Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. ágúst 1996 7 Afhending Gufuskála á Snœfellsnesi búin aö standa yfir í á annaö ár. íslenskar björgunarsveitir vonast eftir björgunarskóla á staönum: Vantar ekki Gufuskálar á Snæfellsnesi eru lítib þorp. Þaö byggðist upp í kring um lóran-stöð sem bandaríska strandgæsl- an starfrækti á staönum. Meb tilkomu GPS stabsetn- ingarkerfisins urbu lóran- stöbvarnar úreltar og hefur strandgæslan því hætt allri starfsemi á Gufuskálum. Þar standa nú mannvirki, íbúbarhús og aðrar byggingar, aub og ónotuð ab mestu og stóð upphaflega til að rífa allar byggingarnar og að strand- gæslan skilaði svæðinu af sér sem líkast því og hún tók við því á sínum tíma. íslenskir að- ilar hafa lýst yfir vilja sínum til að nýta mannvirkin til ein- hverra hluta og gerði Snæfells- bær það að tillögu sinni að fundin yrðu einhver not fyrir fasteignirnar og lagði til að reynt yrði ab setja þar upp samræmdan almannavarna- og björgunarskóla. Hins vegar hefur lítið áþreifanlegt gerst ennþá og hefur Snæfellsbær umsjón með fasteignunum á staðnum á meðan beðið er eft- ir því ab skýrist hvað um þær verður. Bærinn greiðir um- sjónarmanni laun en utanrík- isráðuneytið ber ábyrgð á öbr- um kostnaði fyrir hönd Varn- arliðsins og bandarísku Strandgæslunnar, ab sögn Guðjóns Petersen bæjarstjóra. Þetta hefur stoppab í nefndinni Heimamenn eru orðnir langeygir eftir því að málin fari að skýrast varðandi Gufu- skála. Hugmyndin um að stofna björgunarskóla á staðn- um hefur verið ofarlega á baugi og hafa bæði Slysa- varnafélag íslands og Lands- björg mikinn áhuga á því. „Þetta hefur, verbur bara að segjast, stoppað í þessari nefnd sem sett var á laggirnar. En það vantar ekki áhugann hjá Slysavarnafélaginu og Landsbjörg, en það vantar kannski einhverja peninga til að koma þessu af stab," sagði Ester Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands. Of langt í burtu Opinberir aðilar eru hins vegar ekki eins spenntir fyrir hugmyndinni og segja m.a. að Gufuskálar séu of langt í burtu. „Ef þú ert að keyra þetta að vetrinum, þá ertu ekki bara fjóra tíma eins og við bestu að- stæður ab sumri, heldur ertu kannski sex, sjö tíma. Þá fer dagur í ab komast hvora leið," benti Hjalti Zóphóníasson hjá dómsmálaráðuneytinu á. Hann bætti við að það væri auðvitað grátlegt ab vita af þessum ágætu húsakynnum en bara það langt í burtu að það væri ekki hægt ab nýta þau almennilega. „Af því þab þarf að setjast upp í bíl og fara upp fyrlr Ellibaár" Heimamenn á Snæfellsnesi telja ab það sé tregða aðila í Reykjavík við að fara út á land sem valdi töfunum á uppbygg- ingu starfsemi á Gufuskálum. Einn heimamanna orðaði þab þannig að fyrir einhverjar skrifstofublækur suður í Reykjavík þá væri þetta of langt. „Þrátt fyrir að hér sé kjörland; hér er hafið, hér er hrauniö, hér er jökullinn, hér eru fjöllin, hér eru björgin. Hér eru allar þær aðstæður sem björgunarsveitir þurfa að spreyta sig við og hér eru hús- in sem þeir geta fengið. En samt, af því það þarf að setjast upp í bíl og fara upp fyrir Ell- iðaár." Sami heimamaður taldi að einhver þyrfti að taka af skarið: „Það þarf að hnykkja á þessu og gera ráðamönnum ljóst að það getur þurft ab taka af skarið, rétt eins og Guð- mundur Bjarnason var að gera með Landmælingarnar." Lautinant Carla McCarthy, upplýsingafulltrúi hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, sagði að um væri að ræða mjög langt ferli sem þyrfti að fylgja við yfirfærslu eignanna. í byrjun hefði verið beðið eftir niðurstöbum viðræðna milli íslenskra aðila og fulltrúa frá strandgæslunni. Þær niður- stöður hefði síðan þurft að leggja fyrir Bandaríkjaþing til samþykktar og afgreiðslu. Nú væri sú niðurstaða komin, þannig ab málin ættu að fara að skýrast. Guðjón Petersen bæjarstjóri í Snæfellsbæ tók í sama