðsverð hefur hækkað svo mikið að hér verður um hækkun að ræða. Þessi breyting ger- Framkvœmdum vib Innnesveg, innan Akrafjalls, ab veröa lokiö: Verður innansveitarvegur „Þa& er veriö a& vinna vi& klæöningu á veginum og þa& er bara dagaspursmál hvenær verkinu lýkur. Lokafrágangur ver&ur örugglega búinn fyrir mánaöarmót," sagöi Ingvi Árnason umdæmistæknifræö- ingur hjá Vegageröinni í Borg- arnesi í samtali viö Tímann í gær. Vegurinn sem um ræðir er svo- kallaður Innnesvegur, í Innri- Akraneshreppi, en hann mun í framtíðinni veröa innansveitar- vegur fyrir íbúana innan Akra- fjalls. Aðalvegurinn frá Hvalfjarb- argöngum mun liggja ofar, nær fjallinu og í sveig ofan við Akra- nes. Innnesveginum er einnig ætlað að anna umferð í tengslum við gangabygginguna. Bundið slitlag er á veginum. „Þetta er vegur sem var á vega- áætlun áður en til jarðganga kom. Síðan má búast við því að hluti vegarins, nebsti hlntinn frá Akra- nesi upp að Miögarði veröi eins konar tengivegur fyrir efstu hverf- in á Akranesi, frá aðalveginum. Það má búast við meiri umferð þar og hann er breiðari. Hinn er bara fjögurra metra breiður fram ab Innra-Hólmi og verður innan- sveitarvegur." Það er verktakafyrirtækið Háfell sem hefur umsjón með fram- kvæmdum við veginn og fóru framkvæmdirnar af stað í vor. -ohr ir nákvæmlega ekki nokkurn skap- aðan hlut fyrir bændur, né heldur fyrir neytendur, nema ef vera skyldi bölvun eina," sagði Sverrir Bjart- mars hjá Bændasamtökunum í samtali við Tímann. -JBP Styttist í breytingar á um- ferbinni um mibbœinn: Eftirlit me& breytingunum Borgarráb hefur samþykkt a& til- nefna fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefnd sem, ásamt fulltrúum Borg- arskipulags og borgarverkfræöings, mun fara yfir skipulag umferöar og bílastæöa í mibborginni. Nefndinni er sérstaklega ætlaö að fylgjast með þeim breytingum sem verða þann 15. ágúst þegar tekin verður upp tvístefna á Hverfisgötu og skiptistöð SVR við Hafnarstræti verður opnuð. Einnig á nefndin að fara yfir tillögur um einstefnu á Vesturgötu og lokun fyrir bílaum- ferð um Ingólfstorg en frestað hefur verið að koma þeim í framkvæmd. Nefndinni er ætlað ab ljúka störf- um eigi síðar en 1. des. nk., ábur en deiliskipulag Kvosarinnar kemur til afgreiðslu. w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.