streng og sagði að ekki væri búið að afhenda Gufu- skála þar sem Bandaríkjamenn væru ekki búnir að sleppa af þeim hendinni. í júní hefði Bandaríkjaþing samþykkt af- hendinguna fyrir sitt leyti, en þá væri enn eftir einhver kærufrestur varðandi ákvörb- unina. Ekki einfalt mál ab taka vib eignunum Þórhallur Ólafsson formaður Gufuskálanefndar, nefndar- innar sem fer með málefni Gufuskála fyrir hönd íslenskra aðila, segir að beðið sé eftir svari frá Varnarmálaskrifstofu um skilmálana sem varða af- hendinguna og hvað hangi á spýtunni. Þegar það liggi fyrir fari boltinn til Landsbjargar og Slysavarnafélagsins. „Síðan kemur þetta aftur til okkar og þá fara þessar hugmyndir að mótast." Samkvæmt því sem hann segir er e.t.v. ekki eins einfalt að taka við eignunum á Gufuskálum eins og í fljótu bragði mætti ímynda sér. „Það er spurning með hvaða hætti þab er gert. Ef byggingarnar standa og eru afhentar ein- hverjum þá þarf sá aðili að vera ábyrgur fyrir að rífa þær niður ef menn ætla ekkert að nota þetta. Það kemur þá líka til kasta sveitarfélagsins og hver ætti að borga það. ís- lenska ríkið vill ekki leggja í þann kostnað, það eru fleiri hundruð milljónir. Þetta er bara eitt af mörgum atriðum sem eru í þessum samningi sem er ekki búið að ganga frá." Fleiri aðilar en björgunar- sveitirnar hafa sýnt áhuga á að setja upp starfsemi á Gufuskál- um. Meðal þeirra eru Guðlaug- ur og Guðrún Bergmann, en þau hafa bent á ab þar mætti setja upp vistvæna miðstöð. Sú hugmynd er inni í mynd- inni, jafnvel samhliða björg- unarskóla, en björgunarskól- inn er þó framar í röðinni. Átján íbúbir, matsalur og bar Húsakynnin sem um ræðir eru 18 íbúðir, þar af eru 15 í fjölbýlishúsum. Tvær íbúðir eru í parhúsi og að auki er svo- kallað gestahús. Á staðnum er stór matsalur með fullkomnu eldhúsi og bar. Á Gufuskálum er einnig vélasalur sem gert er ráð fyrir að fari að miklu leyti undir langbylgjusenda út- varpsins en aðal-langbylgju- sendir ríkisútvarpsins verður settur upp á Gufuskálum og er stefnt að því að þeir komi til landsins í desember. Gufuskálar hafa þó ekki staðið alveg auðir þrátt fyrir þetta millibilsástand. Þroska- hjálp á Vesturlandi hefur feng- ið þar aðstöðu og í vetur var þar helgarvistun fyrir þroska- hefta auk þess að þar er nú sumarvistun. Björgunarsveitir eru einnig farnar að nýta sér aðstöðuna og var fyrir skömmu haldið þar stórt mót er þar komu saman um 150 unglingar úr björgunarsveit- um á Suður- og Vesturlandi við ýmiskonar æfingar. Þetta var svokallað landshlutamót og bar yfirskriftina Gagn og gaman á Gufuskálum. -ohr VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 107.08.1996 | mumHÓLUR BÓNUSTÖLUR { (Ю © ! VkmingBr .23". Vlnntngft- uppte. 1. •- 2 23.260.000 o C.. .BóNua 1 995.660 3. •«•• 8 31.690 4. 4 * * 232 1.730 S.JSS 801 210 Samtaí* MÖ3TP 48.338.750 fc AlÉnft 48.338.750 1.818.750 Upplsingar um vinningstaur fást einnio I sámsvara 56&-1511 eöa Gcaanu númerl 80OCB11 og Itextavarpi á sCu 453 § 4 Á I ’■ 4 A\ 1 Gufuskálar á Snæfellsnesi hafa staöiö aö mestu auöir f tœp tvö ár. Til stóö aö rífa öll mannvirki, en Snœfellsbœr fékk þvíframgengt aö fundin yröu not fyrir húsin. Afhendingin er ekki eins einföld og gera mœtti ráö fyrir. Tímamynd: Rut Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1.flokki1991 -19. útdráttur 3. flokki 1991 - 16. útdráttur 1. flokki 1992 - 15. útdráttur 2. flokki 1992 - 14. útdráttur 1. flokki 1993 - 10. útdráttur 3. flokki 1993 - 8. útdráttur 1. flokki 1994 - 7. útdráttur 1. flokki 1995 - 4. útdráttur 1. flokki 1996 - 1. útdráttur 2. flokki 1996 - 1. útdráttur 3. flokki 1996 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Alþýðublaðinu föstudaginn 9. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun rIkisins f I HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.